Morgunblaðið - 20.05.1980, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 1980
5
Kristinn Björnsson:
Hlutverk sálfræð-
inga í grunnskólum
í langri grein, sem Þorsteinn
Gylfason skrifar í Morgunblaðið
12. apríl sl., minnist hann á
sálfræðiþjónustu skólanna — að
því er virðist, þó hann nefni hana
ekki beinu nafni. En málsgrein sú,
sem sýnir, að átt er við ráðgjafar-
og sálfræðiþjónustu skóla er
þannig: „En alþingi íslendinga
samþykkir með glöðu geði grunn-
skólafrumvarp þar sem kveðið er
á um viðamikla sálfræðiþjónustu,
m.a. til „að annast hæfniprófanir
og ráðgjöf í sambandi við starfs-
val unglinga". Mér hefur raunar
skilist að ekki eigi að linna látum
fyrr en komnir eru sálfræðingar í
alla skóla landsins."
Þar sem Þorsteinn ræðir víða í
grein sinni um hlutverk sálfræð-
inga í menntakerfinu, og á þá
sýnilega ekki alltaf við ráðgjafar-
og sálfræðiþjónustu, gæti þetta
gefið mjög villandi upplýsingar
um hlutverk slíkrar þjónustu. Það
er mjög óheppilegt, að almenning-
ur fái þannig óljósar og rangar
upplýsingar, því að grunnskóla-
nemar og aðstandendur þeirra
eiga að geta leitað aðstoðar þess-
arar þjónustu og þurfa því að vita,
hvert er hlutverk hennar.
Mig langar því til að lýsa
hlutverki ráðgjafar- og sálfræði-
þjónustu nokkuð nánar, og það
verður best gert með því að birta
67. gr. grunnskólalaga, en Þor-
steinn slítur einmitt eina setningu
hennar úr samhengi og birtir í
aðfinnslum sínum. í 67. gr. lag-
anna eru ákvæði um hlutverk
ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu.
Greinin er stutt og hljóðar þannig:
Hlutverk ráðgjafar- og sál-
fræðiþjónustu er:
a) að nýta sálfræðilega og uppeld-
isfræðilega þekkingu í skóla-
starfi;
b) að vera ráðgefandi um umbæt-
ur í skólastarfi, sem verða
mættu til að fyrirbyggja geð-
ræn vandkvæði;
c) að annast rannsókn á afbrigði-
legum nemendum og þeim sem
ekki nýtast hæfileikar í námi
og starfi;
d) að leiðbeina skólastjórum,
kennurum og foreldrum um
kennslu, uppeldi og meðferð
nemenda, sem rannsakaðir eru
(sbr. c-lið);
e) að taka til meðferðar nemend-
ur, sem sýna merki geðrænna
erfiðleika, og leiðbeina foreldr-
um og kennurum um meðferð
þeirra;
f) að annast hæfniprófanir og
ráðgjöf í sambandi við náms-
og starfsval unglinga;
g) að annast ýmis rannsóknar-
störf og athuganir í sambandi
við ráðgjafarþjónustuna.
Auk þess sem stendur í 67. gr. er
minnst á sálfræðiþjónustu víðar í
lögunum, einkum í sambandi við
ráðgjöf varðandi sérkennslu og
athuganir nemenda og ráðgjöf
vegna þeirra, sem geta lokið
grunnskólanámi á skemmri tíma
en almennt gerist eða þurfa til
þess lengri tíma.
Verkefni þau, sem upp eru talin,
eru mjög mörg, og langt er frá að
starfslið ráðgjafar- og sálfræði-
þjónustunnar komist yfir að sinna
þeim öllum sem vert væri.
Það hefur verið lögð mest
áhersla á að sinna þeim viðfangs-
efnum, sem nefnd eru í lið c, d og e
í 67. gr., en þeir heyra saman og
gefa fyrirmæli um athuganir á
nemendum, sem eiga í erfiðleik-
um, leiðbeiningar varðandi þá
bæði foreldra og kennara og með-
ferð þeirra.
Liðum a og b hefur óbeint verið
sinnt, einkum með því að vinna að
uppbyggingu sérkennslu fyrir
þroskahefta og aðra hópa, sem
eiga í erfiðleikum. Lið g hefur
varla verið sinnt og lið f mjög
lítið, en hann fjallar um athugan
nemenda í sambandi við starfsval.
Það er mjög bagalegt að þessu
hefur lítið verið hægt að sinna, því
að margir nemendur hafa mikla
þörf fyrir slíka ráðgjöf, þegar þeir
hverfa úr grunnskóla, og það alveg
jafnt þó heimspekingur sjái ekki
eða vanmeti þessa þörf.
I 20 ára starfi mínu við ráðgjaf-
ar- og sálfræðiþjónustu skóla hef-
ur reynslan orðið sú, að mestallur
starfstíminn fer í hagnýt aðkall-
andi verkefni við að liðsinna þeim
einstaklingum, sem minnst mega
Kristinn Björnsson
sín í skólakerfinu og lenda því í
margvíslegum vandræðum.
Ég skal nefna fáein dæmi um
það, sem okkur berst í starfi:
Námserfiðleikar í einni eða fleiri
greinum, ekki hvað síst í lestri og
skrift. Aðlögunarerfiðleikar á
heimili og í skóla, hömlur á starfi
af ýmsu tagi, spurning um skóla-
þroska við upphaf skólagöngu, val
framhaldsskóla eða starfs við lok
grunnskóla, fjölskylduvandamál,
spurningar um uppeldisaðferðir,
kvíði og kjarkleysi, rúmvæting,
skólafælni, og mörg önnur hug-
sýkiseinkenni. Þessi listi gæti orð-
ið miklu lengri, en ég nefni þetta
aðeins sem dæmi.
Sálfræðideild skóla er sem sagt
staður, þar sem foreldrar geta
leitað aðstoðar og ráða varðandi
velferð barna sinna, aðlögun
þeirra og nám. Þá nota sálfræð-
ingar mikið af starfstíma sínum
úti í skólum við að sinna þeim
vandkvæðum, sem þar koma upp,
ræða við kennara og aðra starfs-
menn skóla og vera með í ráðum
varðandi mörg mál er snerta
erfiðleika einstakra nemenda,
heilla bekkjadeilda og starfsemi í
skólanum yfirleitt. Eins og fyrr
segir er langt frá því, að starfslið
sálfræðiþjónustunnar sé nægilega
margt til að sinna þessum verkum
sem skyldi, en byrjunarstarfið er
hafið og okkur virðist að nokkuð
hafi miðað í rétta átt. Hlutverk
okkar í skólakerfinu er ekki heim-
spekilegar vangaveltur um það,
hvort sálfræði sé til eða ekki til.
Heldur er það viðleitni til að nýta
þennan þátt raunvísinda til að
leysa betur vanda samborgaranna
og þá oftast þeirra, sem erfiðast
eiga með nám, minnst er hampað
og mest hætta er á að bíði tjón á
sálu sinni eða hrökklist út úr
skólakerfinu við lítinn orðstír.
Starf sálfræðinganna er einn þátt-
ur í því hlutverki skólans að búa
nemendur sem best undir líf og
starf í þjóðfélaginu eins og segir í
grunnskólalögum.
Að öðru leyti skal ég ekki svara
hinni löngu og ruglingslegu grein
Þorsteins, en hann ræðir ýmist
íslenskukennslu, greindarmæl-
ingar, meint afglöp löngu látinna
sálfræðinga o.m.fl. Er það raunar
ofviða minni greind að skilja
margar ályktanir hans og það
samhengi, sem hann oft virðist sjá
milli hinna fjarlægustu hluta. Það
hvarflar að mér, að hann þurfi að
lesa sum fræði betur, t.d. Mann-
bætur Steingríms Arasonar, til að
skilja inntak þeirrar bókar og
meta réttilega.
Ég verð líka að segja, að hnútu-
kast hans í garð Steingríms Ara-
sonar, Agústar Bjarnasonar o.fl.
löngu látinna mannvina og for-
göngumanna í menntamálum
finnst mér í hæsta máta ósmekk-
legt og óverðskuldað.
Kristinn Björnsson
forstöðumaður Sálfræðideildar
skóla.
Steingrímur Sigurðsson:
Keramik í Hveragerði
Hveragerði er umtalaður stað-
ur, sem byggðist upp á þeim
forsendum, að þar er ógrynni af
sjóðheitu vatni sbr. nafnið. Fólk
hefur tilhneigingu í þá átt að
leita til heitra staða og þarf ekki
annað en að benda á þessar
sífelldu Mallorca-ferðir íslenzks
almennings. Gróðurhús —
ógrynni af þeim — hafa risið
upp í Hveragerði og þarna er
verzlað mikið og fólk allstaðar
að leitar athvarfs og hvíldar á
heilsuhæli N.L.F.Í., og þarna er
vinin Eden hans Braga að vest-
an, sem hefur sérstakt aðdrátt-
arafl. Og í Hveragerði undu sér
áður fyrr skáld, rithöfundar og
listamenn, mislengi þó. Einn
þeirra sagði, að það hefði verið
ágætt þar, þangað til ákveðinn
kvenpeningur úr Ölfusinu fór að
stela af sér mannorðinu. Ekki
meira um það — en alltaf er
eitthvert nýtt blóð að berast inn
í þetta hverapláss. A ferð þar
nýverið var áð til að snæða á
greiðasölustað við Austurmörk
4, sem ber nafnið Hverinn. Nýtt
fólk, aðflutt, ný matargerð, ný
þjónusta. Þar uppi á lofti í sama
húsi hefur verið sett á laggirnar
leirmunagerð — keramik.
Þangað lá leiðin og hið fyrsta,
sem bar fyrir augu var ljóslokk-
uð, síðhærð ung kona, sem sat í
stríðsbúningi á eins konar
hverfisteini og mótaði leir.
Hvert sem augum var litið voru
leirmunir, vasar, kertastjakar,
bollar, blómapottar, jafnvel
sleifar, ausur og eldhúsmunir, og
svo voru þarna grísir (spari-
baukar, forkostulegir) og önnur
dýr ... og hvað var að tarna —
voru ekki þarna ljósakrónur úr
leir. Allt virtist þetta unnið af
ákvörðun, stílfært út í yztu
æsar. Fyrirtækið heitir Leir-
munagerð Aldísar og ber nafn
listakonunnar, sem er að vestan
(frá ísafirði) og heitir fullu
nafni Aldís Bára Einarsdóttir.
Hún lærði listgreinina hjá Glit
undir handleiðslu Þýzkara, sem
var hreinn fagmaður, en sem
kunnugt er, eru Þjóðverjar snill-
ingar í keramik — þeir þekkja
efnafræði náttúrulegs efnis eins
og leirsins, og hafa þá nákvæmni
og rökhugsun til að bera, sem
þarf til að skapa skemmtilega
keramikmuni. Frú Aldís hafði
áður rekið leirmunagerð í Kópa-
vogi, en hún fluttist í Hvg. í
fyrra og hóf sitt nýja fyrirtæki
þarna við Austurmörk 4 í haust
er leið.
Innt eftir fjölbreytni í kera-
mikgerð sinni, kvaðst hún gera
sérunna og sérhannaða hluti
eftir pöntunum. Á þessum sól-
bjarta apríldegi í Hveragerði á
dögunum minnti þessi stutta
heimsókn í keramik-verkstæði
Aldísar á löngu liðna dagstund í
St. Augistine í Florida, sem er
sögulegur staður frá dögum
spánska herveldisins — það er
spænskur staður með spænskar
hefðir í listiðnaði, listmunagerð,
hvort sem það er úr leðri, tré eða
steini. Stemmningin var eitt-
hvað svo áþekk, og það vantaði
einungis Bravadomúsikina sem
undirtón. stgr.
Menntaskólinn
Akureyri
100 ára
1880-1980
í tilefni 100 ára afmælis Menntaskólans á Akureyri hefur
verið ákveðiö að gefa út afsteypur af mynd Leifs Kaldal, gull-
smiðs, af gamla skólahúsinu, er gefin var Siguröi Guðmunds-
syni skólameistara, þegar hann lét af störfum.
♦Afsteypur eru til sýnis á eftirtöldum stööum:
Hjá Listhúsinu og Gallerl Háhól
Akureyri, slmi 23567.
í Klausturhólum Laugaveg 71, slmi 19250.
Hjá Myndaútgáfunni Hafnarstræti 11, slmi 13850.
Pöntunarlistar liggja frammi á framangreindum stöðum, en
pantanir veröa númeraöar eftir þvl sem þær berast. Við
pöntun óskast greiddar kr. 10.000.
Ennfremur er hægt aö fylla út meðfylgjandi pöntunarblaö og
senda þaö til Myndaútgáfunnar Hafnarstræti 11, Reykjavlk.
Vér bjóöum yöur hér með aö eignast eintak af þessum fagra
grip.
L_________________________
MYNDAÚTGÁFAN Hafnarstræti 11, Reykjavlk
J