Morgunblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ1980
35
Níræð:
Frú Jónína Sæborg
Frú Jónína Sæborg frá Ólafs-
firði á níræðisafmæli 19. júní
1980.
Níræð, og einhverjum kemur í
hug gömul og södd lífdaga en það
á ekki við hér. Hún er hress og ern
og fylgist með því sem er að gerast
og henni finnst heimurinn þrátt
fyrir allt ekki svo slæmur, það er
gott að lifa, lífið er þrátt fyrir allt
besta gjöfin. Nei, það eru ekki
margir sem standa sig eins vel og
Jónína Sæborg frá Sögueyjunni
íslandi, hún er í hópi þeirra sem
lifa lífinu á þann hátt að allar
kenningar um elli og kör verða að
hjómi.
Árið 1923 kynntist hún í
Reykjavík Norðmanninum sem
varð eiginmaður hennar. Hann
starfaði við norska fyrirtækið
„Norgas" en það fyrirtæki metur
hún mikils, enda veitti það henni
af rausn myndarleg eftirlaun.
Þau hjónin áttu 5 börn, tvö
þeirra fæddust á íslandi en hin í
Noregi. Fósturdóttur á hún, bú-
setta á íslandi, sem hún er tengd
sterkum böndum, sambandið við
hana styrkir tengslin við ættjörð-
ina sem hún ann svo heitt, landið
sem hún er stolt af.
Hún ferðaðist mikið um Dan-
mörku, Svíþjóð og Noreg á söng-
og fyrirlestraferðum sínum, þar
sem hún kynnti land sitt með
íslenskum söngvum.
Á ferðum sínum öðlaðist hún
margháttaða þekkingu og lífs-
reynslu.
Jónína Sæborg hefur átt við-
burðaríka ævi og gjöfula. Hún bjó
í Danmörku í tvö ár og þar notaði
hún tímann til að sækja hús-
mæðraskóla. Frá Danmörku flutt-
ist hún til Noregs árið 1943.
Fyrir störf í þágu föðurlands
síns var hún sæmd riddarakrossi
Fálkaorðunnar.
Frú Jónína dvelst nú að loknum
starfsdegi á Lamertseter elli- og
hjúkrunarheimilinu þar sem hún
hefur búið undanfarin 8 ár. Megi
ellin verða henni, sem er svo
skaplétt og hjartahlý, góður og
hamingjuríkur tími, þess óskum
við henni af heilum hug hér á
Lambertseter hjúkrunarheimil-
inu.
1,6Í júní 1980,
Trygve Lamberg-Dahl,
Elli- og hjúkrunarheimilinu á
Lambertseter.
Varar Carter
Schmidt við?
Bonn, 16. júní. AP.
STAÐFEST var í Bonn í dag að
Carter Bandaríkjaforseti hefði
ritað Helmut Schmidt kanzlara
bréf, þar sem hann hefði hvatt
Schmidt til að gera enga þá
samninga við Sovétmenn er
kynnu að hafa það í för með sér,
að frestur yrði á því að meðal-
drægum eldflaugum af banda-
rískri gerð yrði komið fyrir í
Evrópu.
Ráðherra í stjórn Schmidts
sagði, að ekki væri bréfið skoðað
sem viðvörun á einn eða neinn
hátt, en tímaritið Stern sagði um
helgina að sterkur viðvörunartónn
væri í bréfinu. Væri Schmidt
sterklega varaður við nokkurs
konar makki við Sovétmenn, er
breytt gætu áætlunum um vígbún-
að NATO-ríkja í Evrópu, einkum
er varðaði eldflaugakerfið. Sagði
blaðið að stjórn Carters óttaðist
að Schmidt kynni að slaka á
afstöðu sinni til eldflauganna, þar
sem kosningar væru fyrir dyrum í
V-Þýzkalandi í október. Schmidt
hefur nýverið skorað á ríki NATO
og Varsjárbandalagsins að leggja
á hilluna áætlanir um framleiðslu
meðaldrægra eldflauga og taka
upp viðræður, er hafi það að
markmiði að leggja niður núver-
andi eldflaugar.
Klaus Bölling utanríkisráðherra
sagði í dag, að skoðanir Schmidts
og Carters varðandi endurnýjun
eldflaugakerfis NATO færu í einu
og öllu saman.
Orðuveitingar í Bretlandi
I^ondon. 14. )úni. AP.
ORÐUM af ýmsum stigum og gráðum var i dag úthiutað aí Margaret
Thatcher, forsætisráðherra Bretiands, i tilefni hins opinbera afmælis
drottningarinnar.
Meðal þeirra heiðruðu var
Soames lávarður, fv. landsstjóri í
Rhodesíu, sem sleginn var til
riddara, og kona hans Mary, sem
hlaut titilinn herforingi breska
heimsveldisins. Mjólkurpóstur
forsætisráðherrans, Cousins, sem
komið hefur með mjólkina til
Downingstrætis 10 í 10 ár, fékk
heiðurspening breska heimsveld-
isins (BEM).
Aðrir, sem slegnir voru til
riddara, voru m.a. John Acland,
yfirmaður samveldisherjanna í
Rhodesíu, Larry Lamb, blaðaút-
gefandi, Ian Trethowan, forstjóri
BBC og Augus Wilson, rithöfund-
ur.
Aðlaðir voru Victor Matthews,
blaðaeigandi og milljónamæring-
ur, Frank McFadzean, forstjóri
Rolls-Royce-verksmiðjanna, og
Arnold Weinstock, framkvæmda-
stjóri General Electric co.
Orðu breska heimsveldisins
(OBE) fengu m.a. gítarleikarinn
John Williams og krikketleikmað-
urinn Geoffrey Boycott, og að
lokum hlaut léttvigtarboxarinn
Jim Watt titilinn MBE.
Launmorð
í Istanbúl
Istanbúl. 16. júni. AP.
SKYTTUR, sem álitið er að séu
á snærum vinstrisinnaðra
hermdarverkamanna skutu til
bana liðsforingja og hermenn
úr fyrirsátri nærri Istanbúl á
sunnudagskvöld. Sérstök her-
deild var send til fátækra-
hverfis í borginni til að sporna
við ólöglegum mótmælum
vinstrimanna, sem halda vildu
hátíðlegt tíu ára afmæli verka-
lýðshreyfingar í Istanbúl.
Hundrað manns voru teknir
höndum eftir stutt átök hers
og mótmælenda.
Spell í skipi
ZccbruKKe. BcIkíu. 16. júnl. AP.
TIU andróðursmenn kjarnorku
klifruðu ' í dag um borð í
holienskt flutningaskip og
eyðilögðu stýrisútbúnað og
fjarskiptatæki í brú skipsins.
Til stóð að flytja geislavirkan
úrgang út í hafsauga með
skipinu í vikunni. Fimm
skemmdarvarganna voru
handteknir í bækistöðvum
þeirra í bænum Knokke.
Skemmdirnar munu hafa
kostað meira en þrjá milljarða
íslenzkra króna.
Eldur af
slysni
Trípólí, Líhýu, 16. júní. AP.
HIN opinbera fréttastofa Líb-
ýu, Jana, neitaði í dag að gerð
hefði verið sprengjuárás á
brezka sendiráðið í borginni á
föstudag. Sagði fréttastofan að
eldur hefði orðið af slysni.
Atburðurinn varð sama dag og
diplómatískur sendimaður frá
Líbýu var rekin frá Bretlandi
eftir að hann lagði blessun sína
yfir morð á tveimur útlögum
frá landi hans.
ERLENT
Frostheldar
flísar
Uti og inniflísar meö veðrunarþol
Eftir margra ára reynslu á íslenskri veöráttu getum
viö mælt sérstaklega meö frostheldu flísunum frá |
Nýborg. Flísarnar eru hannaðar til aö standast
ströngustu gæðaprófanir á ítalíu, íslandi og í
Þýskalandi.
Nú er rétti tíminn til aö leggja útiflísarnar, leggiö
leiðina í Nýborg og lítið’ á úrvaliö.
Nýborg?#
Ármúla 23 - Sími 86755
Allar íþróttavörur
á einum stað
Eigum nú
glæsilegt úrval
af æfingagöll-
um í öllum
stæröum og
litum. Tökum
aö okkur
merkingar á
búningum fyrir
íþróttafélög og
fyrirtæki.
Verð frá
aðeins kr.
13.900.-
Póstsendum.
Sportvöruverzlun
Ingólfs Óskarssonar,
Klapparstíg 44. Sími 11783.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 14., 17. og 20. tölublaöi’
Lögbirtingablaðsins 1980, á Neðstutröð 2 — hluta
—, þinglýstri eign Ara Jóhannessonar, fer fram á
eigninni sjálfri fimmtudaginn 26. júní 1980 kl.
10:00.
Bæjarfogetinn i Kopavogi.
KOSNINGAHÁTIÐ
stuóningsmanna Guólaugs Þorvaldssonar
í LAUGARDALSHÖLL mánudaginn 23. júní kl. 21
f