Morgunblaðið - 12.04.1980, Page 20

Morgunblaðið - 12.04.1980, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRIL 1980 Þórir S. Guðbergsson: Uppeldishlut- verk skólans Hlutverk skólans samkvæmt lögum um grunnskóla í 2. gr. laga um grunnskóla frá 1975 segir: „Hlutverk grunnskól- ans er í samvinnu við heimilin, að búa nemendum undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi, sem er í sífelldri þróun. Starfshættir skólans skulu því mótast af umburðarlyndi, kristilegu sið- gæði og lýðræðislegu sam- starfi...“ En í aðalnámskrá grunnskóla frá 1976 segir m.a. um hlutverk skólans vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu: „Breyttar aðstæð- ur í þjóðfélaginu leggja skólan- um aukið uppeldishlutverk á herðar. Hann verður í samvinnu við heimilin að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóð: félagi, sem er í sífelldri þróun. í því felst, að nemendur eiga að fá nokkra innsýn í menningar- arfleifðina, læra að meta gildi hennar og verða jafnframt virk- ir þátttakendur í mótun nýrra þjóðfélagshátta og framvindu menningarinnar ...“ Hér kemur skýrt fram, að aðstæður í þjóðfélaginu hafa breyst, en ekki er þó skýrt nánar á hvern hátt, heldur kveðið úr um að þær hafi lagt aukna uppeldisábyrgð á herðar skólans. Ekki sé það þó skólinn einn, sem eigi að ala börnin upp, heldur skólinn í samvinnu við heimilin. Uppeldísaöferöir og lífsviöhorf skipta börnin miklu máli í þroska þeirra, en andrúmið á heimilinu og í skólan- um skipta þau e.t.v. meira máli en okkur grunar. II. Þar er því eðlilegt að spyrja: Á hvern hátt gerist það helst? Hver á að taka frumkvæðið? Er ekki kveðið skýrt á um hlutverk skólans, að hann eigi að inna þetta hiutverk af hendi? í hve ríkum mæli er það gert? Er gert ráð fyrir því á stundarskrá kennara, að þeir verji einhverj- um tíma að ráði til samvinnu við heimili eða forráðamenn barna? Eiga þeir að gera slíkt utan vinnutíma? Hvernig er þessu varið í þeim skóla, sem við þekkjum best til t.d. þar sem börn okkar ganga í skóla? Hvernig er upp- eldishlutverkið túlkað? Ég heyrði einu sinni skóla- stjóra heimavistarskóla segja eftirfarandi, en hann hafði starfað við stóran heimavist- arskóla um langt árabil. „Mér finnst kennarar ekki ncnna lengur að standa í neinu uppeldishlutverki eins og það var túlkað hér áður fyrr. Ég álít enn, að skólinn eigi að vera sveigjanleg stofnun, sem eigi að aðlagast þörfum nemenda sinna en krefjist þess ekki skilyrðis- laust, að nemendur eigi að aðlagast ófrávíkjanlegum lög- um og reglum skólans. Eg skólinn gegnir uppeldis- hlutverki sínu með því að reka nemendur umsvifalaust úr skól- anum, bjáti eitthvað á — hefur hann brugðist uppeldishlut- verki sínu.“ Margir eru þeir foreldrar, sem örvænta um hag barna sinna og unglinga, þegar halla tekur und- an fæti í skólakerfinu. Þó að margt hafi breyst til batnaðar eru enn mörg ljón á veginum, og margir forráðamenn barnanna þyrftu ekki síður leiðbeiningar og ráðgjafar við en börn. For- eldrar hafa misjafnlega mikið til brunns að bera. Allir vilja þeir börnum sínum það besta, en ekki tekst alltaf jafn vel. Erfiðleik- arnir eru misjafnlega miklir og margir vænta þess sjálfsagt, að skólinn hafi frumkvæðið og bjóði samvinnu. Afturhaldssemi eða frjálst uppeldi? Þegar öldur kenninga um hið svokallaða frjálsa uppeldi risu sem hæst, var oft hamrað á orðunum strangleiki og frelsi eins og þau væru algjörar and- stæður, og margir foreldrar álitu, að annað hvort þyrftu þeir að aðhyllast þetta eða hitt, meðalvegur væri ekki til. Og þar sem márgir vildu reyna að fylgj- ast með og fá ekki á sig stimpil afturhaldssemi og verða kallaðir gamaldags, reyndu þeir að hag- nýta sér hinar nýju kenningar án þess þó að þekkja þær í raun og veru. Ekki vitum við þó með neinni vissu, hvaða áhrif þessar kenn- ingar hafa haft hér á landi, en sjálfsagt hefur mörgum fundist eins og grundvelli væri kippt undan fótum þeirra og þeir orðið öryggislausir í uppeldi barna sinna. Lögð var áhersla á, að ein- strengislegt og strangt uppeldi gæti leitt til hegðunarvand- kvæða og jafnvel taugaveiklun- ar. Nú vitum við hins vegar, að hið gagnstæða getur eins vel átt sér stað. Losarabragur, kæru- leysi og tilviljunarkennt uppeldi getur varpað barni út í hringiðu hvers kyns afla, sem það finnur, að það ræður ekkert við og getur ekki haft stjórn á. Hinn gullni meðalvegur er vandrataður og engar „patent“ lausnir eða töfra formúlur eru til fyrir „góðu“ uppeldi. Foreldr- ar, sem undir flestum kringum- stæðum þekkja börn sín best, velja sjálf þá meginstefnu upp- eldis, sem mörkuð er á fyrstu árum barnanna, og grundvallast hún á lífsskoðun og manngild- ishugsjón foreldranna. Kennararnir fara síðan með uppeldisumboð foreldranna í skólanum og eiga að styrkja þá meginstefnu, sem mörkuð er af yfirvöldum í grunnskólalögum um hlutverk grunnskólans, eins og bent var á í upphafi þessarar greinar. Þeim er falið að treysta þann grundvöll, sem nemend- urnir standa á, til þess að nemendur verði sjálfstæðir ein- staklingar og þroskist sem eðli- legast á allan hátt, fái innsýn í menningararfleifð þjóðarinnar, Iæri að meta gildi hennar og verði um leið virkir þátttakend- ur í mótun nýrra þjóðfélags- hátta... frh. í heild batnaði staða sparisjóðs- ins gagnvart Seðlabankanum um 264,4 milljónir króna eða 63,4% Rekstrarafkoma sparisjóðsins var mjög góð og nam tekjuafgang- ur eftir afskriftir 65,3 milljónum króna. Til afskrifta var varið 5,8 milljónum króna. Alls nam eigið fé sparisjóðsins í árslok 347,6 milljónum króna og hafði vaxið á árinu um 113,3%. Fasteign sparisjóðsins var færð upp til brunabótamats. Stjórn Sparisjóðs vélstjóra var endurkjörin, en hana skipa Jón Júlíusson formaður, Jón Hjalte- sted og stjórnarmaður kjörinn af borgarstjórn Reykjavíkur er Em- anúel Morthens. Aðalfundurinn samþykkti að greiða ábyrgðarmönnum spari- sjóðsins 23,8% vexti af stofn- fjárskírteinum fyrir árið 1979. (Fréttatilkynning) AÖalfundur Sparisjóðs vélstjóra: Meiri uppgangur í starfsemi sjóðsins en nokkru sinni fyrr AÐALFUNDUR Sparisjóðs vél- stjóra var haldinn að Hótel Esju sunnudaginn 24. mars sl. Á fund- inum flutti formaður stjórnar sparisjóðsins, Jón Júlíusson, skýrslu stjórnarinnar fyrir árið 1979 og Hallgrímur G. Jónsson sparisjóðsstjóri lagði fram og skýrði ársreikning sparisjóðsins. Síðastliðið ár var meiri upp- gangur í starfsemi sparisjóðsins en nokkru sinni fyrr í 18 ára sögu hans. Viðskiptavinum sparisjóðs- ins fjölgaði mjög mikið og var innlánsþróun hagstæðari en áður. Þó hafa umsvif sparisjóðsins auk- ist mjög ört síðustu árin. Innstæðuaukning á síðasta ári var 67,2% og voru heildarinnstæð- ur í árslok 2.286 milljónir króna. Hlutdeild sparisjóðsins í innlánsfé sparisjóðanna í landinu var í árslok 6,3% Útlán jukust hlutfallslega meira en innlánin og var aukning þeirra 76,9%. Alls námu þau í árslok 1.495 milljónum króna. Vaxtaaukalán eru nú stærsta út- lánaform sparisjóðsins, en hlut- deild víxla hefur farið stöðugt minnkandi. Þessi aukning útlána sparisjóðsins verður að teljast sérstaklega mikil, þegar tillit er tekið til þess, að innlánsbinding við Seðlabankann var hækkuð á árinu úr 25% í 28%. Við það var ráðstöfunarfé sparisjóðsins skert verulega. Innstæða Sparisjóðs vélstjóra á bundnum reikningi í Seðlabank- anum var 547,5 milljónir króna á móti 299,1 milljón króna 1978 og hafði því vaxið um 82,4%. Staða sparisjóðsins á viðskiptareikningi hjá Seðlabankanum var yfirleitt mjög góð á árinu og var innstæða á reikningi þessum 134,1 milljón króna í árslok á móti 118,3 millj- ónum króna 1978.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.