Morgunblaðið - 20.05.1980, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ1980
21
Frábært afrek
Daley Thompsons
BRESKI tugþrautarmaðurinn
Daley Thompson setti um helg-
ina nýtt og stórkostlegt heims-
met í tugþraut á móti í Goetzis í
Austurriki. Gamla metið hans
Bruce Jenner, frá ólympíuleik-
unum 1976, steinlá. Met Jenn-
ers var 8.618 stig, en Thompson
gerði sér litið fyrir og mokaði
saman 8.622 stigum. Stigasafn-
ið var orðið með ólíkindum eftir
fimm fyrstu greinarnar, 100
metra hlaup, langstökk, kúlu-
varp, hástökk og 400 metra
hlaupið. Eftir þessar greinar
var kappinn kominn með 4.486
stig.
„Eg kom hingað til að
tryggja mér farseðil á ólympíu-
leikana í Moskvu,“ sagði
Thompson við fréttamenn i
Goetzis. Þess má geta að lág-
markið i tugþraut í Bretlandi
er 7.750 stig.
Frábært hjá Arthúri:
Setti Evrópumet
Norðurhjaratröllið Arthúr Bogason, Þór, náði
þeim írábæra árangri á Junior Chamber-mótinu í
lyftingum á Akureyri um helgina að setja nýtt
Evrópumet í réttstöðulyftu. Arthúr sem keppti í 125
kg flokki gerði sér lítið fyrir og lyfti 335 kg. Hann
var sá eini sem keppti í kraftlyftingum en keppendur
voru í öðrum greinum. Þar sigraði Freyr Aðalsteins-
son, Þór. Hann keppti í 82.5 kg flokki og snaraði 130
kg og jafnhattaði 155 kg. Samanlagður árangur hans
því 285 kg.
Matthias Hallgrímsson Val skoraði þrennu í leik með
liði sínu Val nú um helgina. Hér sést hann fagna einu
marka sinna. Ljósm. Kristján.
Einvígið var ójafnt!
• Frá vinstri: Hannes Eyvindsson, Hilmar Björnsson og Sigurjón
R. Gislason.
Hannes sigraði í
spennandi keppni
Hörður Hilmarsson, Svíþjóð. skrifar:
SJÖ daga sólskin og sumarveð-
ur virðist hafa haft jákvæð
áhrif á knattspyrnuna hér í
Svíþjóð, leikir helgarinnar í
„Alsvcnskan" þóttu flestir all
góðir og fleiri mörk voru skor-
uð en í fyrri umferðum, eða 16 í
leikjunum sjö.
Sundsvall — Malmö FF 1—3
Brage — Hammarby 1—0
Djurgarden — Kalmar 0—2
EÍfsborg — Atvidaberg 2—2
Landskrona — Gautaborg 0—3
Norrköping — Mjallby 0—0
Öster — Halmstad 1—1
Öster var vægast sagt óheppið
að tapa stigi gegn meisturunum
frá í fyrra, Halmstad. Hluti
leiksins var sýndur í sjónvarpinu
og þar sást m.a. mark það sem
Öster gerði á 30. mínútu. Það
kom eftir frábæran einleik Teits
Þórðarsonar, sem síðan gaf góða
sendingu á landsliðsmanninn
Peter Nielson sem gat ekki
annað en skorað. Öster átti 6—7
önnur dauðafæri í leiknum, t.d.
komst Teitur eitt sinn einn í
gegn, ætlaði að vippa yfir
markvörðinn, en hann sá við
honum og varði glæsilega. En
Öster þarf ekki að örvænta þó
liðið hafi tapað stigi, liðið leikur
góða knattspyrnu og er eitt best
leikandi lið Svíþjóðar í dag.
Blöðin í Landskrona gerðu
mikið veður út af viðureign
íslensku landsliðsmarkvarðanna
Arna Stefánssonar og Þorsteins
Ólafssonar, sögðu að einvígi
þeirra myndi ráða úrslitum í
leiknum. Ekki reyndist það satt
vera, því yfirburðir Gautaborg-
arliðsins voru umtalsverðir. Lít-
ið reyndi á Þorstein að þessu
sinni, en Árni hafði nóg að gera.
Lengst af stóð Árni vel fyrir
sínu, en hann hefði átt að koma í
veg fyrir eitt marka Gautaborg-
ar, en mörk Thorbjörns Nilsonar
voru hins vegar óverjandi með
öllu fyrir Árna. Meiðsl lykil-
manna settu svip sinn á leik
Landskrona sem má ekki við
slíku og er greinilegt, að liðið
kemur varla til með að blanda
sér í toppbaráttuna. Öðru máli
gegnir um Gautaborg, sem var
að flestra áliti besta lið Svíþjóð-
ar í fyrra og virkar mjög sterkt
um þessar mundir. Liðið hefur
unnið tvo síðustu leiki sína 3—0,
þannig að Steini hefur haft það
náðugt, en verið þó traustur og
öruggur þegar á hefur þurft að
halda.
Forward, lið Rúnars Georgs-
sonar og Einars Ásbjörns 01-
afssonar gerði jafntefli á útivelli
gegn Jevle, 0—0. Við hjá AIK
lékum 12. þessa mánaðar í Jevle
með sama árangri og leikum í
kvöld gegn Broma.
I þriðju deildinni er það helst
að frétta, að Örgryte vann Ny-
köping 2—1 og Örn Óskarsson
var mjög góður í leiknum, Afton-
bladet í Stokkhólmi sagði hann
besta mann leiksins. Stefán
Halldórsson og félagar hans hjá
Kristianstad töpuðu heima 0—1
fyrir Jönköping. Samkvæmt út-
varpinu sótti heimaliðið mjög í
síðari hálfleiknum, en mark-
vörður Jönköping, Ársæll
Sveinsson, var þeim erfiður ljár í
þúfu og bjargaði stigunum fyrir
lið sitt. Stefán átti góðan leik,
skapaði stöðugt hættu. Örgryte
er nú eitt efst í 3. deild með 7
stig eftir 5 leiki. Jönköping og
Halmia, gamla liðið hans Matt-
híasar Hallgrímssonar, eru með-
al þeirra liða sem hafa fimm
stig. Kristianstad hefur 3 stig
eftir 4 leiki, Grimsás lék ekki um
helgina og er í neðsta sæti með 2
stig eftir fjóra leiki, en það er
engin ástæða fyrir þá Eirík
Þorsteinsson og Sveinbjörn Há-
konarson að örvænta, mótið er
rétt byrjað og margt getur enn
gerst.
MICHELIN-keppnin í golfi íór
fram á Ilólsvelli við Leiru um
helgina. Voru leiknar 36 holur
með og án forgjafar. Keppni
tveggja efstu keppenda var
tvísýn og spennandi, en þegar
upp var staðið hafði Hannes
Eyvindsson sigrað á 151 höggi.
Lék Hannes á 38, 37, 37 og 39
höggum. Sigurjón R. Gíslason
GK varð annar á 152 höggum,
40, 39, 37 og 36. í þriðja sæti
hafnaði Hilmar Björnsson á 159
höggum, 37, 38, 42, 42.
í keppninni með forgjöf sigr-
aði Edward L. Bradford GS á 143
höggum nettó, Hrannar Hólm
GS varð annar á 144 höggum
nettó og þriðji varð Ingi Stef-
ánsson á 147 höggum nettó.
Aukaverðlaun voru nokkur og
Júlíus R. Júlíusson hreppti tvo
Michelin-hjólbarða fyrir að vera
næstur holu á 3. braut, eða 34
sentimetra. Golfkúlur og fleira
góðgæti hlaut Guðbjartur Jóns-
son GK fyrir að bæta sig um 14
högg milli keppnisdaga.
Stórtap
Arsenal
í GÆRKVÖLDI léku Arsen-
al og Middiesbrough. og
endaði leikurinn með sigri
þeirra siðarnefndu sem tóku
Arsenal í kennslustund og
sigruðu þá 5—0. Þar með á
Arsenal ekki möguleika á
UEFA-sæti næsta keppnis-
tímabil.
Real Madrid
varð meistari
REAL Madrid varð spænsk-
ur meistari i knattspyrnu,
liðið sigraði Atletico Bilbao
3—1 í síðasta leik sinum og
endaði þvi keppnistimabilið
með 53 stig. Þetta var allt
saman hálf nöturlegt fyrir
leikmenn Real Sociedad.
Fyrir hálfum mánuði tapaði
liðið sinum fyrsta og eina
leik á keppnistímabilinu og
var það Sevilla sem lagði
liðið að velli. Það þurfti ekki
meira, Real Madrid hlaut
einu stigi meira, Sociedad
hreppti 52 stig. Sporting
Gijon hafnaði i þriðja sæti
með 39 stig. Úrslit leikja um
helgina urðu sem hér segir:
Almeria — Barcelona 1—1
Zaragoza — R. Vallecano
3-2
Real Betis — Valencia 3—0
Salamanca — L. Palmas 2—0
Real Sociedad — Atl. Madrid
2-0
Hcrcules — Sevilla 0—1
Gijon — Malaga 0—1
Espanol — Burgos 1—0
Paragi sterkur
meö spjótiö
FERENCE Paragi frá Ung-
verjalandi, heimsmethafinn
í spjótkasti var í sviðsljósinu
um helgina á móti einu
miklu í Wales. Paragi kast-
aði spjótinu 96,20 metra og
er það næstlengsta kast frá
upphafi spjótkasts. Sjálfur á
Paragi heimsmetið eins og
áður segir. það setti hann
fyrr í þessum mánuði í
heimalandi sinu, kastaði
hann spjótinu þá 96,72
metra.
Hollywood
hlutskarpast
VEITINGAHÚSIÐ Holly-
wood. með þá Stefán Kon-
ráðsson og Gunnar Svavars-
son í broddi fylkingar, sigr-
aði í firmakeppni í borðtenn-
is, sem borðtennisdeild Vik-
ings stóð fyrir um helgina.
20 fyrirtæki áttu lið í keppn-
inni.
Bergiðjan varð í öðru
sæti, en fyrir hana kepptu
Hjálmar Aðalsteinsson og
Olaf Forberg. í 3. til 4. sæti
urðu síðan Rafmagnsveita
Reykjavíkur, b-lið, og a-lið
Landspitalans.
Mútumál í
Grikklandi
ÞAÐ er víðar en á Ítalíu,
sem mútustarfsemi er í há-
vegum höfð samhliða knatt-
spyrnumótum. Forseti og
stjórnarmaður hjá griska
féiaginu Iraklis sitja nú
undir lás og slá vegna
meintra tilrauna til að múta
leikmanni Paok, _ Filotas
Pellios að nafni. Áttu þeir
félagar að hafa greitt Pell-
ios fyrirfram upphæð sem
nam 2500 bandarikjadölum,
með loforð um frekari
greiðslu eftir kapplcik. þar
sem Irakles og Paok áttust
við i undanúrslitum grisku
bikarkeppninnar.