Morgunblaðið - 20.05.1980, Síða 18

Morgunblaðið - 20.05.1980, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 1980 Landssamband iðnverkafólks: Stöðva ber verð- hækkanir með öllu STJÓRN Landssambands iðn- verkafólks hefur ályktað um verðlagsmál, og í ályktuninni skorar stjórnin á stjórnvöld, að sjá til þess, að verðbætum á laun samkvæmt vísitölu 1. júní n.k. verði ekki velt út í verðlagið og ríkisstjórnin stöðvi með öllu al- mennar verðhækkanir frá þeim tima. í ályktuninni segir m.a.: „Fund- urinn telur, að efla þurfi verðlags- eftirlit og gera það virkt á landinu öllu. Einnig að settur verði á stofn verðlagsdómstóll, sem verji lands- menn fyrir ófyrirleitnu okri. Fundurinn vill ennfremur lýsa yfir stuðningi við viðleitni ríkis- stjórnarinnar til að hefta vaxandi dýrtíð og skorar á andstöðuflokka ríkisstjórnarinnar, að styðja þá viðleitni af fullri einlægni." Óskar Friðriksson, kosningastjóri Péturs J. Thorsteinssonar, Málfríð- ur Halldórsdóttir, forstöðumaður skrifstofunnar á Isafirði, og Kjartan Sigurjónsson, formaður kosninganefndarinnar á Vestfjörð- um. Kosningaskrif- stofa Péturs opnuð á STOFNUÐ hefur verið kosninga- nefnd manna, viðs vegar að af Vestfjörðum, er vilja stuðla að kjöri Péturs J. Thorsteinssonar. Formaður nefndarinnar er Kjartan Sigurjónsson skóla- stjóri, varaformaður Guðmundur Þórðarson bygg.m. Aðrir í nefndinni eru: Hálfdán Kristjánsson, Súðavík, Ólafur Guðbjartsson, Patreksfirði, Erla Hauksdóttir, Flateyri, Ragnar H. Ragnar, ísafirði, Messíana Mars- ellíusdóttir, ísafirði, Einar K. Isafirði Guðfinnsson, Bolungarvík, Gunn- ar Proppé, Þingeyri, Haraldur Valsteinsson, Isafirði, Einar Steindórsson, Hnífsdal, Sigurður Guðmundsson, Bíldudal, Högni Þórðarson, ísafirði, Sigurður Jónsson, prentari, ísafirði, Arnór Stígsson, ísafirði, Geirþrúður Charlesdóttir, ísafirði, Einar Árnason, ísafirði og Kristján Sæ- var Pálsson, Bolungarvík. Málfríður Halldórsdóttir er for- stöðumaður skrifstofunnar á ísa- firði. Næstkomandi fimmtu- dagskvöld 22. maí kl. 20.30 verða orgeltónleikar í Há- teigskirkju. A efnisskrá eru eingöngu orgelverk eftir J.S. Bach: Toccata, Adagio og Fúga í C—dúr, Choralfantasia: í dauðans böndum drottinn lá, Tríósónata í C-dúr, Sálma- forleikur: Guð miskunni nú öllum oss, Passacaglia og Fúga í C—moll. Við orgelið er dr. Orthulf Prunner, organisti í Há- teigskirkju. Hann hefir hald- ið orgeltónleika bæði er- lendis og hér á landi og hefur honum verið boðið að halda Bach-orgeltónleik- ar í Háteigskirkju orgeltónleika í dómkirkjunni avsky, dómorganista í Vínar- í Gautaborg og í Þýzkalandi. borg, og hins heimskunna Dr. Orthulf Prunner er Anton Heiller. einn nemenda Peter Plany- (Frá Háteigskirkju) Frá opnu húsi stuðningsmanna Guðlaugs Þorvaldssonar. Fjölmenni á opnu húsi stuðningsmanna Guðlaugs Stuðningsmenn Guðlaugs Þorvaldssonar höfðu opið hús í Súlnasal Hótel Sögu sl. sunnu- dag, með þeim Guðlaugi og Krist- inu konu hans. Mikill fjöldi kom á fundinn og var talið að þar væru um 1500 manns. Margir urðu að standa og hópur fólks varð frá að hverfa vegna þrengsla. í ávarpi sínu til fundargesta minntist Guðlaugur á m.a. hvaða þjóðfélagsmál honum væru hug- stæðust um þessar mundir, en það væru verndun lífríkisins í lofti, á láði og í legi annars vegar og hins vegar ræktun félagsanda og sam- hjálpar meðal manna. Þá ræddi Guðlaugur og um verksvið og vald forseta íslands. Jón Sigurbjörnsson stjórnaði samkomunni og stýrði fjöldasöng. Ávörp fluttu Kristbjörg Kjeld, leikkona og Jóhanna Kristjóns- dóttir, blaðamaður. Guðbjartur Gunnarsson sagði stuttlega frá kosningaundirbúningnum, þ.á m. að seinnipart vikunnar kæmi út fyrsta blað stuðningsmanna Guð- laugs og yrði það prentað í 80 þúsund eintökum. Blaðið heitir FRAMBOÐ Guðlaugs Þorvalds- sonar og áformað að út komi 4—5 blöð fram að kosningum. Óperusöngvararnir Sieglinde Kahman og Sigurður Björnsson skemmtu gestum með söng við undirleik Carls Billich, en á milli atriða lék Gunnar Axelsson á píanó. Kristín Kristinsdóttir, kona Guðlaugs, ávarpaði gesti í lokin og sleit samkomunni. fréttatilkynning. Stuðningsmenn og starfsfólk kosningaskrifstofunnar. Stuðningsmenn Péturs J. Thorsteinssonar: Kosningaskrifstofa opnuð í Njarðvík OPNUÐ hefur verið að Grund- arvegi 23 í Njarðvík kosn- ingaskrifstofa stuðningsmanna Péturs J. Thorsteinssonar. Er hún opin kl. 20—22 mánudaga til föstudaga og um helgar kl. 14— 18. Forstöðumaður skrifstofunnar er Jóhanna Björgólfsdóttir, en kosninganefnd svæðisins skipa: Arnbjörn Ólafsson læknir Keflavík, Margeir Margeirsson framkvstj. Keflavík, Oddný Björg- ólfsdóttir flugfreyja Keflavík, Eyjólfur Sverrisson bílstjóri Keflavík, Þorsteinn Jóhannesson útgm. Garði, Nína Sveinsdóttir húsm. Sandgerði, Kristinn Daní- valsson bifreiðastj. Keflavík og Sigríður Jakobsdóttir húsm. Vog- um. Opinberir starfsmenn, Vestmannaeyjum: Mótmæla tregðu ríkis- valdsins til samninga MORGUNBLAÐINU barst í gær svofelld ályktun frá BSRB, en henni fylgdi, að hún hefði verið samþykkt með öllum greiddum atkvaéðum: „Almennur fundur hjá opinber- um starfsmönnum í Vestmanna- eyjum mótmælir harðlega tregðu ríkisvaldsins og bæjarstjórna að ganga til samninga við BSRB. Fundurinn lýsir fullum stuðn- ingi við kröfur samtakanna og skorar á alla félagsmenn BSRB að fylkja liði og sýna fyllztu sam- stöðu í þeim aðgerðum, sem stjórn og samninganefnd BSRB telja nauðsynlegar til að fylgja kröfun- um eftir.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.