Morgunblaðið - 18.03.1980, Síða 31

Morgunblaðið - 18.03.1980, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980 31 Tómas Arnason: Samræmd verðlags- launa- og gengispólitík Rekstrarútkoma ársins 1979 raunverulega jákvæð REKSTRARÚTKOMA ársins var raunverulega jákvæð um 1600 milljónir króna. sagði Tómas Árnason, fyrrverandi fjármála- ráðherra, í f járlagaumræðu á Al- þingi i gær. Samkvæmt bráða- birgðauppgjöri var greiðslujöfn- ; uður ríkissjóðs 1979 þann veg, að hann bætti hag sinn gagnvart ' Seðlabanka um 2,2 milljarða króna. Skuldaukning ríkissjóðs í Seðlabanka var smáræði á árinu 1979. í árslok 1978 skuldaði ríkissjóður Seðlabanka 26,4 milljarði króna, sagði Tómas. Nákvæmlega ári síð- ar, var skuldin 26,7 milljarðar, hafði aukizt um 300 m.kr. Með bókun verðbóta varð heildarskuld- aukning við Seðlabankann 2,3 millj- arðar króna. Lánahreyfingar utan Seðlabanka voru neikvæðar um 3,9 milljarða króna. Við árslok 1978 námu skuldir ríkissjóðs við Seðlabanka 15,9% af ríkistekjum það ár. í árslok 1979 námu þær 12,2% af ríkistekjum. Miðað við ríkissjóðstekjur lækkuðu því skuldir við Seðlabankann um 3,8%. Er það önnur og betri útkoma en hjá Matthíasi Á. Mathiesen 1975, fyrsta heila ár hans sem fjármála- ráðherra, en þá var rekstrarhalli ríkissjóðs 7,5 milljarðar króna. Rétt er að nokkuð skorti á að ná fullu markmiðum í ríkisfjármálum. En þess er þá að geta að árið 1979 var um margt óhagstætt fyrir þróun ríkisfjármála, s.s. olíukrepp- an, verðbólga og vaxtahækkun gefa vísbendingu um. Hvað kostaði Búnaðarþing VILMUNDUR Gylfason alþing- ismaður hefur beint þeirri spurn- ingu til landbúnaðarráðherra, í sameinuðu þingi, hversu miklar greiðslur úr ríkissjóði hafi verið vegna nýafstaðins Búnaðarþings. Vill Vilmundur að kostnaður verði sundurliðaður í svari ráð- herra, þar sem komi fram hver voru laun þingfulltrúa annars vegar, og annar kostnaður hins vegar. Nú hafa verið lögð fram þrjú fjárlagafrumvörp, sagði TÁ. Miðað við aðstæður tel ég mitt hafa verið það bezta, enda fullnægði það kröfum í velferðarmálum samhliða því að ganga lengst sem hagstjórn- artæki gegn verðbólgunni. Það gekk og lengst í því að greiða niður skuldir við Seðlabanka og skilaði mestum rekstrarhagnaði. TÁ rakti síðan ítarlega þróun efnahagsmála 1979, eins og hún kom honum fyrir sjónir, og taldi það ár „sæmilegt hvað efnahagsmál snertir, ef frá er talin verðbólgu- þróunin." TÁ sagði áríðandi að þjóðin gerði sér grein fyrir samhenginu milli viðskiptakjara og kaupmáttar launa. Þegar fjölmiðlar skrifi um þessi mál þurfi þeir að vera heiðar- legir í fréttaflutningi. Versnandi viðskiptakjör hljóti að valda því að kaupmáttur kauptaxta dragist saman. Barátta stjórnmálaflokka um völd megi ekki verða til þess að kippa stoðum undan efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar. Þessar ÞRÁTT fyrir langan meðgöngutima er þetta fjárlagafrumvarp ekki full- hurða, sagði Eiður Guðnason (A) á Alþingi í gær. Og þeir, sem bjugg- ust við einhverju nýju í fyrsta fjárlagafrumvarpi Álþýðubanda- lagsins, verða fyrir sárum vonbrigð- um. í þetta frumvarp vantar hins vegar ýmsa þætti, sem þar ættu að vera. • í fyrsta lagi vantar í frumvarpið greiðslur úr ríkissjóði til að jafna húshitunarkostnað. Felldur er niður úr frumvarpi fyrri fjármála- ráðherra 2,3 milljarða útgjaldalið- ur í þessu skyni. Þingheimi er hins vegar tjáð að ætlun sé að taka 5—6 milljarða í þessu skyni, sem þýðir þá nýja skattlagningu, en allsendis er óljóst, hvernig þetta verður gert. • í annan stað vantar í þetta frumvarp hækkanir á ýmsum framlögum til orkuframkvæmda, þar á meðal til RARIK, og til Orkusjóðs, vegna styrkingar dreif- ikerfa og jarðhitaleitar. í athugas- emdum með frumvarpinu stendur einfaldlega „að frestað sé að taka afstöðu til tillagna iðnaðarráðun- eytis“ hér að lútandi. • 1 þriðja lagi vantar í frumvarpið útgjöld vegna landbúnaðar, sem að virðist stefnt af „framsóknar- mönnum úr þremur flokkum“, sennilega allt að 10 milljörðum króna, auk þess sem tíundað er í frumvarpinu. • í fjórða lagi vantar í frumvarpið „félagsmálapakkann“ svokallaða, sem mest er gumað af, sem sennilega verður vart metinn und- ir 5—7 milljörðum króna, ef efnd- ur verður. • í fimmta lagi eru fjárframlög til ýmissa fjárfestingarsjóða skert í frumvarpinu með fyrirheiti um athugun á fjárþörf þeirra í tengsl- um við lánsfjáráætlun, sem ekki bólar á. Á þennan hátt er vandamálum ýtt til hliðar inn í lánsfjáráætlun, sem sér dagsins ljós einhvern tímann í óljósri framtíð. Á þennan hátt er gildi fjárlaga rýrt og dæmi ríkis- fjármálanna skekkt. Eiður rakti síðan ítarlega stefnu- mið Alþýðuflokksins í ríkisfjármál- um, peningamálum, dýrtíðarmálum gf* JUf <Éim Eiður Guðnason Þorvaldur Garðar Kristjáilsson: Tómas Árnason stoðir væru býsna traustar ef -við byggjum við minni og „þolanlega verðbólgu". TÁ ræddi síðan einstaka útgjaldaliði fyrirliggjandi fjárlaga- frumvarps og nauðsyn aðhalds í ríkisrekstrinum. Taldi hann fjár- lagafrumvarpið byggt á megin- stefnu stjórnarsáttmálans, sem væri að treysta íslenzkt efnahags- og atvinnulíf. Meginúrræði í bar- áttunni við verðbólguna væri sú, að verðhækkunum vöru og þjónustu væru sett efri mörk. Til þess að settum mörkum verði náð þurfi verðlagspólitíkin, launapólitíkin og gengispólitíkin að stefna að sama ákveðna markinu. Útilokað sé að telja niður verðbólguna nema sam- ræmi verði í þessu þrennu. TÁ sagði afbrigðilegar aðstæður valda því að ekki var hægt að leggja fram lánsfjáráætlun samhliða fj árlagafrumvarpi. Að lokum sagði TÁ: „Ég sé að lokum ástæðu til að minna á hversu ríkisbúskapurinn er stór þáttur efnahagsmálanna. Ætla má, að þjóðartekjur þessa árs nemi 1,200 milljörðum króna. Gjöld á fjárlagafrumvarpinu eru 334 millj- arðar, eða rúmlega 'k hluti þjóðar- teknanna. Það er því mjög mikilvægt, ^ að ríkisbúskapurinn sé traustur, sér- staklega á miklum verðbólgutím- um. Það mun samdóma álit hag- fræðinga og stjórnmálamanna að árangursríkar efnahagsaðgerðir gegn verðbólgunni felist m.a. í nokkuð ríflegum rekstrar- og greiðsluafgangi ríkissjóðs. Af þessum ástæðum er tekið fram í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar, að aðhald í ríkisbú- skapnum verði stóraukið og áhersla lögð á jafnvægi í ríkisfjármálum. Það er ákaflega mikilsvert, að Alþingi gæti þess að afgreiða fjár- lögin bæði með rekstrar- og greiðsluafgangi og síðan verði fjárl- ögin framkvæmd með auknu að- haldi.“ Eiður Guðnason um fjárlagafrumvarpið: ..Alþýðuflokkurinn vill skattalækkun” Lánsfjáráætlun liggi fyrir samhliða fjárlagaafgreiðslu og skattamálum — og taldi nauð- synlegt að taka upp nýjar stjórnun- araðferðir, m.a. afnema sjálfvirkni fjárlaganna og setja ríkisumsvifum bás með tilliti til nauðsynlegrar getu okkar. Létta verði almenningi þann skell, sem orðinn sé, m.a. vegna olíuhækkana, með skattalækkunum, það er hægt með aðhaldi um ríkis- umsvif. Alþýðuflokkurinn mun flytja breytingartillögur við þetta frum- varp, sem fela í sér niðurskurð og skattalækkun. Við munum ekki tefja afgreiðslu fjárlaga, sem stefnt er að að ljúka fyrir páska, enda verði þeirri sjálfsögðu kvöð sinnt að sýna þingmönnum lánsfjáráætlun sam- hliða afgreiðslu fjárlaga, svo hægt sé að glöggva sig á heildarmynd ríkis- fjármálanna og stjórnarstefnunni þau varðandi. Stefnuræða forsætisráðherra: Skipztá blá- um bókum Nokkur orðaskipti urðu á Alþingi í gær milli Gunnars Thoroddsens forsætisrúðherra og Matthíasar Á. Mathiesens alþingismanns um stefnuræðu forsætisráðherra, en Matthías fann að því, að ekki bólaði á ræðunni þrátt fyrir ákvæði þingskapa þar um. Gunnar Thoroddsen taldi að þetta ákvæði þingskapa ætti við skyldur forsætisráðherra er því embætti gengdi þegar þing kæmi saman. Hann hefði hins vegar lesið Alþingi stefnuskrá ríkis- stjórnar sinnar hinn 11. febrúar sl. Væri það ítarlegt plagg. Af- henti hann MÁM eintak stjórnarsáttmálans, áritað, til þess að efnisatriði færu ekki fram hjá honum, og minnti á fleyg orð forvera síns: að lesa skyldi boðskapinn kvölds og morgna. Matthías gekk síðan í ræðustól haldandi á fyrsta hefti alþingis- tíðinda 1979—80. Las hann upp skýringu og skilning forseta Sameinaðs þings, Þetta mál varð- andi. Jón Helgason: í 2. málsgrein 52. greinar þingskapa segir: „Þá skal og útvarpa innan tveggja vikna frá þingsetningu stefnuræðu for- sætisráðherra og umræðu um hana, en eftirrit af ræðunni skal afhent þingmönnum sem trúnað- armál eigi síðar en viku áður en hún er flutt," Síðan sagði þing- forseti: „Forsætisráðherra telur, að eins og nú er ástatt sé þetta ákvæði ekki framkvæmanlegt og sé því nauðsynlegt að veita af- brigði um frestun stefnuræðunn- ar þar til síðar á þessu þingi — er nú stjórn hefur verið mynduð." Samkvæmt því sem ég hefi lesið, sagði Matthías hefur for- seti, svo og þingheimur, litið svo á, að umræðu samkvæmt tilvitn- aðri grein þingskapa hafi verið frestað þar til stjórn væri mynd- uð. Þessar umræður hafa ekki enn farið fram. Til þess að hæstvirtur forsætisráðherra hafi þetta svart á hvítu ætla ég að gjalda honum bæklinginn bláa — með stjórnarsáttmálanum, ann- arri blárri bók, þ.e. þingtíðindum, sem hafa að geyma lögskýringu forseta á því þingskaparákvæði sem hér um ræðir. Tillögur Orkuráðs helmingaðar Ekkert orkuframkvæmdafé úr ríkissjóði ÞORVALDUR Garðar Kristjáns- son (S) gerði grein fyrir fjárlaga- tillögum fyrir Orkusjóð 1980, varðandi sveitarafvæðingu, styrkingu dreifikerfa í sveitum, jarðhitaleit og hitaveitufram- kvæmdir á Alþingi í gær, er f járlagafrumvarp var rætt. Tillaga Orkuráðs gerði ráð fyrir 800 m. kr. til sveitarafvæðingar (fjárlagafrumvarpið 415), 1700 m. kr. styrkingar dreifikerfis (fjár- lagafrumvarpið 800 m. kr. lán- töku), 2000 m. kr lántöku til hitaveituframkvæmda (en frum- varpið 500 m. kr. lántöku). Tillög- ur Orkuráðs hljóða upp á 5.400 m. kr. en frumvarpið gerir ráð fyrir 2315 m. kr. eða aðeins helmingi þess, er Orkuráð taldi þörf fyrir.í tillögum Orkuráðs skyldi 3.400 m. kr. vera framlag úr ríkissjóði en 2000 m. kr. lántaka. Fjárlaga- frumvarpið gerir hins vegar ekki ráð fyrir neinu framlagi úr ríkis- sjóði. Ríkisstjórnin sker niður tillögur Orkuráðs um 50% — en í raun hefði þurft að hækka þær um 50% vegna hækkunar verðlags sem orðin er frá því í júní, er tillögurn- ar voru gerðar. Síðan rakti ÞGKr. framkvæmdaáætlanir Orkuráðs, lið fyrir lið, og gerði grein fyrir þeirri þörf, sem knýði á um framkvæmdir, bæði á sviði jarð- hitaleitar, hitaveituframkvæmda og varðapdi raforkukerfið. Þá ræddi hann um jöfnun hús- hitunarkostnaðar, sem allir viður- kenndu þörf á, en ekki væri stafkrókur í þessu frumvarpi þar að lútandi, þvert á móti hefði verið fellt niður úr því framlag í þessu skyni. Óljós loforð væru um fjáröflun utan fjárlaga. Minnti hann á tillögur sínar og fleiri þingmanna, þetta mál varðandi, en enn stæði á umsögn iðnaðar- ráðuneytis, sem hefði borið við heilsufarsástæðum starfsfólks. Ekki bólaði á bata umsagnaraðila. ÞGKr. taldi framkvæmdir á sviði orkumála, eins og mál hefðu þróast, m.a. í verðlagningu olíu, ættu að hafa forgang — og þyrfti hér betur að gera en fjárlagafrumvarpið benti til. Þorvaldur Garðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.