Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1980 Hilton sófaborð stærð 140x80 viðarteg. bæsuð eik og mahogany Hilton hornborð stærð 74x74 viðarteg. bæsuð eik og mahogany Hilton lampaborð stærð 74x48 viðarteg. bæsuð eik og mahogany —JIWIMÍI m SMIÐJUVEGI6 SÍMI 44544 ÁHU 62 ÞÚSUND Það nægír fýrír útborgun í nýja ameríska ADC plötuspílaranum. ADC 1500FG, sem er framleiddur af ADC i Bandarikjunum, er óvenjulega ódýr plötuspilari, þegar tilliter tekið tilbygging- ar, nákvæmni og frágangs. Hann er hálfsjálfvirkur, með rafeinda- stýrðri hraðastillingu (± 6%) og hámarks- bjögun undir 0,05%. Hann hefur vandaðan S-laga tónarm, og er óhætt að fullyrða, að ADC 1500FG sé með betri beltisdrifnum plötuspilurum á markaðinum. Með ADC 1500FG fylgi afar vandað tónhöfuð (pick-up), einnig framleitt af ADC (Qlm-34), og erþað innifalið i verðinu (verðgildi kr. 19.600). ADC 1500FG fæst einvörðungu i svörtu. Verö kr. 197.000. Útborgun kr. 62.000 eða kr. 13.800 staðgreiðsluafsláttur. u n c r LaugavegílO sími 27788 Þorv. Garðar Kristjánsson, alþingismaður: Ríkisfjármálin meginvaldur verðbólgunnar Mál málanna í þinginu undanfarna daga hefur verið stjórnarfrumvarp til ákvörðunar skattstiga. Stjórnar- liðið hefur lagt mikla áherzlu á hraða afgreiðslu þess. Nú hefur fjármálaráðherra og Alþýðubandalagið hins vegar beðið um frestun á ráðgerðri útvarpsumræðu (3ja umræða í efri deild) vegna misræmis í^reikningslegum forsendum við undirbúning málsins. Útvarpsumræðan verður þó væntanlega upp úr komandi helgi. Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) vakti athygli á því við aðra umræðu málsins í efri deild, að framkvæmda- þáttur fjárlaga (verklegar framkvæmdir) hefði verið 25% ríkisútgjalda 1975. í fyrstu fjárlögum Alþýðubandalagsins væri þessi þáttur kominn niður í 16.7% en rekstrarþættir hefðu hækkað að sama skapi. Hér á eftir fer niðurlag ræðu Þorvaldar Garðars, sem að efni til fjallar um rikisfjármálin, verðbólguna og eigin orð forsætisráðherra Lækka þarf ríkisútgjöldin „Ég tel mig vita nokkuð, hver stefna hæstv. forsætisráðherra hef- ur verið í þessum efnum, sem ég hef verið að ræða um. Og það vill svo til að ég hef hér í höndunum ekki ómerkara blað en Morgunblaðið, þar sem er grein eftir hæstv. núv. forsætisráðherra frá 28. nóv. 1979. Það er ekki langur tími síðan, þannig að það getur ekki verið úrelt sem hér er sagt. Einn meginþátturinn í því sem ég hef viljað túlka hér í þessari ræðu minni er það, að ríkisfjármálin séu meginorsakavaldur verðbólgunnar. Hvað segir hæstv. núv. forsætisráð- herra um þetta? Hann segir með leyfi hæstv. forseta: „I viðureign við verðbólgu er afkoma ríkissjóðs meginmálið." Við erum sammála um þetta. Ég hef lagt áherslu á það, að við þyrftum að minnka ríkisbáknið og það þýðir það að minnka ríkisút- gjöldin. Hvað segir hæstv. núv. forsætisráðherra um þetta? Hann segir með leyfi hæstv. forseta: „betta verður að gerast með því að lækka ríkisútgjöldin." Ég er alveg sammála honum um þetta. Hæstv. fjármálaráðherra hafði einhverjar áhyggjur út af niður- skurði. Ég held nú að hæstv. fjármáiaráðherra ætti að ræða það við hæstv. forsætisráðherra. Ég taldi, að það væru margar leiðir til þess að lækka útgjöld ríkissjóðs. Hvað sagði hæstv. núv. forsætisráð- herra um þetta? Hann sagði með leyfi hæstv. forseta: „T.d. mætti ákveða að þau. þ.e. fjárlögin, skuli á næsta ári vera 10% lægri en fjárlagafrumvarp sem vinstri stjórnin lagði fram í okt. og hljóðuðu upp á 350 millj." Ekki erum við ósammála í þessu, ég og hæstv. núv. forsætisráðherra." Eigin orð forsætisráðherrans „Eigum við að halda áfram? Ég nefndi í ræðu minni hér áðan, að það væri hægt að skera niður niðurgreiðslur á búvöruverði og ég minnti á það að við sjálfstæðis- menn lögðum þetta til við af- greiðslu fjárlaga. Hvað segir hæstv. núv. forsætisráðherra í þessari sömu grein. Ég vitna alltaf til sömu greinarinnar með leyfi hæstv. forsrh. (Stefán Jónsson: Frá 1978). Frá 1979, 28. nóv. Það er bara nokkrum dögum áður en hæstv. núv. forsætisráðherra fór í samn- ingamakk við Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkinn um nýja stjórnarmyndun, eins og nú er upplýst. Hvað segir hæstv. forsæt- isráðherra nokkrum dögum áður en þetta skeður? Hann segir með leyfi hæstv. forseta: „Niðurgreiðslur úr ríkissjóði á landbúnaðarvörur kostar nú milli 20—30 milljarða á ári og eru komnar úr hófi. Hér má spara, um það efni: milljarða. Bændur sjálfir og sam- tök þeirra hafa látið í ljós, að þær megi helzt ekki verða meiri en mismunur á framleiðsluverði og söluverði. Þessar miklu niður- greiðslur skekkja verðlag og draga úr hvöt til að ráðast í nýjar búgreinar. Þær bjóða heim hættu á misnotkun og spillingu. Þær leiða til þess að þeir ríku fái meira í sinn hlut úr ríkissjóði en þeir snauðu.“ Hér lýkur tilvitnun. (Stefán Jóns- son: Óskaplegt er þetta ...).“ Efnahagslegt og siðferðilegt vandamál „Ég sé ekki annað heldur en ég sé alveg sammála hæstv. forsætisráð- herra í þessu efni. Er það þá nokkur furða, að mér þyki mjög leitt, herra forseti, að hæstv. forsætisráherra skuli ekki vera hérna, því að ég hefði haft margfalt meiri ánægju af því ef hann hefði verið hér til staðar. En ég vilj ljúka þessu m eð því að segja: Er það nokkur furða, að mér komi til hugar nú þegar við ræðum um þetta frv. sem hér er á dagskrá, að það geti verið möguleiki á því að hæstv. forsætisráðherra sjái sér fært að greiða atkvæði með tillögu okkar sjálfstæðismanna. Mér finnst það engin goðgá, a.m.k. að láta sér detta slíkt í hug. Og ég verð að segja, að það er eitthvað einkenni- legt við þá siðgæðisvitund að boða þetta almenningi í landinu og kjósendum í landinu nokkrum dög- um fyrir kjördag og ætla svo hér gersamlega að snúast gegn þessu. Það er eitthvað siðferðilegt vanda- mál við þetta. Má ég að lokum, herra forseti, láta heyrast hvað hæstv. forsætisráherra segir um slíkt siðferðismál. Hann segir með leyfi hæstv. forseta: „Verðbólgan er ekki aðeins efna- hagsmál. heldur einnig og ekki síður sálrænt og siðferðilegt vandamál.“ Ég leyfi mér að vona, að hæstv. forsætisráðherra láti þetta ekki sannast á sér við afgreiðslu þessa frumvarps í þessari háttvirtu •uideildA>.vv..H . nte uy*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.