Morgunblaðið - 20.05.1980, Page 25

Morgunblaðið - 20.05.1980, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ1980 33 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Hilmar Foss Lögg. skjalaþýö. dómt. Hafnar- stræti 11, sími 14824, Freyju- götu 37. Sími 12105. Bólstrun, klæöningar Klæöum eldri húsg., ákl. eöa leöur. Framl. hvíldarstóla og Chesterfieldsett. Bólstr. Laugarnesvegi 52. Sími 32023. Húsgagnaviögeröir Tek að mér alls konar viögeröir á húsgögnum, lakk og póler- ingar. Verkiö unniö af meistara. Uppl. í síma 74967. Mercedes Benz 280 SE 1976, háklassabíll meö öllum búnaöi, ekinn aöelns 13.000 km. Aöal Bílasalan, Skúlagötu 40, símar 19181 og 15014. Gróöurmold til sölu Heimkeyrö í lóöir. Uppl. í síma 44582 og 40199. Ullarkápur til sölu Frekar í frúarlínum. Sumt ódýrt. Skipti um fóöur í kápum. Kápusaumastofa Díana sími 18481. Miötúni 78. Sálarrannsóknarfélag Suöurnesja Heldur kynningar- og fræðslu- fund um starfsemi Sálarrann- sóknarfélaga í félagsheimilinu Vík, Keflavík í kvöld kl. 20.30. Frummælandi: Ævar R. Kvaran. öllum heimill aögangur. Stjórnin. Krossinn Biblíulestur f kvöld kl. 8.30 aö Auöbrekku 34, Kópavogi. Allir hjartanlega velkomnir. Ferö í Þórsmörk um Hvítasunn- una 24.—26. maí. Lagt af staö laugardag kl. 9. Uppl. á skrifstof- unni Laufásvegl 41, sími 24950. Fíladelfía Almenn samkoma kl. 20.30. Ræöumaöur Einar J. Gíslason. IOOF =DB 1P =1625208V? S..F. GEOVEPNOARFÉLAG ISLANDS raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar fundir mannfagnaöir Fundarboð Aöalfundur Fjárfestingarfélags íslands árið 1980 verður haldin aö Hótel Sögu, hliðarsal 2. hæð, þriðjudaginn 20. maí n.k. kl. 17.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Breyting samþykkta félagsins í samræmi við nýju hlutafélagslögin. Fundargögn verða afhent á skrifstofu Fjár- festingarfélagsins aö Grensásvegi 13, Reykjavík, fimm síðustu virka daga fyrir fundardag. KAUPMAN NASAMTÖK ÍSLANDS Hádegisverðarfundur verður haldinn aö Hótel Loft- leiðum Víkingasal, miðvikudag- inn 21. þ.m. kl. 12.15. Gestur fundarins verður formaöur Framsóknarflokks Steingrímur Hermannsson ráðherra. Ræðir hann um efnahagsmál og störl ríkisstjórnarinnar og svarar fyrirspurnum fundarmanna. tilboö — útboö Ifj ÚTBOÐ Tilboð óskast í hjólbarða á strætisvagna fyrir strætisvagna Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 19. júní 1980 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi ö — Sími 25800 „í fangelsi var ég 0g þér komuð til mín“ Að gefnu tilefni, tel ég það skyldu mína að segja hér nokkur orð til viðbótar og þátttöku þeirra umræðna og blaðaskrifa, sem orðið hafa um fangelsismál á landi okkar á þessu ári. Atvikin hafa hagað því þann- ig, að ég var fyrir áratugum fangelsisprestur á Litla-Hrauni í heilan áratug, kom þar oft og kynntist öllu þar vel þá. Hef svo raunar alla tíð síðan verið í nokkru sambandi við fanga og fangelsi, starfsemi „Verndar", Skilorðseftirlit og Amnesty. Tel ég allt þetta mik- ilsverða menntun og lífsreynslu ekki sizt fyrir prest. En get þess hér aðeins til þess að þeir, sem orð mín lesa telji þau á reynslu og sannleika byggð, og nú hef ég verið fangaprestur síðastliðna fjóra mánuði. Auðvitað lítur hver sínum augum á silfrið, og hér eru það mínar skoðanir á málinu, sem látnar verða í ljós í sem allra fæstum orðum í örstuttri blaðagrein, en gætu verið efni í langa ritgerð eða heila bók. í upphafi vil ég vegna þjóðar minnar vitna í orð útlendings, sem dvaldi um tíma á heimili mínu fyrir 30 árum. Kom til okkar eftir dvöl á „Vinnuhæl- inu“, en hafði gist fangelsi á meginlandi Evrópu í minnsta kosti þrem löndum bæði í styrj- öldinni og eftir að henni lauk. Hann sagði um Litla-Hraun þá, og vildi þó losna, þvi frelsið er dýrmætt: „Hér er eins og hótelvist í samanburði við þau helvíti, sem ég hef verið í.“ Samt veit ég flest hafa breytzt til hins betra síðan. En daglegar fregnir af föngum, dómum, pyndingum og aftökum frá öðr- um heimshlutum, gefa þó sann- arlega til kynna, að enn er mannkyn að mestu á frumstigi, á vegum miskunnseminnar. Hér á íslandi stöndum við nokkuð vel að störfum og stöð- ugra umbóta verður vart hin síðari ar, þótt enn sé langt í land til að breyta refsivist fortíðar, sem allir hafa talið sjálfsagða um aldaraðir í betrunarvist þá, sem nútíðin eygir og framtíðin gefur fyrirheit um handa þeim, sem ganga undir heitunum fang- ar og glæpamenn, afbrotamenn og aumingjar, en eru í raun aðeins ógæfumenn og minnstu bræðurnir í sínu samfélagi. Og hér vil ég geta þess, sem er gæfan mesta, að við íslendingar eigum enga svonefnda „sam- vizkufanga" innan okkar fang- elsismúra. Margt hefur breytzt í áttina til betrunarvistar. Samt er margt og mikið ólært ennþá. Nú hafa flestir aðstöðu til vinnu og launa fyrir þau störf, sem unnin eru. Ennfremur er aðstaða til tómstundaiðkana, náms og sjálfsmenntunar á Litla-Hrauni. Því miður er þó búskapurinn þar horfinn úr sögunni. Það er afturför, sem telja má óskiljan- lega ráðstöfun og óbætanlegan skaða. í fangelsum „fyrir sunnan", eða hér í borginni er aðstaða öll nokkuð önnur, enda gert ráð fyrir skammtímadvöl yfirleitt til gæzlu eða könnunar. Kynni mín af fangavörðum eru góð og tel ég þá vingjarnlega og góða menn, en samt helzt um of bundna við bókstaf og reglur, sem sjálfsagt þarf að taka tillit til, meðan í gildi eru, en ætti svo sannarlega að endurskoða og breyta sem allra fyrst á ýmsan hátt. Auðvitað eiga verðir en ekki vistmenn að ráða. Þar verður allt að fylgja fram- rás tímans og framförum í átt til betrunarvistar. Um það verða allir að verða á einu máli. Störf gæzlumanna eru vanda- söm. Þar gildir á hæsta stigi reglan: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar." Og þar ætti sannarlega að velja hin mestu göfugmenni til starfa. Enda hefur það oft tekist ótrúlega vel. En stöðnuð form og seinagangur á „æðri stöðum" orðið til trafala, þótt allt sé í framför. Um fangana er það að segja. Að flestir, sem fangelsi gista hér á landi eru ógæfubörn á refil- stigum áfengis og eiturneyzlu, sem breytzt geta og breytzt hafa stundum úr englum í djöfla á örskotsstund. Þótt auðvitað séu hér eins og alls staðar engir tveir eins og hverjum hæfi sitt. En þar gildir alltaf: Burt með brennivinið. Væri brennivín úr sögunni, þyrfti aldrei að byggja né stækka fangelsi hér, heldur breyta þeim, sem eru nú í betra form til að bæta úr uppeldi vanræktra unglinga af heimilum eða heimilisleysi fráskilinna for- eldra. En þau yrðu einnig mun færri, ef eiturneyzlan yrði sem minnst. Allir þrá þessir vesalingar, eins þótt þeir reyni að slá um sig með stóryrðum og strákskap, umhyggju, tillitssemi og alúð. Jákvæð aðstaða og hlýlegt við- mót ásamt virðingu fyrir hverri mannssál er hinn eini grundvöll- ur og jarðvegur, sem umgengnin þarf að byggja á og vaxa úr. Engan þyrstir sárar í virðingu og traust, þótt þeir svo brygðust því síðar ifsinni ógæfu. Um hinar títtnefndu „cellur" og refsiaðgerðir vil ég segja þetta: Þar eru úreltar aðferðir og aðgerðir á ferð. Það bætir engan, þótt það kannske breyti ein- hverju í bili að 'vera einangraður í allslausum kjailaraklefa með bekk til að hvíla á og biblíuna við höfðalag!! Samt vil ég af eigin sjón og raun segja, að um þessa klefa og klefavist hefur um stund verið þyrlað upp moldviðri og mis- skilningi. Auðvitað er ekki hægt að fá föngunum stjórn fangelsis í hendur fyrirvaralaust. Ég færði þar einum kveðju frá móður sinni. Hann tók þeirri kveðju á kuldalegan hátt, þar sem hann lá, að því er virtist ánægður á svip og léttur í máli og las í bók, ekki samt heilagri ritningu. Hún lá á gólfinu til fóta hans. Hann sagði meðal annars: „Mér líður svo sem ágætlega, hér er bjart og hlýtt en að sjálfsögðu einmanalegt. En — bætti hann við — þetta eru einhver mistök allt saman." — Já, þetta voru mistök. Þeir fóru allir upp um kvöldið, og verða vonandi síðustu óþekku börnin í „cellunum" á Litla- Hrauni. Þarna þarf að útvega þeim jákvæð viðfangsefni í stað aðgerðaleysis í cellu. Að síðustu örfá orð um að- stöðu sálsjúkra afbrotamanna á íslandi. Það er einn svartasti blettur á þeirri hvítu skikkju, sem rétt- lætið ætti að táknast með hér á landi friðar og miskunnsemi. Þeir eru höndlaðir sem afbrota- menn. Þótt þeir séu sjúklingar, neita geðsjúkrahúsin þeim um aðgang að öllum ráðum og dáð- um visinda og lækninga. Einn þeirra, ungur maður, hefur verið í „cellu" sem telst gæzlvarðhald í fimm mánuði. Hér verður að bæta um og breyta. Þótt við séum í tölu hinna fáu fátæku og smáu, þá getum við útvegað þessum „aum- ustu allra“, sem þó eiga sína sál og sína ástvini, eitthvert hæli erlendis, sem væri mannsæm- andi, meðan beðið er eftir úrbót- um hér. Að lokum þakka ég fyrir samverustundirnar á Litla- Hrauni, sem við nefndum „mess- ur á laugardögum". Það voru ógleymanlegar helgi- stundir í litlu fallegu stofunni, sem líklega er skólastofa hælis- ins. Friðsælar, hljóðar og góðar stundir. „Altarið" okkar með ljós og blóm og myndin af einmana í auðn, en þó ljósi morguns af hæðum yfir hafinu. Söngur messugestanna, sem yfirfylltu þessa kirkju, og bæn þar sem blikuðu tár á hvörmum og allt var svo hljótt, eru ógleyman- legar gjafir Guðs á þessum vetri mér til handa. Og svo „kirkjukaffið" niðri á eftir! Ég þakka öllum. Vistmönnum, fangavörðum og gæzlumönnum fyrir ánægjulegt samstarf í vet- ur, bæði austanfjalls og í borg- inni. Gleðilegt sumar. Munið að refsivist á ekki að vera til. Þarf að breytast í betrunarvist með samstilltum hug jákvæðra starfsmanna. Reykjavik á sumardginn fyrsta 1980. Árelíus Níelsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.