Morgunblaðið - 18.03.1980, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980
29
Hvaö hefur gerst í Kröflueldunum?
ÞÓTT enn einu sinni hafi orðið
vasaútgáfueldgos á Kröflusvæð-
inu þar sem áætlað er að 3—4
millj. rúmmetrar af hrauni hafi
komið upp á yfirborð jarðar, þá
er í rauninni um miklu meira
eldgos að ræða og samkvæmt
jarðsigi og sprungumyndunum á
gossvæðinu má ætla að ekki
minna en 100 milljón rúmmetrar
alls af hrauni hafi verið á
ferðinni í þessari lotu. Hraungos
varð á tveimur stöðum á liðlega
eins kílómetra langri gígsprungu
á hvorum stað, en um tveir
kílómetrar voru á milli hinna
virku eldstöðva. Hins vegar
fundust nú sprungur á mun
lengra svæði en því sem hraun
kom uppá, eða frá Hrútafjöllum
og suður í Hrossadal sem er
aðeins nokkra kílómetra norðan
við Reykjahlíð við Mývatn.
Sjáanleg lengd gossprungunnar
er því um 30 km. Allmiklar
sprungur mynduðust í Hrossa-
dal, en það var einmitt þar sem
eldgos skelfdi mjög Mývetninga
árið 1727 er kvikuhlaup rann og
snarpir jarðskjálftar fóru um
með miklum hávaða.
í þeim 14 goshrinum sem hafa
orðið á Kröflusvæðinu frá því í
Jarðfræðingur kannar nýja hraunið í gær, en hillingar af hitanum slá hvítri slikju á hraunið. Ljósmyndir Mbi.: Ragnar Axelsson.
500 milljón rúmmetra hraunrennsli
á 5 árum en aðeins 1% ofanjarðar
desember 1975 hefur hraun kom-
ið fjórum sinnum upp á yfir-
borðið, eða um það bil í þriðju
hverja hrinu, en í hin skiptin
hefur kvikuhlaup orðið neðan-
jarðar. Frá 1975 til gossins nú er
áætlað að um 400 milljón rúm-
metrar af hrauni hafi hlaupið í
svokölluð kvikuhólf neðanjarðar,
en á Mývatnssvæðinu er grynnst
á íslandi niður á hraunkviku.
Hafa mælingar sýnt að kviku-
hlaupin verða á 2—7 kOómetra
dýpi í jarðskorpunni. Innan við
1% af þessum 400 milljón
rúmmetrum hefur því komið upp
á yfirborðið, en með síðustu
hrinu s.l. sunnudag má áætla að
sú tala hafi komizt upp í 500
milljón rúmmetra og er það
mesta kvikuhlaupið á gostíma-
bilinu frá 1975.
Gosá
2kmaf
30 km
Til samanburðar á stærðar-
gráðu þeirrar kviku sem hefur
verið á ferðinni tiltölulega
grunnt undir Mývatnssvæðinu á
þessum 5 árum má nefna að í
Heklugosinu 1947 kom upp tæp-
lega ein milljón rúmmetra, í
Öskju 1961 komu upp 160 millj.
rúmm., í Surtseyjargosinu 1963
til 1967 komu upp um 1200 millj.
rúmm., í Heklugosinu 1970 komu
upp um 200 millj. rúmm. og í
Heimaeyjargosinu 1973 var
gosmagnið sem upp kom um 240
millj. rúmm.
Síðan 1975 hefur tuga kíló-
metra breitt og langt svæði
norðan Mývatns nær stöðugt
risið og sigið með fyrrgreindum
14 goshrinum alls, 10 neðan
jarðar, fjórum ofan jarðar.
Fyrsta hraungosið varð 20.
des. 1975 og hraunmagnið varð
um 400 þús. rúmm., eða 0,4 millj.
rúmm. Stóð það gos í nokkrar
klukkustundir en meginhluti
hraunsins rann á fyrstu 10
mínútunum.
Annað hraungosið varð 27.
apríl 1977 og er það minnsta gos
sem sögur fara af á íslandi, eða
aðeins 10 þús. rúmmetrar.
Þriðja hraungosið varð 10.
sept. 1977 og stóð það í nokkrar
klukkustundir og hraunmagnið
varð um 2 millj. rúmmetrar ofan
jarðar og að auki vörubílshlass
af hrauni, um það bil 3 tonn, sem
kom upp úr borholu í Bjarnar-
flagi. 10 km voru á milli borhol-
unnar og aðalgígsins.
Fjórða gosið varð 16. marz
1980 og stóð aðalgosið yfir í um
þrjár klst. en gosvirkni var í
6—8 klst.
Hraunmagnið í kvikuhlaupun-
um 10 neðanjarðar hefur verið
frá 20—70 millj. rúmmetrar og
hefur verið grynnst niður á
kvikuhlaupin nálægt Leirhnjúk
eða um 2 km.
í samtali á gosstöðvunum í
gær við Eystein Tryggvason
jarðfræðing sem varð vitni að
því er nyrsti hluti virku sprung-
unnar hóf að gjósa, sagði hann
að þetta gos hefði verið ákaflega
hljóðlátt. Ekki hefði heyrst púff
fyrst þegar landið opnaðist, en
hins vegar hafi yerið komin
„kokhljóð" þegar fór að fjara út.
I Heklugosinu 1970 og Heima-
eyjargosinu 1973 var tiltölulega
mikill hávaði.
Eysteinn var við lengdarmæl-
ingar við Þeystareykjarbungu á
sunnudag og varð fyrst um kl. 4
var við strók sem honum þótti
goslegur. Hélt hann þegar áleið-
is að stróknum og fylgdist með
nyrðra hraunflóðinu, en þar
rann hraun á liðlega 1 km langri
sprungu og stöðvaðist þegar það
hafði runnið um það bil 1000
metra. Syðra hraunflóðið náði
hins vegar aðeins nokkur hundr-
uð metra lengd, en þykkt beggja
hraunbreiðanna er liðlega einn
metri. Sigið í þessu gosi var það
hraðasta sem um getur á sl. 5
árum og í gær hafði Eysteinn
mælt allt upp í 30 sm styttingu á
línum sem eru 2—3 km á lengd.
Hefur landið keyrst talsvert
saman á svæðinu við eldsum-
brotin.
-á.j.
gossprungu sl. sunnudag
Gigbarmarnir á sprungunni eru ekki háir miðað við
venjuleg eldgos á Islandi, en þarna stendur maður á
botni dýpsta gigtappans.
Gigtappinn lengst til hægri er sá sami og nærmynd er af
hér við hliðina, en þessi mynd var tekin sl. sunnudag.
Víða stigu gufur upp af sprungunni i gær og allviða sást
i gkið þótt ekkert hraun rynni.