Morgunblaðið - 19.06.1980, Page 26

Morgunblaðið - 19.06.1980, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ1980 Mikið um land- anir erlendis STÖÐUGT fleiri útKerðarmenn sýna áhuga á að láta skip sin sigla með afla og speglar það í raun það ástand, sem við er að KÍima i fiskvinnsiunni. Allmar»{ir togarar hafa landað að undanfðrnu og fleiri eru nú á veiðum með siglingu i huga. Hjá LÍÚ fengust þær upplýs- ingar i gær, að Iðndunarpláss i hðfnum i Englandi og Þýzkalandi hefur nú verið bðkað fram i júlí. I fyrradag seldi Oddgeir ÞH 52.2 tonn í Hull fyrir 31.6 milljón, meðalverð 604 krónur. Þórir seldi einnig í fyrradag, 51.5 tonn í Fleet- weod fyrir 24.8 milljónir, meðalverð 482 krónur. Sporður RE seldi 57.8 tonn í Hull í gær fyrr 29.5 milljónir, meðalverð 510 krónur. Votaberg SU seldi 30 tonn í Grimsby fyrir 13.6 milljónir, meðalverð 510 krónur. Bylgja VE seldi 58.4 tonn í Grimsby fyrir 28.7 milijónir, meðalverð 491 króna. Form. Félags isl. flugumferðarstjóra: Mikil rigning setti strik í reikninginn MIKIL rigning var á Akureyri á 17. júní og varð að færa hátiða- holdin inn i hús þegar leið á daginn. Iþróttafélagið Þór sá um há- tiðaholdin að þessu sinni og hófust þau með skrautsiglingu á Akureyrarpolli kl. 10 um morg- uninn. Eftir hádegið var farið í skrúð- göngu frá Ráðhústorgi að íþrótta- vellinum, þar sem fram fóru hefðbundin hátíðahöld, fánahyll- ing, heigistund, ávarp fjailkonu, ávarp nýstúdents og fleira. Þá var börnum gefinn kostur á að fara á hestbak á svæði við hliðina á íþróttavellinum. Mikil rigning var og því færra fólk við hátíða- höldin en venja er til á Akureyri. Fjölskylduskemmtun sem hefj- ast átti á Ráðhústorgi kl. 16.30 var færð inn í æskulýðsheimilið Dynheima, og útiskemmtun sem vera átti um kvöldið á torginu féll niður, en þess í stað var fjöl- skylduskemmtunin endurtekin í íþróttaskemmunni um kvöldið. Er líða tók á kvöldið stytti upp. Var því útidansleikur á Ráðhús- torgi eins og gert hafði verið ráð fyrir. Nýstúdentar komu á torgið um miðnætti eins og venja er og dönsuðu þar nokkra stund og gengu fylktu liði kringum torgið með skólameistarahjónin í broddi fylkingar. Dansað var til kl. 2 eftir miðnætti og fór allt vel fram að sögn lögreglunnar. Ekki stórt peninga- spursmál fyrir ríkið en mikið réttlætismál „VIÐ verðum með allsherjaratkvæðagreiðslu seinni part vikunnar eða um helgina og persónulega er ég ekkert efins um það, að flugumferðarstjórar skilji nauðsyn samstöðunnar.“ sagði Baldur Ágústsson, formaður Félags islenzkra flugumferðarstjóra i samtali við Mbl. i gærkvöldi. Baldur sagði. að i atkvæðagreiðslunni myndu félagsmenn taka afstöðu til þess, hvort þeir tækju samningi um sumarvinnu óbreyttum eða ekki og hvort þeir ættu þá að beita yfirvinnubanni til frekari þrýstings i málinu. „Ég verð að segja það eins og er, að mér finnst ríkið ekki hafa notað frestinn í málinu að neinu gangi,“ sagði Baldur. „Yfirvinnubann okk- ar kom til framkvæmda 1. júní og stóð í 3 daga, en þá frestuðum við því að beiðni fjármálaráðherra. Sá frestur hefði átt að renna út 14. júní en við ákváðum að framlengja hann þar til félagsmenn hefðu allir sagt sitt í atkvæðagreiðslu. Þetta mál snýst um það, hvort flugumferðarstjórar á þremur stöðum úti á landi, Akureyri, Egilsstöðum og Vestmannaeyjum, eigi að fá sams konar greiðslur fyrir hluta af sinni vinnu og starfsbræður þeirra í Reykjavík. Málið snýst um aukaálag fyrir vinnu frameftir kvöldi, sem greitt hefur verið í Reykjavík, en ekki á þessum stöðum úti á landi. Þetta er ekki stórt peningaspursmál fyrir ríkið, en mikið réttlætismál fyrir okkur." Félagar í Félagi íslenzkra flug- umferðarstjóra eru um 80 talsins og vinna á 5 stöðum. Regnhlifar og rigning settu svip slnn á hátiðahöldin á Akureyri á þjóðhátiðardaginn. Ljónm. Emiha. Hátíðahöld 17. júní á Akureyri: Miðar á Clash seljast vel RÚMLEGA 1000 miðar voru þeg- ar seldir á hljómlcika Clash í Laugardalshöllinni 21.6. nk., þeg- ar Mbl. hafði samhand við Lista- hátið á hádegi i gær. Hljómleikar þessir verða enda- punkturinn á Evrópuferðalagi þeirra, sem staðið hefur í nær átta mánuði, en þess má geta, að Clash léku á tvennum hljómleikum fyrir troðfullu húsi í Hammersmith Odeon í London 16. og 17. júní, og komst framkvæmdastjóri Lista- hátíðar ekki að, þegar hann ætlaði að kanna hljómsveitina annað kvöldið, en hann var í London til að undirrita samninga við þá. Eftir þessa hljómleika munu Clash taka sér smá frí, en halda til Bandaríkjanna seinni hluta sumars. Ekiðá staura r ÁRLA i gærmorgun var Fiat- fólksbifreið ekið á ljósastaur á Reykjavikurvegi. ökumaðurinn, sem var ölvaður, var einn f bifreið- inni og slasaðist hann talsvert. Bifreiðin er mikið skemmd. Um miðjan dag í dag var fólks- bifreið ekið á ljósastaur í Arnarnes- hverfi. Öldruð kona, sem var farþegi í bifreiðinni slasaðist en ekki var í gær vitað hversu alvarieg meiðsli hennar voru. Norræn ráðstefna um þjóðbúningamál DAGANA 19. og 20. júní 1980 verður þingað í Norræna húsinu i Reykjavík um þjóðbúningamál á Norðurlöndum. Þessi fundur verður haidinn á vegum islenskrar samstarísnefndar um þjóðhúninga, sem hefur starfað i allmörg ár á vegum Heimilisiðnaðarfélags íslands, Kvenfélagasambands íslands og Þjóðdansafélags Reykjavikur i samstarfi við Þjóðminjasafn íslands. í nefndinni eiga sæti Gerður Hjörleifsdóttir, Sigríður Thorlacius. Dóra Jónsdóttir og Elsa E. Guðjónsson. Til fundarins koma fulltrúar ið komið fyrir í bókasafni frá Finnlandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð; Færeyingar sáu sér því miður ekki fært að senda fulltrúa. í tilefni af ráðstefnunni hef- ur lítilli sýningu á íslenskum þjóðbúningum, einstökum flík- um og myndum af búningum, og kvensilfri ýmiss konar, ver- Norræna hússins, og er ætlun- in að hún verði eitthvað fram eftir sumri. Þar liggja einnig frammi bæklingar um íslenska þjóðbúninga, meðal annars tvö leiðbeiningarit um nútíma upphlut og peysuföt, sem ís- lenska þjóðbúninganefndin hefur séð um útgáfu á 1974 og 1978. Kastaði sér út um glugga á þriðju hæð LAUST fyrir klukkan fimm í gærmorgun féll maður út um glugga á þriðju hæð húss við innanverðan Laugaveg í Reykja- vík. Maðurinn var fluttur á Slysadeild Borgarspitalans en hann hlaut slæm bcinbrot. Tildrög atburðarins voru eftir því, sem næst verður komist, að samkvæmi stóð yfir í húsinu og risu þá deilur milli kvenna þar. Hótaði maðurinn að kasta sér út um gluggann hættu konurnar ekki að rífast. Konurnar héldu hins vegar áfram að rífast og lét þá maðurinn verða af hótun sinni og kastaði sér út um gluggann. Fengu eigur sínar EINS OG skýrt var frá í Morgun- hiaðinu á þriðjudag tapaði sænskt ferðafólk meðal annars myndavélum og erlendum gjald- eyri og þar á meðal ferðatékkum við heita lækinn i Nauthólsvik síðastliðinn laugardag. Ferða- fólkið fékk eigur sinar á ný seint á mánudag en þá hafði Rann- sóknarlögrcgla rikisins haft hendur i hári þess, sem stal eigum fólksins. Rannsóknarlögreglunni var til- kynnt um að maður væri að reyna að selja ferðatékka og var maður- inn handtekinn. Fundust þá eigur Svíanna í fórum hans. Rannsókn- arlögreglan hafði hins vegar ekki upp á eigendunum, þrátt fyrir eftirgrennslan á hótelum borgar- innar. Það var því ekki fyrr en Svíarnir rákust inn hjá Rannsókn- arlögreglunni, að lögreglumönn- unum tókst að koma eigunum til skila. Fótbrotnaði við 17. júni^kemmtiin PatrekHÍirAi, 18. júní. PATREKSFIRÐINGAR héldu upp á þjóðhátiðardaginn með hefð- hundnum hætti, en það setti nokk- urn skugga á að ungur maður fótbrotnaði, er hann stökk ofan af slökkvibiðfreið staðarins. Hann var fluttur flugleiðis til Reykja- vikur. Meðal skemmtiatriða dagsins var knattspyrnuleikur milli slökkviliðs- ins og björgunarsveitarinnar. Markvörður slökkviliðsins hafði slökkvibifreiðina sér til halds og trausts og varði markið með því að beita vatnsslögunni á mótherjana. Ungur maður fór upp á bifreiðina til að taka ljósmyndir og síðan stökk hann niður af bílnum, en kom þá svo illa niður, að hann hlaut opið beinbrot á fæti. Fréttaiitarl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.