Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1980 29 fclk í fréttum KLERKARNIR þrír sem fóru frá Bandaríkjunum um páskana til Teheran til þess að flytja páskaguðsþjónustur fyrir sendiráðsstarfsfólkið sem þar er í haldi. — Lengst til vinstri er presturinn Jack Bremer, í miðið Darrell Rupier og þriðji presturinn heitir Nelson Thompson. — Sjónvarpið í íran hafði gert 24 mín. sjónvarpsþátt í sendiráðinu við þetta tækifæri, sem svo þrjár helztu sjónvarpsstöðvarnar í Bandaríkjunum sendu svo. Höfðu 32 amerísku gíslanna komið fram í sjónvarpsmyndinni og þeir fengið tækifæri tii að senda ástvinum sínum heima nokkur kveðjuorð. + Þetta er mjög nýleg götumynd frá New York. Hún þykir m.a. óvenjuleg fyrir það, að í verkfalli vagn- og lestarstjóra þar í borginni mátti sjá í hinni æðislegu umferð á götum stórborgarinnar fólk á reiðhjóli. Slíkt er sjaldgæf sjón, einkum þó um miðbik borgarinnar, þar sem myndin er tekin. Sjálfboðaliði við umferðarstjórn aðstoðar hjólareiðafólkið á leið til vinnu sinnar. Músík í Tókýó + Fyrir skömmu lauk í Tók- ýó 9. Tókýó-tónlistarhátíð- inni, en þetta mun vera dægurlaga-tónlistarhátíð. Ameríska söngkonan Dionne Warwick hlaut fyrstu verðlaun, 12.000 doll- ara (ísl kr. nær 5 milljónir). Hún hafði slegið í gegn í laginu „Feeling Old Feel- ings“. Önnur amerísk söng- kona, Karla Bonoff að nafni, hreppti 4.000 dollara verðiaunin í söngkeppninni ásamt söngflokknum „Dool- eys“ frá Bretlandi. Hafði hún sungið lagið „Trouble Again“ en Bretarnir sungu „Body Language".__ + Þessi fréttamynd var tekin austur í Varsjá fyrir skömmu. Mun óhætt að fullyrða að mennirnir tveir séu hvor um sig persónugervingar kommúnisma og kapítalisma. — Maðurinn til vinstri er sjálfur Edward Girek leiðtogi pólska kommúnistaflokksins. Maðurinn til hægri er bandarískur iðjuhöldur og einn af framámönnum bandaríska stórfyrirtækisins Occidental Petroleum, Armand Hammer, að nafni. Girek og kapítalistinn höfðu verið lengi á fundi og rætt um langtímasamstarf á sviði efnahagsmála, einkum á sviði efnaiðnaðar. Fáskrúðsfjörður: 3800 tonn komin á land frá áramótum FáskrúAsfirAi 16. apríl. HEILDARBOLFISKAFLINN á land frá áramótum er orðinn 3.800 tonn. Skuttogarinn Ljósa- fell hefur landað 892 tonnum og Hoffell 1461 tonni. en báðir leggja upp hjá Hraðfrystihúsi Fáskrúðsfjarðar hf. brír neta- bátar leggja upp hjá Pólarsíld og er Sólborg komin með mest- an afla 619 tonn. Þorri er með 426 og Guðmundur Kristinn með 400 lestir. Vorverk eru hafin hjá vega- gerðarmönnum með þungatak- mörkunum á vegum og er nú aðeins leyfður jeppaakstur um veginn milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar. Virðist svo sem vegagerðarmenn séu vel búnir tækjum til að vigta bíla, en hins vegar vanti eitthvað á tækjabún- aðinn til lagfæringa. Fróttaritari. Fílharmonia Afmælishóf í tilefni af 20 ára afmæli Söngsveitarinnar Fílharmoniu veröur haldiö aö Hótel Borg laugardag- inn 26. apríl n.k. og hefst kl. 19.00. Eldri félagar og aörir velunnar Söngsveitarinnar eru velkomnir. Pantanir í símum: 27787 — 74135 — 24524. • Beach Boys Okkar verð ■ Keepin’ The Summer Alive 8.950.- i|v; Billy Joel — 52nd Street 6.900,- :. , Lena Lovich — Flex 8.950.- Manhattan Transfer — Live 8.700,- Police — Ragatte De Blanc 8.950.- Clash — London Coming 9.900.- |j§ Kenny Rogerts — Kenny 9.900,- Elvis Costello — Get Happy 9.600.- V- . ■ Gibson Brothers — Cuba 8.950.- Classic Rock — Second Movement 9.300,- ■ v, s "/y z,'"1'" \.....■ Sendum samdægurs í póstkröfu Einnig vekjum viö athygli á þvf aö verslun okkar er nú sneisafull af nýjum og góöum plötum. Kíktu viö í Glæsibæ Bæjaríns bestu kjör

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.