Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. APRÍC 1980 Vltf> KAttlNU \\ !§ (I §C9i -Is&H Það hafa aldrei fundizt nein finsrafor eftir hann! Júlli og Siggi. — Eruð þið hér? FWP5. f1 í'i 'Uii BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í spili dagsins varð suður sagn- hafi í góðum samningi. En þegar slæm tromplega ógnaði spilinu varð að leita á einhver mið eftir úrslitaslagnum. Og eins og oft er tilfellið var til vinningsleið en að vísu dálítið vandrötuð. Vestur gaf, allir á hættu. Norður S K6532 H. Á4 T. Á62 L. ÁK3 Vestur S G1084 H.10976 T. 98 L. 764 Austur S. D9 H. G T. DG103 L. DG9852 ° COSPER.""" Suður S. Á7 H. KD8532 T. K754 L. 10 Suður var sagnhafi í sex hjört- um og fékk út laufsjö. Blindur tók slaginn og eftir tvo slagi á tromp var ljóst, að vestur átti þar slag og eitthvað þurfti að gera við tap- slagina í tíglinum. Suður gafst ekki upp þótt á móti blési. Hann tók á trompdrottning- una, ás og kóng í spaða og trompaði spaða á hendinni. Spil- aði tígli á ásinn og trompaði fjórða spaðann. Þá voru eftir fjögur spil á hendi. Norður S. 6 H. - T. 62 L. Á Ég verð að biðja yður afsökunar, læknir, en konan mín er orðin heil heilsu! „Kona, hví grætur þú?“ Grein með ofangreindu nafni birtist í Morgunblaðinu á föstu- daginn langa, 3. apríl þ.á. og fjallaði m.a. um altarismynd Egg- erts Guðmundssonar í Lík- brennslustofu Reykjavíkurborgar í Fossvogi. Þar sem ég hef ævin- lega kviðið því, í hvert sinn sem ég hef þurft að horfa á þennan óskapnað, get ég ekki stillt mig um að segja hér nokkur orð. Myndin minnir mig einna helzt á klakabundinn bát og sjómann í gaddfreðnum stakki. Með fullri virðingu fyrir listamanninum, held ég að honum hafi oft eða oftast tekist betur en þetta. En sjálfur er hann nokkuð ánægður með verkið, er hann segir: „Þetta er dálítið huggandi mótíf.“ Vissu- lega er „mótífið" háleitt og gott, en meðferð þess ber síður en svo vott um trú á upprisuna. Hún er dauðaleg og stirðnuð, og á enga samleið með þeim athöfnum sem fram fara í byggingunni nær daglega. Bláfarabygging þessi var teikn- uð af Sigurði húsameistara Guð- mundssyni og fyrst og fremst til slíkra athafna ætluð, en hefur orðið að helztu útfararkapellu Reykvíkinga. Þótt byggingin sé að mörgu leyti geðug utan, er hún að innan klædd efnislausum kross- viði, svo einna helzt minnir á einhverskonar kassagerð eða vöruskemmu. Því bætir ekki úr skák að þurfa líka að hafa þar fyrir augum svo efnisvana og listvana skilirí sem þar er fyrir stafni. Hef ég um þetta rætt við marga menn, og eru allir mér samdóma um það að þetta verk Vestur S. - H. 10 T. 8 L. 64 Austur S. - H. - T. DG10 L. D Suður S. - H. 8 T. K75 L. - I þessari stöðu tók sagnhafi á tígulkóng og spilaði síðan tromp- inu. Vestur fékk þann slaginn en varð þá að gefa blindum tvo síðustu slagina og samningur, sem virtist tapaður reyndist unninn. Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar: Ný tegund kjaraskerð- ingar hjá ríkisvaldinu Hinn 10.4. 1980 hélt Starfsmannafélag Vest- mannaeyjabæjar aðalfund sinn. og var hann vel sóttur. Félagar í Starfsmannafélag- inu eru um 120 talsins. Formaður er Valtýr Snæ- björnsson. Gestur fundarins var Baldur Kristjánsson fulltrúi frá B.S.R.B. og sagði frá gangi samningsmála. Á fundinum voru sam- þykktar tvær tillögur. Þær hljóða þannig: 1. Aðalfundur Starfs- mannafélags Vestmannaeyja- bæjar samþykkir að gefa íþróttamiðstöðinni 200.000kr til að halda áfram fram- kvæmdum við útilaugar og aðra aðstöðu utanhúss fyrir sundlaugargesti og íþrótta- fólk. 2. Aðalfundur Starfs- mannafélag Vestmannaeyja- bæjar haldinn 10. apríl 1980, ályktar að víta harðlega þann óeðlilega seinagang sem við- gengist hefur í samningamál- um opinberra starfsmanna á síðustu mánuðum. Fundurinn skorar á ríkisvaldið, sveitar- stjórnir og samninganefnd B.S.R.B. að setjast niður í fullri alvöru til þess að semja um kaup og kjör opinberra starfsmanna. Aðalfundurinn vill vekja athygli á því, að sú afstaða ríkisvaldsins og sveitar- stjórna að reyna leynt og ljóst að draga samningagerð á langinn er í raun og veru ný tegund kjaraskerðingar. Stjórn Starfsmannafélagsins: Fremri röð frá vinstri: Kristinn Sigurðsson og Valtýr Snæ- björnsson formaður. Aftari röð frá vinstri: Jóhann Á. Krist- jánsson, Guðmunda Bjarnadótt- ir og Ilelgi Bernódusson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.