Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1980 Starfsfólk og lðgmenn Lögheimtunnar h.f. Nýjung í viðskiptum: Sérhæfð þjónusta til að innheimta vanskilaskuldir Tekjuskattstillögur Alþýðuflokksins: 15% af 2,5 milljónum 30% af næstu 3,5 og 50% yfir 6 milljónir — persónuafsláttur verði 400.000 krónur FYRIR skömmu síðan var stofn- sett í Reykjavík nýtt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í að innheimta vanskilaskuldir eftir sérstöku kerfi, auk þess sem fyrirtækið býður viðskiptavinum sinum upplýsingaþjónustu varðandi greiðslugetu og áreiðanleika fyrirtækja jafnt innlendra sem erlendra. Fyrirtækið nefnist Lögheimtan h.f., en starf fyrir- tækisins verður skipulagt eftir erlendum fyrirmyndum, svo- nefndum „Inkasso“-fyrirtækjum, sem starfað hafa við sams konar innheimtustörf erlendis i ára- tugi. Innheimtur erlendis Lögheimtan h.f. hefur stofnað til samstarfs við sambærileg fyrirtæki erlendis, en með því samstarfi er hægt að bjóða íslenskum fyrirtækjum inn- heimtuþjónustu í flestum lönd- umheims. í Noregi hefur Lög- heimtan h.f. samstarf við Kredit- orforeningen, sem hefur rösklega 80 ára reynslu í innheimtuþjón- ustu fyrir atvinnulífið, en í Svíþjóð er samstarf við Kredit- Inkason AB, dótturfyrirtæki Svenska Finans. Bætt greiðslugeta Tilgangur Lögheimtunnar h.f. er að minnka vinnu fyrirtækja við að innheimta vanskilaskuldir, m.a. með ákveðnum innheimtuað- gerðum, stöðluðum innheimtu- bréfum o.fl. Með virkari inn- heimtu geta fyrirtæki bætt greiðslustöðu sína og jafnframt minnkað kostnað af innheimtuað- gerðum. Skuldareigendur, sem notfæra sér innheimtukerfi Lög- heimtunnar h.f., fá mánaðarlega tölvukeyrt yfirlit sem gefur full- komnar upplýsingar um á hvaða stigi hvert mál er. Greiðsla án aðstoðar dómstóla Lögð er höfuðáhersla á að fá skuldir greiddar án þess að þurfa að leita til dómstóla. Innheimtu- bréf Lögheimtunnar h.f. eru send út í síðasta lagi daginn eftir að krafa berst.Hringt er til greið- anda ef talið er að það muni bera árangur. Ef nauðsynlegt reynist að fara með mál fyrir dómstóla, sjá lögfræðingar fyrirtækisins um lögfræðilega hlið málarekstursins og eftirfarandi fógetaaðgerða. Adalstræti 6 simi 25810 Lögmenn Lögheimtunnar h.f. Lögmenn Lögheimtunnar h.f. eru þeir Asgeir Thoroddsen hdl. og Ingólfur Hjartarson hdl. Munu þeir sjá um lögfræðilegan mála- rekstur fyrir hönd fyrirtækisins, en þeir munu jafnframt veita viðskiptavinum Lögheimtunnar h.f. allar nauðsynlegar upplýs- ingar viðvíkjandi dómsmála- rekstri. Lögheimtan h.f. er til húsa á Laugavegi 18, 6. hæð, sími: 27166. Skrifstofustjóri fyrirtækisins er Þórdís Hallgrímsdóttir. FRÉTTATILKYNNING frá kjör- dæmisráði Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi. Kjördæmisráðið hélt aðalfund sinn í Vestmannaeyjum 12. apríl 1980. Fundur þessi var mjög fjölmenn- ur, um 70 fulltrúar voru mættir hvaðanæva úr kjördæminu. Ríkti á fundinum mikiil einhugur og sátt- fýsi. Fráfarandi formaður ráðsins, Helgi ívarsson, bóndi í Hólum, setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar. Rakti hann í stórum dráttum starf ráðsins sl. hálft annað ár. Þá skýrði Jón Þorgilsson á Hellu reikninga ráðsins. Bæði skýrslan og reikn- ingarnir voru samþykktir sam- hljóða. A fundinum kom fram lagabreyt- ing við 12. og 14. grein laga ráðsins, sem var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta fundarmanna. Þá var svohljóðandi tillaga sam- þykkt samhljóða: „Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins í Suðurlandskjör- dæmi, haldinn í Vestmannaeyjum Magnús Jónasson KJARTAN Jóhannsson fulltrúi Alþýðuflokksins í fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar lagði þar fram tillögur Alþýðuflokks- ins að tekjuskattstiga, sem byggj- ast á 15% skatti af fyrstu 2,5 milljón krónunum, 30% skatti af næstu 3,5 milljónunum og 50% skatt af skattgjaldstckjum um- fram 6 milljónir króna. Persónu- afsláttur verði 400.000 krónur og barnabætur með fyrsta barni 140.000 krónur, en 215.000 krón- ur með hverju barni umfram eitt. Barnabótaauki með börnum yngri en 7 ára verði 55.000 krónur, en barnabætur með börn- um einstæðra foreldra verði 270.000 krónur. I nefndaráliti segir Kjartan að með þessum skattstiga verði tekjuskattur einstaklinga um 35 milljarðar króna í stað um 46 milljarða samkvæmt tillögum stjórnarliðsins og miðar Kjartan þá í báðum tilvikum við 47% tekjuaukningu milli áranna 1979 og 80, eins og nýjasta áætlun Þjóðhagsstofnunar kveður á um. Innheimtur tekjuskattur yrði um 7,5 milljörðum lægri en fjárlög gera ráð fyrir og vísar Kjartan til tillagna Alþýðuflokksins um sam- svarandi niðurskurð ríkisútgjalda. Kjartan segir tekjuskattstillög- 12. apríl 1980, lýsir yfir eftirfarandi: Að með lagabreytingum, sem kjör- dæmisráð hefur samþykkt í dag og varða ákvarðanatöku um framboð flokksins í kjördæminu, hafi sá ágreiningur verið jafnaður, sem reis í kjördæmisráði vegna framboðs við síðustu Alþingiskosningar." Á aðalfundi þessum var kjörin ný stjórn, en hana skipa nú: Formaður Magnús Jónasson, Vest- mannaeyjum, varaform. Ólafur Þórðarson, Vík, Vestur-Skaftafells- sýslu, ritari Ingibjörg Johnsen, Vest- mannaeyjum, gjaldkeri Óskar Magnússon, Eyrarbakka, Árnes- sýslu, meðstj. Jón Þorgilsson, Hellu, Rangárvallasýslu. Varastjórn skipa: Björn Þorláks- son, V-Skaftafellssýslu, Hilmar Jón- asson, Hellu, Sigrún Sigfúsdóttir, Hveragerði, Gísli Guðlaugsson, Vestmannaeyjum, og Eyjólfur Mar- teinsson, Vestm.eyjum. Þá var á fundi þessum kjörið í flokksráð, blaðstjórn blaðsins Suð- urlands og endurskoðendur. Eins og áður segir var fundur þessi mjög fjölmennur og ríkti þar góður andi. Helgi ívarsson ur stjórnarliðsins fela í sér skatta- lækkun á einum hópi skattþegna, þeim sem hafi haft hæstu tekjurn- ar, en samkvæmt tillögunum lækki skattbyrði þess hóps um"85 þúsund krónur. Hins vegar stór- aukist skattbyrði á lægstu tekjum, sérstaklega hjá einhleypingum og einstæðum foreldrum með eitt barn, en tillögur stjórnarliðsins auki skattbyrði einstæðra foreldra um 40% frá gömlu skattalögun- um, þar sem tillögur Alþýðu- flokksins þýði hins vegar að skatt- byrðin yrði létt um 60%. Kjartan tekur m.a. samanburð- ardæmi um tekjuskatt af 3 millj- ónum króna með 5% og 10% frádrætti. Samkvæmt gömlu skattalögunum yrði tekjuskattur- inn 121.000 og 90.000 krónur. Samkvæmt tillögum stjórnarliðs- ins 189.000 og 152.000 krónur, en samkvæmt tillögum Alþýðu- flokksins 80.000 og 35.000 krónur. Varðandi einstætt foreldri með eitt barn segir Kjartan, að tillögur stjórnarliðsins þýði aukna álagn- ingu um 120.000—149.000 krönur eða um tvöföldun. RAUÐA F.IÖÐRIN til hjálpar hev marskertu m Söludagar: 18., 19. og 20. apríl (Fréttatilkynning). Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins: Einhugur og sátt fýsi á Suðurlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.