Morgunblaðið - 20.05.1980, Page 14

Morgunblaðið - 20.05.1980, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ1980 Nlyndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON Það er mikil reisn yfir sýningu Endre Nemes í Norræna húsinu. Þar eru stór málverk, gerð í olíu, temperu og akríl, klippmyndir og gouachemyndir (vatnslitir). Einn- ig eru þarna venjulegar vatnslita- myndir, tússteikningar og blönduð tækni. Ég veit ekki, hvort ég hef hér talið allar þær mismunandi aðferðir, sem Nemes notar við myndgerð sína á þessari sýningu. Það skiptir heldur ekki máli. Það sem gildir á þessari sýningu, eins og öllum öðrum, eru fyrst og fremst gæði þeirra verka, sem sýnd eru, og ekki verður kvartað undan því að þau skorti í þetta sinn. Það er mikill fengur að sýningu sem þessari til landsins. Endre Nemes er fæddur Ungverji, en gerðist fyrst gistivinur Finna, settist síðan að í Svíaríki og hefur búið þar mestan hluta aldurs síns. Hann er menntaður myndlistar- maður frá heimalandi sínu, en frægð sína hefur hann öðlast undir sænskum fána, éf svo mætti Entre Nemes í Norræna húsinu segja. Hann er rakinn súrrealisti í myndlist sinni og notar myndmál, sem ég verð að viðurkenna, að ég er ekki læs á. Hvað um það, hann er jafn góður málari fyrir því. Margar af minni myndum hans, klippmyndir og vatnslitir, eru hreinustu perlur að mínum dómi. Þar notar hann sérlega fíngerða litameðferð og bygging í myndfleti er óaðfinnanleg. Þetta er enn merkilegra fyrir þær sakir, að oft hefur það viljað brenna við hjá heimspekilega þenkjandi súrreal- istum, að myndverkin hafa orðið að láta í minni pokann fyrir hugmyndum. En þetta gengur allt í verkum Nemes. Ég hafði séð eitthvað af myndum eftir Nemes, áður og fyrr, en sannast mála kom þessi ágæta sýning hans mér nokkuð á óvart. Sem sagt: Ég hafði ekki gert mér grein fyrir hve heilsteyptur málari Nemes er. í Norræna húsinu eru nú gríðar stór málverk og einnig smærri verk, eins og segir hér að ofan. Frágangur þessara verka er til mikillar prýði, og sýning þessi hefur farið um flest, ef ekki öll Norðurlönd, og vakið verðskuldaða eftirtekt. Það er afar skiljanlegt, að við hér fögnum því að fá slíka sýningu, en ekki yrði ég hissa, þótt skiptar yrðu skoðanir fólks. Nem- es hefur lagt stund á heimspeki- nám, og kemur það vel fram í sumum verkum hans. Hann er í flokki þeirra listamanna, sem vilja hafa áhrif með túlkun sinni. Hann er ekki ólíkur honum Erro okkar í París, en þeir báðir setja saman alls konar táknrænar og flóknar myndir og vill oft fara svo, að boðskapur þeirra komist ekki til næsta manns. En nú get ég ekki hjálpað upp á hlutina; hver og einn verður að gera sitt til að skilja, hvað er boðskapur eða frásögn myndverksins. Það sem heillar mig í þessum verkum Endre Nemes er fyrst og fremst það myndræna. Bygging verksins og litaspil, sem er bæði persónulegt og styðst við mikla reynslu. Nemes er heldur enginn byrjandi á listabrautinni, hann er kominn á áttræðis aldur og hefur verið starfandi málari mestan hluta ævi sinnar. Nemes hefur lagt stund á skáldskap og hann hefur fengist við ritstörf, meðal annars hefur hann verið gagnrýn- andi, og um tíma teiknaði hann skopmyndir fyrir blöð í heima- landi sínu. Allt þetta finnst mér, að komi í ljós í málverki hans. Hann er ljóðrænn í litameðferð sinni fremur öðrum súrrealistum, og á stundum virðist eins og hann minni á þann fræga mann Max Ernst. Það má einnig finna ýmis önnur áhrif í þessum verkum Nemes, en það eru fyrst og fremst áhrif, en ekki eftirlíkingar. Slíkt mundi ég ekki láta mér detta í hug, svo persónuleg er list Endre Nemes, en hann er barn síns tíma, eins og allir lifandi myndlistar- menn. Eins og sjá má af þessum línum, hafði ég mikla skemmtun af þess- ari sýningu Endre Nemes. Hún er bæði fróðleg og uppörvandi og dálítið óvenjuleg hér á landi. Það eru ekki margir heimamenn, sem vinna í sama anda og Nemes. Því er það fagnaðarefni, er sýningar konta, sem víkka sjónarsviðið, hrista svolítið upp í vanaföstum einstaklingum og brjótá hvers- dagslegar hefðir. Súrrealisminn er engan veginn nýr undir sólu, en það er óhætt að segja, að hann sé ekki á hvers manns borði hér á landi. Þeir sem ánægju hafa af nútímanum, ættu að sjá þessa úrvalssýningu Endre Nemes í Norræna húsinu. Ég vil að lokum þakka honum fyrir innlitið og ánægjuna. Og síðustu orð að sinni verða að benda á sérlega fallega bók um list Nemes, sem seld er þessa dagana í kjallara Norræna hússins, við vægu verði, en er peninganna virði. Valtýr Pétursson ROMMÍ ROMMÍ Nafn á frummálinu: The Gin Game. Höfundur: D.L. Coburn. Þýðandi: Tómas Zoega. Leikstjóri: Jón Sigurbjörnsson. Leikmynd: Jón Þórisson. Lýsing: Daníel Williamsson. Leikfélag Reykjavíkur. Lelkllst eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON Leikverkið ROMMÍ varð víst þannig til að viðskiptafræðingur einn bandarískur, Coburn að nafni, hreifst svo af leiksýningu sem hann sá í New York að hann keypti aðgöngumiða 10 sinnum. Nú, síðan gaf hann sig á tal við leikstjóra og leikara, spurði þá spjörunum úr um leiklist og leik- ritun. Settist svo niður og skrifaði ROMMÍ. Ekki er að orðlengja að leikritið varð vinsælt enda efni þess sígilt: Vandamál þess sem verður gamall og er vísað inn á þann bás sem merktur er „biðstöð dauðans". Höfundi tekst á kíminn hátt að tjá hugarástand þeirra sem komnir eru á endastöðina. En kímnin er sett stáloddi sem sting- ur samvisku okkar, þessara sem svælum lífsgæðin og sjáumst ekki fyrir. Því hvað er gamla fólkið í hugum okkar annað en brosandi afar og ömmur sem heimsækja ber á sunnudögum. Við gerum okkur e.t.v. ekki grein fyrir að bak við brosið getur hulist bælt hatur þess sem hefir stritað allt sitt líf og fær í laun klefa sem er hannaður af þar til gerðri stofnun úti í bæ. í siðfáguðum samfélögum sem hafa þróast í árþúsundir t.d Kínaveldi er ótakmörkuð virðing borin fyrir hinum eldri. í frum- stæðu samfélagi er ótakmörkuð virðing borin fyrir græðgi þeirra sem snúa hjólum framleiðslunnar þá og þá stundina. Því er siðfágun ekki hamslaus sókn í efnisleg gæði, heldur virðing fyrir þeim sem eru að vaxa úr grasi og þeim sem eru að kveðja, ásamt hófsemd þeirra sem standa í blóma. Slík samfélög eru í jafnvægi, þar ríkir ekki kvíði fyrir framtíðinni. Þar er ævistarfinu ekki stolið undir kjör- orðinu verðbólga. Slíkt samfélag er líkt og ilmandi skógur. ROMMI sýnir okkur illgresisgarð. Þær eitruðu jurtir sem festa rætur í hugskoti ömmu og afa, þegar lúnar hendur þeirra sitja tómar í kjöltu. Að vísu sjáum við ekki eitruðu jurtirnar fyrr en hendurn- ar fyllast af spilum og samleikur þeirra Gísla Halldórssonar sem Martin Wellers og Sigríðar Haga- lín sem Fflnsia Dorsey hefst. Þessir þaulvönu leikarar reita við hvert spil — næstum of áreynslu- laust — hverja náplöntuna af annarri úr sálartetrinu þar til ekkert stendur eftir nema auðnin ein — berangur vonbrigðanna. Það er líkt og Sigríður og Gísli lifi verkið á staðnum. Máske er sviðið bara orðið þeirra annað heimili. Mildlýsing Daníels Williamsson og notaleg sviðsmynd Jóns Þóris- sonar juku enn á þá heimilis- stemmningu sem þarna ríkti. Manni datt jafnvel í hug í fyrri hluta verksins að leikararnir byðu leikhúsgestum upp á kaffi. Og ekki spillti eðlileg þýðing fram- kvæmdastjóra Leikfélags Reykja- víkur, Tómasar Zoéga, á verkinu stemmningunni. Er þetta ekki hið ákjósanlega leikhús? Samstæður hópur í gömlu vinalegu húsi á fögrum stað? Allavega er veturinn 1979—80 hjá L.R. frekar ljúfur í minningunni. Fyrst Ofvitinn sem var líkastur andafundi með meist- ara Þórbergi og sannfærði mann enn frekar um ódauðleika sálar- innar, þá Kirsuberjagarðurinn sem líkist draumi í hugskotinu, dálítið rykföllnum að vísu, og að lokum Hemmi, þetta undarlega, brotakennda verk, sem er ekkert annað en spegill þess veruleika sem við búum við. Verk Vésteins situr reyndar ekki rykfallið í minningunni. Við þurfum ekki annað en labba niðrí bæ á hátíðis- dögum verkalýðsforingjanna til að sjá það svart á hvítu. I Hemma var tekin áhætta, boginn þaninn til hins ýtrasta. Slíkt hlýtur leik- hús að gera við og við. Næsta vetur taka nýir leikhússtjórar við hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Vigdís kveður eftir átta ára starf. Það er ekki mitt að þakka henni fyrir, aðeins þennan eina vetur. Eg vil hins vegar bjóða nýliðana velkomna. Vona að þeir taki dá- litla áhættu svona til að byrja með. Hvernig væri til dæmis að fá hressilegt „absúrd" verk? Eða leikrit frá fjarlægum menning- arheildum? Hvers vegna ekki Shakespeare í nýstárlegri upp- færslu? Eitthvað krassandi sem rýfur heimilisfriðinn um stund. Smá rifrildi getur verið nauðsyn- legt á bestu heimilum, það hreins- ar andrúmsloftið. Takk fyrir vet- urinn, þess næsta verður beðið með eftirvæntingu. Gisli Halldórsson í hlutverki sínu cIki - V 1! . KSmí \ t 1 ,lt 'WhIH j B ' i 1 ii wwm [1 M4 ’ #. m Mll

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.