Morgunblaðið - 19.06.1980, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ1980
Menntaskólanum á Akureyri
Mikiö fjölmenni við
hátíðlega athöfn í
íþróttaskemmunni
MENNTASKOLANUM a Akureyri var slitiö í 100. sinn 17. júní sl. í
íþróttaskemmunni á Akureyri. 120 stúdentar útskrifuöust en hæstu
einkunn á stúdentsprófi aö þessu sinni hlaut Árni Sveinn Sigurðsson
úr náttúrufræöideild, einkunina 9,01.
Mikiö fjölmenni var viö skólaslitaathöfnina en meðal viöstaddra
voru menntamálaráöherra, Ingvar Gíslason, bæjarstjóri Akureyrar,
Helgi M. Bergs, Steindór Steindórsson, fyrrum skólameistari, Hulda
Stefánsdóttir, elsti núlifandi kennari skólans og rektorar annarra
menntaskóla.
Margar gjafir bárust skólanum
og mörg ávörp voru flutt. Mennta-
málaráöherra færöi skólanum af-
mæliskveöju í nafni ríkisstjórnar-
innar og afhenti honum aö gjöf frá
menntamálaráðuneyti, málverk
eftir Finn Jónsson, málaö 1933.
Guömundur Benediktsson talaöi
sem fulltrúi forsætisráöherra og
flutti skólanum kveöjur forsætis-
ráöherra og konu hans. Þá færöi
Ragna Jónsdóttir fyrir hönd Nem-
endasambands Menntaskólans á
Akureyri skólanum silfurlíkneski af
gamla skólahúsinu og Helgi M.
Bergs bæjarstjóri afhenti skólan-
um málverk frá Akureyrarbæ, mál-
aö af Einari Hákonarsyni. Hjörtur
Eldjárn formaöur stjórnar Kaupfé-
lags Eyfirðinga talaði fyrir hönd
Kaupfélagsins og færöi skólanum
málverk eftir Þráinn B. Þorleifsson,
málað 1899.
Þá fluttu ávörp fulltrúar gamalla
stúdenta. Trausti Jónsson veöur-
fræöingur talaði fyrir hönd 10 ára
stúdenta, Halldór Halldórsson
læknir fyrir hönd 25 ára stúdenta,
séra Siguröur Guömundsson fyrir
hönd 40 ára stúdenta og dr.
Matthías Jónasson fyrir hönd 50
ára stúdenta. Færöu þeir skólan-
um einnig ýmsar gjafir.
Næst fluttu ávörp skólameistar-
ar annarra menntaskóla, Ingólfur
A. Þorkelsson skólameistari M.K.,
Kristinn Kristmundsson skóla-
meistari Menntaskólans aö Laug-
arvatni og Kristján Bersi Ólafsson
skólameistari Flensborgarskóla og
flutti hann skólanum kveöjur frá
sínum skóla, Fjölbrautaskólanum
á Akranesi og Fjölbrautaskóla
Suöurnesja og færöi M.A. fundar-
hamar aö gjöf frá þessum þremur
skólum. Aö lokum flutti Guðni
Guömundsson rektor M.R. kveöjur
frá Menntaskólanum í Reykjavík
og færöi skólanum aö gjöf frá M.R.
bók sem prentuö var 1663 og
merkt Hálfdáni Einarssyni sem var
rektor Hólaskóla hins forna.
Ávarp fyrir hönd veröandi stúd-
enta flutti Þorvaldur Þorsteinsson
en fyrir hönd skólafélagsins Hug-
ins talaöi Gunnar S. Ingimarsson.
Áöur en sjálf brautskráningarat-
höfnin hófst greindi Tryggvi Gísla-
son skólameistari frá fleiri gjöfum
sem skólanum hefur borist í tilefni
aldarafmælisins. Má þar nefna
veggteppi frá Fanny Kristínu Ing-
varsdóttur, og höggmynd af Stein-
dóri Steindórssyni skólameistara
frá Báröi Halldórssyni og Steindóri
Gunnarssyni.
Er skólameistari haföi afhent
hinum 120 nýstúdentum skírteini
sín og slitiö skólanum í 100. sinn
risu allir úr sætum og sungu
MENNTASKOUNN A AKUREYRI
1880-1980
Tryggvi Gíslaaon ávarpar nýatúdanta og aöra aamkomugaati. Myndlr Emllla.
Staindör Staindóraaon fyrrvarandi
•kólamaiatari flytur óvarp, aftir aö Tryggvi Gíalaaon akólamaiatari aaamir Huldu Stafánadóttur, alata núlifandi
hafa varió aaamdur Gulluglunni. kannara akólana, haiöuramarki Manntaakólana á Akurayri, Gulluglunni.
skólasönginn.
Síöar um daginn var opiö hús í
M.A. þar sem gestir gátu skoðað
vistarverur skólans og gjafir þær
sem hann haföi hlotiö í tilefni
afmælisins og þegiö kaffiveitingar.
Einn af gömlu nemendum skól-
ans, Halldór Blöndal alþingismaö-
ur, var m.a. viöstaddur skólaslitin
þann 17. júní. Meöan á þeirri
athöfn stóö orti hann eftirfarandi
vísu:
Skóli, þú undarleg örlög hlaust
aldargamall með vetur í spori.
Þú sáir til þroska sérhvert haust
og sjálfsagt uppskerð stúdent
[aö vori.
Frú Halldóra Eldjárn nalir Gulluglunni í barm foraetana og Tryggvi Gfalaaon fylgiat broahýr
maö.
Þaö ar aftirvaanting f avip ungu atúndfnanna ar einkunnirnar aru akoöaöar.
„Að nema við M.A. er eitthvað það
dýrmætasta sem mér hefur hlotnazt“
Rætt við Rögnu
Jónsdóttur, for-
mann Nemenda-
sambands M.A.
Nemendafélag Menntaskólans á
Akureyri, NEMA, var stofnað í
Reykjavík 6. júní 1974 og hefur
aðsetur sitt syðra.
„Félagið var stofnað til þess að auka
sambónd milli M.A.-stúdenta syðra og
tengsla þeirra við skólann hér
nyrðra,“ sagði Ragna Jónsdóttir,
formaður NEMA, í samtali við blaða-
mann Mbl. „Félagið nær til allra
M.A.-stúdenta fyrr og síðar. Haldinn
er einn aðalfundur árlega og vorfag-
naður í maí, og er hann mjög vel
sóttur.“
Ragna var viðstödd hátíðahöldin á
Akureyri vegna aldarafmælis M.A., og
við útskriftina á 17. júní færði hún
skólanum silfurafsteypu af skólahús-
inu fyrir hönd NEMA.
Eina stúlkan í sínum árgangi
Ragna er fædd á Norðfirði en varð
stúdent frá Menntaskólanum á Akur-
eyri árið 1936. Var hún eini kvenstúd-
entinn það árið innan um 18 karlstúd-
enta. „Það var ekki mikið um að
stúlkur færu í skóla þá, einfaldlega
vegna þess að atvinnumöguleikar og
launakjör voru ekki þau sömu fyrir
stúlkur og drengi á þeim tíma. Þær
fóru heldur ekki í skóla nema foreldr-
arnir gætu haldið þeim uppi meðan á
skólagöngunni stóð.
Ég fór í M.A. vegna þess að ég hafði
sýnt dugnað í námi og foreldrar mínir
hvöttu mig til þess. Ég var líka syo
heppin að alast upp við frjálsræði. Ég
heyrði aldrei minnst á það, að eitt-
hvað væri til sem stúlkur gætu ekki
gert aðeins vegna þess að þær eru
kvenkyns. öllum þeim sem ég ólst upp
með fannst ekkert skrítið í tilver-
unni.“
WÁ vorin flýgur hugjirinn norður'
Að loknu námi kenndi Ragna einn
vetur á Norðfirði, en fluttist síðan til
Reykjavíkur. Þar gifti hún sig og átti
börn, en tók síðan til við kennslu á ný.
Við spurðum Rögnu að því hvort hún
ætti ekki margar góðar minningar frá
menntaskólaárunum?
„Þess vegna er ég nú hingað komin
og þess vegna var gleðin svo mikil
þegar NEMA var stofnað. Á vorin
flýgur hugurinn alltaf norður, og
þegar gengið er inn í skólahúsið
hellast minningarnar yfir mann, og
maður upplifir allt aftur rétt eins og
það hafi gerst í gær. Það var lúxus að
fá að vera í svona skóla á sínum tíma,
en sem betur fer er það ekki svo núna.
Maður lifði mikið innan veggja
skólans þá. Við sóttum ekki mikið
skemmtanir í bænum, en kynntumst
samt möri 'i fólki á öllum aldri, því þá
voru ekki allir jafn gamlir í bekkjun-
um eins og nú. Skólahúsið var því eins
og heimili manns, bæði til líkama og
sálar.
Skólameistari, Sigurður Guð-
mundsson, bjó þá með fjölskyldu sinni
í skólanum og stjórnaði vistinni.
Fótatak hans var alþekkt á ganginum
t
Ragna Jónsdóttir formaður Nem-
endasambands M.A.
og þurfti hann ekki mikið að eiga við
okkur, því það datt allt í dúnalogn
þegar fótatakið nálgaðist.
Þá þekktist það ekki að heimavist-
arnemendur, langt að komnir, færu
heim um jólin. Skólameistarahjónin
buðu þá öllum vistarbúum inn til sín
kl. 10 á aðfangadagskvöld. Þá höfðum
við borðað fínan mat í matsalnum en
önduðum nú að okkur jólailmi heimil-
is þeirra og fengum ávexti og sungum
sálma. En um miðnætti fóru allir upp
á sal og voru í jólaleikjum þar til fram
undir morgun.
Dansleikir voru haldnir í skólanum
og skólahátíð, og einnig var kappróður
mikið stundaður á þeim árum.
Þegar við vorum í 5. bekk vorum við
í sundkennslu í Svarfaðardal, því þá
var engin sundlaug komin á Akureyri.
Það árið fórum við líka í ferðalag
suður í Borgarfjörð á hálfkassabíl.
Þetta var mikil ævintýraferð og stóð í
heila viku.
„Sjóndeildarhringurinn
víkkaði“ á Akureyri
Það má líka segja, að dvöl okkar
utanbæjarmanna á Akureyri hafi
vikkað sjóndeildarhringinn. Ég man
fyrst þegar ég heyrði í Karlakórnum
Geysi hvað ég var hrifin. Og þarna sá
ég líka leikrit við betri aðstæður en
tíðkaðist heima á Norðfirði.
— Svo þú hefðir ekki viljað vera án
þess að nema við M.A.?
„Nei, það er eitthvað það dýrmæt-
asta sem mér hefur hlotnast. Það
fylgir manni alla ævi allt það glaða og
góða sem maður upplifði hér. Því hef
ég alltaf reynt að heimsækja skólann
hvenær sem ég get,“ sagði Ragna að
lokum.
rmn