Morgunblaðið - 20.05.1980, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 20.05.1980, Qupperneq 33
fólk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 1980 41 Með fingurinn á gikknum + Með líf undir belti og hríðskotariffil um öxl mun þykja mótsagna- kennt. En meðal Vestur- bakkalandnema, Gyð- inganna, sem tekið hafa sér bólfestu á vestur- bakka árinnar Jórdan, er þetta ekki tiltöku- mál, aðeins eðlileg ör- yggisráðstöfun fyrir alla hvort heldur þeir eru ófrískir eður ei. í bæn- um, þar sem þessi mynd er tekin, Kiryat Arba, voru nokkrir landnemar drepnir fyrir skömmu. Og þessi unga, verðandi móðir vill vera við öllu búin og heldur fingrin- um á gikk Uzi- hríðskotariffilsins. + Þetta er nýjasta fréttamyndin sem AP- fréttastofan hefur sent frá sér af hinum landflótta Iranskeisara, sem er til hægri á myndinni. Hann er hér í Kubbeh-höllinni, sem Sadat forseti Egyptalands lét hann hafa er hann kom þangað til dvalar í boði Sadats. Það er sjálfur Sadat, sem hér er að ræða við gest sinn keisarann. Því má bæta við að myndin var tekin um miðjan maí síðastl. Fatafella í öngviti + Fatafellusýning karlmanna vestur í Los Angeles í Bandaríkjunum, líklega hin fyrsta, komst í heimsfréttirnar á dögunum, enda hafði hún mikla athygli vakið og verið svo fjölsótt af konum, að húsnæði klúbbsins rúmaði ekki nærri alla. Karlpeningurinn, sem þátt tók í sýningunni, lét ágóðann ganga til „menningarmála“ kvenna í borginni. Voru það um 55.000 dollarar. Verður þeim varið til menntunar- og jafnrétt- ismálabaráttunnar, sem kvenfólkið í bænum stendur fyrir. í hita sýn- ingarinnar, rismiklu dansatriði, féll einn úr fatafelluhópnum í öngvit. Er myndin tekin er honum var draslað út af senunni í klúbbnum. En því má bæta við, að 55.000 dollarar eru um 25 milljónir ísl. krónur. U/\i»v^ílío4i'v\lxi Uí

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.