Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1980 Maraþonumræður á Alþingi í allan gærdag: Hvers vegna var útvarps- umræðunum frestað? Snarpar umræöur uröu utan dagskrár í Sameinuðu Alþingi í gær, er fundur var settur klukkan 14. Fjölmargir þingmenn tóku þátt í umræðunni, en hún snerist um skattamál, um beiðni fjármálaráðherra um frestun útvarpsumræðna, um innanflokksmálefni Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokksins, um stjórnarsam- starfið, um persónu forsætisráðherra og fjármálaráð- herra og fleira og fleira. Hlé var gert á umræðunum um klukkan 16 vegna þingflokksfunda hjá Alþýðubandalagi og Framsóknarflokki. Umræðunum var síðan fram haldið klukkan 17.30. Frá umræðum utan dagskrár á Alþingi í ttær: Ragnar Arnalds fjármálaráðherra i ræðustól, en aðrir á myndinni eru Friðrik Sophusson, Jóhann Einvarðsson og Pétur Sigurðsson. Hvers vegna var útvarpsum- ræðum frestað? Það var Kjartan Jóhannsson (A), fyrrum sjávarútvegsráð- herra, sem hóf umræðurnar. Sagði hann augljóst að Ragnar Arnalds hefði tekið miklum sinnaskiptum frá því um miðnætti kvöldið áður. Þá hefði verið ætlun fjármálaráð- herrans að keyra í miklum hvelli í gengum þingið umræður um skattstigann og hefði ráðherra jafnvel viljað halda því fram að varla væri tími fyrir útvarpsum- ræður, sem síðar hefði þó verið ákveðið að halda í gær. En skyndilega berist síðan þær fréttir, að nú liggi ekki eins mikið á, og Ranar vilji fresta umræðum um málið fram yfir helgi. Eðlilegt væri að ráðherra gæfi þingheimi skýringar á þessu. Síðan ræddi þingmaðurinn um skattstigafrumvarp ríkisstjórnar- innar og nefndi dæmi um hvernig hann verkaði til hækkunar hjá ■ láglaunafólki og hjá fólki með lágar meðaltekjur. Þar kæmi í ljós, að skatturinn myndi hækka verulega, miðað við áætlanir ríkis- stjórnarinnar. Sagðist Kjartan ekki hafa vitað til þess áður, að Alþýðubandalagið hefði það á tefnuskrá sinni að lækka kjör hinna lægst launuðu, alla vega hefði verið hljótt um þá stefnu fyrir kosningar. Ragnar Arnalds fjármálaráð- herra hefði átt að geta sagt sér þetta sjálfur með því að reikna dæmið út, það væri auðvelt og mætti jafnvel gera í huganum. Kvaðst Kjartan hafa bent á þessi atriði við umræður um málið í efri deild, en fjármálaráðherra hefði ekki viljað hlusta á þau rök. Það væri svo fyrst nú, eftir að ráðherr- ann hefði legið yfir málinu í tvo mánuði, að hann breytti um skoð- un vegna nýrra útreikninga frá ríkisskattstjóra! Ragnar Arnalds (Abl) fjár- málaráðherra tók næstur til máls. Sagði hann sjálfsagt að verða við þeirri ósk Kjartans að upplýsa hvers vegna hann hefði farið fram á frestun útvarpsumræðnanna. Hins vegar gæti Kjartan varla búist við því að fá efnislegar umræður um málið nú, þegar beðið hefði verið um frest til að skoða málið betur! En ástæðu þess að farið var fram á frestun sagði Ragnar vera ■fc. þá, að síðdegis daginn áður hefðu komið fram nýir útreikningar frá ríkisskattstjóra, sem væru veru- lega frábrugðnir því sem áður hefði verið reiknað út af Reikni- stofnun Háskólans. Hvort ástæð- an væri sú að í öðru tilvikinu væri handreiknað en í hinu væri vél- reiknað, kvaðst hann ekki vilja . segja til um! Líklegra væri, að hinar mismunandi niðurstöður stöfuðu af því að mismunandi forsendur væru lagðar til grund- vallar. En hvað sem því liði, þá hefði hann og ríkisstjórnin talið æski- legt að skoða málið nánar, fram yfir helgi. Ættu allir að geta fallist á að rétt væri að fara þannig að, en stjórnarsinnar væru hins vegar hvergi hræddir við útvarpsumræður um málið, þvert á móti. Þá tók til máls Lárus Jónsson (S). Kvaðst hann vilja taka undir það, sem komið hafði framí ræðu Kjartans, að hér væru vinnubrögð með ólíkindum. Fyrst hefði orðið veruleg bið á því að skattstiginn kæmi fram, en eftir að hann kom hefði átt að knýja málið í gegn með miklu offorsi. Síðan væri aftur sem ekkert lægi á, og væri nú beðið um frest fram yfir helgi! Lárus kvaðst vona, að senn tæki að draga úr allri þeirri óvissu sem nú ríkti í skattamálum lands- manna og hefði valdið þjóðinni ómældum áhyggjum að undan- förnu. Hins vegar kvað Lárus rétt að minna þá Alþýðuflokksmenn á, þegar þeir fáruðust yfir skatt- heimtunni, að þeir hefðu nú sjálfir komið þar nærri. Þeir hefðu til dæmis staðið að og borið fulla ábyrgð á sköttum fráfarandi vinstri stjórnar, sem þeir áttu sæti í. Rétt væri að minna á að kratar hefðu ekki verið reiðubúnir til að styðja sjálfstæðismenn í því að afnema skatta vinstri stjórnar- innar. Þeirra saga væri því ekki sérlega fögur í þessu máli þótt þeir töluðu nú á þann veg. Sjálfstæðismenn kvað Lárus legja fram nýjar tillögur um skattstigann í efri deild í ljósi þessara nýju útreikninga. Yrði þar meðal annars tekið fyrir sjúkr- tryggingagjald og skattar á hina lægst launuðu í þjóðfélaginu. En Lárus kvaðst að lokum vilja segja það, úr því sem komið væri, að eftir alla þá raunasögu sem ríkisstjórnin hefði gengið með skattamálin í gegnum, þá væri ástæða til þess að fagna því nú að kostur gæfist til að skoða málin betur, með frestun umræðna og afgreiðslu málsins. Lækka verður skattstigann Ilalldór Blöndal (S) kvaddi sér næstur hljóðs. Sagðist hann vilja fagna því að ríkisstjórnin ætlaði nú að kanna betur skattálagning- una, áður en málið yrði afgreitt frá efri deild. Halldór kvað það augljóst að skattbyrðin væri að þyngjast á almenningi í landinu og hefði verið að þyngjast frá því árið 1978. Kvað Halldór brýna nauðsyn bera til að lækka skattstigann verulega, ella væri komið í mikið óefni hjá fjölmörgum fjölskyldum í landinu sem ekki fengju risið undir þessari miklu skattagleði ríkisstjórnarinnar. En þýðingar- laust væri að ræða þessi mál efnislega við ríkisstjórnina á þessu stigi, en síðustu atburðir í efri deild gæfu hins vegar enn tækifæri til að fylgjast vandlega með öllum aðgerðum stjórnar- herranna í þessu máli. Þá kom í pontu Árni Gunnarss- on (A). Sagði hann sérstaka ástæðu vera til að vekja sérstaka athygli á framkomu núverandi ríkisstjórnar og því stjórnleysi sem nú væri hér á landi. Svo væri komið að almenningur í þessu landi væri bæði óttasleginn og fullur öryggisleysis. Enginn vissi í raun hvaða skatta honum bæri að greiða og væri slíkt óverjandi. En meinið væri að ríkisstjórnin hefði hvorki stefnu í efnahagsmál- um né skattamálum, né neinum öðrum mikilvægum málum. Sighvatur Björgvinsson (A) tók til máls að lokinni ræðu Árna. Sagði hann nú flest vera með eindæmum með þjóðinni, svo sem það að forsætisráðherra væri nú höfuð stjórnarandstöðunnar og að Eggert Haukdal væri nú kominn í þingflokk sjálfstæðismanna. Einnig væri það með eindæmum hvernig Ragnar Arnalds hefði snúist í afstöðu sinni til útvarps- umræðnanna. Þá vék þingmaðurinn að því, að nú væri fjármálaráðherra, Ragnar Arnalds, orðinn stærsti atvinnu- rekandinn í landinu. En í stað þess að móta einhverja stefnu, þá ætlaði hann að skýla sér á bak við Vinnuveitendasambandið og láta það móta stefnuna í kjaramálum. Sagði hann fáa hafa trúað því að óreyndu að alþýðubandalags- maður færi þannig að! Vilmundur Gylfason (A) var næstur á mælendaskrá. Sagði hann nú vera tekið að glytta í svikavefinn sem núverandi ríkis- stjórn væri samansett úr. Þá sagði hann vitað mál, að útvarpsumræðunum hefði verið frestað vegna þess að forsætisráð- herra hefði ekki getað tekið þátt í þeim, þar eð hann væri ekki einn ræðumanna Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði Vilmundur að vafasamt væri að kalla ríkisstjórnina þing- ræðisstjórn vegna þess nauma meirihluta er hún styddist við. Einnig vék hann að því sem hann nefndi mikinn metnað Gunnars Thoroddsens, og að því hve mörg- um embættum hann hefði gegnt um ævina. Væru þau raunar svo mörg að fljótlegra væri að telja upp þau embætti sem hann hefði ekki gegnt, en þau sem hann hefði haft með höndum. Fleiri áhyggjufullir Sverrir Hermannsson (S) sté því næst í ræðustólinn. Sagðist hann vilja segja Sighvati Björg- vinssyni það, að hann hefði áhyggjur af ástandi mála innan Sjálfstæðfeflokksins einnig, og vonandi væri Sighvati huggun í að heyra það. En minnti Sighvat í leiðinni á það, að menn hefðu einig lengi haft áhyggjur af þingflokki Alþýðuflokksins. Fyrst vegna þess að hann virtist vera að þurrkast út, og síðar vegna þess óstýriláta liðs sem kom á þing frá honum árið 1978. Þá vék Sverrir að launamálum og sagði fleiri geta lagt stjórninni Iið í stefnumótun á því sviði heldur en VSÍ. Væri til dæmis ekki annað að sjá en Karvel Pálmason hefði tekið mikla for- i.' *jt*. ''tf* A *í*jÍ ■faf. **«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.