Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1980 5 TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS KARNABÆR Laugavegi 66 Sími frá skiptiborði 85055. Tónlistarfélagið í Reykjavík: Hörputónleikar í Austurbæjarbíói HORPULEIKARINN Osian Ellis kemur íram á níundu tónleikum Tónlistaríélagsins íyrir styrkt- arfélaga á þessum starfsvetri. Verða þeir haldnir í Austurbæj- arbíói á morgun, laugardag og hefjast kl. 14:30. A efnisskrá eru verk eftir Gabriel Fauré, William Mathias, Benjamin Britten, Hándel, Albert Zabel og ýmis þjóðlög frá Wales. í frétt frá Tónlistarfélaginu segir m.a. svo um hörpuleikarann: Osian Ellis fæddist í Wales þar sem hann ólst upp við aldagamla tónlistarhefð, hóf ungur að leika á hljóðfæri og hefur á ferli sínum sem hörpuleikari haldið hljóm- leika víða um heim, leikið inn á hljómplötur og hefur hlotnast fjöldi viðurkenninga fyrir plötur sínar. Hefur hann bæði leikið flest þekkt hörputónverk og miðalda- tónlist og þjóðlög frá Wales. Árið 1960 vann hann með Benjamin Britten, sem árið 1969 samdi sérstaklega fyrir hann svítu fyrir hörpu og er verkið talið marka tímamót í samningu tónsmíða fyrir hörpu. Árið 1970 var hann gerður að doktor í tónlist við háskólann í Wales og ári seinna sæmdi Bretadrottning hann CBE orðunni fyrir framlag hans til tónlistar. Osian Ellis hörpuleikari. Hefur einkaleyfi á sér- stökum fiskvinnslupöllum — Notaðir sem Bandaríski uppfinninga- maðurinn Leroy M. Sylverst var staddur hér á landi í vikunni, en hann hefur m.a. fengið einkaleyfi í nokkrum löndum fyrir sér- stakri gerð palla sem nota má við olíuboranir, rannsóknir á hafs- botni eða fiskvciðar, en hér er um að ræða eins konar skip, sem útbúið er til ýmiss konar hlut- verka. Leroy M. Sylverst starfaði m.a. um árabil í Svíþjóð og síðar Teikning af fiskvinnslupall- inum. sem fylgt getur eftir togaraflota eða þjónað sem olíuborpallur og pallur tii að stunda af rannsóknarstörf á hafi úti. Finnlandi á árunum 1957 til 1963 er hann fluttist til Bandaríkjanna. Meðan hann dvaldi í Svíþjóð kom hann á framfæri uppfinningu sem notuð er til að ferma og afferma olíuskip svo að þau þurfi ekki að leggjast að bryggju, en hún er nú notuð í fjölmörgum löndum. — Eftir miklar umræður og tilraunir í Svíþjóð komst hug- myndin loks á framfæri þar við flotann og byrjuðum við á lítilli flotbauju, sem staðsetja má þar sem hin stærstu skip geta lagst að henni, þ.e. utan við hafnir og strendur. Liggur leiðsla frá olíu- tanki í baujuna og má dæla olíu gegnum hana. Er baujan þannig útbúin og staðsett þannig að skipið leggst með stefnið að henni og getur snúist eftir því sem vindurinn blæs og þarf því ekki að tefjast þótt veður sé slæmt, sagði Sylverst í spjalli við Mbl. Sagðist hann hafa stofnað fyrirtæki um móðurstöð fyrir þessa uppfinningu sína og væri hún nú notuð í fjölmörgum lönd- um. Fyrstu baujurnar hefðu verið miðaðar við 3 þúsund tonna skip, en nú væru í notkun baujur, sem 500—600 þúsund tonna olíuskip gætu athafnað sig við og hefði þetta t.d. komið að mjög góðum notum i Japan þar sem hafnir væru víða slæmar. Sú uppfinning, sem Leroy M. Sylverst hefur á síðustu 6 árum unnið að er eins konar pallur eða skip, sem nota má í fjölbreyttum tilgangi: — Segja má að þetta geti verið olíuborpallur, rannsóknarstöð fyrir haf- og hafsbotnsrannsóknir og fískvinnslustöð sem notuð væri á fjarlægum miðum. Og þar er einmitt ástæða þess að ég kem til Islands til að kynna þessa upp- finningu, að ég tel að Islendingar verði að huga að framtíðinni og geti þeir t.d. notað svona palla. Þetta er eins konar skip, getur verið af þeirri stærð, sem menn óska og á því er komið fyrir fullkominni fiskvinnslustöð. Tog- arafloti, sem væri að veiðum á fjarlægum miðum þyrfti því ekki að sigla langar leiðir með afla að landi, heldur gæti lagt upp í stoðinni, hún ynni úr aflanum og síðan kæmi fragtskip og flytti afurðirnar á markað. Væri einnig hægt að veita ákveðna þjónustu frá móðurstöðinni og mannskap- urinn væri fluttur á milli með þyrlum eða skipum, rétt eins og tíðkast með olíuborpalla. Sylverst segir að Islendingar þurfi innan tíðar að huga að frekari útfærslu fiskveiða sinna, verði jafnvel að leita langt út fyrir 200 mílur, til Grænlands, eða suður í höf í því sambandi og því sé nauðsynlegt að koma upp ein- hverri miðstöð, sem hægt væri að reka fiskveiðarnar frá þegar kom- ið væri mörg hundruð mílur frá heimalandi. — Þarna er líka komið á enn meiri vinnuhagræðingu, togararn- ir eru gerðir til að fiska, þeir myndu sinna því eingöngu, fisk- vinnslustöðin til að fylgja flotan- um eftir og vinna aflann og fragtskipin til að flytja vistir að stöðinni og framleiðsluna frá fiskveiðiflota henni á markað. Ég er hér ekki að tala um neitt sem gerist í dag eða á morgun heldur á næstu árum eða áratugum og þess vegna er ég að kynna þessa hugmynd og held að t.d. Islendingar gætu haft gagn af að gefa henni gaum fljótlega. Sylverst sagði að lokum að þessi uppfinning myndi ekki kosta öllu meira í smiðum en skip og það mætti smíða í hvaða landi sem væri undir eftirliti verkfræðinga hans, en aðalkosturinn við það fram yfir t.d. verksmiðjuskip væri að áhöfnin væri aðeins 5 menn, allt væri tölvustýrt eins og hægt væri og með því sparaður mann- afli, en hann væri hár kostnaðar- liður í rekstri líkra skipa. Leroy M. Sylverst uppfinningamaður frá Bandaríkjunum teikningu af fiskvinnslupallinum. Ljósm. Rax. með ■#mfa höfum opnad eftir U mwm gagngerar breytingar. fu U mmr Mikiö úrval af nýjum, glæsilegum vorvörum. Sjón er sögu ríkari — Verið velkomin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.