Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 40
ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 1980
10100
Síminn
á afgreiöslunni er
83033
JH«rjjtmbIttt>it>
Síminn á rilstjórn
og skrifstofu:
Pétur heilsar
unnustu sinni
Petrinu á
Kefiavíkur-
flugvelli í gær.
Ljúsm. Mbl. Kristján.
Ráðherrar í eldhúsdagsumræðum:
Yísitöluhækkun launa
,,milduð“ um 2—3%
Geir Hallgrímsson: Á að skerða vísitölu með bráðabirgðalögum, þegar Alþingi er farið heim?
TALSMENN ríkisstjórnarinnar í cldhúsdagsumræðum í gærkvöldi
lýstu því yfir að stefnt væri að því að gera ráðstafanir til að „rnilda"
vísitöluhækkun launa hinn 1. júní nk. Ingvar Gíslason menntamálaráð-
hcrra sagði í ræðu sinni, að ef kaupgjaldsvísitala hækkaði svo mikið,
sem stefndi i um mánaðamótin yrði crfitt fyrir ríkisstjórnina að standa
við markmið sín í verðbtilgumálum.
Steingrímur Hermannsson sjáv-
arútvegsráðherra sagði að ríkis-
stjórnin stefndi að því að lækka
vísitöluhækkun launa um 2—3%
með því að auka niðurgreiðslur og
dreifa hækkun húsnæðiskostnaðar
siðustu 12 mánuði yfir lengri
tímabil. Báðir ráðherrar Fram-
sóknarflokksins tóku fram, að þess-
ar ráðstafanir ætti að gera í
samráði við verkalýðshreyfinguna,
bændur og sjómenn.
Svavar Gestsson félagsmálaráð-
herra sagði í sinni ræðu, að til þess
að tryggja kjör láglaunafólks ætti
að skerða kjör tekjuhæstu launþega
og þeirra aðila, sem sópað hefðu til
sín gróða á undanförnum árum.
Geir Hallgrímsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði að laga-
breytingar þyrfti til að dreifa
hækkun húsnæðiskostnaðar sl. 12
mánuði, sem nú kæmi fram á
vísitölu eftir á, yfir lengri tíma og
Ræddu um
flutning
á fiski
með flugi
FUNDUR var i gær haldinn á
skrifstofu Sölumiðstöðvar Hrað-
frystihúsanna, þar sem mættir
voru fulltrúar 12 frystihúsa í
Reykjavik og á Reykjanesi.
Rætt var um hugmyndir um
hugsanlega fiskflutninga flug-
leiðis til Bandaríkjanna. A
fundinum var ekki tekin endan-
leg ákvörðun um hvurt þetta
verður gert eða ekki, en ákveðið
að allar hliðar þessa máls yrðu
kannaðar áfram í samráði við
fyrirtæki SII i Bandarikjunum,
Coldwater Seafood.
Ef farið verður út í slíkan
útflutning verður væntanlega
um fiskflök af öllum helztu
tegundum að ræða, en ekki
eingöngu karfa eins og mest
hefur verið rætt um að undan-
förnu. Framhaldsfundur verður
haldinn um þetta mál er öll
meginatriði varðandi skipulag
þessa máls liggja fyrir.
einnig þyrfti lagabreytingar til að
láta auknar niðurgreiðslur land-
búnaðarvara koma til lækkunar
verðbótavísitölu þótt launþegar
fengju ekki verðbætur vegna hækk-
unar búvöru um næstu mánaðamót
fyrr en að þremur mánuðum liðn-
um. Geir Hallgrímsson spurði
Gunnar Thoroddsen, hver væri
fyrirætlan ríkisstjórnarinnar í
þessum efnum. A að senda Alþingi
heim til þess að ríkisstjórnin geti
gefið út bráðabirgðalög um skerð-
ingu á veröbótavísitölu, spurði Geir
Hallgrímsson. I ræðu sinni svaraði
forsætisráðherra ekki fyrirspurn
Geirs Hallgrímssonar en sagði að
þingi mundi ljúka á næstu dögum.
Þá beindi Geir Hallgrímsson einnig
þeirri fyrirspurn til forsætisráð-
herra, hvað ríkisstjórnin hygðist
gera í hækkun á ávöxtun sparifjár
um næstu mánaðamót. I ræðu
forsætisráðherra kom heldur ekki
fram svar við þeirri fyrirspurn.
Sverrir Hermannsson sagði í
þessum umræðum, að Sjálfstæðis-
flokkurinn mundi ekki standa að
því að afgreiða frumvarp um hús-
næðismál á næstu dögum. Með því
væri stefnt í 10 þúsund milljóna
aukin útgjöld án þess að nokkur
tilraun væri gerð til að afla þess
fjár. Nægur tími væri til stefnu,
þar sem lögin ættu ekki að taka
gildi fyrr en um áramót. Þá gagn-
rýndi Sverrir Hermannsson einnig
þann undirlægjuhátt að ASÍ fengi
að tilnefna tvo fulitrúa í Húsnæð-
ismálastjórn.
„Mikið er
gott að
vera kom-
inn heim“
„MIKIÐ er gott að vera kominn
heim,“ sagði knattspyrnukappinn
Pétur Pétursson þegar blaða-
maður Mbl. hitti hann að máli við
komuna til Keflavíkurflugvallar
síðdegis í gær.
Pétur er kominn heim í frí eftir
langt og strangt keppnistímabil í
Hollandi. Því lauk á glæsilegan
hátt hjá Pétri á laugardaginn
þegar félag hans Feyenoord sigraði
Ajax 3:1 í úrslitaleik hollensku
bikarkeppninnar og Pétur skoraði
tvö af mörkum liðsins. Var hann
því mjög í sviðsljósinu í leiknum.
„Ég hef aldrei upplifað neitt
þessu líkt áður,“ sagði Pétur.
„Fagnaðarlætin voru svo mikil að
ég gleymi því aldrei. Það var ekki
hægt að enda keppnistímabilið
betur," sagði þessi mikli marka-
skorari, sem skorað hefur 32 mörk
fyrir Feyenoord á nýliðnu keppn-
istímabili.
Pétur er reyndar ekki alveg
kominn í frí ennþá því á fimmtu-
dagskvöld mun hann leika með
landsliði íslands, sem skipað er
leikmönnum 21 árs og yngri, gegn
Noregi á Laugardalsvelli.
Sjá nánar um Pétur og úrslita-
leikinn á bls. 22.
Frá Murmansk til Reykjavíkur:
Sérstakt skip með símakerfi
fyrir rússneska sendiráðið
ÞANN 5. mai s!. kom rússneska
flutningaskipið Atlantica tii
Reykjavikur, en það er skráð
rúmlega 5.800 brúttólestir að
stærð. Erindi þess hingað var að
flytja til Reykjavíkur innan-
hússsimakerfi fyrir rússneska
sendiráðið. Samkvæmt pappírum
Tollgsezlunnar i Reykjavik var
skipað upp úr þvi i Sundahöfn
tveimur kössum, samtals 900 kg
að þyngd, en aðrar heimildir
Garðar Sigurðsson um Jan Mayen samkomuiagið:
Sætti mig ekki við með-
ferðina í mínum f lokki
SAMÞYKKT var á Alþingi í gær tillaga til þingsáiyktunar um heimild fyrir
ríkisstjórnina að staðfesta samkomulag milli íslands og Noregs um
fiskveiði og landgrunnsmál. Tillagan var samþykkt með 45 atkvæðum gegn
10. Þeir sem andvigir voru samkomulaginu voru þingmenn Alþýðuhanda-
lagsins. að ráðherrum þess mcðtöldum, en einn þingmaður Alþýðuhanda-
lagsins sat hjá við atkvæðagrciðsluna, Garðar Sigurðsson, cn hann er
formaður sjávarútvegsnefndar neðri deildar.
Athygli vakti að Garðar Sigurðs-
son, þingmaður Alþýðubandalagsins,
sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Hann
sagði í umræðum að hann sætti sig
ekki við meðferð þessa máls í flokki
sínum, en myndi ekki gera grein fyrir
því áliti sínu „nema eftir því verði
leitað af ábyrgum aðilum í flokkn-
um“. Hann sagði að þrátt fyrir galla
í samkomuiaginu væru þar inni sterk
atriði og taldi hann háskalegt, „ef
margir málsmetandi menn leggja sig
í framkróka og túlka samkomulagið
okkur í óhag á opinberum vettvangi“.
Hann tók það einmg fram að þessar
athugasemdir væru ekki vantraust á
fulltrúa Alþýðubandalagsins í samn-
ingaviðræðunum við Norðmenn.
Geir Hallgrímsson formaður Sjálf-
stæðisflokksins talaöi fyrir áliti
meirihluta utanríkismálanefndar, en
meirihluti nefndarinnar lagði til að
heimildin yrði samþykkt. Ólafur
Ragnar Grímsson talaði fyrir áliti
minnihlutans, sem hann skipar einn
og taldi hann óráðlegt að veita
heimildina að svo stöddu. Hann lagði
fram breytingartillögur en sam-
kvæmt þeim var óskað eftir því að
viðræðunum við Norðmenn yrði
haldið áfram. Tillögur þessar voru
felldar.
Mbl. segja þennan farm aðeins
hafa vegið 160 kg. Siðdegis
mánudaginn 5. maí hélt Atlant-
ica héðan áleiðis til Havana, en
hingað kom skipið frá Murm-
ansk.
Hannes Hafstein skrifstofu-
stjóri í utanríkisráðuneytinu sagði
í gær, að langur aðdragandi væri
að komu þessara tækja hingað til
lands. Um það bil eitt ár væri liðið
síðan sovézka sendiráðið hefði
beðið um leyfi til að mega flytja
þau inn. Það leyfi hefði verið veitt
með þeim skilyrðum, að Tollgæzl-
an og Póstur og sími skoðuðu
tækin áður en þau yrðu afhent
sendiráðinu og gengju úr skugga
um að tækin væru þau, sem óskað
hefði verið eftir að fá að flytja til
landsins. Það hefði verið gert og
ekki verið gerðar athugasemdir
við tæki þessi eða innanhússsíma-
kerfi.
Sigurður Þorkelsson forstjóri
tæknideildar Pósts og síma kvað
starfsmenn Pósts og síma hafa
skoðað umrædd tæki, sem væri
innanhússsímakerfi, svipað því
sem í notkun væri hjá ýmsum
fyrirtækjum og Landssíminn gæti
útvegað. Sendiráðið hefði hins
vegar óskað eftir að fá að flytja
sín tæki hingað, það væri senni-
lega ódýrara. Væri notkun þeirra
bundin við ákveðnar byggingar
sovézka sendiráðsins. Einar
Thoroddsen yfirhafnsögumaður
sagði í gær, að fyrst hefði Atlant-
ica verið skráð sem rannsóknar-
skip, en skráningunni síðan breytt
í flutningaskip. Skipið hefði verið
hluta dags í Sundahöfn, en verið á
leið til Havana á Kúbu hlaðið
ýmissi ótiltekinni vöru. Einar
sagðist hafa frétt, að rafeinda-
tæki, 160 kg að þyngd, hefðu verið
í kössunum tveimur, sem losaðir
voru úr skipinu, en sagðist ekki
vita nánar um tækin. Einar hafði
það eftir skipstjóra Atlantica, að
skipið væri allajafna birgðaskip
fyrir fiskiskipaflota Sovétmanna á
úthöfunum.
Mbl. ræddi við einn af starfs-
mönnum Eimskipafélagsins í
Sundahöfn í gær og sagðist hann
hafa heyrt að búnaður Rússanna
hefði vegið 160 kíló. Þeir hefðu
sjálfir „skutlað" þessu í land
Rússarnir, og síðan ekið á brott
með varninginn í Rússajeppa, en
áður hefði búnaðurinn verið
skoðaður.