Morgunblaðið - 20.05.1980, Side 15

Morgunblaðið - 20.05.1980, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ1980 15 Skáld ham- brigðanna ÍTALSKA skáldið Mario Luzi (f. 1914) var nýlega á ferð í Svíþjóð í tilefni þess að ljóðasafn eftir hann er komið út í sænskri þýðingu. Mario Luzi er arftaki skálda eins og Giuseppe Ungarettis og Eugenio Montales, stefnu þeirra sem kennd er við hermetisma, innhverfan ljóðheim þar sem ljóð- ið lifir sínu eigin sjálfstæða lífi. Luzi hefur líkt og höfuðskáld hermetismans lagt áherslu á að „segja hið ósagða", leitast við að Tvær Friedrich A. Hayek: LEIÐIN TIL ANAUÐAR, Hannes H. Gissurarson islensk- aði. Almenna bókafélagið, Félag frjáishyggjumanna 1980. Að undanförnu hefur hagfræð- ingurinn Friedrich A. Hayek og kenningar hans verið til umræðu í íslenskum fjölmiðlum, ekki síst eftir að hann köm hingað í fyrirlestraferð á vegum frjáls- hyggjumanna. Hayek er orðinn áttatíu og eins árs, en virðist í fullu fjöri samanber viðtöl við hann. Sú umræða sem átt hefur sér stað um Hayek hefur verið gagnleg, enda er okkur þörf á að kynnast sem flestum skoðunum; einhliða skoðanaskipti hægri og vinstri manna eru sjaldan til eftirbreytni. Málflutningur Hayeks er í anda þeirra sem kenna sig við frjáls- hyggju, en eru andstæðingar sam- hyggju. Hayek er á móti hvers kyns ríkisafskiptum, skipulagn- ingu þeirra sem valdið hafa og öllu því sem hann telur á kostnað einstaklingsins. „Stefna einstakl- ingsfrelsis er eina stefnan fram á við“ að mati Hayeks. Leiðin til ánauðar, höfuðverk Hayeks, kom út 1944, en birtist nú í íslenskri þýðingu Hannesar H. Gissurarsonar. Bókina tileinkar Hayek samhyggjumönnum allra stjórnmálaflokkka, en samhyggju; maður er þýðing á sósialista. í þýðingu sinni einfaldar Hannes nokkuð orðalag meistara síns með því að freista þess að „skila fremur hugsuninni en einstökum orðum". Hannes skrifar: „Til dæmis er orðið „samhyggja" notað um socialism og þessi stefna greind þannig, að orðið „þjóðern- is-samhyggja“ er notað um na- tional socialism, nazism og fasc- ism, „lýðræðis-samhyggja" um democratic socialism og „bylt- ingar-samhyggja" um commun- ism eða revolutionary socialism" Að vísu leggur Hayek að jöfnu sósíalista og nasista og telur flest hið illa sprottið í Þýskalandi, en ég tel að blæbrigðamunur orðanna (hugtakanna) glatist í þýðingunni og er það miður. Það vekur líklega furðu að Leiðin til ánauðar skuli nú fyrst koma út á íslensku, en þess ber að geta að útdráttur bókarinnar birt- ist 1946 í Morgunblaðinu í þýðingu Ólafs Björnssonar. Að dómi Hannesar H. Gissurarsonar er bókin tímabær og „sennilega beittasta vopn“ ungra frjáls- hyggjumanna í hugmyndabarátt- unni. Hannes segir um Hayek að þeim hafi „fjölgað síðustu áratugi, sem taka undir það með honum, að mannlífið sé líkara gróðri, sem spretti af samskiptum frjálsra einstaklinga og verði að fá að vaxa án hindrana, heldur en vél, sem smíðuð hafi verið af einhverjum, en sú er líklega frumhugmynd hans“. F. A. Hayek rökstyður þá skoð- ur, sína að frelsi og skipulag fari ekki saman. Hann telur að sam- túlka í ljóði það sem varla verður tjáð í orðum. Til þess að þetta sé unnt þarf skáldið að skapa myndir sem höfða til lesandans eins og væru þær töfrar, undur. Luzi talar Bókmenntlr eítir JÓHANN HJÁLMARSSON leiðir hyggjumennn hafi breytt merkingu orðsins frelsi. Frum- herjar frelsisins höfðu annað í huga með orðinu, þ.e.a.s. „frelsi frá gerræðisvaldi annarra manná, lausn úr þeim böndum, sem bundu einstaklingana við skipanir ann- arra manna". En frelsi sam- hyggjumanna var „frelsi frá nauð- syn, lausn úr þeim aðstæðum, sem hljóta að takmarka val oss allra, þótt þær takmarki val sumra miklu frekar en annarra". Með þessu móti varð frelsi þeirra að valdi. Hayek vitnar í Walter Lippman orðum sínum til stuðn- ings: „Kynslóð vor er að læra það af reynslunni, hvað tekur við, þegar menn hverfa fráfrelsinu að valdbundinni skipulagningu mála sinna. Þeir lofa sér auknum lífsgæðum, en verða í raun að neita sér um þau. Fjölbreytnin verður að einhæfni, þegar skipu- lagningin eykst. Menn geta ekki flúið örlaganorn áætlunarbúskap- ar og stjórnlyndis". Leiðin til ánauðar er stjórn- málarit og á sínum tíma samið af miklu hugrekki. Samhyggja í ein- hverri mynd var áberandi í við- horfum manna um allan heim á stríðsárunum. Ekki síst fræði- manna um stjórnmál. Sjálfur hafði Hayek hrifist ungur af róttækni í skoðunum. Hann getur þess í formála að það sé sér ekki í hag að bókin komi út. Virða ber hann fyrir yfirvegaða framsetn- ingu skoðana sinna og það að hann hafnar að mestu alhæfingum, en reynir að skýra mál sitt fyrir sem flestum. Hann skrifar ekki ein- göngu handa sérfræðingum, held- ur öllum sem áhuga hafa á stjórnmálum. Ekki er hann neinn ritsnillingur, stíll hans fremur litlaus og mikið um endurtekn- ingar í ekki stærri bók. En viðskipta- og fjármál sem honum eru ofarlega í huga eins og fleiri frjálshyggjumönnum eru sjaldan spennandi lestrarefni. Hann tekur undir með Hilarie Belloc að sá sem ræður yfir framleiðslunni ráði yfir sjálfu mannlífinu. Þegar á allt er litið er nokkur fengur að kynnast skoðunum þessa aldna Austurrríkismanns. Ég get að vísu ekki varist þeirri hugsun að einhliða mat á kenning- um hans, fylgispekt við hvaðeina í ritum hans geti leitt til hins sama og hin kerfisbundna alræðisstefna sem hann berst gegn. Það er of fátæklegt litaspjald sem býður aðeins upp á svart og hvítt, samhyggju eða frjálshyggju, orð sem menn ganga við líkt og staf á hugsjónagöngu sinni. um immagini intemporali, mynd- ir óháðar tímanum. Það kemur ekki á óvart að Luzi hefur samið bók um franska skáldið Mallarmé sem átti sér draum um reglu listarinnar hand- an við óreiðu heimsins. Eins og sannur lærisveinn meistara nútímaljóðsins sem fyrr voru nefndir og fulltrúi annarrar kynslóðar hermetismans eins og ítalskir bókmenntafræðingar kalla hann hefur Luzi iðkað agaða ljóðlist og torrræða. En í ljóðinu Nel Corpo oscuro della metamor- fosi sem birtist á sjöunda áratug og ef til vill má þýða í dimmum líkama hambrigðanna verða breytingar á tjáningarmáta hans. Aðalyrkisefni skáldsins verður ástin; hann kveðst sækja kraft í ástina og sársaukann. Ljóðheim- urinn stækkar. Það er ekki fjarri lagi að tala um breitt ljóð, tilfinn- ing og lýsing nánasta umhverfis skáldsins verða eitt, veruleikinn allt um kring brýst inn í ljóðið. Gagnrýnandinn Bengt Holmqvist skrifar í Dagens Nyheter (14. apríl 1980) að sum ljóðin minni á leikrit eða frásagnir. Hið smáa verður oft mikilvægast: „Það er erfitt að tala um smáatvikin. Erfitt. En það er ekki hægt að komast hjá að tala um þau“ yrkir Luzi. í viðtali við Luzi víkur Holmqvist að því að nýjustu ljóð hans minni stundum á skissur, eða eins og þau séu hripuð niður í flýti. Svar skáldsins er athyglisvert: „Það er með vilja Mario Luzi til að minna á að ekkert er fullgert, í öllu er hreyfing. Ég hef séð nóg af fullkomnun." Luzi segist vera orðinn þreyttur á þeim verkum sem samin eru af yfirburðakunnáttunni einni sam- an. Hann hallast frekar að þeim verkum sem leiða hugann að byrjun, flekkleysi hugans. Skáldbróðir Luzis, Pier Paolo Pasolini, líkti á sínum tíma því fólki sem Luzi yrkir um við rótlausar persónur í kvikmyndum Fellinis. Það minnti hann á ein- mana fólk sem orðið er útlagar í eigin samtíð, fórnardýr „eilífrar nafnlausrar angistar" svo að stuðst sé við orð Pasolinis. Sjálfur orti Pasolini um þetta fólk og gerði kvikmyndir um það. Ef tH vill duga ekki skáldlegar myndir einar saman gegn hinum lamandi ótta nútímamannsins heldur ást, eða annað orð sem segja má að einkenni skáldið Mario Luzi enn betur: kærleikur. Þótt trúarleg efni setji ekki svip sinn á skáldskap Luzis lítur hann á verk sín sem hlutdeild í sköpun sem sífellt heldur áfram. Og hann segist vera kristinn maður. Myndir hans eru ekki „óháðar tímanum" nema í þeirri merkingu að þær eru í anda þróunar sem lætur ekki staðar numið. Lausn hermetismans er aðeins leið til að halda áfram á þeirri braut þar sem list og líf eiga samleið. Ljóðið óhreinkast farsællega af mann- legum hugsunum og gjörðum. Þiónustuferö Volvo 1980 Þeir félagarnir Kristján Tryggvason og Jón Sig- hvatsson eru lagöir af staö í þjónustuferö. Feröin felst í skipulögöum heimsóknum til umboösmanna og þjónustu- verkstæöa Volvo um allt land. Þeir Kristján og Jón veröa akandi á splúnkunýjum Volvo 345, beinskiptum. Er mein- ingin aö þeir sýni nýja bílinn á viökomustööum feröarinnar. Á morgun miövikudaginn 21/5 veröa þeir félagar hjá Bílaverk- stæöi isafjaröar á ísafirði. Þar veröur bíllinn til sýnis frá kl. 11 — 12 og 13—15. VOLVO Suóurlandsbraut 16 • Simi 35200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.