Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1980 Samningar á viðkvæmu stigi Viðræðurnar um Jan Mayen málið í byrjun vikunnar vekja ekki bjartsýni um framhaldið. Svo virðist sem aðilum hafi ekki tekist að finna þann flöt á deilumálinu, sem leiði til sameiginlegrar niðurstöðu. Enn ber of mikið í milli og á þeim sviðum, þar sem hagsmunirnir eru mestir. Raunhæft var að búast við því, að Norðmenn myndu meta það nokkurs, að ekki er lengur dreginn í efa réttur þeirra til útfærslu. Þeir tækju tillit til þessa til dæmis við mat á kröfum Islendinga til landgrunnsins utan 200 mílnanna. En í stað þess að ræða það mál, svöruðu Norðmenn, að þá skorti umboð til að segja nokkuð um það. Gegnir mikilli furðu, að norska sendinefndin komi þannig undirbúin til Reykjavíkur. Með þessu athugunarleysi hafa Norðmenn siglt viðræðunum í strand, þar sem íslendingar halda fast við kröfuna um heildarlausn. Að vísu má færa að því nokkur rök, að sökin sé ekki öll hjá Norðmönnum, því að íslenskir ráðherrar hafa lýst því yfir, það í þeirra augum sé mikilvægast að ná samkomulagi um fiskveiðimálin og landgrunnið geti beðið fram yfir hafréttarráðstefnuna. Raunar er þetta einnig sú afstaða, sem mótuð var í drögunum að samkomulagi, sem embættismannanefndin, er fjallaði um landgrunnið, lagði fyrir samninganefndir landa sinna. Þar er beinlínis ráðgert, að aðilar muni ræðast frekar við um kröfur íslands til landgrunnssvæða utan 200 mílna efnahagslögsögu íslands í áttina að Jan Mayen. í slíku orðalagi felst óneitanlega viðurkenning á rétti íslendinga í þessu máli, þótt auðvitað sé nauðsynlegt, að hún sé afdráttarlausari. Hitt höfuðmál þessara samninga er fiskveiðiþátturinn. Hann var einnig ræddur sérstaklega af sérfræðingum á fundinum hér. I þeim viðræðum komu fram mismunandi sjónarmið um það hvaða aðili skyldi hafa ákvörðunarvald um leyfilegan heildarafla á loðnu og hvernig honum skuli skipt milli aðilanna. Þá greinir menn á um það, hvaða aðili eigi að taka ákvörðun um aflahlutfall þjóðanna og til hve langs tíma það skuli ákveðið. Hér eru sem sé á ferðinni tæknileg og efnisleg atriði, sem aðilar hafa hvorki leitt til lykta heima fyrir né innbyrðis. Viðræðurnar í Reykjavík hafa þokað málinu áfram. Aðilum er betur ljóst en áður, hver ágreiningsefnin eru þeirra á milli. Hitt er allt annað mál, hvort þeir eru nær samkomulagi. I báðum löndunum er málið viðkvæmt á stjórnmálavettvangi. Nú hlýtur kröftuglega að verða unnið að því að undirSúa viðræðurnar í Oslo, sem ráðgerðar eru 7.—10. maí n.k. Þar verða að nást einhverjar lyktir, því að Norðmenn hafa lýst því yfir, að fyrir lok maí muni þeir færa út lögsöguna umhverfis Jan Mayen til að tryggja réttindi sín, þegar kemur til þess að lögsagan verður færð út við Austur-Grænland 1. júní n.k. Miklir ísienskir hagsmunir eru tengdir því, að samkomulag takist um miðlínu milli Jan Mayen og Grænlands. Gerist það ekki munu loðnumiðin að mestu falla innan grænlenskrar lögsögu og þar með vera á yfirráðasvæði Efnahagsbandalags Evrópu eins og málum er nú háttað og verður á meðan Grænlendingar ákveða að segja sig ekki úr bandalaginu. Miðlína er í gildi milli íslands og Grænlands og um svæðið fyrir norðan hana má segja, að það sé okkur óviðkomandi í hafréttarlegum skilningi. Hins vegar eru þar mikilvægar fiskislóðir og það gæti orðið dýrkeypt að þurfa að semja um aðgang að þeim á gagnkvæmnisgrundvelli við Efnahagsbandalagið. Undir árslok 1976 beitti Matthías Bjarnason, sjávarútvegs- ráðherra, sér fyrir því, að Efnahagsbandalagi Evrópu voru afhent drög að samningi um fiskverndarmál. Þessum drögum hefur bandalagið ekki svarað enn þá, enda ekki mótað fiskveiðistefnu sína. Óhjákvæmilegt er, að tafarlaust verði að frumkvæði íslenskra stjórnvalda teknar upp viðræður við Dani um þessi mál. Það má ekki láta þróunina verða á þann veg, að Danir og Norðmenn nái saman um niðurstöðu, sem gengur þvert á okkar hagsmuni. Greinilegt er, að viðræðurnar við Norðmenn eru nú á viðkvæmara stigi en nokkru sinni fyrr. Því er nauðsynlegt að fara fram með fullri gát og horfa til allra átta, svo að við glötum ekki mikilvægum hagsmunum. í snyrtingu læra nemendur m.a. handsnyrtingu. Kynning á tómstundastarfi grunnskóla Reykjavíkur 3.400 nemendur tóku þátt í tómstundastarfi skólanna á s.l. ári Kynning á tómstundastarfi í grunnskólum Reykjavíkur fer fram i Fellahelli laugardaginn 19. apríl n.k. Kynningin hefst kl. 13.30 en henni lýkur kl. 17. Æskulýðsráð Reykjavíkur hef- ur skipulagt dagskrána sem hefst á ávarpi Sjafnar Sigur- björnsdóttur formanns Æsku- lýðsráðs Reykjavikur. Þá verð- ur sýnd kvikmynd frá tóm- stundastarfinu og nemendur i Alftamýrarskóla kynna kvik- myndagerð og sýna mynd sem þeir hafa unnið. Þá kynna nemendur Fellaskóla útilíf og Arni Guðmundsson frá Æsku- lýðsráði kynnir félagsmál. Nemendur í Hólabrekkuskóla kynna snyrtingu og sýnd verð- ur kvikmynd frá tómstunda- starfi Æskulýðsráðs Reykja- víkur. Loks sýna nemendur úr Álftamýrarskóla hjálp í víðlög- um. ÖIl þessi dagskrá fer fram á sviði i Fellahelli. Skólaárið 1979—1980 störf- uðu 284 tómstundaflokkar í þeim grunnskólum Reykjavíkur sem hafa 7., 8. og 9. bekk innan sinna veggja. Æskulýðsráð Reykjavíkur hefur í samvinnu við forráðamenn skólanna haft umsjón með þessu starfi og útvegað leiðbeinendur, tæki og það efni sem til þarf. Nemendur þurfa að greiða lítilsháttar inn- ritunargjald auk efnisgjalds ef um slíkt er að ræða. í föndurherbergjum félags- miðstöðvarinnar fer fram kynn- ing á leirvinnu, hnýtingum, leðurvinnu, radíóvinnu, módel- vinnu og ljósmyndavinnu og keppt verður í borðtennis og skák og ljósmyndasamkeppni verður í veitingastofu. Á leik- sviði Breiðholtsskóla fer fram leiklistarmót skólanna en þar munu nemendur í Hagaskóla, Hlíðaskóla, Breiðholtsskóla, Hólabrekkuskóla og Fellaskóla sýna leikrlt undir stjórn Guð- jóns Pálssonar, Bjarna Ingv- Nemendur í leiklist vinna að þvi að gera grímur úr gifsi. arssonar og Sigríðar Lyngdal. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkt mót er haldið. Haustið 1979 störfuðu 174 flokkar í skólum borgarinnar en á vorönn u.þ.b. 110 flokkar. í hverjum flokki eru 12—14 þátttakendur svo að láta mun nærri að 3.400 nemendur hafi tekið þátt í tómstundastarfinu í skólunum sl. vetur. Nemandi í rafeindatækni smíðar sér lítið útvarpstæki. Pli0jT)0fHlIþto^íiÍíjr Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 240 kr. eintakiö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.