Morgunblaðið - 12.04.1980, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 12.04.1980, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1980 27 Pétur Thorsteinsson i hópi stuðningsmanna á kosninnaskrifstofunni. Stuðningsmenn Péturs opna kosningaskrifstofu á Akureyri Akureyri, 10. apríl. STUÐNINGSMENN Péturs Thorsteinssonar, frambjóðanda til embættis forseta íslands, hafa opnað kosningaskrifstofu í Amaróhúsinu, Hafnarstræti 101, 2. hæð. Skrifstofan verður opin kl. 14—19 alla virka daga og er -ætlað að vera miðstöð kosninga- starfs stuðningsmanna Péturs á Norðurlandi. Halldóra Ingi- marsdóttir og Herdís Elín Steingrímsdóttir veita skrifstof- unni forstöðu, en ýmsir aðrir stuðningsmenn munu skiptast á um að vera til viðtals á skrifstof- unni. Sv.P. Krakkar á Unglingaheimili ríkisins: Við erum ekki dæmdir glæpamenn sem þarf að passa BLAÐINU hefur borist eftirfar- andi athugasemd frá krökkunum í Unglingaheimili ríkisins í Kópavogi: „Vegna frétta í öllum fjölmiðl- um um innbrot og skemmdarverk, sem þrír strákar hér af heimilinu frömdu, viljum við taka þetta fram: Það er óréttlæti að allir krakk- arnir hér líði fyrir asnaskap þriggja nýkominna strákpjakka, sem hugsa ekki neitt út í það sem þeir eru að gera. Síðan þetta skeði höfum við orðið fyrir aðkasti út af þessu. Og þeir, sem eru hér, og þeir, sem voru hér, og þeir, sem eiga eftir að vera hér, líða fyrir þetta í framtíðinni, t.d. þegar þeir eru að leita sér að atvinnu eða húsnæði eða þvíumlíkt. Við förum oft í ferðalög til að hressa upp á mannskapinn og yfirleitt gengur allt vel. Við, sem skrifum þetta, erum ekki dæmdir glæpamenn sem þarf að passa.“ Ólafur Ragnar Grímsson: Mikil óvissa um heild- arupphæð tekjuskatta Hörð mótmæli við opnun svæða fyrir togveiðum útaf Norð-Austurlandi SKIPSTJÓRAR á Húsavik rituðu bæjarráði bréf fyrir skömmu, þar sem þeir óskuðu eftir aðgerðum og mótmælum bæjaryfirvalda á Húsavík vegna opnunar veiðisvæða fyrir togveiðum út af Norð-Aust- urlandi. Eftir því sem Mbl. hefur fregnað ríkir megn óánægja meðal hátasjómanna á þessu landssvæði að hleypa togurunum á svæði, sem áður voru friðuð fyrir togveiðum. Bæjarráð Húsavíkurkaupstaðar samþykkti á fundi að taka undir tillögur skipstjóranna og fól bæj- arstjóra og koma þeim á framfæri við hlutaðeigandi stjórnvöld. Rit- aði bæjarstjórinn, Bjarni Aðal- geirsson, Steingrími Hermanns- syni Sjávarútvegsráðherra bréf um málið þar sem sagði m.a. í greinargerð: Hjálagt fylgir ljósrit af bréfi skipstjóranna og tel ég að þar komi fram veigamestu rökin gegn þessari ótímabæru opnun, þá vil ég ennfremur leggja áherzlu á hve þessi mið, sem nú er verið að opna fyrir togveiðum eru mikilvæg fyrir bátaútgerðina á Húsavík, en verulegur hluti afla þeirra er sóttur á þessi mið. Mikilvægi bátaútgerðarinnar fyrir Húsavík sézt best á því, að á árinu 1979 var innlagt hráefni hjá Fiskiðjusam- lagi Húsavíkur rúml. 8.300 tonn, þar af bátaafli yfir 5.000 tonn, og því mótmælum við harðlega öllum aðgerðum stjórnvalda í að bregða fæti fyrir þessa útgerð. Bréf skipstjóranna til bæjar- ráðs Húsavíkur fer hér á eftir í heild: Húsavík 31. marz ’80. Háttvirt bæjarráð Húsavíkur- kaupstaðar, Við undirritaðir skipstjórar á Húsavíkurbátum leyfum okkur að biðja yður að koma á framfæri við stjórnvöld landsins (ráðherra) mótmælum vegna opnunar á stór- um hluta lokaða-svæðisins úti fyrir N. A.-landi. Álit okkar á þessum aðgerðum er það, að farið sé inn á mjög alvarlega aðgerð, sem eigi eftir að skaða útgerð báta á svæðinu Eyjafjörður — Austfirðir. Eins og yður mun kunnugt er mikil útgerð báta á þessu svæði og hafa þeir sótt verulegt aflamagn á hverju ári á svæðið út af Sléttu — Þistilfirði og Langanesi. Til að sækja þessi mið hafa verið notaðir bátar af öllum stærðum og hafa þeir fyrst og fremst róið með línu, net og handfæri. Bátafloti þessi hefur verið mjög sjálfbjarga og hið opinbera ekki þurft að hafa mikil afskipti af honum, nú sýnist okkur að stefnt sé í öfuga átt og búast megi við samdrætti í veiðum og vinnslu á svæðinu með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Eflaust mun verða bent á að ekki séu opnuð hin hefðbundnu bátamið nema að óverulegu leyti. Það er rétt, en hvað gerist ef og þegar fiskur gengur að þessu svæði og stór floti vel útbúinna togara getur verið í öllum djúp- köntum og eins á verulega stærra svæði, bæði austan og vestan í lokaða svæðinu. Því bannsvæðið virðist í fljótu bragði hafa verið minnkað um 2/3. Mörg vorin höfum við hlustað á togarana kvarta þegar þeir eru búnir að missa af fiskgöngunum inn á friðaða svæðið og þau vor og sumur hefur jafnan verið góður afli hjá bátunum. Við lýsum furðu okkar á tillög- um Hafrannsóknarstofnunar og umsögn Fiskifélags Islands, á opn- un þessari og sjáum ekki í fljótu bragði að þessi opnun sé nauðsyn- leg, enda finnst okkur að togurum landsins hafa gengið það vel að ná þeim kvóta á þorskveiðum sem þeim er ætlaður. Jafnvel þó svo að á þetta svæði komi oft góður fiskur finnst okkur ekkert réttlæti að hann þurfi endilega að veiðast af sömu skipum og hann slapp undan úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi. Margar fleiri röksemdir væri hægt að nefna máli okkar til stuðnings, sem við sjáum ekki ástæðu til að svo komnu máli. Væntum við þess nú að bæjar- ráð Húsavíkurkaupstaðar sjái fram á að aðgerðir þessar gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir Húsavíkurkaupstað og bregði nú fljótt við og mótmæli opnuninni kröftuglega. Virðingarfyllst, m/b SÍKþúr Þll 100. InKvar IIólmKrirsson. m/b KristhjnrK I>II I I. IlroiOar OÍKCÍrsson. m/b SkjaldborK ÞII 211. AðalKoir OlKoirss. m/b. Aron I>II 105, Cuóin. A. IIólmKoirsson. m/b. Fannoy 1>.I1 130. SÍKurbjorn Kristjánss.. m/b Árný l>ll 228. Grstur Ilalldórsson. M/b ÁKoír I>II 198. Moróur ÁsKoirsson. m/b Sa'borK I>II 55. AOalstoinn Karlsson. m/b Þorkoll Bjnrn 1>II fifi. llalldór Þorvaldss.. m/b GuArún BjrtrK I’II 355. óskar Karlsson. m/b Goiri IVturs. 1>|I .311. SÍKliróur OlKOÍrss.. m/h BjrtrK Jónsd. I>II 321. Guójón Bjrtrnss.. Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður fjárhags- og viðskipta- nefndar efri deildar Alþingis, hefur sent Mbl. eftirfarandi: „Eins og kunnugt er ríkir nú mun meiri óvissa um heildarupp- hæð tekjuskatta á árinu 1980, þar eð nýtt skattakerfi er að taka gildi og verulegar breytingar hafa orðið á ýmsum liðum framtala sem hafa áhrif á heildarupphæðina. Á fundi fjárhags- og viðskipta- nefndar efri deildar í morgun voru lagðar fram greinargerðir sér- fræðinga um þessa óvissu. Annars vegar kom fram að óvissumörkin sem felast í sjálfri skattkerfis- breytingunni nema að minnasta kosti tveimur milljörðum í plús eða mínus og gætu jafnvel numið rúmum þremur milljörðum. Sá skattstigi sem við Halldór Ás- grímsson gerðum tillögur um og ríkisstjórnarmeirihlutinn á Al- þingi stendur að felur í sér að upphaflegar áætlanir um álagn- ingu tekjuskatts eru lækkaðar um einn og hálfan milljarð og óvissa ríkissjóðs og hugsanlegt tekjutap þar með frá fyrri áætlunum aukið allverulega. Utkoma álagningar- innar gæti því, ef óvissa verður ríkissjóði mjög í óhag, verið að minnsta kosti tveimur milljörðum og jafnvel enn neðar en tekjuáætl- unin hefur gert ráð fyrir. Til viðbótar þessari greinargerð um óvissuna sem felst í skattkerf- isbreytingunni sjálfri var lögð fram á fundi nefndarinnar end- urskoðuð áætlun Þjóðhagsstofn- unar um tekjubreytingar áranna 1978 og 1979. Fyrri áætlun Þjóð- hagsstofnunar hafði gert ráð fyrir 45% breytingu, en hin endurskoð- aða áætlun gerir ráð fyrir 46— 47% breytingu. Þessi breyting jafngildir aukningu um 1 til 2 milljarða. Sú aukning er hins vegar vel innan við fyrrgreind óvissumörk sem felast í sjálfri skattkerfisbreytingunni. Þrátt fyrir þessa tekjuaukningu gæti álagningin því vegna óvissunnar í skattkerfisbreytingunni, reynist hún ríkissjóði í óhag, gefa að minnsta kosti einum milljarði minni tekjuskatt til ríkisins i heildina en gert hefur verið ráð fyrir. Reynist óvissan hins vegar meira ríkissjóði í hag gæti ríkis- sjóður staðið í stað, hvað inn- heimtu snertir eða jafnvel orðið í plús. Tekjuaukningin milli ára breyt- ir því ekki fyrri afgerandi óvissu sem felst í sjálfri skattkerfis- breytingunni og enginn getur því fullyrt í dag, hvort ríkissjóður muni fá einum til tveimur millj- örðum minna eða meira í sinn hlut en áætlað hefur verið. Fyrirsögn baksíðufréttar Morgunblaðsins um að skattheimtan muni reynast þremur milljörðum yfir áætlun er því efnislega röng. Um það veit enginn fyrr en í júlí í sumar." EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Námskeið í endurlífgun eftir brátt hjartaáfall HJARTA- og æðaverndar- félag Reykjavíkur hefur ákveðið að gangast fyrir námskeiði í endurlífgun eftir brátt hjartaáfall fimmtudaginn 17. apríl n.k. kl. 20.30 í húsakynnum rannsóknarstöðvar Hjarta- verndar Lágmúla 9, 6. hæð. Verða þar kennd fyrstu viðbrögð, blástursaðferð og hjartahnoð. SIDASTI DAGUR Gólfteppaútsdla ársins Þaö gerast ekki betri kaup: Vegna þrengsla í Tollvörugeymslunni, seljum viö talsvert magn gólfteppa á kostnaöarveröi. Gólfteppi þessi sem eru frá hinu heimsþekkta umboðsfyrirtæki okkar, Marley Floor Ltd, hafa gífurlegt slitþol. Þau eru sérstaklega hönnuð fyrir staöi sem mikið er gengiö um, t.d. skóla, skrifstofu og stigaganga. Aö sjálfsögöu henta þau þar af leiðandi á öll önnur gólf. Enn einn kostur: Þau eru afrafmögnuð. Veröiö er ótrúlega hagstætt eöa kr. 7.466.- og 9.052,- pr. fermeter. Útsalan fer fram í Borgartúni 33 (Húsi Ásbjarnar Ólafssonar hf) jarðhæd. Opið til kl. 10—18 B0RGARÁS SÍÐASTIDAGUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.