Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 16
r* r 16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1980 Sex nafnbreytingar Zimbabwe á einni öld Salishury. 17. apr. — AP. RHODESÍA, síðasta nýlenda Breta í Afríku. breytir um nafn á miðnætti í nótt (17. apríl), og hlýtur þá endanlega nafnið Zimbabwe. Er þetta sjötta nafnbreyting landsvæðisins á tæpri öld. Robert Mugabe forsætisráðherra gaf þessu nýja sjálfstæða Afríkulýðveldi Zimbabwe-nafnið eftir samnefndu ríki i Suður-Rhódesíu, sem þar blómstraði fyrir þúsund árum, og var mjög auðugt af gulli. Með nafnbreytingunni er endan- lega fellt niður Rhódesiunafnið, sem hvítir landnemar gáfu landsvæðinu þegar þeir komu þangað fyrst á síðasta áratug fyrri aldar. Nefndu þeir landið eftir brezka landkönnuðinum Cecil John Rhodes, sem nam sVæðið fyrir Viktoríu Bretadrottnigu. Fyrir þann tíma var þetta landsvæði þrískipt eftir þjóðflokkunum, sem þar bjuggu, og hétu þessi þrjú svæði þá Manicaland, Mashonaland og Matabeleland. Árið 1923 var tekið upp nafnið Suður-Rhódesía eftir að landið fékk fulla stjórn innanríkismála í eigin hendur, þótt það væri þá enn brezk nýlenda, og var nafnbreytingin gerð til aðskilnaðar frá Norður-Rhódesiu, sem var brezkt verndarsvæði. Þegar svo Norður-Rhódesía fékk sjálfstæði árið 1964 og tók upp nafnið Zambia. varð Suður- Rhódesía á ný Rhódesia. Þcgar Abel Muzoreva biskup varð fyrstur blökkumanna til að setjast í embætti forsætisráð- herra Iandsins á fyrra ári. var nafninu breytt í Zimbabwe-Rhódesía, og vildi Muzoreva halda báðum nöfnum til að móðga hvorki hvíta menn né svarta. Það nafn hélzt í hálft ár, eða þar til samningar náðust milli striðandi aðila i landinu um breytingar á stjórnarskránni, og við völdum tók nýr ríkisstjóri Breta. Soames lávarður, til bráðabirgða, meðan nýjar kosningar voru undir- búnar. Varð landið þá enn á ný brezka nýlendan Rhódesía, þar til í dag að Zimbabwe-nafnið tekur við. Brezki landkönnuðurinn Cecil John Rhodes. Banvæn flenza Colinwood. Englandi. 17. apríl — AP. Á UNDANFÖRNUM hálf- um mánuöi hafa 45 manns látizt úr veirusjúkdómi í Bretlandi, sem læknar segja nú að sé áður óþekkt afbrigði af inflúenzu. í fyrstu voru vísindamenn ráð- lausir hvernig vinna ætti gegn þessum sjúkdómi, sem leggst verst á aldraða með skert öndunarfæri. í dag skýrðu svo læknar við heilsugæzlustöð í Colinwood frá því að þeim hafi tekizt að greina sjúkdóminn, sem sé afbrigði af svonefndri B-inflúenzu. Dollar og gull lækka talsvert Eondon. 17. apríl. AP. DOLLARINN lækkaði talsvert gagnvart öðrum helztu gjaldmiðlum í dag í kjölfar vaxtalækkunar í Bandaríkj- unum. Gullverð lækkaði og gull virðist ætla að flæða yfir markaðinn. Miklar sveiflur voru á verði dollars um daginn og viðskipti voru í meira lagi. Í Frankfurt var dollarinn skráður á 1,85 mörk við lokun miðað við 1,88 í gær og um tíma hrapaði hann í 1,84 mörk. Lækkun dollars fylgdi í kjölfar ofsahræðslu sem greip um sig í New York þegar fréttist um þá ákvörðun Chase Manhattan- bankans að lækka vexti úr 20%, sem var met, í 19,75%. I Zúrich var sagt: „Gullmark- aðurinn er gersamlega dauður. Öll viðskipti hafa beinzt til gjaldeyr- ismarkaðarins." Þeir sögðu að gullverðið hefði orðið fyrir barðinu á frétt um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hygg- ist selja fimm milljónir únsa af gulli til að styrkja hluta af lánum sjóðsins til lands sem eiga við greiðsluhalla erfiðleika að stríða. Skipt á olíu og hlutabréfum Ósló — 17. apríl — Frá Jan Erik Lauré fróttaritara MorKunhlaósins. NORÐMENN og Svíar eru í þann veginn að semja um olíuviðskipti til langs tíma. í skiptum fyrir olíu fá Norðmenn 50% hlutabréfa í stóríyrirtækinu Eelektro- lux og 49.5% í hlutabréfum í Granges Alluminium. Verðmæti þessara hlutabréfa er um milljarður norskra króna, en einnig er á döfinni samningur um stofnun iðnvers í Noregi, og verða olíuvörur notaðar sem hráefni þar. Það er blaðið „Norges handels og sjöfartstidning", sem segir frá þessu í dag, en fréttin hefur enn ekki verið staðfest af hálfu hins opinbera, en að undanförnu hefur verið unnið að víðtækri samvinnu Norðmanna og Svía í iðnaðar- og orkumálum. Verði af þessum samningum aukast mjög Iíkurnar á því að nýr Volvo-samningur sjái dagsins ljós, en slíkur samningur fór út um þúfur ekki alls fyrir löngu vegna andstöðu norskra stjórnmálamanna og hluthafa Volvo í Svíþjóð. Veður víða um heim Akureyri 10 skýjað Amsterdam 17 heíðríkt Aþena 23 skýjað Barcelona 16 skýjað Berlín 22 heiðríkt Brússel 21 heiðríkt Chicago 9 skýjað Oyflinni 15 heíðrikt Feneyiar 14 þokumóða Frankfurt 23 heiðríkt Genf 14 skýjað Helsinki 11 skýjað Jerúsaiem 20 heiðríkt Jóhannesarborg 24 heiðríkt Kaupmannahöfn 16 heiðríkt Las Palmas 20 lóttskýjaö Líssabon 23 heiðríkt London 17 heiðríkt Los Angeles 31 heiðríkt Madrid 13 heiðríkt Malaga 17 léttskýjað Mallorca 18 skýjað Miami 23 heiðríkt Moskva 4 skýjað New York 9 heiðríkt Óslð 14 skýjað París 20 skýjaö Reykjavík 5 súld Rio de Janeiro 26 rigning Rómaborg 20 skýjað Stokkhólmur 15 heiðríkt Sydney 23 heiöríkt Tel Aviv 24 heiðríkt Tókýó 12 skýjað Vancouver 17 skýjað Vínarborg 18 heiðrfkt Fer ekki fram — styður Ronald Reagan Wa.shington. 17. apríl — AP. BANDARÍSKI þingmaðurinn Philip. M. Crane frá Illinois hefur dregið sig út úr keppninni um forsetaframboð á vegum Repúblikanaflokksins og lýst yfir stuðningi við forsetafram- boð Ronalds Reagans, að því er talsmenn þingmannsins skýrðu frá í dag. Fylgir það fréttinni að Crane muni gefa yfirlýsingu þessa efnis fljótlega, og muni ráðgast við Reagan um hvenær sú yfirlýsing komi að beztum notum. Bent er á að á þriðjudag í næstu viku verður prófkjör í Pennsylvaníuríki, og er reiknað með opinberri yfirlýsingu Cranes fyrir þann tíma. Aftökur í Túnisborg Túnisborií. Túnis, 17. april. AP. þRETTÁN menn sem voru dæmdir til dauða fyrir þátt þeirra í árás skæruliða í janúar á námabæinn Gafsa í Vestur-Túnis þegar rúmlega 40 biðu bana voru hengdir í dögun í morgun í fangelsinu í Túnisborg. Tveir aðrir úr hópi 59 sakborninga sem voru leiddir fyrir rétt í síðasta mánuði voru dæmdir til dauða að þeim fjarstöddum og munu hafa flúið til Líbýu. I opinberri tilkynningu um aftökurnar er minnt á að 45 biðu bana og 108 særðust í árásinni á Gafsa 27. janúar. Skæruliðar sem sóttu inn í Túnis frá grannríkinu Líbýu gerðu árásina sem beindist að stöðvum lögregl- unnar og hersins. Túnisstjórn hélt því fram að Líbýa hefði þjálfað skæruliðana og veitt þeim fjárhagslegan stuðning. Líbýa neitaði þessum ásökunum og sagði að uppreisn hefði verið gerð gegn Túnis- stjórn, sem síðan kallaði heim sendiherra sinn frá Tripoli og rak sendiherra Líbýu úr landi. Tíu sakborningar voru dæmdir til ævilangrar nauðungarvinnu, fimm að þeim fjarstöddum, fimm voru dæmdir í 20 ára nauðung- arvinnu og níu voru dæmdir í fimm ára nauðungarvinnu til sex mánaða skilorðsbundinnar nauð- ungarvinnu. Tuttugu voru sýkn- aðir. ERLENT Kosningar um sjálfstæði Quebec ákveðnar Frá íréttaritara Morgunbladsins í Washington Önnu Bjarnadóttur. RENE Levesque, forsætisráð- herra Quebecfylkis í Kanada. tilkynnti á þriðjudag ákvörðun stjórnar hans um að halda kosningar í fylkinu 20. maí n.k. um samband Quebecs við Kan- ada í framtíðinni. í kosningun- um verða kjósendur beðnir um að gefa Levesque umboð til að semja við Kanadastjórn um sjálfstæði Quebec og efnahags- bandalag þess við Kanada. Pierre Trudeau, forsætisráð- herra Kanada, sagði í ræðu í þinginu í Ottawa á þriðjudag, að sjálfstæði Quebec kæmi ekki til greina. Sambandsslit við Kanada hafa ávallt verið á stefnuskrá flokks Levesque, Parti Quebecois. Hann Iagði þó fyrst og fremst áherzlu á heiðarlega fylkisstjórn, hag- vöxt og félagsumbætur í kosn- ingabaráttunni 1976, en þá vann flokkurinn meirihluta í fylkinu í fyrsta sinn. Barátta Levesques og flokksins fyrir sjálfstæði fylkisins hefur verið hæglát og það er talið hafa aukið vinsældir hreyfingarinnar. Það, að Leves- que hefur nú ákveðið kosninga- daginn, þykir benda til þess, að hann sé vongóður um sigur. Trudeau ásakaði hann á þriðju- dag um lævísi, og sagði, að ef Quebecbúar yrðu spurðir um- búðalaust, hvort þeir vildu sjálf- stæði, yrði svarið ótvírætt nei. í Quebec búa 6.3 milljónir manns, og 80% þeirra eru frönskumælandi. Franskir siðir og menning hafa ráðið þar ríkjum frá þeim degi, er Samuel de Champlain tók sér bólfestu við St. Lawrence ána árið 1608. Enskumælandi fólk settist að í héruðunum í kring og Quebec er eina fylkið í Kanada þar sem meiri hluti íbúa talar frönsku. íbúar Kanada eru nú alls um 23 milljónir. Sjálfstæði Quebec hefur borið á góma af og til allar götur síðan Bretar réðu ríkjum í Kanada 1759—1867. Þó hefur aldrei kom- ið til kosninga fyrr en nú. Ibúar fylkisins hafa ávallt óttazt um menningu sína og tungu og barizt fyrir jafnrétti sínu við enskumælandi Kanadamenn. Franska var gerð að ríkismáli í Kanada til jafns við ensku með lögum árið 1969. Starfsmönnum ríkisins var þá gert skylt að kunna bæði tungumálin. I reynd er enska þó enn höfuðtunga þjóðarinnar. Quebec er stærra og fjölmenn- ara og býr yfir meiri náttúru- auðæfum en flestar aðildarþjóð- ir Sameinuðu þjóðanna. Það getur því auðveldlega orðið sjálfstætt ríki efnahagslega séð. En sjálfstæði Quebec gæti stofn- að framtíð Kanada í hættu. Quebec skilur fylkin við Atl- antshafið frá stærri fylkjunum fyrir vestan Quebec og þar með frá höfuðborginni, Ottawa í Ont- ariofylki. Hætt er við, að sjálf- stæðisbarátta gæti þess vegna hafizt í ^tlantshafsfylkjunum og jafnvel einnig í stærri fylkj- unum vestan við Ontario. Trudeau, sem sjálfur er frönskumælandi Quebecbúi, sagði á þriðjudag, að hann myndi ekki hika við að beita hörku til að halda Kanada sam- an. Harðri kosningabaráttu er spáð næstu vikurnar. Síðustu skoðanakannanir í Quebec sýndu að 48% aðspurðra eru fylgjandi stefnu Levesque, 43% á móti henni og 9% óákveðnir. ab.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.