Morgunblaðið - 18.04.1980, Síða 34

Morgunblaðið - 18.04.1980, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1980 JV „Holmes er gamalmenni ég fer létt með hann“ — segir Mohammed Ali sem berst við hann 11. júlí MOHAMMED Ali, heimsmeistar- inn þrefaldi i hnefaleikum. boð- aði fréttamenn á sinn fund, ekki i fyrsta skiptið og örugglega ekki það síðasta, fyrir skömmu. Þar skýrði hann heiminum frá því að hann væri hættur við að lumbra á John Tate, hættur við að lumhra á nýja WBA heimsmeistaranum Mike Weaver, en myndi þess í stað lumbra á Larry Holmes, heimsmeistara WBC-samtak- anna. Er búið að gera samning og fer leikurinn fram i Rio De Janeiro 11. júlí. Ali, sem nú er 38 ára gamall, hefur ekki stigið inn í hringinn í alvörukeppni síðan hann sigraði Leon Spinks og varð heimsmeist- ari í þriðja skipti fyrir einu og hálfu ári. „Ég fer létt með Holmes, hann er orðinn gamalmenni, hann er 31 árs,“ sagði Ali á fundinum, í fúlustu alvörn • Mohammed Ali lemur húðirnar. Trymbillinn til hægri heitir Big Black og mætti með trumburnar á æfingu hjá Ali. Barði hann tæki sin sundur og saman meðan að Ali afgreiddi æfingafélaga sinn i hringnum. Þegar lotunni lauk. þurfti Ali ekki að hvíla sig, heldur þusti til og tók að berja trommurnar í grið og erg. 35 milljónir skiptast á milli 17 sérsambanda Á síðasta sambandsráðsfundi ÍSÍ var gengið frá úthlutun um styrk til sérsamhanda ÍSÍ. Á töflunni sem birtist hér neðst á síðunni má sjá hvernig skiptingin er á milli sérsambandanna. Einnig er fróðlegt að sjá hvaða iðkendafjölda sérsamböndin gefa upp, en samkvæmt þeim upplýsingum eru sextíu og fjögur þúsund og fimm hundruð virkir þáttakendur í iþróttahreyfingunni hér á landi. Alls eru það 35 milljónir króna sem skiptast á milli sérsambandanna 17. Hér á eftir fara svo reglur þær sem úthlutunin fer eftir. 1. 5o% af heildarfjárhæð þeirri, sem til ráðstöfunar er á hverju ári, verði skipt jafnt á milli sérsambandanna. 2. 30% af heildarfjárhæð verði skipt í hlutfalli við iðkendafjölda, enda liggi fyrir á hverjum tíma glöggar skýrslur um iðkendafjölda innan hvers sérsambands. 3. 20% af heildarfjárhæð skipti stjórn Í.S.Í. milli sérsambandanna og hafi þá einkum í huga sérstök fjárfrek verkefni, sem einstök sérsambönd takast á hendur og ekki eru árviss, tímabundna greiðsluerfiðleika þeirra o.fl. ÞR; nnnnnn liJLiinu • Rétt einu sinni sveik bekkpressan Skúla. Bekkpressan tók gullið af Skúla SKÚLI Óskarsson varð annar í 75 kg flokknum á heimsbikar- keppninni í kraftlyftingum sem fram fór í London fyrr í vikunni. Skúli lyfti 295 kg í hnébeygju, reyndi þar við Evrópumet, 305 kg, en mistókst. í bekkpressu lyfti hann 125 kg, en varð fyrir því óláni að togna. í réttstöðu- lyftu lyfti Skúli síðan 300 kg og reyndi auk þess við 312,5 kg sem hefði verið Evrópumet. En upp fór það ekki. Samanlagt lyfti Skúli því 720 kg. Sigurvegarinn í 75 kg flokknum varð hins vegar Svíinn Lars Back- lund, sem varði titil sinn. Hann tók 272,5 í hnébeygju, 180 á bekknum og 280 kg í réttstöðu- lyftu, eða samanlagt 732,5 kg. Það er meira en athyglisvert, að ár- angur Skúla bæði í hnébeygju og réttstöðulyftunni er mun betri heldur en hjá Svíanum. Gæfu- muninn gerir hins vegar bekk- pressan, sem verið hefur veika hlið Skúla. Þar notar Backlund tækifærið og stingur Skúla af. Þriðji í þessum flokki varð Thomson frá Ástralíu. Hann tók 260 í hnébeygju, 172,5 í bekkpressu og 270 kg í réttstöðulyftu, eða Wales-búar koma ÍSLENSKA unglingalandsliðið i körfuknattleik leikur fjóra landsleiki við jafnaldra sína frá Wales næstu dagana. Fyrsti leik- urinn fer fram í Hagaskólanum á laugardaginn og hefst hann klukkan 14.00. Síðan verður leik- ið i Njarðvík klukkan 20.00 á mánudaginn. Þriðji leikurinn fer fram í Hafnarfirði á miðvikudag- inn klukkan 20.00 og loks fer síðasti leikurinn fram á fimmtu- daginn klukkan 13.30 í íþrótta- húsinu í Borgarnesi. Búið er að velja 15 manna landsliðshóp, en hann skipa eftirtaldir leikmenn. Axel Nikulásson ÍBK Benedikt Ingþórsson ÍR Hálfdán Markússon Haukum Helgi Jensson Haukum Hörður Arnarsson Ármanni Jón Kr. Gíslason ÍBK Leifur Gústafsson Val Pálmar Sigurðsson Haukum Sigurður Sigurðsson ÍBK Sverrir Hjörleifsson Haukum Valdimar Guðlaugsson Ármanni Valur Ingimundarson UMFN Viðar Vignisson ÍBK Viðar Þorkelsson Fram Willum Þórsson KR 702,5 kg. samanlagt. Sjö þjóðir áttu þátttakendur á heimsbikarmótinu að þessu sinni, en á mót þetta er jafnan boðið þrem bestu í hverjum þyngdar- flokki. Hér fer á eftir listi yfir sigurvegarana í hverjum flokki og talan sem þeim fylgir, er heildar- þyngdin sem hver þeirra lyfti. 52 kg fl. Bhairo Bretl. 522,5 kg 56 kg fl. Niemi Finnl. 540,0 60 kg fl. Lampela Finnl. 572,5 kg 67.5 kg fl. Salih Bretl. 672,5 kg 75 kg fl. B.lund Svíþj. 732,5 82.5 kg fl. Collins Bretl. 807,5 kg 90 kg fl. Mattson Svíþj. 845,0 kg 100 kg fl. Nodele Bretl. 882,5 kg 110 kg fl. Patuzson USA 897,5 yfirvigt Zeolovski Bretl. 947,5 kg Iðkenda- Sérsambóndin: fjöldi 1978 50% 30% 20% Samtals: Blaksamband Island 2501 1.093.750.- 406.660,- 100.000.- 1.600.410.- Badmintonsamband íslands 4099 1.093.750,- 666.490,- 200.000,- 1.960.240.- Borðtennissamband íslands 1996 1.093.750.- 324.550.- 100.000,- 1.518.300,- Frjálsiþróttasamband íslands 7404 1.093.750,- 1.203.880,- 1.300.000.- 3.597.630,- Fimleikasamband íslands 2923 1.093.750,- 475.280,- 550.000,- 2.119.030.- Glímusamband íslands 396 1.093.750.- 64.390.- 1.158.140.- Golfsamband íslands 1422 1.093.750.- 231.210.- 250.000,- 1.574.960,- Handknattleikssamband íslands 9257 1.093.750.- 1.505.170.- 1.200.000,- 3.798.920.- Judosamband íslands 564 1.093.750.- • 91.710,- 250.000.- 1.435.460,- Körfuknattleikssamband íslands 3781 1.093.750.- 614.790.- 750.000,- 2.458.540.- Knattspyrnusamband íslands 14960 1.093.750.- 2.432.480.- 500.000,- 4.026.230.- Lyftingasamband ísiands 623 1.093.750.- 101.300.- 250.000,- 1.445.050.- Siglingasamband íslands 574 1.093.750.- 93.330,- 50.000.- 1.237.080.- Skíðasamband íslands 8798 1.093.750.- 1.430.550.- 750.000,- 3.274.300.- Sundsamband íslands 4706 1.093.750.- 765.190.- 750.000.- 2.608.940,- Skotsamband íslands 572 1.093.750,- 93.020.- 1.186.770.- Íþróttasamband fatlaðra (327) Sérstök fjárveiting Samtals: 64.576 17,5 millj. 10,5 millj. 7 millj 35 millj. V

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.