Morgunblaðið - 20.05.1980, Side 27

Morgunblaðið - 20.05.1980, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ1980 35 Bílasalan Á ÞESSU ári má gera ráð fyrir svipuðum bílainnflutningi og á síðasta ári eða um 7000 bílum. Hins vegar má jafnframt gera ráð fyrir því að sala á nýjum bílum verði öllu meiri þar sem birgðir af 1979 modellum voru óvenju miklar um síðustu áramót. Eins og áður virðist straumurinn liggja til sparneytnari bíla og hefur hlutdeild japönsku bílanna aukist úr 46% í 61% á mjög skömmum tíma. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs nam salan á vörubílum 44 stk. og skiptist hún þannig milli tegunda: Volvo 16, Scania 11, Hino 8, Benz 6, International 2, Bedford eitt stk. Bætið umhverfið RÉTT er að taka undir ábendingu frá Félagi ísl. iðnrekenda um að fyrirtæki hugi nú að umhverfi sínu og reyni að betrumbæta það sem aflaga hefur farið. Texti félagsins hljóðar svo: Vart hefur það farið framhjá nokkrum, að árið í ár hefur verið lýst ár trésins hér á landi. F.Í.I. vill af því tilefni hvetja iðnrekendur til að hyggja að umhverfi fyrirtækja sinna og athuga hvort ekki megi betrumbæta það með trjáplöntum og öðrum gróðri. Skipasmíðin: Sex skip í smíðum NU munu vera í smíðum sex skip af stærri gerðinni hjá skipasmíðastöðvum hér á landi. Tvö á Akureyri og Stálvík í Garðabæ og eitt á Akranesi og einn línubátur á Seyðisfirði. Hinar fjölhæfu scheppach trésmíðavélar fyrir verkstæði og heimavinnu Verzlunin Laugaveri 29. Símar 24320, 24321, 24322.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.