Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1980 17 Leikkonan Suzanne Abou Taled í hlutverki Mishu prinsessu Saudi Arabíu í sjónvarpsmyndinni „Dauði prinsessunnar“, sem valdið hefur mikilli reiði yfir- valda í Saudi Arabíu, en myndin hefur nú verið sýnd í sjónvarpi í Bretlandi og Hollandi, og verður væntan- lega sýnd víðar á næstunni. Gagnbylting fór út um þúfur í Líberíu Freetown, Sierre Leone. 17. april. AP. HÓPUR líberískra her- manna hafa gert mis- heppnaða gagnbyltingu gegn hinni nýju stjórn Samuel K. Doe liðþjálfa, en flestir uppsreisnar- mennirnir voru handtekn- ir samkvæmt fréttum sem hafa borizt frá diplómöt- um í höfuðborg Líberíu, Monróvíu. Embættismenn nýju stjórnar- innar sögðu vestrænum diplómöt- um að 36 hermenn hefðu verið handteknir fyrir tilraun til að myrða nýskipaðan yfirmann her- búðanna Camp Jackson í Bong- héraði. Diplómötunum var sagt að uppreisnarmönnunum yrði „stefnt fyrir rétt og refsað". Diplómatarnir segja að flestir hermenn landsins virðist hollir nýju stjórninni sem virðist traust í sessi í höfuðborginni og á landsbyggðinni. Frá fréttaritara Mbl. i Ósló í gær. MEIRIHÁTTAR vinnu- deilu hefur verið afstýrt í Noregi og samkomulag tekizt um tæplega 12% beinar og óbeinar launa- hækkanir 200.000 laun- þega. Samtök launþega og vinnuveit- enda náðu samkomulaginu tveimur tímum eftir að lokafrestur rann út, eftir nær stanzlausa fundi með ríkissáttasemjara í 43 tíma. Til þess að samkomulag næðist varð ríkið að leggja fram 1,4 milljarða (norskra) króna, því að Yfirvofandi hungursneyð Nairobi, Keneya, 17. apríl — AP. í útvarpstilkynningu ríkis- stjórnar Eþíópíu í dag segir að hungurvofan ógni nú um einni milljón íbúa austurhéraða Eþí- ópíu vegna þurrka. Segir í til- kynningunni að nokkrir hafi þegar látizt úr hungri að undan- förnu í héruðunum Wollo, Jigjiga og Degahbur. og að um helming- ur alls nautpenings á þessu svæði hafi drepizt. Fregn þcssi bendir til þess að yfirvofandi séu svipaðar hörm- ungar á þcssum slóðum og í þurrkunum miklu fyrir sex árum þegar hundruð þúsunda Eþiópiu- búa létust úr hungri. Jigjiga er á Ogaden-svæðinu, sem Sómalía gerir tilkall til, og Sómalía og Eþíópía börðust um á árunum 1977—78. í fregnum frá Sómalíu segir að 1.300 þúsund flóttamenn hafi leitað inn í Sóma- líu frá Ogaden vegna ástandsins. barnabætur eiga að hækka um 900 n.kr. á barn og frá 1. júlí fá Norðmenn 1% skattalækkun. Auk þess er búizt við 9,5% verðhækkun og það fá launþegár einnig bætt. Bein laun hækka um 5%, en að viðbættum öllum óbeinum kjara- bótum nemur launahækkunin 12% eins og launþegasamtökin höfðu krafizt. Láglaunafólk hagnast mest á samningunum. Enginn launþegi má fá minna en sem svarar 85% meðaltekjum launþega, sem nú nema 70.000 n.kr. á ári. Sumt láglaunafólk fær um 20% launa- hækkun, sem verður greidd úr svokölluðum láglaunasjóði sem all- ir launþegar greiða í 19 aura af tímakaupi sínu. Öll fyrirtæki og ríkissjóður greiða einnig í sjóðinn. Þessi „launasprenging" láglaun- aðra hefur vakið mikla ánægju í samtökum þeirra, en fjölmennasta verkalýðsfélagið, félag járn- og málmverkamanna, er sáróánægt. Félagsmenn þess fá há laun og fá því ekki eins miklar óbeinar kjara- bætur. Strax í dag var efnt til verkfalla í nokkrum skipasmíðastöðvum til að mótmæla samkomulaginu, en þrátt fyrir mótmæli frá mörgum verður samningurinn trúlega sam- þykktur af miklum meirihluta fé- lagsmanna launþegasamtakanna. Samkvæmt samkomulaginu mega starfsmenn fyrirtækja og stjórnir þeirra semja sín í milli um launahækkanir aðeins einu sinni á ári í stað tvisvar siniium. — Lauré. Þetta gerðist 18. apríl 1978 — Öldungadeild Bandaríkja- þings samþykkir afsal Panama- skurðar í áföngum. 1974 — Egyptar hætta að kaupa vopn frá Rússum. 1962 — Ríkjasamband Vestur- Indía lagt niður. 1955 — Fyrsta Bandung-ráðstefn- an hefst. 1954 — Gamal Abdel Nasser verður forsætisráðherra Egypta. 1951 — Kola- og stálsamsteypa Evrópu stofnuð. 1949 — Lýðveldið Eire formlega stofnað í Dyflinni. 1946 — Þing Þjóðabandalagsins leyst upp. 1942 — Loftárásir James Dool- ittle hershöfðingja á Tokýo. 1927 — Kuomintang-flokkurinn klofnar í stuðningsmenn Chiang Kai-shek og róttækari leiðtoga. 1912 — Tyrkir loka Dardanella- sundi. 1906 — Jarðskjálftinn mikli í San Francisco þegar borgin nánast eyddist í eldi og 700 fórust. 1864 — Ósigur Dana við Dybböl og innrás Þjóðverja í Danmörku. 1847 — Winfield Scott hershöfð- ingi tekur hæðina Cerro Gordo, Mexíkó. 1797 — Austurríkismenn og Frakkar undirrita bráðabirgðafrið í Löben. 1775 — Paul Everes fer frá Charleston til Lexington („Bret-. arnir koma“.) 1663 — Tyrkir segja Leopold keisara I stríð á hendur. 1521 — Varnarræða Lúthers í Worms („Hér stend ég og get ekki annað“). Afmæli. Adolphe Thiers, franskur stjórnmálaleiðtogi (1797—1877) — Franz von Suppé, austurrískt tónskáld (1819—1895) — Leopold Stokowski, bandarískur hljóm- Sex manna herdómstóll hefur hafið yfirheyrslur yfir Joseph Chesson fyrrum dómsmálaráð- herra og Reginald Townsend fyrr- um formanni Whig-flokksins sem hafa verið ákærðir fyrir landráð, spillingu og mannréttindabrot. Þeir neituðu sakargiftum. Yfir- heyrslurnar fóru fram fyrir lukt- um dyrum, en líberískir blaða- menn fengu aðgang. Nokkrir aðrir fyrrverandi ráð- herrar og háttsettir embættis- menn auk nokkurra ættingja WiH- iam Tolbert fyrrverandi forseta verða líklega leiddir fyrir rétt fyrir sömu sakir. Mannfjöldi grýtti lík Tilberts þegar því var komið fyrir í fjöldagröf í gær. Búizt var við að flugvellir yrðu aftur opnaðir í dag. Útgöngubann er enn eftir myrkur, en stjórn- arskrifstofur, verzlanir, bankar og skólar eru opnir. Olíuhreinsun- arstöð hefur aftur verið opnuð svo að lokið er bensínskorti sem gerði vart við sig. Einstaklingum hefur verið bannað að flytja úr landi meira en 1.000 dollara og fyrirtækjum meira en 20.000 dollara. Þetta eru fyrstu gjaldeyrishömlur í Líberíu síðan leysingjar lýstu yfir sjálf- stæði landsins fyrir 131 ári. Weizman ógnar forystu Begins Mikilli vinnudeHu afstýrt í Noregi Tel Aviv, 17. apríl. AP. ÞINGFLOKKUR Menachem Beg- in forsætisráðherra var boðaður til fundar í dag vegna ógnunar Ezer Weizman landvarnaráð- herra við forystuhlutverk Beg- ins. ógnunin til þessa við Beginstjórn- ina sem er samsteypustjórn hóf- samra, íhaldssamra og trúarlegra flokka. Begin sem er í Washington þar sem hann ræðir Palestínumálið við Carter forseta neitaði að láta Weizman Leiðtogar flokksins lýstu furðu sinni og reiði vegna þeirrar óvæntu yfirlýsingar Weizman í ísraelska sjónvarpinu að hann væri hlynntur því að efnt yrði til nýrra kosninga innan sex mánaða „svö að ísraelska þjóðin gæti ákveðið hvert hún vildi að stjórnin stefndi". Þetta er alvarlegasta sveitarstjóri (1882—1977). Andlát. 1802 Erasmus Darwin, eðlisfræðingur — 1940 H.A.L. Fisher, sagnfræðingur — 1955 Albert Einstein, vísindamaður. Innlent. 1939 Þjóðstjórnin tekur við völdum — 1244 d. Björn kægill Dufgusson — 1728 Nýr gígur myndast eftir mikla jarðskjálfta við Leirhnúk — 1780 Tillaga Leverstow stiftamtmanns um að Alþingi verði flutt til Reykjavíkur — 1872 Jarðskjáifti veldur stór- tjóni á Húsavík — 1894 d. Jóhann próf. Briem í Hruna — 1903 Fyrsti stórbruni í Reykjavík: Stórhýsið Glasgow brennur — 1966 Réttar- höld í handritamálinu hefjast í Kaupmannahöfn — 1902 f. Gizur Bergsteinsson — 1926 f. Indriði G. Þorsteinsson. Orð dagsins. Frumleiki er ekkert annað en yfirveguð eftirlíking — Voltaire (1694-1778). Begin hafa nokkuð eftir sér um ógnun Weizmans, en samstarfsmenn hans í Israel segja að Weizman hafi í rauninni lýst yfir vantrausti á ríkisstjórnina og verði að segja af sér. Jafnvel stuðningsmenn Weizmans í flokknum urðu undr- andi og sögðust andvígir því að kosið yrði fyrr en í nóvember 1978 þegar kosningar eiga í réttu lagi að fara fram. Weizman sagði í viðtalinu að hann vildi gjarna verða forsætis- ráðherra og mundi samþykkja að verða áfram íandvarnaráðherra undir forystu Begins „með skilyrð- um“. Hann útilokaði heldur ekki að taka sæti í stjórn sem Verka- mannaflokkurinn myndaði. Viðtal Weizmans er hápunktur harðnandi deilna hans og Begins um markmið og leiðir og forystu hins síðarnefnda. Weizman hefur að minnsta kosti sjö sinnum hótað að segja af sér og blöð segja að Begin vilji helzt skipa í hans stað einhvern annan mann sem felli sig betur við herskáa stefnu hans. Viðtal Weizmans er kallað „pólitísk sprengja" í blöðum og minnir á svipað atvik fyrir tveim- ur árum er Weizmann lagði til að mynduð yrði þjóðareiningarstjórn með þátttöku Verkamannaflokks- ins þegar Begin var í Bandaríkj- BAKVAISOKAMKW BÓKSALAR 17-26. APRIL AOX atsláttuf barnabókura'. BÓKSALAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.