Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 0qgwffl$Stí!b 155. tbl. 67. árg. SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Flugræn- ingi yf ir- bugaður Sfattlc. 12. júll. AI\ SAUTJÁN ára piltur. Glon Kurt. randi Boeing 727 farþegaþutu á flugvellinum í Seattle í g*r. Hann var yfirbugaður eftir að hafa haft vélina á valdi sínu í 10 klukkutíma. að sögn talsmanns bandarísku alrikislögreglunnar. Pilturinn, sem sagðist hafa sprengju í fórum sínum, rændi vélinni skömmu fyrir flugtak. Hann sleppti öllum farþegunum eftir fjóra klukkutíma, en hélt tveimur flugmönnum í gíslingu. Hann krafðist 600 þúsund Banda- ríkjadala og tveggja fallhlífa. Síð- ar bað hann um eins hreyfils flugvél til að komast í burtu en loks um bílaleigubíl. Er pilturinn var á leiðinni út í bílinn var hann handtekinn og færður til yfir- heyrslu. í samtali við lögregluna úr flugvélinni, sagðist pilturinn vinna fyrir ákveðinn mann og verkefni hans væri að drepa fólk. Hann sagðist ekki ætla að gefast upp fyrr en einhver hefði drepið yfirmann hans en ekki er vitað hver hann er né heldur hvers vegna pilturinn vildi hann feigan. 11 Sovétmenn f alla í Ghazni — stöðugt barist víðs vegar um Afganistan Islamahad. 12. juli. Al'. í HÖRÐUM bardögum í borginni Ghazni í suð-austurhluta Afganistan felldu frelsissveitir Afgana 11 sovéska hermenn og auk þess skutu þeir niður þyrlu. Islamska bandalagið til frelsunar Afganistan skýrði frá þessu í Islamabad i dag. Frelsissveitir gerðu árás á Ghazni. Þá segir í fréttum frá Afganist- an að víða sé barist. Bardagar hafa undanfarið staðið í borginni Jalalabad, en ekki hafa borist fréttir um hve umfangsmiklir þeir bardagar eru né um mannfall. í Paktiahéraði í suð-austurhluta Afganistan náðu frelsissveitir Afgana tveimur skriðdrekum á sitt vald. En vegna þess, að engir meðal þeirra kunna að nota slík verkfæri, voru skriðdrekarnir eyðilagðir. í Parwanhéraði, norð- ur af Kabúl, felldu frelsissveitir Queen til V-Þýskalands ZUrich. 12. júll. AP. RICHARD Queen, sem látinn var laus úr bandaríska sendiráðinu í Teheran, fór í dag frá Sviss til Vestur-býskalands. Hann mun fá meðhöndlun handariskra lækna i Wiesbaden, að sögn talsmanns bandarísku stjórnarinnar. Hann sagði að ástand Queen væri álitið þó nokkuð gott en gat ekkert sagt um það nákvæmlega. Qucen hefur gengið undir rannsóknir vegna hreyfilömunar i vinstri handlegg en sýnir, að sögn tals- maimsins. engin merki um and- lega vanheilsu. Afgana sjö sovéska hermenn og tóku fimm fasta auk þess að þeir eyðilögðu þrjár vígvélar fyrir Sov- étmönnum. Stöðugt berast fréttir af póli- tískum morðum í Kabúl. í síðustu viku var fyrrum fylkisstjóri Bag- hlanhéraðs myrtur á skrifstofu sinni í Kabúl. Vopnaðir menn fóru inn á skrifstofu hans og skutu á hann úr vélbyssum. Hann beið samstundis bana. Tilræðismenn- irnir komust undan. Þá segir að í gær hafi illa limlest lík eins stuðningsmanna Kabúlstjórnar- innar fundist í tré — á baki þess stóð, litað með blóði: „Rússar farið heim". Stöðugt berast fréttir af morðum á stuðningsmönnum stjórnarinnar og er talið að á milli 5 og 10 séu felldir daglega. Stjórn- völd hafa haft þungar áhyggj- ur og skipað öllum flokksfélögum, að ferðast saman í hópum undir vopnavernd og hafast við heima hjá sér að næturlagi. í „nætur- bréfi" sem hinir heilögu stríðs- menn Múhameðs „Mujahideen" sendu út, segjast þeir hafa fellt 32 Parchama en það er ættflokkur, sem hefur stutt við bakið á Karmalstjórninni. Þeir eru sagðir hafa gengið hvað ötullegast fram í morðum á ungum stúlkum í mót- mælagóngum í Kabúl fyrir skömmu. Rainbow Warrior er enn í El Ferrol El Fcrrul. 12. jtill. RAINBOW Warrior. skip Greenpeaccsamtakanna er enn í haldi i spænsku borginni El Ferrol. Spænsk herskip færðu Rainbow Warrior til hafnar 19. júní síðastliðinn eftir að skipverjar reyndu að koma i veg fyrir veiðar spánskra hvalafangara. Mál skipvcrja er fyrir herdómstól en skip- stjóri Rainbow Warrior. Jona- than Castlc hefur verið ákærður fyrir að hrjóta spænsk lög. Spænska blaðið Ideal Galleco birti í morgun frétt um, að yfirvöld hyggist fara fram á 250 þúsund dollara lausnar- gjald á Rainbow Warrior. Þessi frétt hefur ekki fengist stað- fest, né hafa spænsk heryfir- völd neitað fréttinni. í fréttum frá El Ferrol segir, að þessi upphæð virðist miðuð við það sem spænska hvalveiðifyrir- tækið segist hafa tapað vegna aðgerða skipverja Rainbow Warrior. Segist ætla að myrða Carter Umfangsmikil leit að „velvopnuðum og mjög hættulegum" morðingja DalIasTcxas 12. júli. AP. UMFANGSMIKIL leit að manni sem segist hafa skipun um að myrða forseta Bandaríkjanna Jimmy Carter hefur engan árangur borið. að sögn yfirvalda. I s.l. mánuði sagði mað- urinn við vitni að hann væri meðlimur í frelsis- samtökum Palestínumanna og hefði myrt meira en 100 manns. Hann sagðist einn- ig hafa skipanir um að myrða Jimmy Carter for- seta, Edward Kennedy öld- ungadeildarþingmann eða hvern þann sem kosinn verður næsti forseti Banda- ríkjanna. Maður þessi er álitinn vel vopnaður og mjög hættulegur. Talsmaður leyniþjónust- unnar sagði að maðurinn hefði tekið vitnið með sér og sýnt því tösku fulla af vopnum og veggspjald með mynd af Carter. Sagðist hann æfa sig í að kasta hnífum á spjaldið. Carter forseti mun koma til Dallas 21. júlí n.k. Kim fyrir herrétt Sooul. 12. júlí. AI'. KIM Dae-Jung, andófsmaðurinn kunni í S-Kóreu verður leiddur ásamt 8 öðrum fyrir herrétt í Seoul. Hann er ákærður fyrir tilraun til að steypa stjórn landsins og á yfir höfði sér dauðadóm. Ekki var tilkynnt hvena>r réttarhöldin yfir Kim hef jast. Kim var ásamt 37 öðrum handtekinn í maí síöast- liðnum eftir umfangsmikl- ar óeirðir í landinu. Kim var nærri að vinna Park í forsetakosningunum 1971. Hann sat í fangelsi í S-Kóreu frá 1976 til 1978 fyrir andstöðu við stjórn- völd. Eftir morðið á Park var hann látinn laus úr fangelsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.