Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1980 Á þriðja þúsund Lionsmanna um land allt hefja i dajj söluherferð fyrir Rauðu fjöðrina og á andvirði sölunnar að fara til stuðnings fyrirbyKgjandi starfi Kegn heyrnarleysi m.a. með kaupum á lækningatækjum. Forseti íslands. hr. Kristján Eldjárn, keypti í gær fyrstu fjöðrina þegar framkvæmdanefnd Lionsmanna heimsótti hann á skrifstofu hans og keypti hann reyndar ekki aðeins eina heldur tíu og hafði á orði við Lionsmenn, að þeim væri velkomið að koma við á forsetasetrinu um helgina, en söluherferðin stendur yfir fram á sunnudag. Á myndinni tekur Björgvin Schram við greiðslu forseta og hjá standa Jóhann Briem, Ólafur Thorsteinsson og Gissur K. Vilhjálmsson. Djúprækjuveiðar Grænlandsmegin við miðlínuna: Færeysk og norsk skip á miðum sem Dalborg fann — en Dalborg útilokuð frá veiðum þar AÐ UNDANFÖRNU hafa 15 norsk og færeysk skip verið á djúprækjuveiðum vestur af landinu, rétt utan miðlínunnar milli íslands og Grænlands, að sögn Guðmundar Kjærne- steds skipherra í stjórn- stöð Landhelgisgæzlunn- ar. Skipin eru á veiðum á miðum, sem Dalborgin frá Dalvík fann og veiddi á til skamms tíma. Nú hefur Dalborgin verið útilokuð frá veiðum á þessum slóð- um, þar sem þau eru Græn- landsmegin en skip frænd- þjóða okkar munu veiða þar samkvæmt sérstökum leyfum. Hafa þau veitt vel þarna að undanförnu. Eins og menn muna stöðvuðu dönsk gæzluskip veiðar Dalborgar á þessum slóð- um í fyrrahaust og var skipstjórinn dæmdur til að greiða sekt fyrir ólöglegar veiðar. Vinstri skattar Innkaupsverð bifreiðar 3,5 faldast vegna álaga Borgarstjórn samþykkti í gærkveldi: 20 Volvo-undir- vagnar keyptir — rætt við Ikarus um kaup á 3—5 vögnum BORGARSTJÓRN samþykkti í gærkveldi, að keyptir yrðu 20 undirvagnar af gerðinni Volvo BLOM. Jafnframt var samþykkt. að samið yrði við Nýju bílasmiðj- una hf. um smíði yfirbygginga af gerðinni VBK. Þessi samþykkt borgarstjórnar er í samræmi við tillögu frá Innkaupastofnun Reykjavíkur- borgar, sem samþykkt var á fundi borgarráðs 15. apríl s.l. Þá var og samþykkt á borgar- stjórnarfundinum að viðræður yrðu teknar upp við fyrirsvars- menn Ikarus-verksmiðjunnar í Ungverjalandi um kaup á 3—5 vögnum frá verksmiðjunni til reynslu. Á fundinum voru greidd at- kvæði um þrár tillögur, að við- höfðu nafnakalli. Fyrst var felld tillaga Sigurjóns Péturssonar, for- seta borgarstjórnar, um kaup á 20 Ikarus-vögnum, og greiddi Al- þýðubandalagið eitt atkvæði með tillögunni. Þá var samþykkt að kaupa 20 undirvagna af Volvogerð samkv. tillögu Innkaupastofnun- ar, sem áður var lýst- Með þeirri tillögu voru fulltrúar Sjálfstæðis- flokks, Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks, en fulltrúar Alþýðu- bandalags sátu hjá, nema Guðrún Helgadóttir sem greiddi atkvæði á móti. Að síðustu var borin undir atkvæði tillaga um að taka upp viðræður við forsvarsmenn Ikar- us-verksmiðjunnar, semáður gat, og var sú tillaga samþykkt með átta atkvæðum meirihlutans gegn sjö atkvæðum sjálfstæðismanna. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu og taldi hún m.a. að tillagan hljóðaði aðeins upp á viðræður og þyrfti því síðar að taka ákvörðun um þetta atriði í borgarstjórn. Þá gerði Birgir Isl. Gunnarsson einnig grein fyrir sínu atkvæði og taldi að málið þyrfti að fara á ný til borgarstjórnar. Kópavogslög- reglan klippir KÓPAVOGSLÖGREGLAN hefur nú hafið herferð á hendur þeim bifreiðaeigendum, sem enn aka á óskoðuðum bifreiðum, en aðal- skoðun í Kópavogi lauk 9. apríl. í fyrrinótt klipptu lögreglumenn númerin af tíu óskoðuðum bílum og beinir lögreglan nú þeim ein- dregnu tilmælum til þeirra, sem enn eru með bíla sína óskoðaða, að þeir láti skoða þá strax þannig að ekki þurfi að grípa til aðgerða gegn þeim. INNLENT Kærður fyrir að hand- leggsbrjóta eiginkonuna MAÐUR um fertugt var í gær úrskurðaður í 7 daga gæzluvarð- hald fyrir meinta, grófa árás á eiginkonu sína, sem hafði þær afleiðingar að konan handleggs- brotnaði og hlaut fleiri meiðsli. Konan kærði manninn fyrir árás- ina en hann ber við algjöru minnisleysi vegna ölvunar. Atburður þessi varð á heimili hjónanna í fyrrakvöld. Að sögn konunnar réðst eiginmaðurinn á hana en hún gat um síðir sloppið frá honum og leitað hjálpar í nærliggjandi íbuð. Að hennar sögn er þetta ekki í fyrsta skipti sem maðurinn leggur á hana hendur og verður maðurinn yfir- heyrður um þau atvik í gæzluvarð- haldinu. Mokafli Vestmannaeyjabáta: Vertíðaraflinn 70% meiri en árið 1978 ÞEGAR flutt er inn bifreið til landsins. greiðist aí andvirði hennar, kaupverði hjá fram- leiðanda og flutningskostnaði 50% leyfisgjald, 90% tollur og loks er söluskattur 23,5%. Samtals eru þessi álög 252%. Vilji menn hins vegar finna kostnaðarverð bifreiðarinnar kominnar til landsins, geta menn það með því að deila í söluverð hennar með 3,52. Af andvirði bifreiðarinnar tekur ríkið rúmlega 60%, framleið- andinn fær um 30%, en af- gangurinn fer í flutning. tryggingar og söiuaðilinn hérlendis fær 6%. Bifreið, sem kostar í dag komin á götuna 5 milljónir króna, kostar í innkaupi, þ.e. a.s. án álaga ríkisins 1.420.455 krónur. Síðan í september 1978 hefur bifreiðin frá framleið- anda hækkað um það bil um 15% og vísitala meðalsölu- gengis hefur á sama tíma hækkað um 44,9%. Lætur því nærri að verð bifreiðarinnar til iandsins muni í september 1978 hafa verið rúmlega 850 þúsund krónur. Þá var leyfis- gjald og tollur hinn sami, en söluskattur 20%. Bíllinn kostaði þá 2.915.328 krónur. Miðað við þágildandi álögur hefir 5 milljón króna bíllinn Innflutt 5,0 sept. 78 apríl ’80 kostað í dag 4.857.953 krónur. Söluskattshækkun vinstri stjórnarinnar hækkar því bílinn um 142.047 krónur. GÍFURLEGUR afli hefur borizt á land í Vestmannaeyjum að und- anförnu. 15. apríl var aflinn á yfirstandandi vetrarvcrtíð orð- inn 35% mciri en á sama tíma og í fyrra og 70% meiri en á vetrar- vertíðinni 1978. 15. apríl höfðu borizt á land í Vestmannaeyjum 22,784 tonn af fjski. Á sama tíma í fyrra voru komin á land 16.829 tonn og á sama tíma 1978 voru komin á land 13.389 tonn. Bátaaflinn 15. apríl s.l. var 17.602 tonn og togaraaflinn 5.184 tonn. Aflahæsti netabáturinn var Þórunn Sveinsdóttir með 1034 tonn, Gjafar var með 937 tonn, Valdimar Sveinsson 902 tonn, Bjarnarey 854 tonn og Árni í Görðum 848 tonn. Aflahæstu tog- bátarnir voru Sigurbára með 528 tonn, Heimaey með 362 tonn og Björg með 298 tonn. Klakkur var aflahæstur togaranna með 1300 tonn, Breki hafði fengið 1169 tonn, Sindri 1125 tonn og Vestmannaey 1106 tonn. Undanfarna daga hafa stóru netabátarnir komið með 50—70 tonn eftir tvær lagnir. Meðalafli MIÐASALA hófst í Reykjavík í gær á þrenna fyrstu tónleikana með rússneskættaða sögnvaran- um Ivan Rebroff, en fyrstu tón- leikarnir verða n.k. miðvikudag í Háskólabiói. Miðar á þessa fyrstu tónieika í Háskólahíói seldust upp strax í gærmorgun, en fólk var farið að standa í biðröðum frá kl. 7 í gærmorgun. Ákveðið er að bæta við tvennum tónleikum með Rebroff í Háskólabíói og verða þeir 2. og 3. maí. Byrjað verður að selja miða á þá tón- netabátanna á vertíðinni er 16 tonn í róðri, meðalafli trollbát- anna er 8,5 tonn og meðalafli togaranna 173 tonn. leika kl. 9 í dag hjá Eymundsson og Lárusi Blöndal. Þann 24. apríl, sumardaginn fyrsta, verða tónleikar í Stykkis- hólmi, og er forsala hafin í Stykkishólmi, Grundarfirði 0g víðar. Á Akureyri verða tónleikar 27. apríl og verða tónleikarnir þar á vegum Tónlistardaga á Akur- eyri. í Stapa verða tónleikar 28. apríl, en forsala verður tilkynnt síðar, þá verða tónleikar á Akra- nesi 29. apríl, Seyðisfirði 30. apríl og Vestmannaeyjum 1. maí. Mikill áhugi fyrir Rebroff: Seldist upp á þrenna tónleika árla dags

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.