Morgunblaðið - 19.06.1980, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1980
Nauðlendingin á Keflavíkurflugvelli
„Ég var ekki hræddur, hafði
eiginlega ekki tíma til þess“
- segir Guðjón Ólafsson flugstjóri
„VIÐ UPPGÖTVUÐUM lyrst að ritthvað var að. þcjcar aðalhjólin fóru
ekki niður i aðflugi að Vestmannaeyjum,“ sagði Giiðjón Ólafsson
fluKstjóri i samtali við Monrunblaðið. en hann nauðlenti einni
Fokker-fluKvél Fluideiða á KeflavíkurfluKvelii í K*rkveldi.
..í fyrstu voru hæði hjólin uppi. en um siðir tókst okkur að koma
ha'Kra hjólinu niður. en þá vorum við yfir Keykjavik. Vinstra hjólið
fór aldrei niður. en orsök þess er talin hiiun í vökvacylinder.
Við eyddum tímanum í það að
brenna upp olíunni til að vera með
sem minnst eldsneyti í lending-
unni. A meðan reyndum við vara-
kerfin í vélinni, en ekki tókst
heldur að ná hjólinu niður með
þeim hætti. Þá var slökkviliðið á
Keflavíkurflugvelli undirbúið og
reynt var að róa farþegana. Þeir
tóku þessu öllu vel, höguðu sér
eins og best verður á kosið," sagði
Guðjón.
„Þegar við lentum, þá rann vélin
um 400 metra eftir flugbrautinni,
þangað til hún stöðvaðist. Um
síðir rak hún vænginn niður og
snerist og rann út af brautinni.
Vélin er auðvitað dálítið skemmd,
en það er of snemmt að segja
nákvæmlega til um það.“
— Hræddur?
„Eg var ekki hræddur, hafði
eiginlega ekki tíma til þess. Ég hef
aldrei lent í neinu samhærilegu
við þetta, aðeins í smávægilegum
bilunum. Það er ekki nein stór-
hætta í þessu, önnur en sú, að það
komi upp eldur. Það er ekki mikil
hætta á því á Fokker-vélunum,
þær eru háþekjur og með elds-
neytið í vængjunum og því minni
hætta á, að þeir verði fyrir
hnjaski," sagði Guðjón Ólafsson
að lokum.
Guðjón ólafsson flugstjóri og Baldur Ingólfsson aðstoðarflugmaður, en þeir flugu véiinni sem
nauðlenti á Keflavikurflugvelii.
„Ekkert oísalega
skemmtilegt“.
„Þetta var ekkert ofsalega
skemmtilegt," sagði 11 ára Eyja-
stúlka, Hafdís Kristjánsdóttir, í
samtali við Mbl., en hún ásamt
vinkonu sinni, Ingibjörgu Jóns-
dóttur, var á heimleið til Eyja eftir
dvöl í Vindáshlíð.
„Ég var svolítið hrædd því að
mér brá svo ofsalega þegar ég
heyrði hvað var að,“ sagði Ingi-
björg, „og mér leið ekkert vel
þegar vélin var að lenda, þvi hún
hristist svo mikið. En þetta er allt
í lagi og við ætlum heim með
næstu vél.“
„Eins og bíll á malar-
hrygg“
„Þegar okkur var sagt að hjólin
kæmu ekki niður, vorum við stödd
yfir Vestmannaeyjum. Þá var
klukkan um hálf sjö,“ sagði Brynja
Traustadóttir, en hún var einn
farþeganna í vélinni sem nauðlenti
á Keflavíkurflugvelli í gærkveldi.
„Eftir að við fréttum þetta tók
vélin margar dýfur niður að sjó og
var reynt að ná hjólunum niður, en
það tókst ekki,“ sagði Brynja.
„Farþegarnir tóku þessu með ró,
aðeins börnin voru volandi þegar
þeim var haldið niðri, þau höfðu
ekki vit á að vera hrædd.
Vélin lenti rúmlega átta og hafði
þá verið á flugi í rúma tvo tíma.
Það heyrðust skruðningar þegar
hún lenti, en þó furðu lítið, miðað
við það sem ég átti von á. Það má
segja að þetta hafi ekki verið
meira en þegar bíll tekur niðri á
malarhrygg. Flugmenn og flug-
freyja æðruðust ekki og stóðu sig
með mikilli prýði. Allir voru furðu
rólegir, nema þá helst börnin,"
sagði Brynja Traustadóttir.
Bara skruðningar og högg
„Ég var ekki sérlega hrædd, en
hálf kvíðin," sagði Guðrún Sam-
Rætt við far-
þega og flug-
áhöfn á slysstað
„Allt lék í
hendi flugfreyjunnar“
„Flugfreyjan stjórnaði af svo mik-
illi prýði í farþegasal að einsdæmi
er, hún gat ekki gert það betur,"
sagði Jón Hjaltason hæstaréttar-
lögmaður í samtali við Mbl. á
Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi, en
Jón var á leið til Éyja í sinni
vanalegu vikureisu.
„Það er nú ekki hægt að kalla
þetta hrakninga," svaraði Jón, „en
það var óþægilegt þegar gerðar
voru tilraunir með snöggum rykkj-
um til þess að ná hjólinu niður. Ég
hef einu sinni verið í flugvél sem
hjólbarði sprakk á í lendingu og
þetta var ekki ósvipað, en það var
sérstakt hvað flugstjórinn lenti vel
við þessar aðstæður.
Hræddur? Sleppum því alveg, ég
er að bíða eftir næstu vél og vona
að hún fari í kvöld. Það var hins
vegar skemmtilegt að fylgjast með
því hvað allt lék í hendi flugfreyj-
unnar meðan þetta gekk yfir, hún
var einstök með sinni framkomu
enda varð enginn æsingur um borð
hvorki fyrir eða eftir nauðlend-
ingu. Þessi lending varð raunar
eins og æfing. Flugfreyjan fylgdist
fullkomlega með öllu í lendingunni
og þetta gekk allt eins og í sögu.“
„Fólkið samvinnuþýtt
og yfirvegað“
„Þetta gekk í alla staði mjög vel
fyrir sig,“ sagði Elísabet Hákonar-
dóttir flugfreyja í samtali við Mbl.
„Fólkið tók Ijúfmannlega tilsögn
varðandi nauðlendingu og var
mjög samvinnuþýtt og yfirvegað.
Flugstjórinn sagði fólkinu hvað
um var að vera og í sameiningu
kynntum við farþegunum allar
öryggisráðstafanir. Auðvitað var
um ótta að ræða hjá fólkinu, en
aðeins eðlilegan ótta þar sem það
var í fyrsta skipti að gera það sem
það þekkti ekki. Farþegarnir stóðu
sig mjög vel, sýndu fyllsta æðru-
leysi."
Guðrún Samúelsdóttir. nýkjörin fegurðardrottning Vestmannaeyja.
og Brynja Traustadóttir. ásamt Tinnu dóttur sinni. i.jósmyndir Mbt: kax
Ingibjörg Jónsdóttir og Hafdís Kristjánsdóttir, báðar eilefu ára.
Jón Hjaltason hæstaréttarlögmaður, fremst til vinstri, i farþegasal á
Keflavíkurflugvelli. að biða eftir næstu vél til Eyja.
Reyndu að ná hjólinu nið-
ur með snöggum rykkjum