Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ Greinargerð frá Félagi leikstjóra á íslandi: ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ1980 Sjónvarpspólitík og gagnrýni listamanna. Greinargerð frá Félagi leik- stjóra á Islandi um þá erfiðu aðstöðu sem Ríkisútvarp virðist vera að koma sér í gagnvart leiklistarfólki, ætluð hverjum þeim sem hefur áhuga og aðstöðu til að koma í veg fyrir fjárhags- skaða eða álitshnekki stofnunar jafnt sem einstaklinga, er þetta varðar. Um samninga. Fyrst vil ég nefna samning milli Ríkisútvarps og Félags íslenskra leikara um kaup og kjör fyrir vinnu í Sjónvarpinu. Samningur- inn er undirritaður 9. ágúst 1978 námskeiðsins átti að taka til. Hver höfundur fékk tekniskan leiðbein- anda, en tilgangur námskeiðsins var einmitt að þjálfa höfunda í tækni Sjónvarpsins. Af þessum 6 leiðbeinendum voru 5 fastráðnir starfsmenn Sjónvarpsins, en að- eins einn utanaðkomandi. Af hin- um 5 fastráðnu starfsmönnum Sjónvarpsins voru 3 sem enga leiklistarmenntun höfðu en voru hins vegar ráðnir sem upptöku- stjórar við Sjónvarp. Hinir tekn- isku leiðbeinendur urðu fljótiega efnislegir ráðgjafar og nokkurs konar aðstoðarhöfundar og um það bil sem handrit af hverri hugmynd fyrir sig var tilbúið kom í ljós að hinir teknisku leiðbein- Erlingur Gislason stofnunina) þá voru forráðamenn Sjónvarpsins, eins og seinna kom í ljós, að laumast til að gera samning um leikstjórn við annað félag þ.e.a.s. Fél. kvikmyndagerð- armanna. Ég segi laumast því þeir gerðu samninginn fullkomlega án vitundar F.L.I. Það má teljast merkilegt hafi þeim óviljandi láðst að fitja upp á slíku efni í umræðunefnd um stöðu leiklistar í Ríkisútvarpi. Samningur við Fél. kvikmynda- gerðarmanna var undirritaður 25. febr. og er í mörgum greinum og raunar flestum miklu betri samn- ingur en F.L.Í. hafði tekist að ná í sinum fyrsta samningi við Sjón- varpið frá ’77. Þess ber hins vegar að geta að við lítum á sem Sjónvarpið hafi sagt upp þeim samningi með samningagerð um sömu störf við annað félag. Tökum Sjónvarpspólitík og gagnrýni listamanna og fyrir hönd Ríkisútvarpsins undirritaður af Herði Vilhjálms- syni og Jóni Þórarinssyni, en af Gísla Alfreðssyni f.h. F.Í.L. í þessum samningi eru ákvæði í 7. kafla sem hljóðar svo: „Stefnt skal að því að þau verkefni sem krefjast leiks verði unnin undir leiðsögn leikstjóra sem viður- kenndur er af Félagi leikstjóra á íslandi, enda náist viðunandi sam- komulag við F.L.Í. um siíka vinnu.“ Tilgangur þessa ákvæðis samningsins er augljós: I vinnu leiklistarmanns við sjónvarp og kvikmyndir er hann háður leið- beinanda sínum í enn ríkari mæli heldur en nokkru sinni á leiksviði, þar hefur hann áhorfandann við- staddan til viðmiðunar. í sjón- varpsvinnu eða við kvikmyndun hefur sjálfur leikarinn engan áhorfanda, hann er víðsfjarri bæði í rúmi og tíma. Leikaranum er því lífsspursmál að hafa einhvern þann sem hann treystir og hefur ástæðu til að geta treyst til viðmiðunar í starfi sínu. Þetta sem ég nú hef sagt geta virst sjálfsagðir hlutir frá sjónarmiði leiklistarmanns en því er þetta ákvæði komið inn í samninginn að leikurum þótti við brenna að ranglega nefnt annars flokks eða minni háttar sjónvarpsefni þ.e. barnaefni, styttri skemmtiþættir hafa oft verið í sjónvarpinu unnir beinlínis leikstjórnarlaust eða með tilsögn manna sem ekki voru á neinn hátt leiklistarmenn. Akvæðið er tilkomið í samninginn 1978 til að koma í veg fyrir þess háttar vinnubrögð. Höfundanámskeið Næst er þar til máls að taka að Ríkisútvarpið Sjónvarp stóð fyrir námskeiði fyrir höfunda sjón- varpsefnis. Voru kallaðir til marg- ir höfundar og valdir 12 sem tóku þátt í námskeiðinu í upphafi, en að lokum voru valdir 6 höfundar og 6 verkefni, sem seinni hluti endur höfðu líka hugsað sér að verða leikstjórar verksins. Það er hægt að hugsa sér að það hafi verið erfitt fyrir höfund að mót- mæla því þegar slíkur tæknilegur ráðunautur, sem þegar var orðinn það mikill þátttakandi í sköpun verksins og hvernig hugmyndin var framsett, bauðst til að verða leikstjóri, enda höfnuðu höfund- arnir því engan veginn í tveimur tilfellum af þeim þremur sem upptökustjórar sjónvarpsins áttu að taka að sér, en í þriðja tilfellinu af einhverjum ástæðum varð þó ekki úr því að upptökustjórinn tæki að sér leikstjórnina heldur var sótt út fyrir stofnunina og fenginn leikstjóri til að setja upp verkið. Umræðunefnd og ágreiningur Nú víkur aftur að samningamál- um Ríkisútvarpsins og Félags ís- lenskra leikara. Samningurinn frá 1978 var endurskoðaður sumarið ’79, þó gengu þeir samningar nokkuð stirðlega en náðist þó samkomulag jafnframt vegna þess að ákveðið var að nefnd yrði skipuð bæði af Ríkisútvarpi og F.Í.L. til að ræða stöðu leiklistar innan Ríkisútvarpsins. í þeim samningi var áfram í fullu gildi ákvæðið sem minnst var á fyrst í þessari greinargerð. Þegar þessi umræðunefnd tók til starfa kom fljótlega í ljós að í þó nokkrum atriðum voru skoðanir sjónvarps- manna ólikar skoðunum leiklist- armannanna. Leikstjórar tóku ekki beinlínis þátt í þessum um- ræðum, þó sumir leikaranna, sem í nefndinni voru hafi jafnframt verið leikstjórar. Það kom í ljós að skoðanir voru mjög skiptar um starfssvið leikstjórans, sérstak- lega að þvi leyti- hvernig verk- stjórn hans skiptist á móti starfssviði upptökustjórans. For- ráðamenn Sjónvarpsins töldu jafnvel að upptökustjórinn væri nokkurs konar yfirverkstjóri, en leikstjórinn aðstoðarmaður upp- tökustjórans. Þarna held ég að ágreiningurinn hafi orðið mestur því að leiklistarmönnunum þótti þetta sem vondur draumur og hrein martröð að hitta menn með þessar skoðanir því þeir voru þess fullvissir að leikstjórinn væri yfir- verkstjóri alls verksins, og í raun- inni hefði hann sem slíkur engan yfir sér og engan sem hann þyrfti að sýna neinn trúnað annan en höfundinn sjálfan, rithöfundinn. Samþykktir frá 7. janúar Meðan allar þessar viðræður fóru fram, þótti enn bera á þessari tilheigingu sjónvarpsins að fram- leiða barnaefni og styttri skemmtiþætti, innlenda aðallega, leikstjóralaust en slík vinna er eitur í beinum allra leiklistar- manna . Því var það að Fél.ísl. leikara og Félag leikstj. á íslandi hélt sameiginlegan fund 7. jan. 1980. Þar voru gerðar svohljóð- andi samþykktir: 1. Sameiginlegur fundur Fél.ísl. leikara og Fél.leikst. á íslandi lýsir fullum stuðningi við baráttu stjórna beggja félaganna fyrir að efla hlut leiklistar í Ríkisútvarp- inu. 2. Sameiginlegur fundur F.Í.L. og F.L.Í. haldinn 7. jan. ’80 gerir svofellda yfirlýsingu til Ríkisút- varpsins: Félagsmenn ofan- greindra félaga gera sér ljóst hve listrænt samstarf þeirra er mikil- vægt og munu því framvegis einungis starfa að þeim listflutn- ingi sem nýtur viðurkenningar í lögum, samningum og samþykkt- um beggja félaganna. Það skal tekið fram að síðari samþykktinni er m.a. ætlað að leggja áherslu á að leikurum er ekki heimilt að vinna með leik- stjórum sem ekki njóta viðurkenn- ingar F.L.Í sbr. gr. 715 í samning- um F.I.L. við Sjónvarpið sem birt er í upphafi þessarar greinargerð- ar. Sömuleiðis er samþykktinni ætlað að tryggja það að leikstjór- ar virði ákvæði í lögum og sam- þykktum samningum F.Í.L. um forgangsrétt meðlima þess. Feluleikur Meðan þessar friðarumræður í umræðunefndinni um stöðu leik- listar í Ríkisútvarpinu áttu sér stað milli F.I.L. og Ríkisútvarps- ins og með fullri vitund F.L.Í. (Félag leikstjóra sendi meira að segja greinargerð um álit sitt á stöðu og verksviði leikstj. við við þeirri uppsögn og viljum strax hefja viðræður um nýjan samning leikstjórum til handa. Skömmu eftir að atburðir þessir allir eru komnir í ljós og ekkert leyndar- mál lengur lætur Sjónvarpið á það reyna hvort samþykkt sameigin- legs fundar F.Í.L. og F.L.Í. frá 7. jan. standist eða hvort hægt sé að hefja störf þrátt fyrir samnings- ákvæðið sem ég minntist á í upphafi og það er reynt og kallað er til samlesturs á leikriti Davíðs Oddssonar undir stjórn Andrésar Indriðasonar en hann er einn af þremur upptökustjórum Sjón- varpsins. Þessi tilraun Sjónvarps- ins til að láta reyna á þessa samþykkt varð til þess að forráða- mönnum Sjónvarpsins hefur væntanlega orðið ljóst að sam- þykktir þessara félagsmanna F.Í.L. og F.L.Í. stæðust. Þáttur Félags kvikmyndagerðarmanna Nú ákváðu aðilar í umræðu- nefndinni að gera hlé á umræðum um stöðu leiklistar í Sjónvarpinu þvi fram hafði komið beiðni frá Félagi kvikmyndagerðarmanna um viðræður við félögin, fyrst við leikarana og síðar 31.3. við leik- stjórana, seinna var ákveðið að Félag Ieikritahöfunda myndi einn- ig taka þátt í þeim umræðum. Þarna voru haldnir nokkrir fundir og voru að mörgu leyti gagnlegir og það verður að segjast eins og er að þó að auðvitað væri hægt að finna ágreining þá var hann ekki líkt því eins mikill og í mörgum atriðum eins og við forráðamenn Sjónvarpsins. Hins ber þó að geta að þeir sem í viðræðunefndinni voru, tveir úr stjórn Félags kvik- myndagerðarmanna, voru hvorug- ur starfsmaður Sjónvarpsins. Þeg- ar viðræður voru komnar nokkuð áleiðis komu raunar fram hug- myndir sem hefðu átt að leiða til lausnar og betra samkomulags þessara aðila, þá var haldinn fundur í Félagi Kvikmyndagerð- armanna, félagsfundur og þar kom í ljós að þessir nefndarmenn voru í minnihluta í sínu félagi, meiri hluti félagsmanna vildi ekki halda viðræðunum áfram og fund- urinn sendi F.L.Í. og F.Í.L. bréf þar að lútandi. Beiðni um viðræð- urnar við F.L.Í. er frá 31. mars en 18. apríl lýsir Félag kvikmynda- gerðarmanna því yfir að það sé hætt þessum viðræðum. Þessar viðræður voru ágætar og við tókum þátt í þeim eftirtölulaust og úr því að þeir vildu ekki halda þeim áfram þá sjáum við reyndar enga ástæðu til að gagnrýna það, því Félag kvikmyndargerðar- manna er þó aðeins óbeinn aðili að þessum umræðum leiklistar- Dau< 5i prinsessu / • / /1 • svnd 1 1U niDyriun SJÓNVARPIÐ heíur ákveðið að taka til sýningar kvikmyndina „Dauði prinsessu“, sem nokkuð heíur verið deilt um erlendis og hafa Saudi Arabar m.a. haft í hótunum við sumar þjóðir þar sem hún heíur verið sýnd. Hér er um að ræða brezk—ameríska sjónvarpskvikmynd um 115 minútna langa. Að sögn Hin- risk Bjarnasonar dagskrár- stjóra Lista— og skemmtideild- ar er búist við að myndin verði sýnd í júníbyrjun. Aðspurður kvað Hinrik hótanir um við- skiptabönn eða reísingar af hálfu Saudi Arabíu vera milli- ríkjamál af öðru tagi og kæmi það í hlut annarra en sjón- varpsins að leysa ef sýning myndarinnar hefði einhverja eftirmála hérlendis. manna við Ríkisútvarpið um stöðu leiklistar í Ríkisútvarpi. Allan tímann meðan umræður fóru fram milli þessara félaga söknuðum við ævinlega fulltrúa Ríkisútvarpsins því að án hans urðu satt að segja þessar umræður frekar ófullkomnar. Hinriksbréf 21. apríl 1980 dagsetur Hinrik Bjarnason bréf sem hann sendir félagi leikara en jafnframt sendir hann F.L.Í. ljósrit. í þessu bréfi bendir hann á að vegna ágreinings, eins og hann orðar það, sem risið hefur vegna leikstjórnar, þá sé það fyrirsjáan- legt að framleiðsla leiklistar í sjónvarpi muni verða minni á næstunni. í þessu bréfi kemur hvergi fram skilningur Hinriks á því að sú ákvörðun Sjónvarpsins að fela upptökustjórum sínum þremur í röð leikstjórn þriggja stórra verkefna er skýlaust brot á samningum frá 1978. Hann bætir gráu ofan á svart með því að virðast líka óvitandi um það atriði að, ef framleiðsla sjónvarps á innlendu efni minnkar þá falla burt forsendur fyrir þeim vild- arkjörum sem sjónvarpið nýtur gagnvart aðkeyptu sjónvarpsefni frá Norðurlöndunum þ.e.a.s. Sjón- varpið nýtur þeirra vildarkjara að borga aðins 5% til listamanna í stað 50%. Skilyrði fyrir þessum vildarkjörum er, að eigin fram- leiðsla Sjónvarpsins sé minnst 8 stundir af innlendu leiknu efni. Þetta hefur Sjónvarpið ekki staðið við undanfarin ár en meðan Félag íslenskra leikara hefur ekki kvart- að þá hafa þeir notið þessara vildarkjara. Það er ekki að búast við því að þessi kjör standi til boða þegar forsendur þeirra eru brostn- ar. Álit og niðurstaða Álit okkar er það að innan Sjónvarpsins sé rekin menning- arpólitík sem ætlar að komast af án leiklistar við gerð sjónvarps- leikrita og kvikmynda. Okkur sýn- ist það vera tilhneiging til að velja leikara utan þess hóps, sem þá er að finna í veigamikil hlutverk og nú virðist ekki heldur þörf á leikstjórum. Allir sjá að hér stefn- ir í óefni og sorglegt má telja, að þegar íslenska leikhúsið blómstrar og vekur heimsathygli, þá skuli Sjónvarpið kúldrast í þessari lægð. Þessi leiklistarfjandsamlega pólitík birtist ekki síst í skipulagi höfundanámskeiðsins, sem ég minntist á fyrr, þar sem áhalda- tækni er sett í hásæti en engir leiklistarmenn með reynslu eru tilkvaddir. Síðan virðist stjórn- endum námskeiðsins eðlilegt að tæknimenn verði hvort tveggja í senn aðstoðarhöfundar og leik- stjórar á meðan þeir segi til lítt reyndum höfundum um tækni- möguleika og annmarka miðilsins. Skyldi sú leiðin ekki hafa orðið styttri að setja höfundana á svo sem tveggja mánaða námskeið í upptökustjórn við sjónvarp. Öm- urlegt er til þess að hugsa ef við þessa ungu stofnun stefnir hugur ekki hærra gagnvart listrænu verkefni, en það sé aukavinnubitl- ingur innan starfshópsins. Ég hef í greinargerð þessari týnt upp nokkrar staðreyndir og látið í ljós álit sem er vissulega sameiginlegt stjórn Félags leik- ara, leikstjóra á íslandi og leik- ritahöfunda, að miklu leyti einnig álit stjórnar Félags kvikmynda- gerðarmanna. en að vísu ólíkast áliti ýmissa starfsmanna Sjón- varpsins. Við neitum því að Félög leikara eða leikstjóra séu orsök í frestun verkefna hjá sjónvarpi eða nokk- urri breytingu á starfsáætlun þeirrar stofnunar. Við tökum hins vegar eftir því að Ríkisútvarpið/ Sjónvarp stöðvar vinnu við leikið sjónvarpsefni til þess að reyna að kúga Félag íslenskra leikara til að sætta sig við samningsbrot af Sjónvarpsins hálfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.