Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1980 Osta- og smjörsalan flutt í nýtt húsnæði OSTA- og smjörsalan sf. er um þessar mundir að flytjast í nýtt húsnæði við Bitruháls 2 í Reykjavík, en hún hcfur lengst af verið við Snorrabraut og verður þar áfram starfrækt ostabúðin. Páimi Jónsson land- búnaðarráðherra lagði í gær hornstein í anddyri hússins og voru ýmsar upplýsingar um fyrirtækið skráðar á bókfell. Framkvæmdir við hið nýja hús Osta— og smjörsölunnar hófust í marz 1978. Utveggir eru úr verksmiðjuframleiddum ein- ingum og var lokið við að reisa þá ári seinna. Unnið var síðan að innréttingum og frágangi og frystigeymsla tekin í notkun í september sl. og meginhluti hússins fyrr í þessum mánuði. Síðar á árinu er gert ráð fyrir að sett verði upp verzlun. Gólfflöt- ur byggingarinnar er rúmir 5 Mýbygging Osta- og smjörsölunnar sf. við Bitruháls í Reykjavík. Pálmi Jónsson landbúnaðarráð herra lagði hornstein að bygg ingunni. þúsund fermetrar og er stærð hússins miðuð við að geta rúmað með góðu móti nærri 3 mánaða sölubirgðir mjólkurafurða fyrir þéttbýlið við Faxaflóa. Bygg- ingarkostnaður er kominn í rúman milljarð, sem er álíka mikið og verðmæti þeirra smjör- birgða er húsið getur geymt. Við athöfn í nýbyggingunni í gær fluttu ávörp og ræöur þeir Pálmi Jónsson landbúnaðarráð- herra, Erlendur Einarsson stjórnarformaður Osta- og smjörsölunnar og Oskar H. Gunnarsson framkvæmdastjóri hennar, en viðstaddur var fjöldi gesta, sem þáði ýmsa ostarétti og aðrar veitingar og skoðaði síðan húsið. í því er m.a. sér- stakt fundarherbergi og mun þar í dag fara fram aðalfundur fyrirtækisins. Margt gesta var viðstatt athöfn- ina og voru burnir fram ýmiss konar réttir. Ljósm.: ól. K. M. Tekinn í landhelgi 35 mílum innan við 12 mílna mörkin VÍlUtÁTlKINN Kaldur VK. som gcrAur »-r úf frá IIoÍnósí. \ar sfartinn aö óliiKli'Kum vciöum mílur innan viö 12 milna fisk | vcióimórkin innarli'Ku á I SkatfaíirAi. á Jiriójiidag' mortfun. Kóttarhiildum i- yfir skipvcrjum hátsins «-r i lokiö. cn dómur hcfur ckki I vcrió kvcóinn upp cnn af mariívíslcjfum orsiikum. Portisch í efsta sæti Frétt Morgunblaðsins um töku Falds 5. september 1978. Dæmdur fyrir landhelgisbrot þrátt f yrir neitun KVEÐINN var upp í gær í Hæstarétti íslands dómur í máli skipstjóra, sem ákærður hafði verið fyrir ólöglegar togveiðar á Skagafirði. nánar tiitekið 35 sjómíiur innan 12 mílna mark- anna. Skipstjórinn neitaði harð- lega sakargiftum og kvaðst hafa togað fyrir utan mörkin en aðrir skipverjar viðurkenndu að hafa verið á ólöglegum tog- veiðum. Þótti sannað að hann hafi verið á togveiðum innan 12 milna markanna og var hann dæmdur til þess að greiða 2,4 milljónir króna í sekt til Land- hclgissjóðs og staðfest voru ákvæði héraðsdóms um upp- töku afla svo og greiðslu sak- arkostnaðar. Aðfaranótt 5. sept 1978 fóru varðskipsmenn langa leið á gúmbát og komu að vélbátnum F'aldi VE 138, sem leigður hafði verið til Hofsóss, þar sem hann var að draga þorskanet innar- lega á Skagafirði. Var þá botn- varpa um borð í bátnum sem var blaut og önnur ummerki um borð þóttu gefa vísbendingu um botnvörpuveiðar. Skipstjóri bátsins var dæmdur í sakadómi Skagafjarðarsýslu 12. sept. 1978 í einnar millj. kr. sekt fyrir botnvörpuveiðar og botnvarpan ásamt tilheyrandi dagstrengjum gerð upptæk. Einnig var skipstjóri bátsins dæmdur í fésekt fyrir að hafa haldið bátnum úti um nokkurra vikna skeið til neta- og togveiða með fjóra skipverja um borð án þess nokkur þeirra væri lög- skráður. I dómi Hæstaréttar, sem kveð- inn var upp í gær segir m.a.: „Af gögnum máls, framburð- um skipherra og stýrimanns varðskipsins, framburðum skip- verja á vélbátnum Faldi, VE 138, og greinargerð Jónasar Sigurðs- sonar, skólastjóri Stýrimanna- skólans í Reykjavík, þykja fram komnar nægar sannanir fyrir því, að ákærði hafi verið að ólöglegum botnvörpuveiðum á greindum bátu á þeim stað og tíma, er í ákæru getur, en ákærði viðurkennir að hafa „kastað einu „holi“ í umrætt sinn, en ekki í landhelgí". Með framburðum ákærða og áhafnar vélbátsins er sannað, að hann hefur látið undir höfuð leggjast að lögskrá skipverja bátsins, svo sem honum er gefið að sök í ákæruskjali. Ekki er ákært út af því, að þeir, er gegndu störfum stýrimanns og vélstjóra á bátnum, höfðu eigi réttindi til að rækja þessi störf. Kemur þetta því eigi til álita í máli þessu". Sektir fyrir landhelgisbrot eru háðar gullgengi á þeim tíma, sem dómur er upp kveðinn. Sækjandi málsins fyrir Hæsta- rétti var Bragi Steinarsson vara- ríkissaksóknari en verjandi skipstjórans bæði heima í héraði og fyrir Hæstarétti var Örn Clausen. Dóm Hæstaréttar kváðu upp hæstaréttardómar- arnir Björn Sveinbjörnsson, Ármann Snævarr, Logi Einars- son, Magnús Þ. Torfason og Sigurgeir Jónsson. I Sýnir á Mokka Þessa dagana heldur Ásgeir Lárusson (þriðji til vinstri á myndinni) sýningu á 13 myndum á Mokkakaffi. Þetta er 4. einkasýning Ásgeirs en hann sýndi síðast í Gallerí Suðurgötu 7. Sýning Ásgeirs mun standa fram yfir næstu mánaðamót. Vorgleði Skálhyltinga: Sýna „Fjötur um fót“ í Aratungu Borgfirðinga- vaka 23.-27. apríl n.k. BORGFIRÐINGAVAKA verður í Borgarfirði dagana 23.-27. apríl n.k. og verður þá ýmislegt um að vera i byggðarlaginu. í samkomuhúsinu i Borgarnesi verður kvikmyndasýning 26. og 27. april þar sem sýndar verða borgfirskar myndir stanslasut kl. 14—23. báða dagana. Einar Ingimundarson, búsettur í Borgarnesi, hefur um árabil tekið kvikmyndir í Borgarfirði. Þarna verður því fumsýnt heil- mikið efni og lætur nærri að það nái yfir tvo áratugi. í félagsheimilinu Lyngbrekku og félagsheimilinu Heiðarborg verða kvöldvökur á sumardaginn fyrsta og 27. apríl n.k. Hefjast þær báðar kl. 21. Þar verður m.a. minnst 70 ára afmælis Búnaðar- sambands Borgfirðinga og þar koma einnig fram nokkur söng- og leikatriði. I Iþróttamiðstöðinni í Borgar- nesi verða Sinfóníutónleikar undir stjórn Páls P. Pálssonar miðviku- daginn 23. apríl kl. 21. Er þetta í fyrsta skipti sem þar fara fram slíkir tónleikar. Sunnudaginn 27. apríl kl. 15 verður samsöngur í Félagsheimil- inu Logalandi. Kirkjukór Hvann- eyrarskóla syngur undir stjórn Ólafs Guðmundssonar og kirkju- kór Borgarness undir stjórn Jóns Þ. Björnssonar. Kórarnir syngja bæði hvor í sínu lagi og saman. Laugardaginn 26. apríl kl. 21 er í Logalandi harmonikudansleikur. I fyrra var stofnað Harmoniku- unnendafélag Vesturlands og er þetta fyrsta samkoma þess félags. Leiðrétting í DRÖGUNUM að bókun um viðræður ríkisstjórna Islands og Noregs um Jan Mayen málið, sem birt voru í Morgunblaðinu í gær, er í inngangi þeirra birt málsgrein þar sem annars vegar er vísað til laganna um efnahagslögsögu ís- lands og hins vegar til laganna um efnahagslögsögu Noregs. Þessi málsgrein var í upphaflegri gerð draganna frá embættismanna- nefndinni en var felld úr þeim eftir frekari viðræður innan henn- ar. Hún er því ekki lengur hluti að þeim skjölum, sem liggja fyrir eftir viðræðufundinn: NEMENDUR Skálholtsskóla halda árlega vorgleði sína föstu- dag 18. apríl í félagsheimilinu Aratungu og hefst samkoman kl. 21. Leikmennt hefur um árabil verið fastur liður á stundaskrá lýðháskólans í Skálholti og er svo enn og á vorgleðinni munu leik- menntanemendur sýna gaman- leik eftir norska höfundinn Osk- ar Braaten: Fjötur um fót, en hópurinn hefur nokkuð hagrætt verkinu. Með helztu hlutverk fara: Kristján Gunnarsson, Selma Eyj- ólfsdóttir, Guðmundur Yngvason, Skafti Helgason og Ásdís Ólafs- dóttir. Er sviðssetningin nokkuð nýstárleg og stígur hópur nem- enda m.a. dans á salargólfi meðan leikurinn er fluttur á sviðinu. Af öðrum dagskráratriðum má nefna að miðskólanemar fara með lát- bragðsleik undir leiðsögn Jörund- ar Ákasonar kennara, Glúmur Gylfason stjórnar almennum söng og annar hópur lýðháskólanema skemmtir með söng við gítarund- irleik Magnúsar Ármanns Sig- urðssonar og Are Berg. í frétt frá Skálholtsskóla segir m.a. að vorgleði þessi sé eins konar lokaáfangi í félagslífi nem- enda, sem verið hefur einn snar- asti þátturinn í skólalífinu. Segir að húsnæðisvandræði valdi því að skólinn sé svo fámennur og verði jafnan á haustin að vísa mörgum umsækjendum frá. Að lokum segir að frekari sýningar á leiknum Fjötur um fót séu fyrirhugaðar. Leiðrétting í MORGUNBLAÐINU í gær urðu þau mistök með grein Pálma Jónssonar formanns Sjálfstæðis- félagsins á Sauðárkróki birtist mynd af Pálma Jónssyni alþing- ismanni og landbúnaðarráðherra. Eru viðkomandi beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum, en hér birtist mynd af formanninum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.