Morgunblaðið - 20.05.1980, Page 29

Morgunblaðið - 20.05.1980, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ1980 37 Mikið hefur verið rætt og ritað um starfslaun rithöfunda og út- hlutun þeirra að undanförnu, sem talið er af ýmsum, að farið hafi eftir pólitískum viðhorfum. Pétur Hafstein Lárusson hefur rökstutt það bezt (Morgunblaðið, 4. maí). Mun ég því ekki rökstyðja það nánar, þar sem hann telur sig hafa „hugmyndalega samstöðu með Alþýðubandalaginu," þeim flokki sem talið er, að meiri hluti úthlutunarnefndarinnar aðhyllist. Einna athyglisverðust fannst mér grein Þórunnar Elfu (Mbl., 3. maí), af því að þar er vikið að mörgum aðkallandi atriðum fyrir an mátt láta þess getið, að Svava Jakobsdóttir bar málið upp á Alþingi, en Gunnar Thoroddsen bjargaði því í höfn, enda þótt starfslaunin séu nú orðin að bit- beini. En það er ekki þeirra sök. Þeim sé þökk fyrir hugulsemina og lagni við að fá þessu fram- gengt. Margir hafa hneykslazt á undir- skriftum okkar fjörutíu og sex- menninganna. Með því að ég er einn af þeim seku, finnst mér viðeigandi, að ég láti í ljós mína skoðun á því máli. „Vei þeim, sem hneykslunum veldur," stendur í helgri bók. Og er ekki nema Eggert Haukdal: Þóroddur Guðmundsson: Þóroddur Guðmundsson Enn um úthlut- un starfslauna rithöfunda og hag þeirra: skrif- stofu Rithöfundasambandsins og umboðsmann, sem tekið gæti að sér yfirlestur handrita og ræði við forleggjara um útgáfu þeirra. Mér hefur alltaf fundizt, að þörf fyrir slíkan mann væri rík. Gangan milli forleggjara er sannkölluð píslarganga, sem mörg af beztu skáldum vorum hafa orðið að þreyta fyrr og síðar. Þá minnist hún og á margt ranglæti, sem hún og fleiri höfundar hafa orðið við að búa um áratugi. Nefnir hún sem dæmi Oddnýju Guðmunds- dóttur. Henni hefði aldrei verið veitt nein rithöfundarlaun sem viðurkenning fyrir sögur hennar og greinar, sem athygli hafa vakið. Það er of seint að meta höfunda að verðleikum, þegar þeir eru allir, þó að sú saga sé bæði gömul og ný. Þá minntist Þórunn Elfa og á stofnun Rithöfundasjóðs og hver framför hafi orðið með úthlutun starfslauna. Hér hefði hún gjarn- sanngjarnt, að ég taki á mig 46. hlutann af þvLveii. En í sömu bók stendur líka, „að sá, sem sé syndlaus kasti fyrsta steininum." Um úthlutunina vil ég segja það, að mér finnst alltof mikils ójafnaðar gæta við skiptingu þessa fjár. Það virðist þegar hafa skapast sú hefð, að höfundum sé skipt í mjög misjafna flokka. í tveim þeim efstu er skipað millj- ónamæringum, hvað laun snertir. í lægri flokkunum eru aðeins hundruðþúsundamenn. Ég er ekki alveg viss um, að rétt sé að gera þennan mikla mun á mönnum. Ég segi fyrir mig, að ég sótti ekki um starfslaun að þessu sinni. Hins vegar sótti ég um 5 mánaða starfslaun til fyrrverandi nefndar til ljóðaþýðinga og fékk þau. Ég sótti um sömu upphæð til núver- andi nefndar til að fullgera ljóða- þýðingarnar næsta ár, 1979, en var þá synjað, sótti því eigi um síðustu áramót 1980, vildi ekki fara bón- leiður til búðar, eins og í fyrra. Sú ákvörðun virtist mér vera réttmæt og eðlileg, enda hefur litlu fé verið veitt til ljóðaþýðinga, og er þeirra þó mikil þörf. Én þær eru seinunn- ið verk og erfitt. Mig sveið, sem sagt, fyrir hönd þeirra mörgu, sem ekkert fengu, miðað við þá, sem hátt voru settir. Þess má geta, að komin voru á mótmælaskjalið allt að 40 nöfn, þegar mér var sýnt það. Þá var enginn kostur að snúa aftur með mótmælin, ef menn á annað borð vildu gera athugasemd við úthlut- unina, sem mér var mikið í mun að gera. Ég vil svo að lokum þakka Jóni úr Vör sérstakiega fyrir skrif hans um þetta mál (Morgunblaðið, 30. apríl og 6. maí). Hann hefur enn sem fyrr sitthvað gott til mála að leggja um hagsmuni rithöfunda, án ýfinga í garð eins eða neins; og þarf skapstillingarmann til þess, þegar ójöfnuðurinn ríkir. Hafnarfirði, 8.-9. maí ’80. Þóroddur Guðmundsson. 700 milljónirnar Nokkrar umræður hafa orðið að undanförnu í fjölmiðlum vegna 700 milljón kr. láns Byggðasjóðs i varanlega vegagerð. í þeim gætir nokkurs misskilnings, sem ekki er óeðlilegur, m.a. vegna skjótra við- bragða forstjóra stofnunarinnar. Tel ég því rétt að rekja sögu þessa máls. Þegar fyrir lá, að vegáætlun fyrir árið 1980 næði ekki raun- gildi, þótt um aukningu frá árinu 1979 væri að ræða, þá kom m.a. mér í hug, hvort ekki væri hægt að nýta hluta af lánsheimild Byggða- sjóðs til að endurlána í varanlega vegagerð. Þetta er ekki ný hng- mynd sem slík. M.a. kom hún fram í frumvarpi um varanlega vega- gerð, sem við Sverrir Hermanns- son vorum m.a. flutningsmenn að fyrir rúmu ári síðan. Ég færði þetta í tal við nokkra aðila í algjörum trúnaði fyrir u.þ.b. 1% viku, þar á meðal forsætisráð- herra og forstjóra Framkvæmda- stofnunar ríkisins. Hafði ég þá í huga, að ákvörðun um þetta yrði ekki tekin fyrr en á fundi eftir hvítasunnu, en að sjálfsögðu haft samráð við ríkisstjórn, fjárveit- inganefnd og Vegagerð ríkisins. Að þetta mál væri af minni hálfu tengt því að bjarga Olíumöl hf. sérstaklega er uppspuni frá rótum. — Hins vegar vil ég tryggja framkvæmd varanlegrar vegagerðar, og ekki bara í orði, heldur á borði. Af því markast áhugi minn á þessu máli. Verði Olíumöl hf. reist við, þá þarf að taka þau mál föstum tökum, fá sterka og vel starfhæfa stjórn í fyrirtækið og gera þær skipulagsbreytingar á rekstri, að fyrirtækið standi undir rekstrin- um miðað við þann markað, sem fyrir liggur hverju sinni. Ríki og sveitarfélög þurfa að sjálfsögðu að marka stefnu um aukin framlög til varanlegrar vega- og gatnagerðar. Það út af fyrir sig auðveldar rekstur fyrir- tækja í vega- og gatnagerð, þannig að þau geti hverju sinni sniðið sér stakk eftir vexti í samræmi við markaðinn, eins og hann liggur fyrir, en ekki öfugt; að búinn sé til markaður vegna einstakra fyrir- tækja. í þessu tilfelli virðist það geta farið saman, að aukin varan- leg vegagerð á þessu ári gæti auðveldað fyrirtækinu Olíumöl hf. Sverrir Ólafsson: I tilefni kvikmyndagagnrýni Eggert Haukdal. að komast í gang aftur, og ef svo fer, hlýt ég að lýsa yfir ánægju minni yfir því. En, sem sagt, velferð Olíumalar hf. er að verulegu leyti sérmál eigenda, en varanleg vegagerð er stórmál fyrir alla þjóðina. Framgangur þessa máls varð svo sá, að forstjóri tilkynnir mér á mánudag 12. maí, að hann ætli að leggja fyrir stjórnina daginn eftir umrædda tillögu. Féllst ég á það þótt ég væri þeirrar skoðunar, að hyggilegt væri að geyma þetta enn um stund, þar til búið væri að hafa samráð við rétta aðila svo sem áður kom fram. Ég tilkynnti í trúnaði meðstjórnarmönnum mín- um í Framkvæmdastofnun, þeim sem ég náði í, þeim Þórarni Sigurjónssyni, Geir Gunnarssyni og Steinþóri Gestssyni, hvers væri að vænta á fundinum daginn eftir og aðdragandann. Ég man að ég varð svolítið hissa þegar ég las tilkynningu í Morg- unblaðinu um að Ólafur M. Jó- hannesson skyldi skrifa í blaðið um kvikmyndir (ásamt öðru). Hann var sagður hafa BA-próf í bókmenntum. Ekki hélt ég að það væri nóg til að gera mann að kvikmyndagagnrýnanda. Það kom einnig á daginn, að svo var ekki því það sást og sést enn af greinum Ólafs um kvikmyndir að hann hefur lítið sem ekkert vit á þeim. Þó mig hafi oft langað til að spyrja þá hjá Morgunblaðinu hvers vegna Ólafur varð fyrir valinu hef ég aldrei látið af því verða. En eftir að hafa lesið grein hans í blaðinu, þriðjudaginn 13. maí, get ég ekki orða bundist. Þar fjallar hann um nýjasta afsprengi íslensks kvikmyndaiðnaðar, pop- óperuna „Himnahurðin breið“, sem nú er verið að sýna í Regn- boganum. Ég hef séð myndina og varð því ekki svo lítið hissa þegar ég las sleggjudóma Ólafs. Grein hans byrjar á inngangi um unglingana á hippatímabilinu og pönkunglingana í dag, skilning þeirra og lífssýn. í óperunni telur hann að komi fram annar skiln- ingur, önnur lífssýn og sýnir hann fram á það með tilvísun í efni óperunnar. Þó ég skilji ekki hvaða tilgangi samanburðurinn þjóni, er ég alveg sáttur við lýsingu hans á megininntaki óperunnar. Hins- vegar er afgangur greinarinnar furðulegur. Hann talar um „nokkra krakka úr Menntaskól- anum við Hamrahlíð“ og „að krakkarnir gerðu þessa mynd“. Ég vil benda Ólafi á, að það er fullorðið fólk sem gerir myndina, allir komnir yfir tvítugt. Leik- stjórinn er 23 ára og kvikmynda- tökumaðurinn, sem er atvinnu- maður. er hátt á þrítugsaldri. (Þessar upplýsingar ásamt öðrum í greininni, eru fengnar frá Krist- bergi óskarssyni leikstjóra, sem var svo vænn að leyfa mér að sjá reikninga fyrirtækisins Listform sf., sem gerir myndina.) Jafnframt vil ég benda á, að þó fólkið komi nær allt úr MH, hefur stór hluti þess lokið þaðan námi, og er því ekki nemendur þar, eins og frá- sögn Ólafs gæti bent til. Ölafur segir leikstjórann ljúga, hann „trúi“ því ekki að myndin hafi getað kostað 20 milljónir. Þetta sýnir glögglega, að Olafur hefur ekki hugmynd um hversu mikið fyrirtæki það er að gera kvikmynd, jafnvel þó hún sé að- eins 50 mín. Beinn tilkostnaður við myndina var: Filmukostn. (filmur, köllun, vinnukópía) tækjaleiga kópíur annað Samtals Klippihlutfall 3:1) Tveir menn unnu fulla vinnu í tæpt ár við gerð myndarinnar og listinn í myndarlok ætti að gefa hugmynd um alla þá er við sögu komu. Öllu þessu fólki er að sjálfsögðu reiknuð laun, samtals um 14.000.000. Ég er hræddur um að Ólafur hefði komist skammt með 500 þus. sem hann „trúir" betur að sé réttur kostnaður við myndina. Ólafur segir myndina „dæmi- gerða skólamynd tæknilega séð“. Myndin er ekki „skólamynd", það má ljóst vera að því sem að ofan er sagt. En hvað er „dæmigerð skóla- mynd“? Ólafur vildi e.t.v. vera svo vænn að skýra það nánar, því ég skil ekki hvað hann á við. En þrátt fyrir þetta, segir Ólafur, „eru þó falleg skot inn á milli, t.d. af kirkjum bæjarins". Þessi fullyrð- ing sýnir ljóslega, að ólafur hefur takmarkað vit á kvikmyndatækni. Ef það sem á tjaldinu sést er „fallegt" (að mati Ólafs; en það eru t.d. kirkjur, jarðarfarir (sam- anber „Land og synir") eða ís- lenskt landslag (samanber „Veiði- ferðin") þá er það tæknilega gott). Ólafur hefur líklegast ekki horft á kvikmyndaþætti þeirra Sigurðar Sverris Pálssonar og Erlends Sveinssonar í sjónvarpinu. „Um leik er vart að ræða,“ segir Ólafur.,Ég er ekki sammála þessu, en verð víst að láta hverjum og einum eftir að dæma um það fyrir sig. „Söngurinn er dálítið undar- legur," segir hann. Að vísu heyrð- ist textinn ekki alltaf nógu vel og á hann eflaust við það. Annars veit ég ekki hvernig „undarlegur" söngur hljómar. Við Ólafur erum þó sammála um eitt og það er, að rödd Ingibjargar Ingadóttur sem syngur aðalkvenhlutverkið er „engilfögur". Svo ég ljúki þessu í stíl Ólafs: Gagnrýnendur eru eðlilega ekki mjög þögull hópur. Hlutverk þeirra er mikilvægt, en jafnframt ábyrgðarmikið. Þeim er kennd ákveðin aðferðafræði sem þeim ber að nota við gagnrýni sína, hvort sem er á bókum, leikritum eða kvikmyndum. Jafnframt er til þess ætlast að þeir hafi allgóða þekkingu á því er snertir svið það, sem þeir gagnrýna. Það hafa og verið talin góð vinnubrögð að rita aðeins um þær hiiðar málsins, sem gagnrýnandinn hefur þekkingu á, og að halda persónulegum skoðun- um eða tilfinningum fjarri. En dálítið önnur aðferðafræði og annar skilningur kemur fram í ofanræddri grein, sem drengur úr Háskólanum hefur ritað. Þar er fjallað af litlu viti um kvikmynd- ina „Himnahurðin breið". Grein- arhöfundur sýnír litla trú á orðum annarra og lætur frá sér fara undarlegar fullyrðingar. Þó eru örfáir ljósir punktar inn á milli, t.d. orðaforðinn. En samt er það leiðinlegt að drengurinn skyldi skrifa þessa grein, hún er blað- festur vottur um mistök í lífi hans. Sverrir ólafsson. Aths.: Ritstj. telur ekki ástæðu til að svara þessari ritsmíð eins og hún er orðuð og harmar, hvernig reynt er að vega að orðstír Ólafs M. Jóhannessonar, sem hefur sýnt aðgætni og ábyrgðartilfinningu í skrifum sínum hér í blaðinu. — Ritstj. gaf Ólafi tækifæri til að svara greininni og niðrandi um- mælum um hann persónulega, en hann kvaðst ekki hafa áhuga á því. Orðbragð greinarinnar væri á plani, sem hann vildi ekki láta draga sig niður á. Ólafur er myndlistarmaður og getur ekki síður fjallað um listræn eða ólist- ræn vinnubrögð sjónlistar en aðr- ir fagmenn. Ástæðulaust er að svara dylgjum um háskólapróf Ólafs M. Jóhannessonar. En þetta er þó tekið fram að gefnu tilefni. Tillagan kom síðan fram á fundinum og var samþykkt af öllum stjórnarmönnum eða eins og Morgunblaðið skýrir frá því í viðtali við Sverri Hermannsson, „stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins samþykkti að tillögu minni", o.s.frv. I umræðum á fundinum óskuðu stjórnarmenn eftir því, að þeir hefðu tækifæri að kynna þessa tillögu í þingflokkunum, áður en hún birtist. Það var því í algjöru heimildar- leysi að fara með þessa samþykkt á flot í fyrirspurnartíma á Al- þingi, áður en hún var kynnt þingflokkunum, og að auki ekki smekklegt að fara að blanda málum Olíumalar hf. saman við þessa tillögu, þar sem stjórnin hafði ekki samþykkt tillöguna á þeim grundvelli. Að lokum vildi ég segja þetta: Vegna þess óróleika, sem sam- þykkt stjórnar Framkvæmda- stofnunar ríkisins ojli í baksölum Alþingis og á ritstjórn Tíman-s, samanber leiðara á uppstign- ingardag og kannski víðar, er nauðsynlegt að það komi fram, að ég tel mig alls ekki þurfa að biðjast afsökunar á gjörðum mínum í þessu máli. En telji einhverjir menn í ríkis- stjórnarliði, að á hafi skort sam- ráð hjá mér, áður en ákvörðun var tekin varðandi þetta mál eða önnur, ættu þeir hinir sömu miklu fremur að líta sér nær, áður en þeir fella dóma um mig, vegna skorts á eðlilegu samráði. fram- 1.625.000 kr. 1.160.000 kr. 1.500.000 kr. 1.715.000 kr. 6.000.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.