Morgunblaðið - 12.04.1980, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 12.04.1980, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRIL 1980 Orðsins list Fimmtudaginn 27. mars birtl dagblaðið Vísir viðtal við einn af frambjóðendum til forsetakjörs, Vigdísi Finnbogadóttur ieikhús- stjóra. Viðtal þetta er á ýmsan hátt athyglisvert, bæði vegna þess sem þar kemur fram, og hins sem ósagt er látið. I upphafi lýsir Vigdís því, hvaða augum hún líti forsetaembættið og kemst svo að orði: „Ég held að forsetinn hljóti að vera n.k. spegilmynd þeirrar manneskju sem þjóðin telur sig vera sjálf — mynd sem stór hluti þjóðarinnar sættir sig við.“ Margur kjósandinn myndi ef- laust geta sætt sig við það að sjá fallegt bros Vigdísar Finnboga- dóttur í speglinum í stað sinnar eigin hversdagslegu ásjónu. En sú ánægja hlýtur að blandast for- vitni um, hvað sé á bak við brosið, hvað spegilmyndin tákni. Þetta vakir að sjálfsögðu fyrir blaða- manni Vísis, sem leggur fyrir Vigdísi ýmsar spurningar, þar á meðal þessa: „Hefur þú haft af- skipti af stjórnmálum?" Og Vigdís svarar: „Ég hef aldrei verið í neinum stjórnmálaflokki og er því ívið fegin, einsog nú er komið málum. Mér finnst þaö vera orðið alltof algengt hjá okkur að setja fólk í einhverja viðtekna bása, en líta ekki á manneskjuna eins og hún er hér og nú.“ Eftirtekt vekur, að Vigdís svar- ar spurningu blaðamannsins ekki beint. En af svarinu myndi ókunn- ugur draga þá ályktun, að Vigdís hafi lítil afskipti haft af stjórn- málum; á annan hátt verður svarið ekki skilið. Hvort þetta getur talist hreinskilið svar, sam- boðið þeim sem keppir að æðsta embætti þjóðarinnar, er spurning getur fundið við lauslega leit í opinberum heimildum. Ævintýri á gönguför I Þjóðviljanum 9. maí 1961 er sagt frá „Keflavíkurgöngu“, sem farin var 7. maí það ár og 400 manns tóku þátt í, að sögn blaðs- ins. Þjóðviljinn birtir af því tilefni þá mynd, sem hér fylgir með ásamt textanum: „Vigdís Finn- bogadóttir bauð fólk velkomið til Keflavíkurgöngu fyrir hönd Sam- taka hernámsandstæðinga og gaf síðan Páli Bergþórssyni orðið. Að ávarpi hans loknu lýsti Vigdís gönguna hafna.“ Af þessu má ráða, að Vigdís hafi haft forystu um gönguna, en orð hennar hafa ekki varðveist á síðum Þjóðvilj- ans. Við getum því ekki séð hvort hún hefur þakkað Páli Bergþórs- syni fyrir ræðuna eða ávítað hann fyrir vafasamt orðbragð, og er það skaði með hliðsjón af því sem síðar greinir. En ræða Páls er varðveitt í heild sinni í Þjóðviljan- um. Þar segir m.a.: „Það er sama þrælslundin, sem knýr Guðmund I. og Bjarna Ben. til þess að hefja upp sinn harma- grát, þegar stuggað ér við svínarí- Þorsteinn Sæmundsson: Þar á milli eru mörg kunn nöfn úr sömu sveit; þar er einnig fram- bjóðandinn sem aldrei hefur verið í neinum stjórnmálaflokki, Vigdís Finnbogadóttir. Skrifað stendur I frétt í Þjóðviljanum 4. des- ember 1973 segir svo: „Ólafi Jó- hannessyni forsætisráðherra var á laugardag afhent áskorun sextíu kunnra Islendinga 'um brottför hersins. Askorunin var kynnt í Háskólabíói á 1. desember sam- komu stúdenta. Margrét Guðna- dóttir prófessor kynnti undjr- skriftasöfnunina og áskorunina, en framkvæmd þessa máls hafði farið fram á snærum Samtaka herstöðvaandstæðinga." Þjóðvilj- inn birtir nöfn undirskrifenda. Þar á meðal er nafn Vigdísar Finnbogadóttur, sem enn lætur að sér kveða í máli, sem skoðana- bræður hennar hafa kallað póli- tískasta mál á Islandi. Hinn 28. júní 1974 birtist í Þjóðviljanum enn ein yfirlýsing, sem Vigdís Finnbogadóttir leggur nafn sitt við. Undir fyrirsögninni „Hvað kostar þetta?" veitist hópur manna, 152 talsins, að forgöngu- mönnum undirskriftasöfnunar- innar „Varins lands“ fyrir það að hafa leitað til dómstóla vegna rógburðar og svívirðinga. í yfir- lýsingunni segir m.a.: „Að sjálfsögðu skal það ekki dregið í efa, uns annað sannast, að forvígismenn Varins lands þurfi Vigdis Finnbogadóttir bauð fólk velkomið til Keflavíkurgöngu fyrir hönd Samtaka hernámsandstæðinga og gaf síðan Páli Bergþórssyni orðið. Að ávarpi hans loknu lýsti Vigdis gönguna hafna. (Ljósm. Þjóðv. Ari Kárason.) Frá Keflavík Ieggja fram fyrir dómi. Þessu fylgdu dylgjur um misnotkun á aðstöðu í opinberum störfum og kröfur um að viðkomandi yrðu reknir frá störfum. Öll var þessi herferð á eina hlið; þess finnst ekkert dæmi, að forgöngumenn Varins lands hafi svarað í sömu til Bessastaða sem menn geta hugleitt eftir lestur þessarar greinar. En í svari Vigdísar er fleira að finna. Þegar hún mælist til þess, að kjósendur líti á „manneskjuna eins og hún er hér og nú“, er hún nánast að fara fram á það, að kjósendur líti á frambjóðandann eins og leikara í nýju hlutverki og dæmi hann eftir frammistöðu hans í fyrsta þætti, óháð því hvernig hann hefur áður staðið sig. Síðar í viðtalinu kemur þó annað sjónarmið fram hjá Vigdísi, því að hún segir: „Mér kemur oft í hug málshátt- ur þegar ég hef þurft að bíta í vörina til að segja ekki það sem mig hefur langað til að segja í óvarkárni: Orðin sem þú hefur sagt eru meistari þinn, en þau orð sem þú átt ósögð eru þrælar þínir.“ Þarna erum við komin að kjarna málsins. Hver eru þau orð og hverjar eru þær athafnir, sem Vigdís Finnbogadóttir hefur gert að meisturum sínum? Um það hljóta kjósendur að spyrja. Ég kann aðeins brot úr þeirri sögu, flest af því tagi, sem hver og einn (Sjónleikur í sjö þáttum) inu á Keflavíkurflugvelli, og ekki er ég frá því, að á sumum framámönnum Alþingis hafi upp á síðkastið sézt grátviprur, sem gætu bent til þess, að þeir ætluðu einhvern daginn að fleygja sér sorgfullir, og þó ófullir, út af Tjarnarbrúnni, og meðtaka þar úrganginn úr fuglunum sem sína síðustu kvöldmáltíð, af ótta við það, að íslendingar gangi úr þeim dýrlega félagsskap, NATO.“ Til er gamalt spakmæli, sem hljóðar á þessa leið: Segðu mér hverja þú umgengst og ég skal segja þér hver þú ert. Þetta spakmæli ættu forsetaframbjóð- endur að hugleiða óg kjósendurnir líka. í Þjóðviljanum 3. júní 1967 er birtur listi yfir Framkvæmda- nefnd „Reykjavíkurgöngu" það ár. Listinn hefst á Árna Björnssyni cand. mag. og honum lýkur með Halldóri Stefánssyni rithöfundi. ekki sakir tignar sinnar að ræða við aðra um skjólstæðinga sína, bandaríska herliðið hér, né marg- háttaðan átroðning þeirra, sem svo þrotlaust fjölmiðlunardark í íslenskri menningarhelgi. En hversu hátt sem þeir þykjast vera hafnir yfir þá sem eru á annarri skoðun en þeir um þrásetu hers þessa á íslenskri grund, og hversu miklar tignir sem þeir kunna að telja sig, þá ferst þeim ekki að svara andstæðingum sínum með því að ætla að gera sér að féþúfu eðlileg viðbrögð þeirra í miklu hita- og deilumáli." Þessi tilvitnun er tekin hér með vegna niðurlagsins, sem síðar verður vitnað til. En yfirlýsingin í heild var þannig orðuð, að treg- lega gekk að fá hana birta annars staðar en í Þjóðviljanum, og eftir starfsmanni ríkisútvarpsins er það haft, að engin setning hafi verið á þann veg, að útvarpið treystist til að hafa hana orðrétt eftir. Þarf þó enginn að efast um góðan vilja á bænum þeim. En hvað var það nú aftur, sem Vigdís og félagar kölluðu „eðlileg viðbrögð ... í miklu hita- og deilumáli"? Vegna þess hve fljótt fyrnist yfir einstök atriði í hugum þeirra, sem eiga ekki hlut að máli, ætla ég að leyfa mér að rifja upp nokkur af þeim ummælum, sem birtust á prenti um forgöngumenn Varins lands: Kanamellur, Banda- ríkjasleikjur, amerískir Islend- ingar, hundflatur skrælingjalýð- ur, siðvilltur söfnuður, rottulegir karakterar, afturhaldsmangarar, rakkar Nixons, Votergeitmenn, óhreinustu börn Sjálfstæðis- flokksins, bitlingameistarar, fífl, illræjndir braskarar, þjóðníðing- anefní hernámssinnar, ófagnaðarlýður, auðnuleysingjar, vallarmangarar, tunglvillingar, menn sem geta ekki vakið annað en fyrirlitningu og ógeð hjá hverj- um sæmilega siðuðum manni, örg- ustu úrhrök afturhalds og fasisma sem í landinu er yfirhöfuð hægt að drífa upp. Jafnframt þessu var fullyrt, að forgöngumenn Varins lands hefðu gerst sekir um athæfi, sem varða myndi við lög í nágrannalöndum; að þeir gengju erinda erlends stórveldis og þægju fé fyrir; að þeir væru að framkvæma verk sem skipulagt hefði verið af fag- mönnum frá Watergate, eins og það var orðað; að tölvugögnum hefði verið laumað til erlendra aðila og íslensks stjórnmálaflokks og að ásakanir þessar væru ekki úr lausu lofti gripnar heldur væru til sannanir, sem hægt væri að mynt. Hugvekjan Fjórum mánuðum síðar, nánar tiltekið 21. október 1974, flytur Vigdís Finnbogadóttir leikhús- stjóri erindi um daginn og veginn í ríkisútvarpið. Góður rómur var gerður að erindi þessu. Þótti mönnum leikhússtjóranum mæl- ast vel, flutningur með ágætum, röddin þýð og hljómfögur. I erind- inu tók Vigdís sérstaklega til meðferðar illyrt skeyti í opinberri umræðu á íslandi og komst þá m.a. svo að orði: „Skortur á háttvísi er ekkert annað en að sjá ekki út fyrir eigin barm, tillitsleysi við náungann, skortur á skilningi, skortur á virðingu fyrir honum sem mann- eskju með tilfinningu og sómavit- und eins og maður á sjálfur. Mér er það hulin ráðgáta hvernig stjórnmálamenn og ábyrgir menn á íslandi fara að því að sofa heilbrigðum svefni. Þeir mega vera í meira lagi harðir af sér til þess. Eða mér er spurn: Sér ekki hver sjálfan sig, þegar búið er að segja manni að maður sé óhæfur til verka og vilji landi sínu allt til óheilla, hvort sem það er til hægri eða vinstri...“ „Þeir sem hafa tekið að sér ábyrgðarstöður í þjóðfélaginu eru stöðugt undir smásjá, sem vera ber. En þeir sem finna hjá sér köllun til að gera athugasemdir við starfshætti þeirra, gera það Fundur framkvæmdaráðs FIDE: Fjármál eitt af helztu málunum FRAMKVÆMDARÁÐ FIDE held ur um þessar mundir þing sitt á íslandi en í því sitja 10 fulltrúar og eru fundir þess haldnir árlega. Eru á þeim rædd ýmis mál og undirbún- ar tillögur til að leggja fyrir aðalþing FIDE. sem jafnan eru haldin í framhaldi af framkvæmda- ráðsfundinum. en ráðinu eru cinn- ig falin ýmis mál af aðalþingunum. Að sögn Friðriks Ólafssonar for- seta FIDE eru aðalmál þingsins nú ólympíumót, sem halda á á Möltu í nóvember á þessu ári, og fjármál. Sagði Friðrik að ekki væri enn fullráðið hvort mótið yrði haldið á Möltu, enn væru ýmsir lausir endar sem ætti eftir að ráðstafa og því ekki hægt að segja frekar um það á þessari stundu. Um fjármálin sagði hann að aðiidarlönd FIDE gerðu ákveðnar kröfur til sambandsins varðandi þjónustu og starfsemi, en fjárframlög landanna væru hins Frá fundi framkvæmdaráðs FIDE, en fundir þess eru haldnir á Hótel Holti í Reykjavík. I.jósm. Kristján. vegar ekki í nægilegu samræmi við kröfurnar og þyrfti því að koma fjármálunum á öruggari grundvöll. Friðrik Ólafsson sagði að útlit væri fyrir að fundinum lyki á mánudag eins og til stóð og tækist að komast yfir þá málaflokka sem fyrir lægju, en ýmsum málum er vísað til nefnda sem einnig eru að störfum fundardagana. Skáksam- band íslands hefur veg og vanda að ytra skipulagi FIDE-fundarins og er m.a. ráðgert að bjóða hinum erlendu gestum í skoðunarferð á sunnudag. Móttaka var á vegum borgarstjórn- ar að Höfða í gær og síðan kvöld- verður í boði Skáksambandsins og verður fulltrúunum á mánudag boð- ið til forsetans og um kvöldið þeginn kvöldverður í boði menntamálaráð- herra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.