Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1980 19 Það var afar áhrifamikið Íegar fjármálaráðherra sraels, Jigal Horowitz, kallaði aðra ráðherra skyndilega á sinn fund til atkvæðagreiðslu um það hvort ísraelska pundið skyldi afnumið og að i þess stað kæmi shekel, sem væri jafnvirði tíu punda. Aðalbankastjóri ísraels- banka taldi að nauðsyn væri á þvi að efla álit annarra þjóða á efnahagsiífi ísraels með þessum ráðstöfunum. Sannast að segja er timi til kominn, þvi að EINU NÚLLINU janúar síðastliðnum gerðist það í fyrsta skipti í fjöldamörg ár að innflutningur minnkaði en út- flutningur jókst. Þessir sigrar styrkja aðstöðti* hans í deilum við hina ráðherr- ana um efnahagsmálin. Horo- witz vísaði öllum fjárumleitun- um hinna ráðherranna á bug með þeim ummælum að hann hefði ekkert aflögu. Hann lét aðeins fé af hendi rakna til varnarmála og íbúðabygginga. Af þessum sökum hafa blöðin FÆRRA I ISRAEL verðbólgan hefur verið 7 af hundraði á mánuði eða um 80 af hundraði á ári. og hafa ísraels- menn sjálfir misst traust á eigin gjaldmiðli. En það var fleira en þetta sem vakti fyrir Horowitz: Hann vill láta skylda alla til þess að afhenda skattayfirvöldum eigna- framtal innan þriggja mánaða. Á þann hátt ætlar fjármálaráð- herra að fá vitneskju um eignir manna, sem aldrei hafa verið gefnar upp til skatts, og sem talið er að úi og grúi af. Auk þess vill Horowitz fá leyfi fyrir skattalögreglu sína til þess að geta skyggnzt í bankahólf manna. Þetta fannst Begin forsætis- ráðherra of langt gengið og kallaði það óþolandi hnýsni yfir- valda í einkalíf einstaklinga. Ovíst er því hvort eignaframtal- ið kæmi því að nokkru gagni. En það verður erfitt að leika á skattayfirvöldin í þetta skipti, því hvér sá sem ætlar að skipta méira en 15000 gömlum pundum í nýja gjaldmiðilinn (shekel) verður að geta þess sérstaklega og getur átt á hættu að beina athygli skattayfirvalda að sér. Nokkrum dögum síðar datt Horowitz enn eitt snjallræði í hug. Hann vill láta innleiða að ekki sé leyfilegt að eiga meira en jafnvirði 500$ í erlendum gjald- eyri og að öll gjaldeyrisviðskipti skuli ganga í gegnum banka með En gjaldmiðils- skiptin ein munu þó naumast duga gegn efna- hagsöngþveitinu ferðaávísunum. Óvíst er talið að fjármálaráðherra efli heiðar- leika landsmanna í skattamál- um, og viðbrögð kauphallarinnar létu ekki á sér standa: Gengið féll enn um 15 af hundraði. Þetta er fyrsta áfall sem Horowitz hefur orðið fyrir síðan hann var útnefndur í nóvember síðastliðn- um. Hann kom verðbólgunni úr 10 í 7 af hundraði á mánuði, og í uppnefnt hann Jigal öreiga. í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar verða ríkisútgjöldin lægri en fjárlög fyrra árs og það um heila 6 af hundraði. Stjórnarandstaðan og verka- lýðsfélögin vöruðu strax við því að þessi stranga fjármálastefna gæti haft atvinnuleysi í för með sér, en hagfræðingar ísraels- banka líta málið öðrum augum. Þeir telja að fjárlagafrumvarp þetta muni kynda undir verð- bólgunni á nýjan leik af því að það muni reynast hærra en ráð væri gert fyrir í upphafi. Þar að auki sþá þeir að verkalýðssam- tökin muni krefjast hærri launa en fjármálaráðherra geri ráð fyrir. Horowitz má heldur ekki gleyma greiðslujöfnuðinum, því þótt tekin yrði upp stefna hans í efnahagsmálum væri samt ekki hægt að komast hjá nokkrum halla. Einnig er sú staðreynd að ísraelsmenn hafa skilað olíu- lindunum á Síaní, og verða þeir því að greiða um einum milljarði Bandaríkjadala meira fyrir olíu- kaupin en á fyrra ári. Menn eru heldur ekki á eitt sáttir um fé það sem ætlað er til nýrra búsetusvæða. í nýju fjár- lögunum er gert ráð fyrir 470 milljónum shekel til þeirra framkvæmda. Ekki er þar samt kveðið á um hve stór hluti fjárins verður notaður á her- teknu svæðunum. Horowitz er fylgjandi herskáu stefnunni, og myndi hann því heldur styðja að reistar yrðu borgir en þorp á þeim svæðum ef nægilegt fjár- magn væri fyrir hendi. I viðtali við dagblað sósíalista, Davar, lýsti hinn umdeildi fjármálaráð- herra því yfir að aðeins væri hægt að koma í veg fyrir stofnun ríkis Palestínuaraba eða sovézk- ar herstöðvar með því að stofn- setja stór byggðarlög í Júdeu og Samríu. En hann sagði einnig að færi efnahagslíf ísraelsmanna úr skorðum kæmi það þeim einum í koll en ekki Rússum eða Palestínumönnum. Því væri það algert forgangsmál að koma fjárhag landsins á réttan kjöl áður en farið yrði að hugsa til þess að stofna ný byggðarlög. Dag og nótt stendur lögregluvörður við íbúð Andrei Sakharovs í Moskvu en síðan þessi baráttumaður fyrir mannréttindum var rekinn í útlegð hefur tengdamóðir hans öldr- uð verið ein í íbúðinni. Tilgangur Sovétstjórn- arinnar með þessari ráðstöfun er að girða fyrir það að erlendir fréttamenn hafi spurn- ir af Nóbelsverðlaunahaf- anum, en nýlega tókst Kevin Klose hjá Wash- ington Post þó að ná tali af Ruf Bonner, sem er 79 ára að aldri. Segir hér frá þeirri heim- sókn. Frú Bonner er grannholda og ellin, fangelsisvist á Stalíns- tímanum og mótlætið nú hafa sett á hana sitt mark. Um leið og hún dreypir á kaffinu sínu lýsir hún því hvernig er að komast ekki út fyrir hússins dyr, en það hefur hún orðið að sætta sig við frá 4. marz sl. þegar verðirnir tóku sér stöðu fyrir utan húsið. Að vísu hefur hún heimild til að fara inn og út, en hún getur ekki fengið af sér að ganga fram hjá lögreglu- vörðunum. Tvö börn Jelenu Bonner, eiginkonu Sakharovs, sem hún átti í fyrra hjónabandi, eru búsett í Bandaríkjunum. Ruf Bonner hefur vegabréfs- áritun, sem gerir henni kleift að fara og heimsækja þau, en hún treystir sér ekki til að fara ein síns liðs. Með mat og fregnir er þessi gamla kona algjörlega upp á vini og kunningja komin, þá sem lögreglan heimilar aðgang að húsinu. Liza Alexejeva, 24 ára gömul kona, tæknifræðing- ur að mennt er ein þeirra, sem fá að koma og fara. Hún er Ruf Bonner innan handar og hefur sótt um vegabréfsáritun til að fara með henni til Bandaríkj- anna, en slík fyrirgreiðsla hefur ekki verið veitt. Það er daglegt brauð að lögreglumennirnir — venjulega tveir kraftalegir menn með byssur, kylfur og kalltæki — vísi frá þekktum sovézkum and- ófsmönnum er þeir hafa litið á skilríki þeirra. Enginn útlend- ingur fær aðgang að íbúðinni. Jafnan hegða varðmennirnir sér kurteislega, en þeir eru ósveigjanlegir. Yfirleitt standa svartir bílar álengdar mannaðir óeinkennisklæddum lögreglu- mönnum. Embætti saksóknara í Moskvu hefur varað frú Bonner við og ráðlagt henni að slíta öll tengsl við útlendinga, og þá sem talið sé að hafi gerzt brotlegir við lögin, ella geti hún búizt við því að sæta ákæru. Sálræn einangrun frú Bonner virðist mjög mikil, og Liza Alexejeva segir að hún sé mjög niðurdregin og kvíðin um þess- ar mundir. Á keisaratímanum var fjöl- skylda frú Bonner í útlegð og sjálf gekk hún í kommúnista- flokkinn um það leyti sem byltingin var gerð 1917. Síðan hefur hún verið félagi í flokkn- um, en Jelena dóttir hennar skilaði sínu flokksskírteini fyrir mörgum árum. Eiginmaður Ruf Bonner var háttsettur starfs- maður flokksins á sínum tíma en á fjórða áratugnum var hann tekinn af lífi. Eftir það var hún í fangelsi, fangabúðum og út- legð í alls 17 ár. Þegar Krúsjeff var við völd og þíðu varð vart á ýmsum sviðum þjóðlífsins á sjötta áratugnum var hún látin laus, fékk uppreisn æru og var fengin þessi tveggja herbergja íbúð. Nú situr hún á svefnsófanum í eldhúsinu og kveðst þess fullviss, að yfirvöld ætli að senda hana í útlegð innan landamæra Sovétríkjanna enn á ný. „Það verða örlög okkar beggja," segir hún og bendir á Lizu Alexejevu, sem situr hin- um megin við borðið. „Þeir vilja ná af mér íbúðinni svo dóttir mín verði að hætta að koma til Moskvu." Urskurður Æðsta ráðsins, undirritaður af Brésneff for- seta, tekur ekki til Jelenu Bonn- er, eiginkonu Sakharovs. í þess- um úrskurði er Nóbelsverð- launahafinn sviptur öllum veg- tyllum og vísað til Gorki. í blöðum var honum borið á brýn að hafa látið Vesturlandabúum í té ríkisleyiidarmál, og hafa slíkar ásakanir verið endur- teknar nýlega. Síðan Sakharov fór í útlegðina hefur Jelena nokkrum sinnum komið til Moskvu, og þangað til lögreglu- vörðurinn var settur við húsið, sem er í miðri Moskvu, hélt hún nokkrum sinnum blaðamanna- fundi í íbúðinni. Nú er von á henni á næstunni, en enda þótt móðir hennar hlakki til að sjá hana nægir sú tilhugsun vart til þess að yfir henni hýrni. Hún segir að lögreglan fæli frá henni vini hennar úr hópi elztu bolsjévikanna. „Þetta er fólk, sem annað hvort barðist fyrir Sovétríkin gegn nazistum í síðari heimsstyrjöldinni eða var ofsótt vegna skoðana sinna,“ segir hún. „En nú eru þau orðin gömul og þora ekki lengur að koma hingað. Samt lögðu þau svo mikið af mörkum fyrir þetta land.“ „Ég hef ekki einu sinni heim- ild til að taka við pósti lengur," segir hún. „Allt samband við fjölskylduna hefur verið slitið. Ég hef ekki fengið neinar myndir af langömmubörnunum mínum. Ekkert hef ég frétt af barnabörnunum og þetta kalla þeir mannúð." Þegar tengdasonur hennar var að leggja af stað í útlegðina í Gorki. fékk hún honum að skilnaði nafn á konu, sem hafði hjálpað henni fyrir þrjátíu ár- um — þegar hún var sjálf í útlegð í Gorki. „Og þetta kalla 44 peir mannúð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.