Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1980 25 „Aðaláherslan lögð á vöru- flutning milli íslands og Lúxemborgar44 Rætt við Leo Wecker flugfrakt- stjóra Flugleiða í Evrópu VÖRUFLUTNINGA Flugleiða milli íslands og Lúxemborgar tvöfölduðust á sl. ári miðað við árið þar á undan en vöruflutning- ur milli Lúxemborgar og Banda- ríkjanna drógust heldur saman að því er Leo Wecker flugfrakt- stjóri Flugleiða í Evrópu sagði í samtali við Mbl. er hann var staddur hér á landi fyrir nokkru. Wecker sagði að Flugleiðir ættu í mikilli samkeppni í vöruflutning- um á Atlantshafsflugleiðinni og því væri aðaláherslan nú lögð á flutninga milli Lúxemborgar og Islands en í tengslum við þá eru vörur fluttar á bílum um Þýska- Leo Wecker flugfraktstjóri Flugleiða i Evrópu. Ljósm. Emilia. land, Frakkland, Belgíu, Sviss, Austurríki og Holland og lítils- háttar um Ítalíu. Wecker sagði, að aukningin hefði aðallega verið á flutningum frá íslandi vegna mik- illa fiskflutninga. Hann sagði að óhjákvæmilegt yrði að takmarka vöruflutninga við fjölda farþega hverju sinni en þó gætu DC-8 vélarnar tekið 7—8 tonn fullskipaðar farþegum. „Hagkvæmast er að sameina vöru- og farþegaflutninga, þ.e.a.s. flytja hvort tveggja í sömu flug- vél. Tap er þá sjaldan á vöruflutn- ingunum þa- sem það rými sem undir fraktina er notað væri annars ónotað. Nýting vöruflutn- ingarýmis hjá flugfraktdeild Flugleiða í Lúxemborg er nú 100%,“ sagði Wecker. Wecker sagði að Flugleiðir ættu einnig í mikilli samkeppni um vöruflutninga í Evrópu, þá helst við flutninga á sjó. En sú sam- keppni hefði aðeins haft gott eitt í för með sér og eflt starfsemina. Starfsmenn flugfraktdeildar Flugleiða í Lúxemborg eru alls 4 en afferming og ferming flugvél- anna er í höndum Lux Air. Sviðsmynd úr uppfærslu Leikfélags Keflavíkur á „Sjóleiðinni til Bagdad". „Sjóleiðin til Bagdad44 í Félagsbíói Keflavík LEIKFÉLAG Keflavíkur frum- sýndi „Sjóieiðina til Bagdad" eftir Jökul Jakobsson í Stapanum mið- vikudaginn 9. apríl s.l. Leikstjóri er Þórir Steingríms- son. Aðstoðarleikstjóri er Aslaug Bergsteinsdóttir og leikmynd og lýsing er eftir aðstandendur sýn- ingarinnar. Með hlutverk í leikrit- inu fara Hrefna Traustadóttir, Ingibjörg Hafliðadóttir, Jóhann Gíslason, Magnús Jónsson, Dagný Haraldsdóttir, Þór Helgason og Árni Ólafsson. Næstu sýningar verða í Félagsbíói í Keflavík á föstudag og laugardag og hefjast þær kl. 21. Óháði söfnuð- urinn 30 ára Hjólastólabraut komið fyr- ir á tröppum kirkjunnar ÓHÁÐI söfnuðurinn í Reykjavík og kvenfélag hans minnast 30 ára afmæiis síns við guðsþjón- ustu í safnaðarkirkjunni nk. sunnudag, 20. april, kl. 11 árdeg- is. í tilefni af afmælinu hefur kvenfélag kirkjunnar komið upp hjólastólabraut á kirkjutröppun- um til þess að auðvelda lömuðum aðgang að kirkjunni og verður braut þessi vígð við athöfnina á sunnudaginn. Við afmælisguðsþjónustuna á sunnudaginn mun formaður Kvenfélags Óháða safnaðarins ennfremur afhenda Styrktarfélagi vangefinna, sem stofnað var í Kirkjubæ 1958, peningagjöf, sem kvenfélagskonurnar hafa ákveðið að gefa til vistheimilisins Bjark- aráss við Blesugróf, en Styrktar- félagið rekur það heimili. Nýja hjólastólabrautin á tröppum kirkju Óháða safnaðarins. Hilmar Karlsson skákmeistari TS MEISTARAMÓTI Taflfélags Seltjarnarness lauk fyrir nokkru. Skákmeistari TS varð Hilmar Karlsson og hlaut hann titilinn annað árið i röð. Mótið var opið og tefldu í því nokkrir gestir. Jón Pálsson Tafl- félagi Kópavogs hlaut flesta vinn- inga eða 7, næstur kom Haraldur Haraldsson Mjölni með 6’á vinn- ing og Hilmar Karlsson varð þriðji með 4 'k vinning. I unglingaflokki sigraði Jón G. Jonsson, hlaut 10 ‘A vinning af 12 mögulegum og hraðskákmeistari varð faðir hans Jón Þorsteinsson með 15 V4 vinning af 18 möguleg- um. Sportskór sem endast // K SNORRABRAUT 56 SÍM113505 Austurstræti : 27211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.