Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ1980 25 Ljfem. Mbl. KrÍHtján. óti KR. Hreiðar markvörður kemur engum vörnum við. iraði þrennu kr- f» Valur w O Bestu tækifæri KR komu á 26. mínútu er Sverrir Herbertsson átti gott skot og á 35. mínútu þegar þrumuskot frá hinum bráð- efnilega Sæbirni Guðmundssyni sleikti þverslána. Matti skorar tvívegis KR-ingar byrjuðu síðari hálf- leikinn af miklum krafti og á 52. mínútu skall hurð nærri hælum við mark Vals. Sæbjðrn hafði brotist í gegn, renndi boltanum út á Jón Oddsson sem náði góðu skoti en Sævar Jónsson bjargaði naum- lega á línu. Ekki er gott að segja hvernig leikurinn hefði þróast hefði KR-ingum tekist að skora þarna. A 55. mínútu skorar Matthías sitt annað mark. Fékk hann góða sendingu frá Þorsteini og lék upp að hliðarlínu vítateigsins. Var eins og Hreiðar markvörður reiknaði með fyrirgjöf þar sem hann kom aðeins út úr markinu. En Matthí- as skaut föstu og glæsilegu skoti á stöngina nær og í netinu small boltinn, glæsilegt mark. KR-liðið gafst ekki upp þrátt fyrir mótbyrinn og barðist vel. Birgir Guðbjörnsson átti gott tækifæri á 69. mínútu en var fullseinn til að skjóta og Sigurður hljóp á móti og varði. Á 87. mínútu komst Sæbjörn einn inn- fyrir en gott skot hans var varið. Á markamínútunni miklu, eða 43. mínútu síðari hálfleiksins, ná Valsmenn góðri sókn. Ólafur Danivalsson nær að senda góðan bolta á Matthías sem er inni í vítateig. Hann snýr varnarmann- inum sem valdaði hann snyrtilega af sér og nær að skjóta boltanum í bláhorn marksins á stöngina fjær. Og náði þar með hinni eftirsóttu þrennu. Valsmenn sterkir Lið Vals hefur fengið sannkall- aða óskabyrjun í íslandsmótinu. Hafa fjögur stig og skorað sjö mörk gegn engu í tveimur leikjum. Það er barist um hvert sæti í liði Vals og kemur það greinilega fram á leik liðsins. Allir leikmenn standa vel fyrir sínu, vinna af dugnaði og berjast vel. Liðið er í heildina afarjafnt og ekki er gott að gera upp á milli leikmanna. Matthías Hallgrímsson átti mjög góðan leik og var nú allur annar en móti FH. Albert Guð- mundsson vann vel og hafði mikla yfirferð. Aftasta vörn Vals var sterk. Óttar Sveinsson hefur kom- ið mjög vel frá leikjum sínum sem bakvörður. Magnús Bergs og Þorgrímur eru klettar á miðjunni og Sævar einstaklega traustur og sókndjarfur. Þá var Sigurður Har- aldsson öruggur í markinu. Lið KR barðist vel, en það fer ekki langt á baráttunni einni. Liðinu gekk ekki nægilega vel að ná samleik, og of oft var um langspyrnur að ræða, í stað send- inga á samherja. Sæbjörn Guð- mundsson var besti maður liðsins og skapaði ávallt hættu er hann fékk boltann. I stuttu máli: íslandsmótið 1. deild. Laugardalsvöllur. 17. maí. KR - Valur 0-3 (0-1). Mörk Vals: Matthías Hall- grímsson á 20, 55 og 88 mínútu. Gult spjald. Albert Guðmundsson Val, Hörður Júlíusson Val. Dómari Óli Olsen. Áhorfendur: 1961. Ágóðahlutur knattspyrnudeildar KR af leikn- um varð krónur 2.399.705. — Þr. Tvö mörk á 6 mín- útum færðu ÍBK sigur ÍBK hreppti tvö stig gegn FH á Kaplakrika, er liðin áttust við á íslandsmótinu í knattspyrnu þar um helgina. Og FH-ingar gerðu gestum sínum svo auðvelt fyrir að með ólíkindum mátti heita. Lokatölur leiksins urðu 2—1 fyrir ÍBK, eftir að staðan i hálfleik hafði verið 0—0. Verður að segjast eins og er, að allt þar til að fyrsta mark leiksins var skorað snemma i síðari hálfleik, var FH heldur sterkari aðilinn í slökum leiknum, eða a.m.k. sá aðili sem fékk fleiri tækifæri til að skora, en þá opnuðust nægi- lega margar flóðgáttir í vörn liðsins til þess að ÍBK náði að svara með tveimur mörkum og verjast síðan auðveldlega allt til leiksloka. Það mættu ekki margir Hafn- firðingar í Kaplakrika til þess að fagna liði sínu í 1. deild og er ekki frá því að maður velti því fyrir sér hvort að stúka sú sem er byrjað að grafa fyrir, verði nokkurn tíma þéttsetin. Ef einhvern tíma hefði verið grundvöllur fyrir sæmilegri mætingu áhorfenda á Kaplakrika, þá var það nú, FH nýkomið upp úr 2. deild og með þrjá nýja leikmenn innanborðs, liðið því til alls líklegt. En nei, nei, rúmir 300 létu sjá sig og er hætt við að félagið fái ekki miklar tekjur af heimaleikj- um sínum. Fyrri hálfleikur var ákaflega tíðindalítill og einu skiptin sem eitthvað var um að vera uppi við mörkin, annað en hnoð og mark- spyrnur, þá voru það FH-ingar sem fundu sér eitthvað sem hægt hefði verið að moða úr. T.d. átti Pálmi Jónsson eina afbrennslu á 18 mínútu eftir að Gísli Eyjólfsson miðvörður ÍBK hafði látið knött- inn renna í gegn um klofið á sér og rakleiðis til Pálma. Pálmi, sem var skæðasti framherji FH, var aftur á ferðinni 6 mínútum síðar, fékk þá góða stungusendingu inn fyrir vörn ÍBK, en skot hans telst varla hafa heppnast, knötturinn hafnaði í fangi Jóns Örvars mark- varðar ÍBK, án þess að hann þyrfti að bera sig eftir knettinum. Um miðjan hálfleikinn braust miðvörður FH, Guðjón Guð- mundsson fram völlinn og sendi knöttinn síðan firnafast yfir mark ÍBK, en að öðru leyti töldust atburðir fyrri hálfleiks ekki til tíðinda. Fyrsta markið kom síðan á 58. FH- 1_____o IBK I t mínútu. Heimir Bergsson komst þá inn í afleita sendingu til markvarðar ÍBK, hugðist leika á hann, en var við það felldur gróflega. Helgi Ragnarsson skor- aði fyrsta mark FH i 1. deild úr vítinu, en spyrna hans var slök og hefði Jón Örvar ekki staðið í rangan fót, hefði hann ekki þurft annað en að reka út tána til þess að verja. En FH-ingar hafa oftar en einu sinni reynst vera litlir bógar að halda forskotum og svo var einnig nú, ÍBK jafnaði aðeins tveim mínútum síðar. Það var glæsilegt mark. ÍBK fékk auka- spyrnu rétt utan við vítateigshorn FH hægra megin. Einn Keflvík- inga kom sér fyrir við enda varnarveggs FH, svona svipað og sjónvarpsáhorfendur sáu Jimmy Greenhoff gera í leik Man. Utd. og Coventry fyrir skömmu. Áhorfendur á Krikanum voru fljótir að rifja það upp og biðu þess að IBK-maðurinn hlypi úr stað með FH-ing í eftirdragi er Ólafur Júlíusson tæki spyrnuna. Er menn einbeittu sér fast að þessu, gerði Óli Júl það sem enginn reiknaði með, hann vippaði knettinum inn í teiginn þar sem Sigurjón Sveinsson, ungur nýliði í liði ÍBK, kom aðvífandi og skallaði glæsilega í netið. 6 mínútum síðar var staðan orðin 2—1 fyrir ÍBK, en þá skoraði Þórir Sigfússon óvænt mark eftir að knötturinn hafði borist fyrir mark FH frá vinstri. Skallaði Þórir fram hjá úthlaupandi mark- verði FH, en vörn liðsins svaf svefni hinna réttlátu. Ragnar Margeirsson stýrði knettinum síðustu sentimetrana, en að sögn vel staðsettra aðila, átti Þórir markið. Sókn FH var nokkuð þung í lokakafla leiksins og var sömu- leiðis alveg ljóst að leikmenn ÍBK voru meira en ánægðir með feng- inn hlut. Þeir pökkuðu í vörn og gáfu aðeins einu sinni verulegt' færi á sér, en þá lyfti Pálmi knettinum yfir mannlaust markið eftir að Jón Örvar, óöruggur markvörður ÍBK hafði misst frá sér fyrirgjöf. Pálmi var hins vegar ekki í jafnvægi er færið gafst og því heldur mikið sagt að um dauðafæri hafi verið að ræða. Sigurjón Sveinsson og Ragnar Margeirsson hjá ÍBK, báðir dug- legir, leiknir og ósérhlífnir leik- menn. Bakverðirnir Guðjón og Óskar voru að venju traustir, en að öðru leyti var dálítil flatneskja yfir liði ÍBK. Hins vegar börðust þeir allir eins og þeir ættu lífið að leysa. Flatneskjan var enn meiri hjá FH og er óhætt að segja að maður hafi átt von á meiru úr þeim herbúðum. Pálmi Jónsson var ógnandi í framlínu liðsins og sýndi mikla yfirferð. Þeir Heimir Bergsson og Ásgeir Arnbjörnsson sýndu góð tilþrif annað slagið, en fundust ekki þess á milli. Aðrir tindar voru ekki í liðinu og því fór sem fór. í stuttu máli: íslandsmótið í knattspyrnu, Kaplakrikavöllur FH—ÍBK 1 — 2(0-0). Mark FH: Helgi Ragnarsson úr víti á 58. mín. Mörk ÍBK: Sigurjón Sveinsson (60. mín.) og Þórir Sigfússon (66. mín.). Gu! spjöld: Atli Mexandersson FH Áhorfendur: 310. — gg- _____ wk & • FH-ingar sækja aft Jóni Örvari Arasyni, markverði IBK. með þeim afleiðingum, aft hann missir frá sér knöttinn. Hættunni var þó bægt frá. Ljósm. Mbl. Kristinn LiðUBK: , Lið Vals: Lið FH: Guðmundur Ágeirsson 6 Sigurður Haraldsson 7 Halldór Pálsson Helgi Helgason 7 Þorgrímur Þráinsson 7 Viðar Halldórsson Einar Þórhallsson 7 Óttar Sveinsson 7 Atli Alexandersson Benedikt Guðmundsson 7 Sævar Jónsson 7 Valþór Sigþórsson Vignir Baldursson 6 Magnús Bergs 7 Guðjón Guðmundsson Þór Hreiðarsson 7 Albert Guðmundsson 7 Magnús Teitsson Sigurður Grétarsson 7 Ólafur Danivalsson 5 Þórir Jónsson Helgi Bentsson 7 Matthías Hallgrímsson 8 Helgi Ragnarsson Ingólfur Ingólfsson 7 Hörður Júlíusson 5 Pálmi Jónsson Valdimar Valdimarsson 5 Guðmundur Þorbjörnsson 6 Heimir Bergsson Sigurjón Rannversson 6 Jón Einarsson 5 Ásgeir Arnbjörnsson Þorsteinn Sigurðsson (vm) 6 Ásgeir Elíasson (VM) Lið Þróttar: Lið KR: Valur Valsson (VM) Jón Þorbjörnsson 4 Hreiðar Sigtryggsson 4 ekki nóguI Ottó Hreinsson 4 Guðjón Hilmarsson 5 Lið ÍBK: Rúnar Sverrisson 5 Sigurður Pétursson 6 Jón Örvar Arason Þórður Theódórsson 5 Ottó Guðmundsson 6 Soakr Færset Sverrir Einarsson 6 Börkur Ingvarsson 5 Guðjón Guðjónsson Harry Hill 5 Jón Oddsson 6 Kári Gunnlaugsson Þorvaldur Þorvaldsson 6 Hálfdán Örlygsson 5 Gísli Eyjólísson Jóhann Hreiðarsson 6 Sverrir Herbertsson 5 Skúli Rósantsson Ágúst Hauksson 6 Birgir Guðjónsson 6 Þórir Sigfússon Sigurkarl Aðalsteinss. 5 Sigurður Indriðason 6 Sigurjón Sveinsson Ólafur Magnússon 5 Vilhelm Fredrikssen (vm) 5 Ragnar Margeirsson Halldór Arason 6 Elías Guðmundsson (vm) 5 Gunnar Jónsson Páll ólafsson 7 Örn Guðmundsson 5 óiafur Júlíusson Dómari Arnþór Óskarsson 7 Dómari: Óli Olsen 6 Þórður Karlsson (VM) 5 4 5 4 5 4 6 4 7 6 6 4 4 6 6 5 5 6 5 7 7 4 5 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.