Morgunblaðið - 18.03.1980, Side 28

Morgunblaðið - 18.03.1980, Side 28
2 8 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980 Mark Andy Gray tryggði Úlfunum deildarbikarinn • Andy Gray fagnar marki. Hann skoraði sigurmark Ulfanna gegn Forest á laugardaginn og hefur líklega fagnað af enn meiri innlifun við það tækifæri. Wolverhampton Wand- erers, eða Úlfarnir eins og þeir kallast á íslandi, urðu enskir deildarbik- armeistarar eftir úrslita- leik gegn Nottingham Forest á Wembley-léik- vanginum á laugardag- inn. Úlfarnir skoruðu eina mark leiksins í fjör- ugum leik og þegar fyrir- liði liðsins, Emlyn Hugh- es, lyfti bikarnum í leiks- lok var engu líkara en að kappinn hefði verið að vinna til sinna fyrstu verðlauna á ferlinum, slík var gleði hans. Er með ólíkindum hversu sterkur leikur það var að borga lítinn pening til Liverpool fyrir Hughes, sem komst þar ekki leng- ur í lið og flestir töldu að væri útbrunninn sem knattspyrnumaður. Stór- leikur hans og feiknaleg leikreynsla voru ein af höfuðástæðum þess, að Forest tókst ekki að sigra í þessari keppni þriðja árið í röð, en liðið sigraði Southampton í úrslitaleik í fyrra og Liv- erpool árið áður. Það var Andy Gray sem skor- aði sigurmarkið, Gray kostaði liðið geysilega mikinn pening, en eitthvað af því endurgreiddi Gray á laugardaginn. Markið dýrmæta kom ekki fyrr en á 68. mínútu og var það afar slysalegt frá sjónarhóli Forest. Peter Daniel var þá með knöttinn á miðjum vallarhelmingi Forest og sendi háa sendingu inn í vítateiginn. David Needham, 1 1. DEILD Liverpool 31 19 8 4 65 23 46 Manch. Utd. 32 16 10 6 47 26 42 Ipswich 33 17 6 10 54 33 40 Arsenal 31 14 11 6 41 23 39 South. 33 14 8 11 51 40 36 Aston ViIIa 31 12 11 8 39 35 35 Crystal P. 33 11 13 9 36 35 35 Nottingh. F. 31 14 6 11 48 36 34 Middlesbr. 31 12 10 9 34 28 34 Wolverh. 30 14 6 10 38 33 34 Leeds 32 20 12 10 37 39 32 Tottenham 32 12 8 12 40 48 32 Norwich 32 9 13 10 44 47 31 Coventry 32 13 5 14 46 51 31 West Bromw. 32 9 12 11 43 42 30 Stoke 31 10 9 12 38 43 29 Brighton 33 8 13 12 40 49 29 Manch. City 33 9 9 15 31 55 27 Everton 32 6 14 12 34 42 26 Derby 33 8 6 19 32 52 22 Bristol C. 33 6 10 17 23 50 22 Bolton 31 3 10 18 22 53 16 2. DEILD Chelsea 33 19 4 10 56 45 42 Birmingham 32 17 7 8 45 29 41 Leicester 33 14 12 7 46 32 40 QPR. 33 15 8 10 60 40 38 Luton 33 13 12 8 53 37 38 Sunderland 32 15 8 9 52 36 38 Newcastle 33 14 10 9 42 35 38 West Ham 30 16 5 9 40 28 37 Orient 33 12 11 10 42 44 35 Oldham 32 12 9 11 40 39 33 Wrexham 32 14 5 13 36 37 33 Cardiff 33 14 5 14 33 39 33 Cambridge 33 9 14 10 44 41 32 Notts County 33 10 11 12 41 38 31 Shrewsbury 33 14 3 16 46 44 31 Preston 33 8 15 10 42 44 31 Swansea 33 12 6 15 36 47 30 Bristol Rovers 33 9 10 14 42 51 28 Watford 32 7 12 13 25 35 26 Burnley 33 6 10 17 34 60 22 Charlton 32 6 8 18 29 56 20 Fuiham 32 6 7 19 31 58 19 sem lék stöðu miðvarðar í fjar- veru Larry Lloyd vegna leik- banns, hugðist skalla knöttinn aftur til markvarðarins, Peter Shiltons, en tókst ekki betur til en svo, að knötturinn smaug fram hjá markverðinum og beint til Gray sem var á sveimi bíðandi eftir slíku tækifæri. Var markið galopið fyrir framan Gray og gat hann ekki annað en skorað. Það var gífurlegur hraði í leiknum og mál fréttamanna BBC sem honum lýstu, að þetta væri einn besti úrslitaleikurinn til þessa, leikur hinna glötuðu tækifæra og æsilegra viðburða innan vítateiganna. Það mátti ekki á milli sjá og ekki hægt að gera upp á milli liðanna þar til að markið eina var skorað, en eftir að staðan var orðin 1—0, þyngdist sókn Forest til mikilla muna og Úlfarnir létu sig hafa það að draga flesta í vörn. Gekk oft mikið á í vítateignum og nokkrum sinnum blasti ekkert annað en jöfnunarmark Forest við, án þess þó að úr yrði. Markvörður Úlfanna, Paul Bradshaw, var að öðrum ólöstuð- um, sá sem mestu athyglina vakti, en hann varði nokkrum sinnum af mikilli snilld og þrisv- ar á síðasta stundarfjórðungin- um þegar sókn Forest var sem þyngst. í leikslok stigu Úlfarnir villtan sigurdans og töldu við- staddir að brosið á Emlyn Hugh- es hafi verið álíka skært og flóðljósin á Wembley. Fyrir vik- ið fara Úlfarnir í næstu UEFA- bikarkeppni, en það gæti hugs- anlega orðið hlutskipti Forest að komast hvergi. Þætti mönnum þá mjög farið að hnigna hinu mikla veldi Forest. l.deild: Fjöldi leikja var einnig á dagskrá í deildarkeppninni og fóru fáeinir þeirra reyndar fram á föstudagskvöldið, eins og t.d. 1—0 sigur Ipswich gegn Leeds og markalaust jafntefli WBA og Middlesbrough. Paul Mariner skoraði sigurmark Ipswich gegn Leeds. Toppbaráttan að skýrast. Liverpool er nú komið með aðra höndina á Englandsbikar- inn, það er alveg óhætt að segja það. Liðið vann auðveldan sigur á útivelli gegn Bristol City á sama tíma og Manchester Utd var í miklu basli með Brighton og var heppið að hreppa eitt stig. Kenny Dalglish var maðurinn á bak við góðan sigur Liverpool, henn sendi knöttinn á Ray Kennedy í dauðafæri í fyrri hálfleik, 1—0, og skoraði síðan sjálfur tvívegis í síðari hálfleik. Kevin Mabbutt skoraði eina mark Bristol City. Manchester United hreppti stig, einkum og sér í lagi fyrir tilstilli þeirra Garry Bailey.í markinu og Gord- on McQueen í vörninni, sem báðir áttu stórleik gegn Bright- on. Lawrenson og Ward nýttu ekki bestu marktækifærin í leiknum, Bailey varði, og í heild- ina séð var leikur United ekki upp á marga fiska. Hefur liðið nú ekki skorað mark í þremur síðustu leikjum sínum og fengið aðeins tvö stig. Á sama tíma hefur Liverpool unnið leiki sína og dregið hefur í sundur. Og annað sætið hjá MU er nú komið í stórhættu vegna frábærrar frammistöðu Ipswich síðustu vikurnar. Derby eygir smávon eftir góð- an sigur á útivelli gegn afspyrnulélegu liði Bolton. Alan Biley skoraði bæði mörk Derby gegn Bolton, sem svaraði aðeins með marki Paul Reid skömmu fyrir leikslok. Risarnir Everton og Man- chester City eiga í vök að verjast þessa dagana og það gæti hæg- lega orðið hlutskipti þeirra að falla niður í vor. Það er einkum City sem leikur illa um þessar mundir. Steve Daley (sem kost- aði rosapening) var ekki í liði City gegn Arsenal á laugardag- inn og Mick Robinson (annar fokdýr) var aðeins varamaður. Arsenal tók City í kennslustund og aðeins frábær markvarsla Joe Corrigan bjargaði liðinu frá enn háðulegri útreið. Liam Brady skoraði tvívegis og Frank Stapleton það þriðja, en öll komu mörkin í síðari hálfleik. Everton stóð sig aðeins betur, náði þó alltént í stig á heimavelli sínum. Coventry kom í heimsókn og í leiðinlegum leik skoraði Peter Eastoe fyrir heimaliðið, en Thompson jafnaðl fyrir hlé. Þar við sat. Kevin Bond, sonur fram- kvæmdastjórans hjá Norwich, skoraði fyrir bæði lið er Stoke sigraði Norwich á heimavelli sínum. Náði Bond fyrst foryst- unni fyrir Stoke, jafnaði síðan fyrir Norwich. Adrian Heath skoraði síðan sigurmark Stoke, sem fellur varla úr þessu. Ivan Golac skoraði sitt fyrsta mark fyrir Southampton, er hann þrumaði knettinum í netið hjá Aston Villa á 40. mínútu Ieiksins. Mick Channon bætti öðru marki við þremur mínútum fyrir leikslok, en Villa, sem lék án þeirra Brian Little, Dave Geddis og Garry Shaw saknaði þeirra illa, fékk góð færi í leiknum. 2.deild: Birmingham 2(Gemell, Worth- ington) — Preston 2(Elliott, McGhee) Charlton 0 — Sunderland 4 (Browne, Arnott, Robson 2) Leicester 2 (Young, Edwards) — Shrewsbury 0 Newcastle 0 — West Ham 0 Notts County 0 — Bristol Rovers 0 Wrexham l(McNeil) — Fulham 1 (Davis) Chelsea 2 (Harris, Langley) — Burnley 1 (Busby) Knatt- spyrnu- úrslit Gngland. deildarbikanírslit: Nott.Forest — Wolves 0—1 l.deild: Bolton — Derby 1—2 Brighton — Man. lltd 0—0 Brlstol City — Liverpool 1—3 Kverton — Coventry 1—1 Man. Clty — Arsenai 0—3 Sonthampton — Aston Villa 2—0 Stoke — Norwich 2—1 Tottenham — Cr. Paiace 0—0 Á fðatudag: ipswich — Leeds 1—0 WBA — Middiesbrough 0—0 3. deild: Barnley — Brentford 1—0 Blackpooi — Exeter 1—0 Grlmsby—Mlllwall 2—0 Mansfield — Sheffield Wed. 1-1 Plymouth — Chester 1—0 Sheffield Utd. — Rotherham 1—0 4. deild: Bradford — Aldershot 2—0 Darlington — Portumouth 1—1 Hartlepool - Bournemouth 3—1 Hereford — Stockport 2—0 Huddersfield — Peterbrough 0—0 Llneoln — Port Vale 3—0 Walsall — Scunthorpe 1—1 Skotland: Aberdeen — Dundee lltd 2—1 Dundee — Hlbs 3—0 Kilmarnock — Cehle 1—1 Morton — St. Mirren 2—1 Rangers — Patrick 0—0 Celtlc hefur 36 stig að loknum 26 lelkium. Morton er sem fyrri daginn i Oðru sseti með 29 stig eftlr 27 leiki. St. Mirren hefur hins vegar jafnað Mort- on að stigum og hefur leikiö einum leik minna. Markatala liðsins er þó mun lakari heldur en hjá Morton. íiRSLIT i hollensku ilrvalsdeildinnl urðu þessi um heigina: PSV Eindhovcn—Maastrlrht 2—0 AZ’67 Alkmaar-Vites.se Arnh. 2—1 PEC Zwolle—Sparta Rotterdam 0—1 MEC Nijmegen—Den Haag 1—0 Willem 2 Tilburg—Haarlem 2-2 Utrecht—Bo Ahead Eagles 4-0 Feyenoord—NAC Breda 3—1 Roda—Ajax Amsterdam 2—1 Twente—Excelsior Rotterdam 2—1 Staða efstu llðu er mi þannig: Ajax 26 19 4 3 64 - 26 42 Alkmaar 26 16 6 4 58-26 38 Feyenoord 25 13 8 4 47-25 34 RODA 26 13 5 8 40-32 31 Utrecht 26 118 7 40-29 30 Spánn: Espanol—Las Palmasq 0—1 Atl. Madrid —Bilbao 0-1 Sevllla—Valencia 2—1 Malaga—Rayo Vallecano 1—3 Burgos—Barcelona 0—0 Gijon—Almeria 1—0 Hercules—Zaragoza 3—1 Rcal Sociedad — Roal Betis 0—0 Salamanea - Real Madrid 1 -1 Real Socfedad og Real Madrid hafa bwði hlotið 38 stig. Sporting Gijon hefur 31 stig. Markhæstu leikmenn 1. DEILD Phil Boyer — Southampton 21 Glenn lioddle — Tottenham 21 David Johnson — Liverpool 21 Frank Stapleton — Arsenal 21 Alan Sunderland — Arsenal 20 2. DEILD Clive Allen - QPR 25 Dave Moss — Luton 22 Alan Shoulder — Sunderland 18 David Cross — West Ham 17 Dixie McNeil - Wrexham 17 Fyrirtækja- keppni og skólamót HSÍ Fyrirtækjakeppni HSÍ fer fram í lok apríl og verður nánar auglýst síðar varð- andi leikdaga. Þátttökutii- kynningar verða að berast til Handknattleikssam- bandsins fyrir 21. mars næst komandi. Þátttökugjald er 50.000 krónur. Skólamót HSÍ í hand- knattleik er einnig á næstu grösum og verður haldið um svipað Icyti og fyrirtækja- kcppnin. Þátttöku ber einn- ig að tilkynna fyrir 21. mars, en þátttökugjaldið er heldur lægra, 25.000 krónur. Fyrirliði úlfanna Hughes, hann átti stóran þátt i sigrinum. Og fór þvi enn eina ferðina á ■'Jf Wcmbley til að ná i bikar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.