Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 36
PIERPODT OUARTZ — úr Þessi heimsþekktu úr fást hjá flestum úr- smiöum. FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1980 Ríkisskattstjóri um tekjuskattstillögur ríkisstjórnarinnar: Meiri skattahækkun hjá einstakl ingum og einstæðum foreldrum Sjöttu bekkingar í Verzl- unarskóla íslands dimmit- teruðu með miklum tilþrif- um í gær og var þessi mynd tekin við það tæki- færi. Var aldeilis líf og fjör í tuskunum eins og sjá má á þessari mynd sem Val- geir tók. ÞÆR niðurstöður ríkisskattstjóra, að tekjuskattstillögur ríkisstjórnarinnar þýði skattahækkun á einhleypingum og einstæðum foreldrum með lágar tekjur urðu til þess að fjármálaráðherra fékk í gær frestað útvarpsumræðu um skatta- mál, sem átti að vera í gærkvöldi. Samkvæmt útreikningum ríkisskatt- stjóra vérður ekki um sömu skattbyrði að ræða milli álagningar gamla kerfis- ins og tillagna stjórnarliðsins fyrr en í kring um 6 milljóna króna skattgjalds- tekjur einhleypinga , en að því marki hafa tillögur ríkisstjórnarinnar í för með sér skattahækkanir og hafa breyt- ingar stjórnarliðsins á Alþingi á upp- haflegum tekjuskattstillögum fjármála- ráðherra aukið þann mun. hópi einstæðra foreldra með eitt barn miðað við gömlu skattalögin. Þorvaldur Garðar Krist- jánsson forseti efri deildar sagði í samtali við Mbl. í gær, að hann hefði fallizt á ósk fjármálaráðherra um frestun 3ju umræðu í efri deild fram yfir helgi, en gert væri ráð fyrir að óhaggað stæði sam- komulag flokkanna um að umræðunni yrði útvarpað. Umræður urðu í gær um málið utan dagskrár í Samein- uðu þingi og stóðu þær frá klukkan 14 til 16 og áfram eftir fundarhlé frá klukkan 17:30 til klukkan 19. Sem dæmi úr niðurstöðum ríkisskattstjóra má nefna, að álagður tekjuskattur á ein:- stakling með 3 milljónir 1 tekjusskattstofn yrði sam- kvæmt tillögum stjórnarliðs- ins 227.250 krónur, en eftir fyrra kerfi hefði tekjuskattur- inn orðið 166.023 krónur, skattahækkun 61.227 krónur. Við fjórar milljónir yrði skattahækkun einhleypings samkvæmt tillögum stjórnar- liðsins 111.594 krónur, en við sex milljón króna markið lækkar hins vegar tekjuskatt- ur einhleypingsins samkvæmt tillögum stjórnarliðsins um 31.396 krónur. Tillögur stjórn- arliðsins virðast hafa í för með sér allt að 40% skatta- hækkun hjá lágtekjufólki í Verðkönnun Verðlagsstofnunar: Verðmismunur á 50 vörutegundum 37,2% Samninga- og verkfallsmálin á Vestf jörðum: Samkomulag í burð- arliðnum á Flateyri Viðræður á Suðureyri og verkfallsboðun þar á morgun? NIÐURSTÖÐUR verðkönnunar. sem Verðlagsstofnun hefur gert, sýna ótvírætt mikinn verðmis- mun í verzlunum á Stór-Reykja- víkursvæðinu. Var mismunur á hæsta og lægsta verði á 50 vörutegundum 37,2% Verðlagsstofnun framkvæmdi þessa könnun 14. og 15. apríl sl. sem fyrr segir náði könnunin til 50 vörutegunda í 25 verzlunum á Egilsstaðir: 32 þús. kr. ódýrara að fljúga en aka — ef bifreiðin eyðir 20 lítrum á hundraði EF EINN maður ekur frá Reykjavík til Egilsstaða á bif- reið. sem eyðir 20 lítrum á hundraðið kostar bensínið í ferðina 62 þúsund krónur. Ef sami maður fer til Egilsstaða flugleiðis kostar fargjaldið 26.100 krónur. Mismunurinn er 32 þúsund krónur. Ef bifreiðin eyðir 10 lítrum á hundraðið kostar bensinið 31 þúsund krón- ur og mismunurinn er 5 þúsund krónur. Ef maður ekur til Akureyrar á bifreiö sem eyðir 20 lítrum kost- ar bensínið 38 þúsund krónur en 19 þúsund krónur ef bifreiðin eyðir 10 lítrum. Fargjald milli Ákureyrar og Reykjavíkur kost- ar 19.450 krónur aðra leiðina. Ef maður ekur til ísafjarðar á bifreið sem eyðir 20 lítrum kost- ar bensínið 45 þúsund krónur en 22.500 krónur ef bifreiðin eyðir 10 lítrum. Fargjald milli Reykja- víkur og ísafjarðar aðra leiðina kostar 18.300 krónur. Miðað er við fullt fargjald með flugvall- argjaldi og án afsláttar. Stór-Reykjavíkursvæðinu. Ef neytandinn keypti þær 50 vöruteg- undir, sem könnunin náði til á hæsta verði, myndu þær kosta kr. 46,849 samanborið við kr. 34,140 ef þær væru keyptar þar sem verðið- var lægst. Mismunurinn er kr. 12.709 eða 37,7%. I tilkynningu frá Verðlagsstofn- un segir að tilgangur verðkönnun- arinnar sé sem fyrr að vekja athygli neytenda á mismunandi verði á sömu vöru og hvetja þá til að leita eftir hagkvæmustu inn- kaupum. Ennfremur segir að nöfn viðkomandi verzlana verði ekki birt að þessu sinni, en fólk geti notfært sér könnunina m.a. með því að bera hana saman við verð í þeim verzlunum, sem það skiptir alla jafna við. Sjá niðurstöður verðkönnun- ar á bls. 13. 11.88%. Birgir ísl. Gunnarsson fylgdi tillögum sjálfstæðismanna úr hlaði og sagði m.a. „Niðurstöðutöl- ur borgarsjóðs eru nú tæplega 40 milljarðar og er það um 65% hækkun frá fyrra ári. Þetta er annað árið í röð sem svo gífurleg hækkun skellur yfir borgarbúa, hækkun sem er umfram verð- bólgu. Þetta ber vott um aukna eyðslu, aukna þenslu hjá borginni og minnkandi aðhald og lítinn áhuga á ráðdeild og sparnaði. Þetta er einkenni þeirra tveggja fjárhagsáætlana sem vinstri- meirihlutinn ber ábyrgð á“. SAMNINGAVIÐRÆÐUR haía staðið yfir undanfarna daga bæði á Flateyri og Suðureyri og í gærkveldi bentu líkur til að samkomulag væri ekki langt und- an á Flateyri. Hins vegar munu viðræðurnar á Suðureyri eitthvað hafi þyngzt síðdegis i gær og samkvæmt heimildum Morgun- Síðan sagði Birgir: „Það eru helstu áhugamál vinstri meiri- hlutans að krefjast stöðugt meiri tekna, hækka stöðugt skatta og seilast æ lengra í vasa skattborg- aranna, en að þeim er nú sótt á tvær hendur, bæði af ríkisvaldinu og borgaryfirvöldum". Þessu næst rakti Birgir tillögur sjálfstæðismanna um lækkun á útgjöldum. í aðalatriðum eru til- lögurnar byggðar á því að ekki verði ráðið í ýmsar nýjar stöður hjá borginni, framlög til gatna og hoiræsagerðar og til ýmissa bygg- ingaframkvæmda lækki um 5%, blaðsins, gerðu sjómenn útgerð- armönnum þar til tilboð í gærdag og óskuðu svara fyrir kvöldið, ella myndu þeir boða til verkfalls í dag með lögboðnum fyrirvara. Á Flateyri var í gærkveldi boðaður fundur í stjórn og trúnað- armannaráði Verkalýðsfélagsins Skjaldar, þar sem samkomulags- framlag til SVR lækki um 150 milljónir og verði 1.850 milljónir. Framlag til BÚR verði lækkað úr 1350 milljónum króna í 1000 millj- ónir. Ýmsar aðrar tillögur til lækkunar útgjalda voru bornar fram á fundinum. Samtals nema tillögur sjálfstæðismanna um lækkun tæplega 1500 milljónum króna. Að auki fluttu sjálfstæð- ismenn tillögu um hækkun nokk- urra tekjuliða. Lækkunartillögur sjálfstæð- ismanna miða að því að komast hjá því að hækka útsvar á borgar- búa, en ef farið yrði að tillögum vinstri meirihlutans, þá myndi það þýða um 1700 milljóna aukna skattlagningu á borgarbúa. Þegar Morgunblaðið fór í prent- un í nótt hafði enn ekki verið tekin ákvörðun um útsvarsmálin, en frá því verður greint í blaðinu á morgun. drögin voru til umræðu. Þó átti ekki að taka endanlega afstöðu til þess fyrr en um helgina, er fyrirhugað er að halda félagsfund í félaginu, enda viðræðum milli samninganefndar félagsins og út- vegsmanna ekki að fullu lokið. Hendrik Tausen, formaður Skjald- ar, sagði í viðtali við Morgunblað- ið í gærkveldi, að fyrir lægi að unnt yrði að semja á svipuðum nótum og í Bolungarvík, en sjó- menn vonuðust til að fá eitthvað betra fram yfir sjómenn á línubát- um. Samningafundir stóðu yfir á Suðureyri frá því klukkan 09.30 í fyrradag til klukkan 00.30 í fyrri- nótt. Samkvæmt upplýsingum Sveinbjörns Jónssonar, formanns Verkalýðsfélagsins Súganda, voru viðræður opnar og farið var yfir kröfugerð sjómannanna lið fyrir lið. Síðan hittust aðilar aftur klukkan 17 í gær og voru þá viðbrögð útvegsmanna orðin allt önnur. Buðu þeir Bolungarvíkur- samkomulagið til stutts tíma, en sjómenn gerðu gagntilboð í anda þess, sem um hafði verið rætt í fyrradag og gáfu frest til kvölds. Þó kvað Sveinbjörn sjómenn hafa komið til móts við útvegsmenn í þessu tilboði. „Þetta er því ekki spurning um ágreining, heldur ytri aðstæður. Við værum búnir að ná samkomulagi, ef við værum einir í heiminum. Nú er þetta spurning um það, hvort útvegs- menn hafa hugrekki til að standa að þessu.“ Vinstri meirihlutinn vill hækka útsvör um 1700 milljónir króna: Alveg ónauðsynlegt — segir Birgir ísl. Gunnarsson BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins lögðu í gærkveldi fram í borgarstjórn ýmsar tillögur um lækkun á útgjöldum borgarsjóðs og jafnframt tillögu um lækkun útsvars. Sýndu þeir fram á að ónauðsynlegt væri að nota nýsamþykkta lagaheimild um hækkun útsvara, en tillögur vinstriflokkanna gera ráð fyrir að hækka útsvör í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.