Morgunblaðið - 18.03.1980, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980
Einar Egilsson er sjötugur í dag. Hann var fyrsta
hetjan, sem krakkarnir á Lindargötunni komust í
snertingu við á æskuárum undirritaðs blaðamanns. Þá
bjargaði hann með snarræði sex ára hnokka úr þeirra
hópi frá drukknun við Kveldúlfsbryggjuna, er hann
kom á spretti ofan úr Kveldúlfskontórnum, eins og það
þá hét, og kastaði sér af bryggjunni í ískaldan
janúarsjóinn, þar sem drengurinn var meðvitundar-
laus að sökkva. Einar var þá rúmlega tvítugur,
hraustur og snarráður, eins og þessi frækilega
björgun ber með sér, segir í stórri frétt af þessu í
Morgunblaðinu daginn eftir. Þannig hefur Einar
alltaf verið djarfur og hiklaus, eins og lífshlaup hans
ber með sér, þegar við förum að rifja það upp í tilefni
afmælisins á heimili hans og konu hans, Margrétar
Thoroddsen, á Silfurteigi 5.
Einar hafði lært að synda I sjó í
Hafnarfirði. Hann ólst upp við sjó
og fisk, enda föðurbræður hans,
Hellubræður, þekktir fiskimenn.
Með föður sínum Agli Guð-
mundssyni frá Hellu fór hann
kornungur á sjó í róðrarbáti.
Móðir hans var Þórunn Einars-
dóttir. — í þá daga byrjuðu
krakkarnir strax að vinna og
höfðu sjaldan frí, segir Einar.
Enda veitti ekki af. Eg man til
dæmis að faðir minn og Guð-
mundur bróðir minn fóru á síld
eitt síldarleysisárið 1920 og komu
heim með 65 krónu skuld. Þá var
ekkert að lifa á nema kaupið mitt.
Ég vár þá 10 ára og keyrði
hestvagna í vegagerðinni, vann 10
tíma á dag. Ég hefi víst verið 8
ára, þegar ég byrjaði á því starfi.
Móðurbróðir minn, Jón Éinarsson,
og mágur minn, Gísli Sigurgeirs-
son, í móttöku fyrir Vífilsstaða-
hælið. Mórinn var tekinn fyrir
neðan þar sem nú eru flatirnar og
settur upp í geysistóra hrauka.
Við ókum honum svo í hestvögn-
um heim á hælið. Þetta var 1918
og stríð í veröldinni. Og mórinn
var nýttur.
— Lífið var þá vinna. Manni
þótti þetta sjálfsagt. Þótti gott að
fá alltaf vinnu og ég naut þeirra
Jóns og Gísla, sem voru í ýmiskon-
ar umsvifum. Þeir tóku til dæmis
að sér uppskipun úr Hellierstogur-
unum og ég vann í kolauppskipun
hjá þeim meðan ég var í barna-
skóla, meira að segja á nóttunni.
Man vel þegar ég fékk tveggja
tíma frí úr vinnu til að vera við
skólasetningu. Við höfðum alltaf
nóg sjófang að borða, því faðir
minn stundaði sjó. En alltaf var
nokkurt atvinnuleysi í Hafnar-
firði. Þaðan kemur nafnið Gaflar-
ar. Atvinnulausir karlar söfnuð-
ust saman undir húsagafli og
sögðu sögur. Ég man vel eftir
mönnum, sem biðu svona.
Meðan Einar var í Flensborg-
arskóla fór hann eftir áramótin,
er hann var í 3. bekk, á togarann
Sviða, sem Þórarinn Egilsson átti.
— Þá var þröngt í búi hjá okkur,
segir hann. En ég þénaði þarna
hvorki meira né minna en 650
krónur. Var þá að hugsa um að
hætta í skólanum, en Ögmundur
skólastjóri hvatti mig til að fara í
prófið, og eftir að hafa ráðfært
mig við móður mína gerði ég það.
Eftir gagnfræðaprófið var ég í eitt
ár á Surprise með Sigurjóni Ein-
arssyni. En mig langaði alltaf til
að læra meira og hafði ætlað mér
það.
Þáhófst
fyrsta ævintýrið
— Já, þá hófst fyrsta ævintýrið.
Ég hafði augastað á að fara til
Englands í verzlunarskóla og
skrifaði Pitmans College. En pen-
ingarnir sem ég hafði unnið mér
inn höfðu farið í heimilið. Ég
þurfti því að útvega 1000 krónur
og leitaði til Sigurgeirs Gíslasonar
sparisjóðsstjóra. Hann sagði mér
að biðja Ólaf Thors um að skrifa
upp á víxil. Ólafur var þá orðinn
þingmaður Gullbringu- og Kjós-
arsýslu. Ég hafði séð hann á fundi,
en þekkti hann ekkert. Dreif mig
þó inn í Reykjavik. Ólafur var þá
við Haffjarðará. Ég sagði foreldr-
um mínum að ég ætlaði upp í
Borgarfjörð og tók Suðurlandið
upp í Borgarnes, en fékk að sitja á
vörubíl þaðan. Um morguninn
hitti ég ðlaf úti við, og bar upp
erindið. Hann spurði um mína
hagi og hvers ég þyrfti með. Sagði
svo — og ég man vel eftir svarinu:
„Já, strákur, ég sé að þú nennir að
vinna og það er sjálfsagt að skrifa
upp á víxil fyrir þig“. Ég var svo
glaður — og ekki síst af því hve
alúðlegur Ólafur var — að ég
steypti mér kollhnís, þegar ég kom
út.
— Mér gekk vel að fá 65 pund
út á víxilinn í bankanum. Mamma
saumaði tékkinn innan í vestis-
vasann og ég fór til Englands með
togaranum Þórólfi. Árið 1929—
1930 var ég í skóla í London í 8
mánuði. Ég ætlaði að vera kominn
heim fyrir alþingishátíðina 1930,
en missti af togaranum og kom
heim með Kötlu tveimur dögum
eftir hátíðina. Strax var farið í að
reyna að afla fjár til að komast
aftur út og ljúka náminu. Ég fékk
rúm á Arinbirni hersi, sem var á
síld og hafði upp 1000 kr. á
tveimur mánuðum. Það dugði.
bá
hófst
næsta
æfintýri
Viðtal
við
Einar
Egilsson
sjötugan
túristaklassa. Það var 18 daga
ógleymanleg ferð. Eftir viðkomu í
Brasilíu og Uruguay komum við til
Buenos Aires og ég tók 4 tíma
lestarferð til Rosario de Santafe,
þar sem Ingimundur bjó.
— Ég byrjaði strax að vinna á
skrifstofunni. Hafði að vísu aðeins
lært spönsku í 10 tíma og kunnátt-
an eftir því. En þetta var amerískt
fyrirtæki. Á þriðja hundrað
manns störfuðu í allt á þessum
stað, og fyrirtækið var með starf-
semi út um allt. Ég var þarna hjá
þeim í 2 ár. Ferðaðist dálítið um.
Á túnfisk-
veiðum í Chile
— En mig langaði alltaf til að
vera við sjóinn, við fiskveiðar. Ég
hafði lesið grein um Chile og
fiskveiðar þar. Og í sumarleyfinu
hélt ég yfir Andesfjöll til Val-
Eftir viku heima, fór ég utan og
lauk náminu árið eftir. Einum til
tveimur dögum eftir heimkomuna
hitti ég Olaf Thors á fundi í
Góðtemplarahúsinu og það barst í
tal að ég þyrfti vinnu. Nokkrum
dögum síðar lágu fyrir mér skila-
boð frá Thor Thors í Kveldúlfi um
að hafa samband við sig strax.
Það gerði ég og var ráðinn á
skrifstofunaí 20 daga. Þeir urðu að
sex árum.
— Árin í Kveldúlfi voru sér-
stakur kafli í mínu lífi, segir
Einar. Fyrsta sumarið gekk ég í
vinnuna úr Hafnarfirði, því stræt-
isvagnarnir byrjuðu ekki að ganga
fyrr en kl. 10. Ég mátti koma
seint, en þáði það ekki, heldur
lagði af stað kl. 7 og man aldrei
eftir að hafa komið of seint í
vinnuna. Fékk raunar stundum að
sitja á sandbíl. Þetta var hress-
andi morgunganga. Það var alltaf
mikið að gera. Kveldúlfur var þá
nokkurs konar ríki í ríkinu í
fiskveiðum og fisksölu. Þarna voru
margir indælismenn. Ég ber alltaf
hlýhug til Thorsbræðranna og
fleiri manna, sem ég kynntist
þarna á skrifstofunni þeirra
Pálma Jónssonar, Ólafs Briem,
Guðmundar Þórðarsonar, Áskels
Kjerulf, Ólafs Jónssonar og verk-
stjóranna Kristjáns Benedikts-
sonar, Guðjóns Arngrímssonar,
Jónasar Jónssonar og fleiri. Allir
voru svo samstilltir og ég man
aldrei eftir að nokkur léti frá sér
fara styggðaryrði í garð annars.
Einar var einmitt að vinna í
skrifstofunni í Kveldúlfi, sem var
á annarri hæð í húsinu sem sneri
að sjónum, þegar menn urðu varir
við að sex ára drengur, Reynir
Þórðarson hafði runnið til á ísaðri
bryggjunni og fallið í sjóinn. í
Morgunblaðsfréttinni segir að
jafnaldrar hans hafi náð í stálp-
aða telpu, sem hljóp og sótti
móður hans pg var hún þarna
komin án þess að geta neitt að
gert. Einar renndi sér niður hand-
riðið af skrifstofunum, kastaði af
sér jakka og vesti á leið fram
bryggjuna — og í sjóinn. Honum
tókst að bjarga drengnum, sem
var orðinn meðvitundarlaus.
Reynt var að ná upp úr honum sjó
í Kveldúlfsskrifstofunum og þar
sem ekki náðist í lækni, var farið
með hann á Landakot. Löngu
seinna hitti Einar í New York
þennan pilt, sem þekkti hann.
Eftir að ég kom frá námi í
Englandi fór ég að taka talsvert
mikinn þátt í stjórnmálum og var
um skeið í stjórn Heimdallar áður
en ég fór til Argentínu. Þá kynnt-
ist ég fyrst Gunnari Thoroddsen,
sem seinna varð mágur minn.
Með 10 dollara
til Argentínu
Þá erum við komin að
Argentínuferð Einar. — Já, þá
hófst næsta ævintýri á lífsleið-
inni, segir hann. Mig hafði alltaf
langað til að fara utan og sjá mig
um í heiminum. Og 1936 dettur
mér í hug að skrifa Ingimundi
Guðmundssyni úr Hafnarfirði,
sem þá vann í Argentínu hjá
sláturhúsi Swift, sem var eitt
umfangsmesta sláturhús í heimi.
Hann sagðist skyldu útvega mér
vinnu, ef ég kæmi. En peningar
lágu nú ekki á lausu, hvað þá
gjaldeyrir, því mikil gjaldeyris-
höft voru á. En ég var ákveðinn í
að fara. Gekk um borð í Kötlu með
10 dollara í vasanum og ætlaði til
Argentínu.
— Ég hafði nú samt hugmynd
um hvað ég ætlaði að gera, heldur
Einar áfram. Ég átti frændur í
Boston og ætlaði fyrst þangað. Lá
við að ég kæmist ekki í land því
300 dollara þurfti að hafa til að fá
inngöngu í Bandaríkin. í Glou-
chester komu þeir Jóhannes Ás-
geirsson, stýrimaður, frændi minn
og Einar Þorgrímsson á móti mér
og björguðu mér. Jóhannes ók mér
svo til Boston í sínum bíl. Síðdegis
fórum við niður á bryggju til að
heilsa upp á Jón bróður hans, sem
var skipstjóri og stóð í brúnni á
King Cross. Þeir voru að fara út.
Einhver Einar úr Hafnarfirði var
ekki kominn um borð, og ég tók
þarna, með hvítt hálstau, pláss
nafna míns, og fór 3 túra á
togaranum. Þeir voru mér býsna
erfiðir, en fyrir þá fékkst góður
peningur. Fyrir þá komst ég til
Suður-Ameríku. Tók farþegaskip
frá New York fyrir 180 dollara á
Frá Argentinuárunum. Þarna
sitja tveir íslendingar i Argent-
inu, Einar Egilsson og Ingimund-
ur Guðmundsson, á bil Ingimund-
ar. Á annarri mynd er Einar um
borð i skipinu á leiðinni frá New
York til Suður Ameriku og á
þeirri þriðju með börnum Ingi-
mundar.
pariso. í þessu ferðalagi komst ég
í kynni við þarlendan fiskimann.
Það endaði með því að við slógum
okkur saman og fórum að gera út
3 opna báta. Við stunduðum mest
túnfiskveiðar, og ég var á einum
bátnum sjálfur. En við vorum líka
með net og lóðir. Þetta var
dásamlegur tími. Loftslagið hæfi-
lega hlýtt og ströndin 50 km af
sandbreiðum. Túnfiskveiðar eru
ákaflega spennandi. Við veiddum
ekki á stöng, eins og sportveiði-
mennirnir, heldur höfðum við tvo
arma út frá bátnum með tvær
línur á hvorum. Maður þurfti að
leita að túnfiskinum, en fyrir kom
að hann kom í torfum.