Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1980 21 ystu í þeim málum í Bolungarvík- inni síðustu daga. Sverrir lauk ræðu sinni á því að ræða um þá áráttu ríkisstjórnar- innar að auka skattaálögur sífellt á landsmönnum. Jafnvel væri ætl- unin að leggja á skatta sem ekki væri þörf fyrir, eins og þegar átti að leggja hærri söluskatt á en þörf var fyrir í það tiltekna verkefni að jafna hitunarkostnað lands- manna. Þá tók til máls dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra. Kvaðst hann fyrst vilja taka fram, að fullyrðingar um að útvarps- umræðum hefði verið frestað vegna þess að hann hefði ekki verið á mælendaskrá væru alrang- ar, tilhæfulausar með öllu. Þá kvað forsætisráðherra það von- andi vera óþarft að rifja upp umræður um fyrri útvarpsumræð- ur, og þyrftu menn ekki að endurtaka fyrri rangfærslur um það mál. Fyrir lægi úrskurður forseta þess efnis að ekki ætti lengur við það ákvæði þingskapa er fjallaði um stefnuræðu forsæt- isráðherra. Eldhúsdagsumræður sagði hann hins vegar verða fyrir þinglausnir í vor. Trúlegt yrði að þá yrðu veitt afbrigði, vegna óvenjulegrar stöðu forsætisráð- herra í öðrum þingflokki stjórnar- andstæðinga. Þá vék Gunnar að því, að því væri haldið fram að ríkisstjórnin væri vegvillt í skattamálum og stefndi að auknum sköttum á landsmenn. Þetta sagði hann al- rangt. Astæða þeirrar óvissu sem nú ríkti í skattamálum væri sú, að verið væri að taka í gildi lög frá 1978, er ekki væri fyllilega vitað hvernig virkuðu. Um þá lagasetn- ingu hefði hins vegar náðst sæmi- leg samstaða á sínum tíma, en eitt af því sem nú gerði mönnum erfitt fyrir væri það, að samkvæmt þeim ætti að koma á staðgreiðslukerfi skatta, en svo hefði enn ekki orðið. Allt annar skattstigi ætti því við nú þegar lögin tækju gildi en gert hefði verið ráð fyrir. Ræður stjórnarandstöðunnar dag eftir dag um þyngingu skatta væru hins vegar blekkingar einar. Þvert á móti myndu skattar lækka, til dæmis hjá hjónum með tvö börn. Sums staðar hækkuðu skattar hins vegar, til dæmis þar sem eiginkona hefði háar tekjur. Forsætisráðherra sagðist vilja mótmæla því sem sagt hefði verið, að stjórnleysi væri ríkjandi og að ríkisstjórnin hefði ekki' tök á landsstjórninni. Því væri þveröf- ugt farið. Mætti til dæmis minna Myndirnar t»k Ólafur K. MaKnússon. á samningu og afgreiðslu fjárlaga. Það, að verðbólguvandinn væri enn fyrir hendi, mætti hins vegar að verulegu leyti rekja til starfs- stjórnar Alþýðuflokksins, sem hefði látið vandamálin hrannast upp án þess að aðhafast. Athugasemdir fyrir þinghlé Pétur Sigurðsson, forseti sam- einaðs þings, tilkynnti nú, að gera þyrfti fundarhlé vegna þess að boðaðir hefðu verið þingflokks- . I |B|| Jflftj »m & í íí /ÆíM ■rl ...Ærfil ' mk'W'Wai ý Jt bessa mynd tók Ragnar Axelsson ljósmyndari í fundarsal sameinaðs Alþingis í gær, um klukkan 17.45. bá hafði verið gert hlé vegna þess að enginn ráðherranna var í þinghúsinu og eru allir ráðherrarstólarnir auðir eins og sjá má. Fundur hófst síðan aftur kiukkan 18. er Gunnar Thoroddsen kom i þinghúsið. fundir í tveimur flokkanna. Aður en hlé yrði gert myndi fjármála- ráðherra hins vegar gera stutta athugasemd, þar sem hann gæti ekki verið við umræðuna eftir hlé. Ragnar Arnalds sagðist undr- ast stórum þann mikla hávaða sem væri gerður vegna þess að ákveðið hefði verið að fresta umræðum um mál í nokkra daga. Slíkt væri alvanalegt á Alþingi og hefðu ekki verið gerðar við það athugasemdir. Sagði hann Lárus Jónsson hafa hitt naglann á höfuðið er hann sagði það kærkomið tækifæri að fá nú frest til að skoða málin betur. Þá vék hann að þeim orðum þingmanna Alþýðuflokksins, að hér væri nú ríkjandi stjórnleysi. Sagði hann það ekki vera, því hefði lokið þegar Alþýðuflokknum var ýtt til hliðar. Halldór Blöndal fékk að gera örstutta athugasemd vegna þess að forsætisráðherra hafði beint orðum sínum til hans er hann ræddi um blekkingamálflutning stjórnarandstæðinga um skatta- hækkanir. Sagði hann nú lítið vera í pokanum hjá ráðherranum og lítið í höfði fjármálaráðherra. Kvaðst hann vilja fá það skriflegt frá forsætisráðherra, rökstutt með útreikningi, að skattar muni lækka hjá fólki með lág laun og meðaltekjur. — Kallaði Gunnar Thoroddsen þá framí og sagði það sjálfsagt. Sagði Halldór það einkennilegt, hvernig forsætisráðherrra hefði nú snúíst í málum, hann sem hefði verið flokksbræðrum sínum sam- mála og ekki gert ágreining áður í efnahagsmálum og skattamálum. Er hér var komið sögu gaf forseti fundarhlé til klukkan 17.30, eða í tæplega eina og hálfa klukkustund. Beðið eftir ráðherrum Karl Steinar Guðnason (A) var tekinn við fundarstjórn er fundur hófst á ný klukkan 17.30. Gaf hann Kjartani Jóhannssyni orðið, en hann vildi þá ekki hefja ræðu sína fyrr en einhver ráðherranna væri kominn í salinn, helst fjár- rnálaráðherra, en annars forsætis- ráðherra. Starfsmenn þingsins leituðu nú í þinginu að ráðherrum, en fundu enga. Var þá gert hlé til klukkan 18, á meðan leitað var að forsætisráð- herra. Kom hann í þinghúsið laust fyrir klukkan 18 og fylgdist með umræðum er þær hófust aftur. Var hann þá eini ráðherrann í salnum, nema hvað Svavar Gestsson gekk þar inn örstutta stund en tók sér ekki sæti. En Kjartan Jóhannsson (A) tók aftur til máls er forsætisráherra var kominn. Sagði hann heimtur lélegar hjá ráðherrum, er 10% þeirra væru nú komnir, eða mætti ef til vill kalla það 12,1% þar sem forsætisráðherra ætti í hlut! Vék hann síðan að svörum fjármálaráðherra, og sagði þau aum, og að greinilegt væri að ráðherrann hefði fyrst farið að hugsa kvöldið áður er hann ætlaði að undirbúa umræðurnar í út- varpi. Þá hefði hann séð að í óefni væri komið, að fresta þyrfti mál- inu og reikna það upp á nýtt. Væri það vegna þess að hann hefði ekki kynnt sér málið áður en ekki vegna þess að hinar tvær útreikn- ingsaðferðir væru svo misjafnar, þær hefðu nefnilega verið alveg samhljóða. Þá sagði hann það vera rangt hjá Gunnari, að stjórn Alþýðu- flokksins væri um að kenna hve illa væri nú komið í efnahagsmál- um og peningamálum. Það væri rangt, og væri ástandið enn verra ef ekki hefði komið til stjórn Alþýðuflokksins um tíma. Hvenær fæddist Sighvatur Björgvinsson? Sighvatur Björgvinsson tók nú aftur til máls. Ræddi hann meðal annars um það að Gunnar Thor- oddsen hefði komið á þing átta árum áður en hann fæddist, og raunar áður en flestir þingmenn Alþýðuflokksins fæddust, og líklega áður en 40% þingmanna fæddust. Hann hefði komið á þing á dögum Weimarlýðveldisins í Þýskalandi. Sagði Sighvatur Gunnar Thor- oddsen ekki geta breytt þingsköp- um þrátt fyrir þetta og yrði hann annaðhvort að vera innan þing- flokks sjálfstæðismanna eða utan og fá ræðutíma í útvarpsumræð- um í samræmi við það. Endurtók Sighvatur þessar fullyrðingar sínar nokkrum sinnum, og kvað augljóst að Gunnar yrði að stofna sérstakan þingflokk fyrir sig og menn sína. Þá tók til máls Vilmundur Gylfason (A). Kvaðst hann vilja byrja á því að leiðrétta Sighvat, sem hefði farið rangt með sagn- fræðilegar staðreyndir. Weimar- lýðveldið hefði nefnilega liðið und- ir lok árið 1933, er Adolf Hitler tók við völdum í Þýskalandi. Gunnar Thoroddsen hefði hins vegar ekki komið á þing fyrr en 1934. Þá vék hann að því að Gunnar ætti að varast að segja þingmönn- um til um hvað væru lög og hvað ekki, hvernig ætti ^ð fara að þingsköpum og hvernig ekki. Sagði Vilmundur það hafa tíðkast hér á landi, að hinir færustu menn segðu fram lögin á Alþingi, ef vafi kæmi upp. Fyrst hefði þetta gert Bjarni heitinn Benediktsson, og farist vel úr hendi. Þegar hann féll frá, hefði verið leitað til Ólafs Jóhannessonar, og hefði það verið mun verri kostur, þar sem Ólafur væri verri lögfræðingur en Bjarni hefði verið og mun ósvífnari eins og hann orðaði það. En fyrst tæki nú steininn úr er Gunnar Thor- oddsen ætlaði að fara að túlka lögin að eigin geðþótta. Gunnar Thoroddsen tók næstur til máls. Sagði hann þá Vilmund og Sighvat ekki geta hugsað nema í gegnum flokksræði. Auðvitað væri eðlilegast að breyta þing- sköpum eða veita afbrigði frá þeim, þegar svo óvenjulega hátt- aði til eins og nú á Alþingi. Gera yrði slíkar ráðstafanir til að tryggja fullt réttlæti. Þingsköp væru ekki neinn óumbreytanlegur sannleikur, sem standa þyrfti um aldur og ævi. Kjartan Jóhannsson gerði að lokum örstutta athugasemd, og sagði að ekki þyrfti að gera neinar breytingar vegna þessara að- stæðna, þar eð Gunnar væri í þingflokki sjálfstæðismanna. Ef Gunnar vildi hins vegar ekki una því, þá yrði hann að segja sig úr þingflokknum, og þá fengi hann sinn ræðutíma í nýjum þingflokki eða sem utanþingflokkamaður. Þegar hér var komið sögu kall- aði Stefán Jónsson (Abl.) fram í fyrir Kjartani og sagði hann vera „kerfiskall". Kjartan brást hinn versti við og hrópaði hárri röddu svo heyrðist um allt þinghúsið „Það er rangt“. Voru það síðustu orðin í þessari löngu umræðu utan dagskrár á Alþingi í gær. Vegna umræðnanna var ekki unnt að ræða önnur mál og voru þau tekin út af dagskrá. Virtust þingmenn vera misjafn- lega ánægðir með umræður þenn- an dag í þingi og höfðu sumir á orði á göngum Alþingis að umræð- ur þessar væru ekki merkilegt innlegt í umræður um þau vanda- mál er nú blöstu við þjóðinni. - AH. I VIÐTALSTIMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá klukkan 14.00 til 16.00. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öilum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 19. apríl veröa til viðtals Magnús L. Sveinsson og Bessí Jóhannsdóttir. Magnús er í atvinnumálanefnd, framkvæmdaráöi, stjórn Inn- kaupastofnunar sjúkrasamlagsstjórn, umhverfis- málaráöi. Bessí er í stjórn Borgarbókasafns, félags- málaráöi, stjórnarnefnd dagvistunarstofnana Reykja- víkurborgar, æskulýösráöi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.