Morgunblaðið - 18.03.1980, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 18.03.1980, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980 23 Valur Islandsmeistari Þórir hitti á „draumaleikinn" þegar mestu máli skipti KR-ingar koma eflaust tvíefldir til leiks næsta vetur eftir von- brigðin í vetur og vafalaust veita þeir Valsmönnum verðuga keppni. Lið með þá Keit Yow, Geir Þor- steinsson, Garðar Jóhannsson og Jón Sigurðsson innanborðs þarf ekki að kvíða framtíðinni en breiddin mætti vera meiri. í gær- kvöldi báru þeir af Yow og Jón Sigurðsson. Dómarar voru Guðbrandur Sig- urðsson og Sigurður Valur Hall- dórsson og dæmdu þeir mjög vel. STIG Vals: Þórir Magnússon 32, Tim Dwyer 28, Kristján Ágústs- son 15, Torfi Magnússon 11, Jón Steingrimsson 6, Jóhannes Magn- ússon 4, Ríkharður Hrafnkelsson 4 stig. STIG KR: Keit Yow 45, Jón Sigurðsson 24, Garðar Jóhanns- son 12, Geir Þorsteinsson 5, Birgir Guðbjörnsson 4, Árni Guð- mundsson 2 stig. Að leik loknum afhenti Kristbjörn Albertsson formaður KKÍ Valsmönnum sigurlaunin og var þeim að vonum vel fagnað. -SS. Sagt eftir leikinn: „Loksins íslandsmeistari eftir 19 ár í körfunni“ — sagöi Þórir Magnússon, sem átti stórleik er Valsmenn uröu íslandsmeistarar ÞÓRIR Magnússon hefur eflaust sofnað sæll og glaður i gærkvöldi. í 19 ár hefur hann keppt i meistaraflokki i íslandsmótinu i körfuknattleik, fyrst með KFR og siðan með Val eftir að þar var stofnuð körfuknattleiksdeild. 1 gærkvöldi fékk hann draum sinn uppfylltan þegar Valur vann KR og varð íslandsmeistari og þar með varð Þórir Islandsmeistari i fyrsta skipti. En sagan er ekki öll sögn ennþá. Þórir átti draumaleikinn i gærkvöldi, það var hann sem öðrum framur lagði grunninn að sigri Vals með stórkostlegum leikkafla i seinni hálfleik þegar hann skoraði 20 stig á skömmum tima. Valur náði þá svo góðu forskoti, að KR-ingar náðu ekki að jafna leikinn þótt litlu munaði i lokin. Alls urðu stigin 32 hjá Þóri. Hann skyggði á aðra leikmenn i gærkvöldi, sannarlega maður leiksins. Sigur Vals var verðskuldaður. 100:93 eftir að staðan hafði verið 57:46 i hálfleik. Verðskuldaður sigur Vals i leiknum og verðskuldaður sigur Vals i þessu spennandi og skemmtilega tslandsmóti. Það var engin furða þótt Valsmenn og stuðningsmenn þeirra dönsuðu villtan gleðidans á fjölum Laugardaishallarinnar i gærkvöldi, erfið barátta var að baki og uppskeran rikuleg. Mikil áföll í vetur dæmdu KR-inga úr leik í keppninni um íslandsmeistaratitilinn en þeir veittu Val harða keppni í gær- kvöldi. Og Bandaríkjamaðurinn í KR-liðinu, Keit Yow, sýndi það og sannaði í leiknum i gærkvöldi að hann mun styrkja KR-liðið mjög næsta vetur verði hann með því áfram. Geysisterkur leikmaður, sem eflaust mun verða KR-ingum jafndrjúgur og Tim Dwyer hefur verið Valsmönnum í vetur. Gangur leiksins En snúum okkur að leiknum. Taugaveiklunar gætti allnokkuð í byrjun og var lítið skorað til að byrja með. En síðan fóru bæði liðin í gang svo um munaði og skiptust á um að hafa forystuna fram í miðjan hálfleik. En þá tóku Valsmenn góðan sprett og þá sérstaklega Þórir, sem skoraði 8 stig í röð og Vaiur var kominn á sigurbraut. Staðan í hálfleik var 57:46, góð forysta Vals. í byrjun seinni hálfleiks hófst Þóris þáttur Magnússonar. Hann skoraði hvorki meira né minna en 20 stig úr 12 skottilraunum á fyrstu 10 mínútum seinni hálf- Ieiksins og réðu KR-ingar hreint ekkert við hann. Á þessum kafla var munurinn mestur 15 stig. En úr því fóru Valsmenn að hægja á sér í sókninni, boltinn barst nán- ast aldrei út á kantinn til Þóris og spilið varð vandræðalegt. KR-ing- ar gengu á lagið og áður en menn vissu af var staðan orðin 91:87, aðeins fjögurra stiga munur þegar 5 mínútur voru eftir og allt gat gerst. KR-ingar fengu reyndar tækifæri til þess að minnka mun- Valur- KR 100:93 TVEIR aðrir leikir í úrvalsdeild- inni í körfu fóru fram um helg- ina. Stúdentar sigruðu í R í Haga- skóla með 106—104 og Njarðvík- ingar báru sigur af Fram, einnig í Hagaskóla, 79—76. Vegna þrengsla verður umsögn um þá að bíða um sinn. Lokastaðan i úrvalsdeildinni varð: Valur 20 16 4 1813:1685 32 Njarðv, . 20 14 5 1692:1581 30 KR 20 11 9 1672:1608 22 ÍR 20 10 10 1815:1831 20 ÍS 20 6 14 1707:1805 10 Fram 20 2 18 1565:1747 4 Fram fellur í 1 . deild og i sæti Fram i úrvalsdeildinni tekur Ármann. lögð fram, margfaldlega. í fyrra sagðist ég ætla að koma fjár- hagnum í lag — og ég fékk marga góða menn í lið með mér í stjórnina. Við stefndum á meist- aratign í vetur. Það hefur tekist og á miðvikudag vinnum við bikarinn. Nú Tim Dwyer hefur unnið stórkostlegt starf í vetur. Hvort hann verður ráðinn? Það á alveg eftir að ræða — við munum setjast niður þegar tími gefst. Nú er bikarinn efst í huga okkar." Valsmenn eiga sigurinn fyllilega skilið „Valsmenn eiga sigurinn fylli- lega skilið — þeir hafa verið með heilsteyptasta liðið í vetur," sagði Jón Sigurðsson. lands- liðsmaðurinn góðkunni úr KR. „Það hefur skipt sköpum að Valsmenn hafa ekki orðið fyrir skakkaföllum eins og hefur orðið raunin með öll önnur lið. Það gerði gæfumuninn fyrir þá. En sigurinn eiga þeir skilið — þeir sýndu góðan leik í kvöld og ég óska þeim til hamingju jafn- framt því að ég heiti því, að þetta verði ekki svona auðvelt fyrir þá næsta vetur," sagði Jón Sigurðsson. H Halls. „LOKSINS, loksins íslands- meistari eftir 19 ár í körfunni," sagði Þórir Magnússon, Vals- maðurinn snjalli sem í gær- kvöldi sýndi allar sínar gömlu góðu hliðar og skoraði hverja glæsikörfuna af annarri fyrir Valsmenn. „Það var að duga eða drepast — það kom ekkert annað til greina en að standa sig,“ sagði Þórir ennfremur. Hann var kátur og ánægður eftir sigurinn. „Ég fann fjölina mína, þegar körfuskotin fóru niður þá var það sama tilfinning og í gamla daga.“ Ætlar þú að leggja skóna á hilluna nú þegar íslandsmeistaratign er í höfn og bikarinn á miðvikudag. „Nei, ég held ótrauður áfram — næsta vetur er það Evrópukeppnin," sagði Þórir og brosti. Enginn getur stöðvað okkur nú „Nú getur enginn stöðvað okk- ur — við vinnum bikarinn á miðvikudag og þar með okkar þriðja titil í vetur. íslandsmeist- aratitillinn og Reykjavíkur- meistaratitillinn eru í höfn. Næst er það bikarinn — enginn skal stöðva okkur," sagði Tim Dwyer, Bandaríkjamaðurinn í liði Vals sem á sínu öðru ári í íslenzkum körfuknattleik leiddi Val til sigurs í íslandsmótinu. Hann hefur án nokkurs vafa verið jafnbezti leikmaður ís- landsmótsins í vetur. Hvernig er það að vera ís- lenzkur meistari? „Það er stór- kostlegt. Þessi titill er mér mikils virði en strákunum í liðinu enn meira virði. Þeir eiga þetta skilið. KR lék mjög vel í kvöld en strákarnir sýndu kar- akter sinn og stóðust eldraunina. Öll pressan var á okkur, engin á KR-ingum.“ Verður þá þriðja árið á Islandi. „Það hefur ekkert verið um það rætt svo ég hef ekki hugmynd um það — stjórn- arinnar er að ákveða það,“ sagði Dwyer. Samstaðan með ólíkindum „Samstaða strákanna í vetur hefur verið með ólíkindum — æfingasóknin mjög góð og sam- heldni einstök," sagði Halldór Einarsson, formaður körfu- knattleiksdeildar Vals, kampa- kátur eftir sigur sinna manna í gærkvöldi. „Strákarnir spiluðu toppleik, enda þurftu þeir þess líka þar sem KR sýndi verðuga mótspyrnu. Og enginn á sigurinn betur skilið en Þórir Magnússi sem hefur verið í körfunni í 19 Langþráð stund — Þórir hamp- ar bikarnum. og loks nú verður hann ís- landsmeistari." Nú er þetta annað árið, sem þú ert formaður og íslandsmeist- aratign í höfn. Hvað er þér efst í huga? „Þetta er auðvitað svo stórkostlegt að erfitt er að lýsa því. Á svona stundum skilar sér hin mikla vinna, sem hefur verið inn niður í eitt stig en það tækifæri gekk úr greipum þeirra. Á síðustu mínútunum kom reynsla Dwyers Valsmönnum að góðum notum. Hann róaði spilið niður, lengdi sóknarloturnar og tvær körfur hans í röð á mikilvæg- um augnablikum tryggðu sigur Vals endanlega. Undir lokin léku Valsmenn eins og þeir sem valdið hafa og sigur þeirra var stað- reynd, verðskuldaður sigur 100:93. Verðugir meistarar Það getur enginn borið á móti því að Valsmenn voru verðugir sigurvegarar í þessu íslaijdsmóti. Innanborðs hafa þeir bezta út- lendinginn, Tim Dwyer, geysi- sterkan bæði í vörn og sókn. Ómetanlegur leikmaður fyrir Val. Aðrir burðarásar í liðinu eru fyrirliðinn Torfi Magnússon, sem átti jafnan og góðan leik í gær- kvöldi, Kristján Ágústsson, sem Ljósm. Emina. hefur verið geysisterkur í vetur og einn af beztu leikmönnum móts- ins. Ríkharður Hrafnkelsson, sem er einn bezti bakvörður okkar þó ekki hafi hann verið í stuði í gærkvöldi, Jón Steingrímsson, sem sýnt hefur miklar framfarir í vetur, Þórir Magnússon, en leikur- inn í gærkvöldi var hápunkturinn á ferli hans, og bróðir hans Jóhannes, sem komið hefur inná á mikilvægum augnablikum og aldrei brugðist. — íslandsmeistarar Vals í körfuknattleik 1979 — 1980. STAÐAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.