Morgunblaðið - 19.06.1980, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1980
I
Á ferð með forsetaframbjóðanda:
Það hefur ekki farið
fram hjá landsbygjíðar-
húum að forsetakosningar
eru á næsta leiti. Forseta-
frambjóðendurnir fjórir
hafa á síðustu vikum gert
víðreist um landið og sótt
heim fólk á vinnustöðum
og haldið kynningar-
fundi.
Hvort frambjóðend-
urnir hafa erindi sem
erfiði kemur í ljós síðar, en
víst er að margur hittir
þarna forsetaframbjóð-
endurna í fyrsta sinn
augliti til auglitis og gefst
því fremur en ella tæki-
færi til að mynda sér
skoðun, byggða á per-
sónulegri reynslu.
Mbl. fylgdi frambjóð-
endunum fjórum eftir í
einn dag í ferðum þeirra
um landið og birtist hér
lýsing á ferð Péturs
Thorsteinssonar og eig-
inkonu hans Oddnýjar
Thorsteinsson til Vest-
mannaeyja s.l. fimmtu-
dag.
Pétur ok Oddný ásamt Holiía Jónssyni fluKstjóra fyrir framan fluKvél hans á fluKvellinum í Hornafirði.
Ljósm. Mhl. Friða Proppí.
um. Þar hitti Pétur gamlan vinnu-
félaga frá því hann vann í vega-
vinnu á Holtavörðuheiði og rifj-
uðu þeir upp gamlar vísur og m.a.
eina sem heimfærð var upp á
læknastéttina. A leiðinni út sagði
Pétur læknunum og fylgdarliði
sögu, sem heimfærð er upp á
lögfræðinga og skildu síðan full-
trúar stéttanna jafnir.
„Ég var að kjósa þig“ sagði
öldruð kona, er Pétur gekk inn
fyrir dyr eliiheimilisins. Kom í
ljós við nánari athugun að á
heimilinu stóð yfir utankjörstaða-
fundur og yfirgáfu Pétur og fylgd-
arlið hans þegar í stað heimilið til
að fyrirbyggja að litið yrði á komu
hans á staðinn sem áróður á
kjörstað.
Þaðan var haldið niður á
bryggju. Var þar fyrir hópur
manna að vinna við viðgerð á
skipi, einnig nokkrir hressir Eyja-
peyjar við málningarvinnu. Á
bryggjunni fékk Pétur spurningu
um, hvernig hann liti á niðurstöð-
ur framkominna skoðanakannana
síðdegisblaðanna. Hann sagðist
álíta að þessar kannanir hefðu
komið fram of snemma til að þær
gætu talist marktækar um úrslit
kosninganna. „En þær hafa áhrif
á skoðanamyndun fólks og það er
of áberandi að fólk hefur í huga að
greiða atkvæði gegn þeim, sem
það vill sízt. Ég tel skoðanakann-
anir sem þessar varasamar og t.d.
„ Kannanir nar
ekki marktækar
— en þær haf a
áhrif á skoðana-
myndun fólks“
— sagði Pétur Thorsteinsson m.a. í Vestmannaeyjum
Pétur rifjaði upp undirbúningsför sína fyrir komu Svíakonungs.
þegar flogið var meðfram Jökulsárlóni. Var auðheyrt að hann átti
góðar minningar frá þeim tíma. i,josm. Mhl. f.p.
Helgi Jónsson flugmaður sótti
Pétur og Oddnýju á nýrri flugvél
sinni um hádegisbilið til Hafnar í
Hornafirði og fékk blaðamaður
Mbl. að slást með í förina. Pétur
og Oddný birtust eftir skamma bið
á flugvellinum og höfðu þau nýtt
morguninn til að heimsækja elli-
heimilið á Höfn og heilsa upp á
dvalargesti þar.
Frá Höfn var flogið sem leið lá
til Vestmannaeyja. Veðrið var
fagurt og Vatnajökull skartaði
sínu fegursta í sólskininu. Oddný
hafði orð á að hún væri ákveðin í
að fara einhvern tíma með snjó-
bifreið yfir Vatnajökul. Pétur rifj-
aði upp ferð sína um Suðaustur-
land, er hann undirbjó komu
Svíakonungs til landsins. Þau
hjón sögðust aðspurð vera ánægð
með viðtökur, sem þau hafa fengið
á ferðum sínum um landið og
hafði Pétur á orði, að honum
fyndist fjölmiðlar og sér í lagi þeir
ríkisreknu hafa brugðist skyldu
sinni við að kynna frambjóðendur
og því væru ferðir þessar enn
nauðsynlegri.
Ágætt að láta
ráðstafa sér
Á flugvellinum í Vestmanneyj-
um tóku nokkrir stuðningsmenn
Péturs á móti þeim hjónum og var
þeim boðið til hádegisverðar á
heimili eins þeirra. Pétur hafði
komið til Vestmannaeyja í upp-
hafi kosningabaráttunnar og
heimsótti þá velflesta vinnustaði.
Þó var ákveðið að sækja nú heim
nokkra þeirra aftur, a.m.k. þá sem
fáliðað hafði verið á í fyrri
heimsókninni. Pétur hafði á orði
að hann léti stuðningsmenn sína
um þetta allt saman og sagði
einnig aðspurður, að sér fyndist
ágætt að láta ráðstafa sér, þegar
svo gott fólk ætti í hlut.
Klukkan var orðin þrjú síðdegis,
er haldið var af stað. Únnið var í
bónusvinnu við söltun í nokkrum
fiskiðjuverunum og starfsfólk ný-
farið heim á fyrsta áfangastaðn-
um, en í Vinnslustöð Vestmanna-
eyja var verið að vinna við síðustu
vigtunina. Pétur og Oddný gengu
meðal starfsfólksins og spjölluðu
við það. Spurði Pétur m.a. á hvaða
markað fiskurinn færi og kom í
Ijós að hann fer á Brasilíumarkað.
I Fiskiðjuna komu Pétur og
fylgdarlið í kaffitíma og vegna
góða veðursins voru starfsmenn
„tvist og bast“ úti við, eins og einn
starfsmannanna orðaði það. Dok-
að var við á skrifstofunni og þar
rætt um vanda frystiiðnaðarins,
markaðshorfur, fjármálin og
fleira. Er flautað var til vinnu á
ný gengu þau hjónin í gegnum
vinnusalinn, heilsuðu starfsfólk-
inu og ræddu málin.
Sá franski
varð hálfklumsa
Farið var í fleiri fiskiðjuver,
enda byggja Eyjar allt á afla úr
sjó og velflestir íbúarnir á ein-
hvern hátt tengdir fiskvinnslu og
útgerð. í einni saltfiskverkunar-
stöðinni hitti Pétur fyrir ungan
mann, franskan, sem hafði dvalist
í Eyjum í eina viku. Pétur ávarp-
aði unga manninn og ræddi við
hann á móðurmáli hans og varð sá
franski hálfklumsa, enda átt í
erfiðleikum með að tjá sig fram að
þessu.
Er haldið var út í sólskinið á ný
hafði Pétur á orði við einn fisk-
iðnaðarstarfsmanninn að þó sólin
skini, þá væri annað sem viðraði
ekki eins vel, — en þeir höfðu rætt
sín á milli vandamál fiskiðnaðar-
ins, birgðir hrönnuðust upp,
markaðir væru ótryggir o.fl.
Þá var haldið til sjúkrahússins.
Þar tóku á móti hópnum Einar
Valur yfirlæknir, Eyjólfur Páls-
son framkvæmdastjóri o.fl. Eyj-
ólfur spurði Pétur hvað átt væri
við með því að kjósa bæri þann
hæfasta, „þ.e.,“ sagði Eyjólfur
„hvafþættir gera menn hæf-
asta?“ Pétur svaraði því til m.a.,
að eins og ástandið væri nú í
heimsmálunum og einnig innan-
lands í efnahagslegu tilliti og
fleiri málum væri mjög áríðandi
að til starfans veldist aðili, sem
hefði þekkingu á stjórnsýslu og
utanríkismálum. Þá fjallaði hann
í svari sínu nokkuð um völd
forsetans og sagði áberandi að
fólk hefði áhyggjur af rótleysi því
sem nú væri í íslenzkum stjórn-
málum og treysti því að forsetinn
gæti orðið ankeri til festu í
þjóðmálunum.
Þá fékk hann einnig spurningu
um, hvort hann væri sammála því
sem einn meðframbjóðandi hans
hefði sagt, að forsetinn yrði að
hafa persónulega reynslu af
stjórnmálum og að ástæða þess,
hversu Viðreisnarstjórnin hefði
setið lengi væri sú, að Ásgeir
Ásgeirsson hefði þá verið í for-
setastól og hann verið pólitíkus.
Pétur sagði það ákaflega góðan
hlut að forsetinn hefði stjórn-
málalega reynslu, en hann sagðist
einnig telja, að það væri jafn
neikvætt, að forsetinn væri tengd-
ur einum stjórnmálaflokki fremur
en öðrum. „Að Viðreisnarstjórnin
sat þetta lengi hef ég aldrei heyrt
tengt því fyrr, að Ásgeir Ásgeirs-
son hafði afskipti af pólitík, áður
en hann settist í forsetastól" sagði
Pétur.
Starfsbróðir
í vegavinnu
Þau hjón gengu síðan um ganga
spítalans og heilsuðu sjúklingun-
hefur verið rætt um það í Banda-
ríkjunum að banna þær. — Það
þarf a.m.k. að setja reglur." Þá
sagði Pétur einnig álit sitt á þætti
ríkisfjölmiðlanna, sem hann taldi
að hefðu brugðist þjóðinni og líkti
fyrirhuguðum kynningarþætti
sjónvarpsins við það að skóla-
krökkum væri raðað upp við borð
til að spyrja þá út úr lexíum
sínum.
Frá bryggjunni var haldið til
kosningaskrifstofu Péturs og rætt
um kosningabaráttuna og skipu-
lag fundarins, sem halda átti um
kvöldið. Síðan héldu Pétur og
Oddný til kvöldverðar og hvíldar.
Fundurinn var haldinn í félags-
heimilinu og var þar hvert sæti
skipað og komust færri að en
vildu. Töldu fundarboðendur að
um 170 manns hefðu verið í
salnum. Fundarstjóri var Magnús
H. Magnússon, ræðumenn fyrir
-utan Pétur voru Sigrún Þorsteins-
dóttir og Helgi Bernódusson.
Einnig ávarpaði Oddný fundar-
menn.
Eru það þínar
skoðanir?
í lok framsöguerinda sagði Pét-
ur frá fyrirspurnum sem hann
hefur fengið á fundum og svörum
sínum við þeim og bauð mönnum
að spyrja sig spurninga. Stóð upp
einn fundarmanna og bað Pétur