Morgunblaðið - 12.04.1980, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1980
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 13-14
FRÁ MÁNUDEGI
'“fr nyvjÆntQi-'Uja'uu
lyf og ráð sem þeir hafa aldrei
fengist til að viðurkenna og það er
dáleiðsla — spara hnífinn og lyfin
í staðinn.
Þórarinn Björnsson frá
Trostansfirði í Arnarfirði.
• Skal verða
forseti
Fyrir kosningar eru alltaf
haldnir fundir og taka þar til máls
þeir sem í framboði eru, svo
kjósendur geti gert upp við sig,
hvern sé heppilegast að kjósa.
Langt er síðan Jakob Möller og
Jón heitinn Magnússon forsætis-
ráðherra áttust við á slíkum fundi
í Bárubúð. Allir sem þekktu Jón
heitinn í sjón vissu, að hann
hallaðist talsvert á aðra hliðina og
lét Jakob dynja á Jóni að altaf
væri hann að hallast meir og meir
og svo færi fyrir honum, að hann
félli fyrir sér, sem og líka varð.
Jakob Möller var kosinn sem
utanflokksmaður.
Á þessum fundi í Bárubúð var
staddur maður, sem hét Þórður og
var frá Ráðagerði á Seitjarnar-
nesi. Hann var nokkuð við skál,
stóð upp og hrópaði: „Jakob skal á
þing“, og varð það kjörorð kosn-
ingabaráttu hans upp frá því.
Nú standa fyrir dyrum kosn-
ingar til forseta íslands og kjörorð
mitt er „Vigdís skal verða forseti".
Sveinn Sveinsson
Ásum 14, Hveragerði.
Þessir hringdu . . .
verzlunarinnar Urðar í Kópavogi.
Ég keypti þar blússu fyrir
skömmu og smávegis galli kom
fram á henni, þannig að ég fór
aftur með hana í búðina til að fá
leiðréttingu minna mála. Mér var
mjög vel tekið og fékk strax
leiðréttingu minna mála, án nokk-
urra vandræða eða orðalenginga.
Ég vil aðeins fá að þakka þessa
lipru afgreiðslu, það er oftar bent
á það sem miður fer.
• Kirkjuhöfðingi
á biskupsstóli
Helgi Elíasson. Brautarlandi
20, R. hringdi:
„Þriðjudaginn 1. apríl sl. sat
biskupinn yfir íslandi, herra Sig-
urbjörn Einarsson, fyrir svörum í
hljóðvarpi. Margar voru spurn-
ingarnar, sem lagðar voru fyrir
hann varðandi kirkju og kristni.
Hann svaraði öllum spurningum
af slíkri þekkingu og trúarsann-
færingu og næmleika á íslenzka
tungu, að unun var á að hlýða. Það
væri að mínu áliti full þörf á því
að þessi þáttur yrði endurtekinn,
svo að ýmsir þeir, sem misstu af
honum, fengju að nema það, sem
þar var fram borið.
Ég tel að íslenzka þjóðin sé
lánsöm að eiga slíkan kirkjuhöfð-
ingja á biskupsstóli. Ég veit að ég
þarf ekki að tíunda hæfileika
hans, en minna má á hina víðtæku
þekkingu hans í öllum helstu
trúarbrögðum heims. Ég ætla ekki
að orðlengja mál mitt en þakka
biskupnum þetta góða framlag
hans og skora á hljóðvarpið að
endurtaka þáttinn.".
• Lipur þjónusta
Dagfriður Halldórsdóttir
hringdi:
Ég vil fá að koma kæru
þakklæti til eigenda og starfsfólks
Runnamura
(Potentilla fruticosa)
Runnamura er fyrirfero-
arlítill sumargrænn runni
sem fáanlegur mun vera hér
og þar í garðplöntustöðvum
á vorin, en runni þessi er
viljugri til blómgunar en
flestir aðrir runnar, sem
hér eru á boðstólum.
Umrædd tegund tilheyrir
rósaætt og á að ættingjum
margt fjölærra jurta, sem
mikið eru notaðar í stein-
hæðir eða á annan hátt. Má
t.d. nefna blendingsmurur,
blóðmuru, glæsimuru, jarð-
arberjamuru, silkimuru o.fl.
íslenskir ættingjar runna-
murunnar eru t.d. engja-
mura, gullmura og tága-
mura sem einnig sjást not-
aðar í görðum. Runnamuran
vex villt víðsvegar á norður-
hveli jarðar, bæði í Evrópu,
Asíu og N-Ameríku. Ýmist
heldur hún sig á þúfnakoll-
um í deiglendi eða þá á
Smám saman hefur því orð-
ið til álitlegur hópur af-
brigða og bastarða þeirra í
milli, sem ýmist eru jarð-
lægár plöntur, allt að því
skriðular, eða með meira
eða minna uppstæðum
greinum, sem síðan jafnvel
sveigjast í átt að jörð á ný
eftir að hafa náð 6—80 sm
hæð eða svo.
Blöð sumra afbrigða eru
örsmá og oft eru þau silki-
hærð bæði á efra og neðra
borði, og sýnast þá ýmist
grágræn eða grá.
Blómin eru í ýmsum gul-
um litbrigðum allt frá hvítu
eða rjómagulu niður í gul-
rautt eða jafnvel rautt eins
og á afbrigðinu RED ACE,
sem nýlega kom fram í
Englandi og vakti óhemju
athygli.
Til þessa mun tegundin
sjálf mest ræktuð í görðum
þurrlendum meira eða
minna kalkríkum jarðvegi.
Tegundin sjálf er mjög al-
geng í ræktun, en hún er
mjög þéttgreinóttur runni
rösklega 1 m á hæð. Greinar
runnamuru eru grannar og
brúnleitar og þegar þær
eldast flagnar börkurinn af.
Utan vaxtartímans virkar
runnamuran því frekar
rytjuleg, á sama máta og
ýmsir geitblöðungar gera.
Blöðin eru smágerð, stak-
fjöðruð og þéttstæð 1—3 sm
á lengd og eru dálítið hærð
á neðra borði.
Blóm runnamurunnar eru
skærgul um 2—3 sm á
stærð, ýmist stök eða örfá
saman. Oftast byrjar
blómgun síðast í júní og
heldur síðan áfram allt
fram á haust uns frysta
tekur fyrir alvöru. Að þessu
leyti er runnamuran frá-
brugðin öðrum runnum sem
venjulegast bera blómin að-
eins í 2—4 vikur. Er því
mikill fengur að henni í
görðum. Runnamuran býr
yfir fjölbreytilegum erfða-
eiginleikum, en þeirra gætir
ekki aðeins í vaxtarformi
plantna heldur einnig í lit-
brigðum blóma og blaða.
hérlendis ásamt danska af-
brigðinu Mánelys, sem hef-
ur skærari blómlit. Ýmis
önnur afbrigði hafa verið
reynd án þess þó að mark-
vissar athuganir hafi verið
að ræða. Ennþá er því ekki
fyrir hendi full vitneskja
um almennt notagildi
þeirra við þær breytilegu
aðstæður sem hér ríkja.
Líkur eru þó fyrir að í vel
skýldum görðum ættu sum
þeirra að geta spjarað sig.
Runnamura mætti gjarn-
an sjást meira gróðursett
hér eftirleiðis eii hingað til
hefur verið gert. Tegundin
er furðu harðger og auk
þess getur hún talist nægju-
söm bæði á jarðveg og
næringu.
Rétt er þó að ætla henni
frekar þurran og sólríkan
stað og fyrir það 'mun hún
launa ríkulega á hverju
sumri með blómaskrúði
sínu. Lágvaxin afbrigði
hennar í steinhæðir en þau
hávaxnari má nota á ýmsa
vegu svo sem í gerði, á stalla
eða í beð með öðrum runna-
gróðri. Runnamuru er auð-
velt að fjölga með sumar-
græðlingum í reit.