Morgunblaðið - 18.03.1980, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980
11
Mozart-Tónleikar
Einsöngur
í Norræna
húsinu
Solveig Faringer sópransöng-
kona og píanóleikarinn Eyvind
Möller fluttu söngva frá Norð-
urlöndum, Frakklandi og Þýzka-
landi. Það sem er sérkennilegt
við efnisskrána, er að flestir
höfundar söngvanna eru fæddir
á sjöunda tug 19. aldarinnar og
lifðu umbrot aldamótanna. Tón-
leikarnir hófust á þremur söngv-
um eftir Per Gunnar Fredrik de
Frumerie, sem einnig var þekkt-
ur sem góður píanóleikari. Hann
er yngstur höfundanna, fæddur
1908, og bera söngvar hans
merki þess að hann hefur lagt
eyrun við franskri tónlist. Næst
á söngskránni voru söngvar eftir
Carl Nielsen, (1856—1931), sem
nú á síðustu áratugum hefur
öðlast heimsfrægð fyrir tóns-
míðar sínar. Fínast af öllu fínu á
Norðurlöndunum er auðvitað
franskt og í sönglist er það
Debussy og á seinni árum Erik
Satie (1866—1925). Satie vann
fyrir sér sem kabarett-píanóleik-
ari, nefndi tónsmíðar sínar ein-
kennilegum nöfnum, gerði grín
að listrænum virðuleika og há-
leitum listrænum markmiðum,
en er nú orðinn viðfangsefni
þeírra sem hann hæddi. Bæði
Debussy og Ravel litu á Satie
sem snilling og eiga honum
margt að þakka, en aðrir töldu
hann „óþekktarorm, sem ekkert
vildi læra“.
Chancons du Chat, fjórða lagið
eftir Satie, var eitt best sungna
lagið á tónleikunum. Þá komu
næst þrjú lög eftir Stenhammar
(1871—1927), sem um aldamótin
var talinn mesta tónskáld Norð-
urlanda og hafinn yfir samjöfn-
uð við Carl Nielsen og Sibelíus.
Flickan kom ifran sin álsklings
möte, eftir Stenhammar, er góð
tónsmíð og var fallega flutt af
söngkonunni. Tónleikunúm lauk
svo með átta söngvum eftir
Hugo Wolf og var Das verlass-
ene Magdlein sérlega vel sungið.
Solveig Faringer er góð söng-
kona, hefur bjarta og fallega
klingjandi sópranrödd, en hættir
til oftúlkunar. Eyvind Möller er
smekkvís og traustur undirleik-
ari.
Jón Ásgeirsson
Kammermúsikklúbburinn
stóð fyrir Mozart-tónleikum
nú um helgina og voru flutt
þrjú verk, fyrst tríó fyrir
píanó, víólu og klarinett K.498,
sem var gefið út undir nafninu
„Trío fyrir Clavisembalo eða
Forte Píano með undirleik
fiðlu og lágfiðlu". Þá fylgdi
með ábending, að: „Fiðlurödd-
ina má leika á klarinett." Það
er talið að Mozart hafi samið
verkið fyrir kunningja fjöl-
skyldu (Jacquin) og sjálfur
leikið á lágfiðluna, en vinur
hans, Anton Stadler, á klarin-
ettið og heimasætan á píanóið.
Mozart-fræðimenn telja að
síðasti kaflinn gefi sterka
ábendingu um breytingar á
tónsmíðatækni tónskáldsins,
þar sem merkja má hvernig
hann er að vaxa frá venju-
bundnum aðferðum varðandi
form og rithátt. Verkið í heild
er elskulegt, fullt af vinarhlýju
og þarf að koma meira til en
samstilling í flutningi slíkra
verka. Hljóðfæraleikararnir
þurfa að tala sama mál, túlka
eina hugmynd, en ekki þrjú
mismunandi viðhorf. Philip
Jenkins fór með píanó-hlut-
verkið, Einar Jóhannesson lék
á klarinettið og Mark Reed-
man lék á lágfiðluna, allir
ágætir tónlistarmenn, en náðu
ekki að gæða leik sinn þeirri
samhygð í túlkun, sem nauð-
synleg er í kammertónlist. Það
er annað að spila en að túlka
og kom það fram í næsta verki,
fiðlusónötu K.296, sem þeir
léku saman Philip Jenkins og
Mark Reedman. Þar var leikið
beint af augum án þess að gera
nokkra verulega tilraun til
annars en vera stundvís, sem
er einkenni „rútínumennsk-
Tónllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
unnar“. C-dúr sónatan K.296
er ein af svo nefndum Mann-
heimsónötum sem Mozart er
talinn hafa samið, er hann
dvaldist í Mannheim 1778.
Hann var þá undir mjög sterk-
um áhrifum af Johanni Crist-
ian Bach, en í C-dúr sónötunni
fitjar hann upp á ýmsu
óþekktu í samspili fiðlu og
píanós. Síðasta verkið á efnis-
skránni var svo Kvartett fyrir
þrjá strengi og píanó, K.493.
Snemma á árinu 1786 gefur
Hoffmeister út kvartett eftir
Mozart og mun hafa haft í
huga að gefa út tvo aðra, sem
ekki varð af, vegna þess að
viðskiptavinunum fannst sá
fyrsti vera of erfiður. Það var
ekki aðeins að Kvartettanir
K.478 og 493 væru erfiðir,
heldur var á þessum tíma ekki
mikið til af píanókvartettum
yfirleitt og slík hljóðfæraskip-
an þá nokkuð nýmæli. Þeir
sem stóðu að flutningi kvart-
ettsins voru Philip Jenkins á
píanó, Mark Reedman fiðlu,
Stephen King víólu og Carmel
Russill selló. Margt var fallega
gert í þessu verki en sem heild
var það ekki miklu meira en
samspil, án samhæfðrar túlk-
unar.
Jón Ásgeirsson
Frá keppni hjá Bridgefélagi Reykjavíkur en þar stendur yfir
sveitakeppni með 7 spila leikjum. Ljósm. Arnór.
Brldge
Umsjóní ARNÓR
RAGNARSSON
Bridgeklúbbur
hjóna
Barometerkeppni félagsins
lauk sl. þriðjudag með glæsi-
legum sigri Guðmundar Péturs-
sonar og Esterar Jakobsdóttur
sem hlutu 369 stig yfir meðal-
skor.
Staða efstu para varð annars
þessi:
Guðríður — Sveinn 257
Dröfn — Einar 165
Erla — Gunnar 149
Ólöf — Hilmar 131
Gunnar — Sólveig 121
Jón — Dúa 102
Gísli — Ólöf 94
Bjarni — Valgerður 92
Þorvaldur — Svava 68
Alls tóku 30 pör þátt í keppn-
inni. Síðasta keppnin á vetrinum
verður fjögurra kvölda hrað-
sveitakeppni, sem hefst 25. marz.
Spilað er í Rafveituhúsinu við
Elliðaár.
Tafl- og bridge-
klúbburinn
Fimmtudaginn 13. mars voru
spilaðar 7 umferðir í Barometer
hjá félaginu. Staða 8 efstu para
eftir 14 umferðir er þessi:
Þorsteinn Kristjánsson
— Rafn Kristjánsson 136
Þórhallur Þorsteinsson
— Bragi Björnsson 128
Hilmar Ólafsson
— Ólafur Ásmundsson 119
Baldur Ásgeirsson
— Hermann Jónsson 103
Finnbogi Guðmundsson
— Hróðmar Sigurbjörnsson 101
Viðar Jónsson
— Skafti Jónsson 98
Bragi Jónsson
— Dagbjartur Grímsson 69
Guðrún Jörgensen
— Vigfús Pálsson 56
Fimmtudaginn 20. mars verða
spilaðar 7 umferðir (15—21) í
Barometer keppninni. Spilað
verður í Domus Medica, spilarar
mætið stundvíslega kl. 19.30.
Bridgedeild
Breiðfirðinga
Átján umferðum af 41 er lokið
í barometertvímenningi félags-
ins og er staða efstu para nú
þessi:
Ingibjörg Halldórsdóttir
— Sigvaldi Þorsteinsson 255
Gísli Víglundsson
— Þórarinn Árnason 230
Magnús Oddsson
— Þorsteinn Laufdal 218
Albert Þorsteinsson
— Sigurður Emilsson 203
Gunnlaugur Karlsson
— Guðmundur Sigurst. 191
Guðlaugur Karlsson
— Óskar Þór Þráinsson 146
Jón Pálsson
— Kristín Þórðardóttir 145
Jón Stefánsson
— Magnús Halldórsson 140
Guðjón Kristjánsson
— Þorvaldur Matthíasson 139
Ása Jóhannsdóttir
— Sigríður Pálsdóttir 125
Næstu umferðir verða spilað-
ar á fimmtudaginn kemur í
Hreyfilshúsinu og hefst keppnin
stundvíslega kl. 19.30.