Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1980 Heimsins grönasta gras í menningarlegum efnum er oft löng leið frá Færeyjum til Islands. Það getur því verið eins og fram- andleg sending að fá inn úr dyrunum bók sem nefnist ÚR og er eftir Martin Næs, yrkingar, útgefandi Egið forlag Tórshavn 1979. íslenska og færeyska eru að vísu skyld mál, en það þarf góðan vilja og þolinmæði til að setjast niður og lesa færeysk ljóö. Aftur á móti kemur fljótlega á daginn að það er fátt sem ekki skilst; yfirleitt er færeyska auðveld af- lestrar fyrir íslendinga. Og þegar um ljóð er að ræða er ekki nauðsynlegt að skilja allt, sumt er gott fyrir undirvitundina að vinna úr. Martin Næs er meðal hinna yngri skálda í Færeyjum. Fyrsta ljóðabók hans Friður kom út 1972, önnur tveimur árum seinna og nefndist Marran sigur S. Úr er þriðja bókin eftir Martin Næs. Eftir því sem ég best veit er hann meðal kunnari skálda í Færeyjum nú og lætur mikið að sér kveða. En Færeyingar eiga mörg skáld, hver man til dæmis ekki eftir Stein- björn Jacokbsen, en ágætt leikrit eftir hann, Skipið, var leikið í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum ár- um. Bókmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON í ljóðinu Leikbröður yrkir Mart- in Næs um drengi í bátaleik við lygnan hyl: „Bátar fata duffandi/ út undir Föroyar, til Islands og Grönlands —/ genturnar standa á landi og gráta/ mammurnar ein- samallar hava umsorgan/ og páp- arnir vita av ongum/ men bátarn- ir sleppa aldri longur/ enn ein bambustráðulöngd úr landi“. Martin Næs yrkir um færeysk- an veruleik. Hann sækir oft yrkis- efni til bernskunnar, harmar ágengni nútímans sem ryður úr vegi gömlum verðmætum eins og húsum og túnum. Hann lýsir því hvernig barnið skynjar dauðann og fær miskunnarlausa vitneskju um að það er ekki bara gamla fólkið sem er bráð hans heldur getur það líka verið lítill drengur. Ljóð Martins Næs eru að ég held ort á einföldu máli og hann vill tala beint til lesenda sinna. Ljóðin eru raunsæileg, margræði virðist honum fjarri. Kannski segir ljóðið Grönasta grasið það sem máli skiptir um viðhorf hans og ljóð- ræna tjáningu, eitt þeirra ljóða í Úr sem bernskan hefur laðað fram, en þroskað skáld ort: Vit spældu í grasinum um morgnarnar, mcAan tað fleyt í dögg og vit gjördust vátir um brökurnar upp til knöini. Vit prátaöu fyri okkum sjáivar um havið, um hvussu ögiligt taA var og vit hugsaðu um krabbárnar ið búðu á botninum. Lögið hildu vit. at teir ikki gingu skjótari. Tveir hövdu jú so nógv bein. Hvönn morgun um summarið stóð mál- arin á bakkanum. Ofta rópti hann niðan til okkara: tit eiga heimsins grönasta gras, tit eru hepnastu börn i heiminum! Men vit skiltu ongantíð hví hann so altíð málaði brimið reytt og himmalin svartan. Ég get ekki betur séð en það sé vegsömun hins óbrotna lífs sem Martin Næs ástundar í skaldskap sínum og hann dregur upp margar minnisstæðar myndir frá Færeyj- um í því skyni. Roethke og kenningar hans um samræðu ljóðsins orkuðu á hann. Það var nýr James Wright sem birtist í The Branch Will Not Break (1963), í senn opnari og dýpri í myndmáli sínu. Segja má að tvö önnur skáld hafi farið líkar leiðir í skáldskap sínum: Robert Bly og Louis Simpson. Einkenni Ijóða James Wrights eru sameining yrkisefna úr hvers- dagslegu lífi og sérkennileg af- staða til hlutanna sem vel má kalla mystíska. Þrátt fyrir depurð og þrúgandi vissu um forgengileik alls sættir skáldið sig við líf sitt og finnur til gleði að lifa þvi; eftirvænting er orð sem kemur í hugann. Eg var hræddur við að deyja nefnir skáldið eitt ljóðanna: Einu sinni var éíí hra'ddur við að deyja á þurrum óra'ktarakri. En nú hef ég reikaú allan daginn um blautan akur, reynt aft fara hljóðles:a. hlustaft á skordýrin mjakast þolinmóft áfram. Kannski hraaða þau á nýfallinni doaa sem safnast hægt 1 tómar sniiíilskeljar ok I leynilca skýli sporfuKÍsfjaðra sem fallift hafa til jarðar. Wright hefur líka ort ljóð með ákaflega bjartsýnu heiti: í dag var ég svo hamingjusamur að ég orti þetta ljóð. Þar er talað um að hver svipstund tímans sé fjall og ómögulegt sé að deyja. Líkt og Robert Bly orti James Wright pólitísk ljóð sem hafa listrænt gildi. Meðal þeirra eru Eisenhower heimsækir Franco 1959 og Tvö ljóð um Harding forseta. Einmanaleikinn sem James Wright yrkir um í svo mörgum ljóðum er síður en svo sár. I honum er fólginn viss fögnuður, kyrrð sem frjóvgar hugann. En eins og Robert Bly hefur bent á er annars konar einmannaleika að finna í Shall We Gather at the River (1969). í þeirri bók hefur angist völdin. Síðustu ljóð James Wrights eru prósaljóð og að efni lík ljóðunum í Shall We Gather at the River. í þessum ljóðum sem oft eru ógn- vekjandi í bölsýni sinni er rödd skáldsins kannski hljómmést. En aðgengilegust eru ljóðin í The Branch Will Not Break. Með þeim tókst James Wright að draga upp myndir úr bandarískum veruleik sem maður freistast til að trúa að séu réttar. Það sem m.a. gerir ljóð James Wrights mikilvæg er sá hæfileiki hans að gæða einfaldar hversdagsmyndir og umhverfis- lýsingar vídd og skáldlegu lífi. Að því leyti á hann sér fáa jafningja. Ég er ekki í vafa um að skáld eins og Wright, Bly og Simpson hafa átt sinn þátt í að bandarísk ljóðlist hefur öðlast nýja reisn. Það hafa þeir gert með því að sameina í ljóðum sínum tilfinn- ingu fyrir heimaslóðum og al- þjóðlega yfirsýn. Wright orti um sveitabæ í Minnesota með þeim hætti að lesendur hans skildu að verið var að yrkja um heiminn — og það sem meira er um vert: innra líf nútímamannsins sem andstæður togast á um. Mögnuð gyðing- leg bók - meira að segja með lykt Bókmenntlr eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Óvinir — óstarsaga Eftir Isaac Bashevis Singer Útg. Bókaklúbbur AB Það er fagnaðarefni að Bóka- klúbbur AB hefur sent frá sér fyrstu bók Isaacs Bashevis Singer á íslenzku: „Óvinir — ástarsaga“. Ég geri því skóna að fleiri geti sagt sömu sögu og ég að þeir hafi ekki kannast við þennan höfund fyrr en honum voru skenkt bók- menntaverðlaun Nóbels á sl. ári og var hann þó búinn að skrifa æði lengi og senda frá sér fjölda bóka. Síðan hef ég lesið nokkrar þeirra í enskum þýðingum — en hann er eins og komið hefur fram einn örfárra rithöfunda sem skrifa á jiddísku. Sú hugsun leitaði á mig við lestur bóka Singers, að það væri áreiðanlega ekki auðhlaupið að því að snúa þessum bókum á íslenzku svo að andrúm og stíll héldi sér. Með Óvininum finnst mér þýðandanum, Sigrúnu Ástríði Eiríksdóttur, hafa tekizt mætavel þótt ég hafi ekki lesið bókina á ensku. Hið gyðinglega andrúm kemst sérstaklega vel og vand- virknislega til skila — og það svo að það liggur við maður finni allt að því lykt... „Óvinir" er mögnuð bók og framúrskarandi vel skrifuð. Hins hann andríkur og gáfaður, né heldur er gefið í skyn að hann sé glæsimenni á neinn hátt. Hann virðist litlaus og veiklundaður og þó svo að bókin snúist að miklu um hann er sú mynd sem til skila kemst af honum ákaflega þoku- kennd að mínu mati. En stemmningin í bókinni, sem er dæmigerð gyðingabók, þar sem lesendur fá drjúga innsýn í hefðir og hugsunarhátt Gyðinga er áhrifamikil, lýsingin á Jadwigu pólsku er um margt afar sympa- tisk og þessi bók er áleitin lesanda sínum löngu eftir að lestri hennar er lokið. MjoeHitU - Sjey ferðir sjey — Sjey ferðir sjey, Janus? Og Janus sveittar. Aftur í dag! Hann hyggur við spyrjandi eygum og eyguni eru hansara egnu. Millum tveyogtjúgu onnur og hann veit ikki hvussu nógv sjey ferðir sjey er. Myndskreyting eftir Martin Joensen við ljóð eftir Martin Næs. Hræddur við að deyja Isaac Bashevis Singer vegar veikir það söguna að höf- undi tekst ekki að fá lesanda til að skilja ástæður þess að Hermann Broder nýtur þvílíkrar kvenhylli sem raunin er á: hann er giftur Jadwigu pólsku vegna þess að hún fól hann á hlöðulofti og verndaði hann frá nazistum á stríðsárun um, út af fyrir sig getur Hermann ekki að því gert þótt lögmæt eiginkona hans, Tamara, sem hann hafði hugað látna í nokkur ár, skjóti upp kollinum. En hins vegar fæ ég ekki séð af hverju í ósköpunum stúlkan Masja — við- hald hans — er svona áfjáð í að giftast honum líka. Hermann sit- ur sem sagt uppi með þrjár konur sem allar elska hann og dýrka og finnst mér hann vera þess óverð- ugur á flestan máta — ekki er hann jkemmtileg persóna, ekki, er. Þótt getið hafi verið um lát bandaríska skáldsins James Wright í blöðum eins og Time og Mewsweek veit ég ekki hvort margir kannast við hann hérlend- is. Wright var fæddur 1927. í andófi gegn akademískum kveðskap hóf skáldið Robert Bly útgáfu tímarits á sjötta áratugn- um sem hann nefndi The Fifties. Samkvæmt tímanum breytti svo ritið um nafn: The Sixties og The Seventies. í þessum ritum kom fram mikil trú á mátt ljóðsins, gildi þess fyrir einstaklinginn og samtíðina. Markmið Blys var ekki síst, að veita erlendum straumum inn i bandaríska ljóðlist sem honum þótti um of hefðbundin og takmörkuð. Hann lagði ríka áherslu á að kynna skáldskap spænskumælandi heims, til að mynda ljóð Spánverjans Anton’o Machados og Chilemarinsins Pa los Neruda. James Wright var staddur krossgötum eftir útgáfu tveggj ljóðabóka: The Green Wall (1951 og Sant Judas (1959). Ljóðin í þessum bókum er akademísk, formið vandað og efi istök hófsöm. Þær vöktu mikl athygli og skáldið hlaut mör eftirsótt bókmenntaverðlaui James Wright velti því aftur móti fyrir sér að hætta að yrkj; Talið er að þrennt hafi komið í ve fyrir það: í Vínarborg las hann ljó Georgs Trakl og heillaðist a frjálsu formi þeirra. Hann fylgd ist af áhuga með því sem stóð tímariti Roberts Blys og kynntisi honum persónulega. Theodore Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON James Wright

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.