Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1980 3 Sumarsýning Kjarvalsstaða á Listahátíð: Verk Kristínar Jóns- dóttur og Gerðar Helgadóttur fylla húsið YFIRLITSSÝNING á verkum Kristínar Jónsdóttur og Gerðar Helgadóttur verður á Kjarvals- stoðum í júní og júlí í sumar á listahátíð að sögn Þóru Krist- jánsdóttur listfræðings á Kjar- valsstöðum. „Sýningar þessar tveggja látnu listamanna munu fylla Kjarvalsstaði,“ sagði Þóra, „unnið er að undirbún- ingi sýninganna af fullum krafti.“ Ættingjar Kristínar hafa unnið að því í vetur að skrásetja verk hennar og hafa yfir 500 listaverk verið ljósmynduð, en þó hefur ekki ennþá verið aug- lýst eftir því hverjir eiga mál- verk eftir listakonuna. Verður síðan valið úr þessum verkum á sýninguna. Verk Gerðar Helgadóttur á þessari sýningu eru m.a. úr safni sem hún gaf Kópavogskaupstað, en það samanstendur að mestu Kristin Jónsdóttir Gerður Helgadóttir af steindum glermyndum. Einn- ig verða á sýningunni skúlptúrar eftir Gerði, málverk, teikningar og skissur, skartgripir og fleira. Þá er fyrirhugað að fá lánuð verk á sýninguna frá Frakklandi og Þýzkalandi, en Gerður gerði mörg verk fyrir þarlenda aðila. Leifur Breiðfjörð mun setja upp sýningu Gerðar, en þeir Þorvald- ur Skúlason og Jóhannes Jó- hannesson munu setja upp sýn- ingu Kristínar. Reytingsafli hjá bátum í Sandgerði SandKcrði 16. apríl Mjög ógæftasamt hefur verið hjá bátunum hér síðan um páskafrí, en allmargir þeirra hafa íengið reytingsafla þegar gefið hefur. Neta— og línubátarnir hafa almennt farið 4 róðra og hafa netabátar yfirleitt verið með frá 4 lestum upp í mest 25 í róðri, en línubátarnir 4—10 lestir. Togbát- arnir hafa einnig verið að reyta, en hjá þeim 4 handfærabátum, sem eru byrjaðir, hefur afli verið rýr. Skuttogarinn Dagstjarnan kom inn í morgun með um 110 lestir af fiski, mest þorski, og er það í þriðja sinn það sem af er þessum mánuði, sem hún landar hér og er aflinn alls orðinn 330 lestir þenn- an tíma. Frá áramótum er aflinn um 1.650 lestir. JNNLENT Menn hér eru mjög óhressir með tilhögun á væntanlegu neta- veiðibanni. Það er verið að mis- muna landshlutum með veiðileyfi. Finnst mörgum hér að verið sé að stefna í aukin sérréttindi til hins svokallaða „fyrirgreiðslusvæðis". Einnig finnst þeim það mjög hæpin sniðugheit hjá sjávarút- vegsráðherra t.d. að láta báta héðan, sem vilja halda áfram netaveiðum, fara yfir í lögsögu kjördæmanna hans til að mega halda áfram veiðum með netum. Jón Bókauppboð Klausturhóla Klausturhólar efna til bókauppboðs á morgun, laugardag, á Laugavegi 71 og hefst það klukkan 14. Á uppboðsskrá eru 200 núm- er. Bækurnar verða til sýnis á staðnum í dag, föstudag, klukkan 9—18. Gullna hliðið í leikbrúðu- gerð á Kjarvalsstöðum LEIKBRÚÐULAND mun frum- sýna Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson um næstu helgi, en sýningar verða á Kjarvals- stöðum. Þetta er viðamesta leik- verk sem Leikbrúðuland hefur ráðist í að sýna og munu fjöl- margir kunnustu leikarar lands- ins tala fyrir munn brúðanna. Kjarvalsstaðir buðu Leikbrúðu- landi að sýna á Kjarvalsstöðum, en að öðru leyti stendur brúðuleik- húsið fyrir sýningunum sem munu verða um helgar og á tyllidögum að sögn Þóru Kristjánsdóttur list- fræðings. Bríet Héðinsdóttir leikstýrir Gullna hliðinu en brúð- urnar hefur Messíana Tómasdótt- ir gert að mestu. Meðal hlutverka má nefna Guðrúnu Þ. Stephensen sem leikur kerlinguna, Arnar Jónsson sem leikur óvininn og Baldvin Halldórsson leikur Jón bónda. Sýnig þessi er ekki sízt ætluð fyrir fullorðna. Hálft þúsund sokka frá Víkurprjóni á dag Litla-Hvammi. V-Skaftafellssýslu. 17. apríl. NÝTT fyrirtæki er að hefja starfsemi sína í Vík í Mýrdal og nefnist það Víkurprjón hf. Fyrirtæki þetta framleiðir sokka af ýmsum gerðum fyrir karla, konur og börn. Munu fimm til sex manns hafa þar fulla vinnu, þegar framleiðslan er komin þar í fullan gang. Nokkrar vélarnar eru tölvustýrðar og af full- komnustu gerð. Reiknað er með að átta vélar verði að jafnaði í gangi og munu skila 400—500 pörum á dag. Eigend- ur fyrirtækisins eru að stærst- um hluta heimamenn, stjórn- arformaður er Auðbert Vig- fússon og framkvæmdastjóri Þórir N. Kjartansson, báðir búsettir í Vík. Víkurprjón er í leiguhúsnæði hjá Bútækni hf. og stendur austast allra húsa í Vík við Suðurlandsveg. Sigþór. SKÓLALÚÐRASVEIT Árbæjar og Breiðholts mun leika fyrir framan Sundhöll Reykjavikur kl. 7—8 í kvöld áður en Íslandsmeistaramót í sundi fyrir fatlaða hefst þar. Á annað hundrað keppendur viðs vegar að af landinu koma til keppni og er skipt i riðla og greinar eftir þvi hver fötlunin er. Nýjar sendingar af voryörum ÞAR Á MEÐAL: stúdínudragtir — rykfrakkar — síðar peysur — blússur — fínni velour trimmfíallar — samfestingar — kakhibuxur o.m.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.