Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. APRÍL'1980 IngebrÍKt cða Ingibjartur ásamt Grími Björnssyni með bókastafla fyrir framan sig, en þeir voru miklir mátar meðan Ingebrigt dvaldi á Akureyri á striðsárunum. Innibjartur o« séra Kristján Ró- Kórallinn á pollinum á Akureyri á friðardaginn 1945, bertsson á dekki Kóralsins við eins og sjá má mynda fánarnir V. brygKju á Akureyri. STADDUR á litlu hóteli rétt utan við Þránd- heim um miðjan marz var það ekki sérlega upplífjíandi að heyra kynnt í norska útvarpinu að nú hæíist morgunstund barnanna. Einhver Inge- brijít Davik átti að annast þáttinn og það var ekki fyrr en þulurinn tilkynnti að efnið í þættinum væri allt sótt til íslands, að undirritaður vaknaði almennileKa. Jafnvel frábært norskt morsunverðarborð mátti víkja fyrir þessari íslenzku morgunstund í Noregi. Þegar til Óslóar kom var það fyrsta verkið að grennslast fyrir um þennan mann með viðtal í huga. Það reyndist ekki erfitt að hafa uppi á Ingebrigt Davik og hann tók beiðni blaðamanns um viðtal ljúfmannlega mjög, enda ljúf- mennskan greinilega ríkur þáttur í öllum háttum þessa manns. Fljótlega kom i ljós þegar við höfðum tekið tal saman, að stúlk- an, sem rætt hafði máiin við hann í barnatímunum og sungið af innlifun, heitir Dóra og er dóttir Þórhalls Guðmundsssonar og Her- dísar dóttur Páls Ásgeirs Tryggvasonar sendiherra. Dóra er 6 ára og sagði Ingebrigt, að hún væri fyrsti Islendingurinn, sem hann heyrði tala hreina Bergen- mállýzku, með err-ið á sínum stað og annað það, sem tilheyrir í framburði Björgvinjarbúa. Inagebrigt Davik er Islending- um að góðu kunnur. Hann hefur komið hingað oftar en einu sinni, bækur hans hafa verið gefnar út hér á landi og sömuleiðis hljóm- plötur. Fyrst og síðast þekkir Ingebrigt þó land og þjóð frá dvöl sinni á Akureyri á stríðsárunum og margir Islendingar þennan 54 ára gamla Norðmann frá þeim tíma. En gefum honum orðið: — Faðir minn var útgerðar- maður og við bjuggum skammt frá Álasundi þegar stríðið skall á. Er Þjóðverjar hernámu landið okkar vildi pabbi ekki una því og nokkr- ar fjölskyldur flúðu á bát föður míns fyrst til Færeyja og síðan til íslands, rúmlega 30 manns. Bátur- inn hét „Kórallinn", um 150 tonna síldarbátur, og á honum komum við í októbermánuði 1940 til Akur- eyrar. Báturinn var síðan mikið notaður til flutninga fyrir herinn meðan við dvöldum hér á landi og þá einkum til hafna á Norður- landi. 1 — Ég man eftir því að skipið fór nokkrum sinnum til Jan Mayen með vistir, vopn og her- menn, og einu sinni fór ég með, mér til skemmtunar. Ekki datt mér í hug þá, að þessi hrjóstruga eyja ætti eftir að verða bitbein milli frændþjóðanna, en það er nú annað mal. — Þetta er merkilegur tími, sem ég átti á Akureyri. Ég lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskól- anum á Akureyri. Framan af langaði mig mikið heim. Það var stríð í heiminum og maður frétti lítið frá frændum og vinum í Noregi, en þegar ég hélt heim til Noregs 1945 kallaði ég Akureyri orðið heimili mitt og það segi ég Þau stóðu sig vel i íslenzkum dögunum, ræddu málin, sungu ug af Jóni Oddi ug Jóni Bjarna. Til hægri Ingebrigt Davik. barnatima i nurska útvarpinu á hiógu, og Ingibjartur las söguna vinstri er Dóra Þórhalisdóttir, til satt, að fyrst eftir að ég kom til Noregs á ný hafði ég heimþrá til Islands. — Mér gekk furðanlega vel að ná tökum á íslenzkunni og þegar ég kom til Reykjavíkur á leið til Noregs að stríðinu loknu varð ég innilega ánægður og sennilega bara svolítið montinn þegar ég var spurður af Reykvíkingum hvort ég væri frá Akureyri. Ég var víst farinn að tala eins og þeir gera á Norðurlandinu, en núna kann ég orðið lítið í íslenzkunni, segir hann á ágætri íslenzku og yrði varla lengi að ná fullkomnum tökum á málinu ef hann dveldi um tíma meðal íslendinga. Við flettum saman myndaalb- úmi frá þeim tíma er Ingebrigt dvaldi hér á landi. Þá var hann, gjarnan kallaður Ingibjartur Dal- víkur og hefur gaman af að rifja slíka hluti upp. Hann þekkir alla gömlu vinina enn með nafni, „þarna er Ingvar, sem núna er víst menntamálaráðherra, þarna er Grímur Björnsson, hann er tann- læknir, þeir voru tveir beztu vinirnir mínir á Akureyri. Þarna er hún, þarna er þessi þarna séra Kristján." Minningarnar streyma í gegnum huga Norðmannsins meðan blöðunum er flett, en blaðamaður er þegar byrjaður að plokka myndir til láns úr albúm- inu. Bækur á íslenzku Ingibjartur lauk stúdents- og kennaraprófum eftir að hann kom heim til Noregs, en einnig lagði hann stund á leiklist og tónlist. Þegar á námsárunum byrjaði hann að koma fram opinberlega Ingibjartur Dalvíkur með nokkr- ar þeirra bóka og hljómplatna. sem hann hefur samið og sungið inn á, sumar eru á norsku, aðrar á íslenzku. með söng, glens og gaman og fljótlega tók hann að einbeita sér að efni fyrir börn. Bækur hans með frásögnum og vísum hafa verið gefnar út í Noregi og reynd- ar einnig í hinum Norðurlöndun- um. Hann byrjaði að koma fram í útvarpi og síðar sjónvarpi og úr útvarpinu var ekki löng leið yfir á hljómplöturnar. Síðustu tvo ára- tugina hefur hann verið óþreyt- andi í að ferðast á milli staða í Noregi og hefur haldið fjölskyldu- skemmtanir í syðsta og nyrzta hluta landsins. — I þessum barnatíma, sem ég var með núna, var allt efnið frá Islandi, en ég hef oft verið með efni frá íslandi i mínum þáttum. Að þessu sinni sungum við Dóra og töluðum saman, en einnig las ég söguna af Jóni Oddi og Jóni Bjarna. Sú bók minna, sem hlotið hefur mestar vinsældir heitir á íslenzku „Ævintýri í Maraþara- borg“, en hana skrifaði ég 1960 fyrir útvarpið. Síðan var gefin út bók með þessu efni og þá hljóm- plata. Það var síðan 1970, að bókin kom út á íslenzku, þýdd af Krist- jáni frá Djúpalæk og hljómplata skömmu síðar. Bókin um „Mumma og jólin" hefur einnig komið út á íslenzku, þýdd af Baldri Pálma- syni. — Þegar bókin mín kom út á Islandi 1970 kom ég til Islands og það segi ég satt, að það var stórkostlegt að koma til Islands aftur. Ég kom til Akureyrar og þó mikið hefði verið byggt og margt væri breytt, þá fann ég þarna staðinn, sem var heimili mitt í stríðinu. Ég hitti líka marga skólafélaga mína og vini á ný og það var ljúft að hitta aftur allt þetta góða fólk. — áij. Að loknum dönskutíma hjá Vernharði Þorsteinssyni. Á mynd.inni eru m.a. Aðalgeir Kristjánsson, Oddur Árnason, Ragnar Steinbergsson, Eiríkur Bjarnason, Baldur Ingólfsson, Ingvar Gíslason og Ingebrigt Davik. Hressir félagar við Útgarð árið 1945, Ingebrigt efstur á myndinni. Texti: Ágúst I. Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.