Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.07.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JULÍ 1980 SKilKDlR NOUDAL: Litla stúlkan í apótekinu fyllir ekki munninn. Það gerir ekkert mál nema íslenzkan." Og endurminningarnar um Island, hina dásamlegu náttúru þess, sem líkist engum löndum, um íslenzkt þjóðlíf og sérkenni þess, hafa aukið víðsýni hennar og skilning, svo að henni hefur orðið auðveld- ara að lifa sig inn í hugsunarhátt og tilfinningalíf annarra þjóða. VI En nú á ég eftir að segja eitt, sem ég veit ekki, hvernig mér gengur að láta ykkur skilja. Þegar ég kalla Göggu „litlu stúlkuna í Apótekinu," á ég ekki við, að hún hafi einu sinni verið það, heldur að hún sé það enn í dag. Þó að hún sé orðin fullorðin, svona stór og svona fræg, þá hefur hún alltaf líka haldið áfram að vera barn. Öll börn langar til að verða stór. Og auðvitað eiga þau öll að verða það, eiga að læra og þroskast og starfa. En þau mega ekki halda, að þetta sé alltaf eintóm framför. Þau missa stundum ótrúlega mik- Ungírú alheimur 1980. Shawn Weatherley frá Banda- ríkjunum var nýlega kosin fegursta stúlka alheimsins á þessu ári. Keppnin fór fram í Seoul í Suður-Kóreu. Tvöfalt fleiri flýja „sæluna í austriu ekki að hafa vonda samvizku af því, þó að aðrir steli Göggu handa okkur við og við. Það er ekki nema lítil uppbót fyrir það, hvað mörgu hefur verið stolið frá okkur. Og það er líka mikið til í því að Gagga Lund sé íslenzk. Hún hefur að vísu sínar meðfæddu gáfur frá foreldr- um sínum, dönskum forfeðrum og formæðrum. En hún hefði aldrei orðið það sama, sem hún er, ef hún hefðj ekki verið hér á íslandi á barnsaldri. Gagga hefur alls staðar vakið undrun manna með hæfileikum sínum að læra og tala tungumál. Auðvitað hefur hún að upplagi verið mjög næm á þetta. Meðal annars er alveg furðulegt, að hún skuli hafa haldið íslenzkunni svona vel við, eins ung og hún var, þegar hún fór héðan, eins slæm skilyrði og hún hafði haft að læra hana sem barn og sjaldan tæki- færi að tala hana síðan. Það er almennt álitið að börn séu fljót að læra og fljót að gleyma. En við vitum, að fullorðnir íslendingar geta farið burt, verið innan um aðrar þjóðir tvö eða þrjú ár og komið aftur með meiri útlendan málhreim en Gagga. Einmitt þetta, tröllatryggðin við íslenzk- una, að eiga tvö móðurmál, hefur gert henni miklu auðveldara að læra önnur mál, gert heyrn henn- ar skarpari og tungutakið liprara. Hún elskar íslenzkuna og hefur alveg sérstakt yndi af að tala hana og syngja. Hún skrifaði einu sinni frá Danmörku: „Mér þykir svo leiðinlegt að fá ekki að tala íslenzku. Auðvitað veit ég, að ég tala dönskuna betur. En danskan Engel Lund og dr. Ferdi- nand Rauter. ið, um leið og þau læra og eignast annað. Lítil börn eru að sumu leyti miklu vitrari en fullorðið fólk. Þau kunna að horfa á þessa undur- samlegu veröld opnum og spurul- um augum. Þau langar til að vita allt og skilja allt. Þau eru alvöru- gefin og hugsandi, þau kunna að undrast margt og dást að mörgu, sem öðrum finnst vera hversdags- legt, þau eru heil í gleði sinni og heil í sorg sinni. Þegar þau stækka, fara þau að herma eftir fullorðna fólkinu og eldri krökk- um, fara að verða hégómleg, finnst það - dásamlega verða ómerkilegt og það ómerkilega mikils virði. Þau fara að harka af sér, og síðan kemur smám saman skel utan á þau, svo að tilfinn- ingarnar sljóvgast. Þau halda að vísu áfram að vera barnaleg, einföld og óþroskuð að sumu leyti, en hætta að vera barnsleg. Og það er mikill munur á þessu. Fullorð- na fólkinu hefur gengið illa að skilja, hvað þau voru vitur áður, og nú hættir því við að reyna að gera þau sem allra heimskust. Margar barnabækur eru til dæmis alveg eins og þær væru samdar handa hálfvitum eða umskipting- um. Höfundarnir halda, að þeir eigi að gera sig enn kjánalegri en þeir eru, af því að þeir séu „bara að skrifa fyrir krakka". En börn geta einmitt, ef þeim er bent á það og hjálpað ofurlítið til þess, skilið margt af því allra bezta, sem til er í bókmenntum og listum, betur en flest fullorðið fólk. Sumir eru þó svo lánsamir að geta elzt og þroskazt og haldið samt áfram að vera börn. Og þeir eru bezta og hamingjusamasta fólkið, sem til er. Jesús Kristur sagði einu sinni við lærisveina sína: „Hver, sem ekki tekur á móti guðsríki eins og barn, mun alls ekki koma inn í það.“ Þetta á engu síður við jarðríki, öll undur nátt- úrunnar og mannlífsins, en við guðsríki eða himnaríki. Og það á ekki sízt við ríki allra lista. Allir sannir listamenn verða að eiga hin opnu augu, einlægu hugsun og viðkvæmu lund barnsins, verða að finna, hvílíkt ævintýri það er að vera til, skynja sorgina og gleðina, hið fagra, stórkostlega og hræði- lega í þessari dularfullu tilveru. Þeir verða að vera lausir við allan hégóma. Þó að þeir geti „gert lukku" í svipinn með uppgerð og tilgerð, þá kemst alltaf upp um þá og fólk verður leitt á þeim fyrr eða síðar. I gömlum þjóðsögum er sagt frá merkilegum kjörgripum, sem eru kölluð fjöregg. Eigendur þeirra gátu geymt þau þar, sem enginn náði í þau, og síðan verið sjálfir í alls konar hættum og háska, ef til vill orðið sárir og illa leiknir, en þeir lifðu alltaf góðu lífi, meðan fjöreggið var heilt á sínum stað. Það eru mikil sannindi í þessari hugmynd eins og mörgu öðru í þjóðsögunum. Það er til fólk, sem á sér sína dýrmætustu fjársjóði, hvort sem það er nú trú, von eða ást eða eitthvað annað, geymt í heimi fyrir ofan storma og hríðar, þar sem ekkert getur grandað þeim. Eigendur slíkra fjársjóða eru alltaf lifandi manneskjur, þó að margt geti orðið þeim erfitt. Eitt af því, sem hægt er að geyma svona, eru minningar frá barnsár- unum. Gagga Lund fór ellefu ára gömul frá íslandi. Hún skildi við allt það, sem íslenzkt var og hún hafði lært að elska með sínum opnu barnsaugum og næma barns- huga. Hún hélt síðan í minn- ingarnar um það með órjúfandi tryggð, ekki neinum kveljandi söknuði eða sársauka, heldur með ást og gleði og ræktarsemi. Hún flaug burt eins og „mávur úr Norðurhöfum", fús að sjá ný lönd og ný höf. En hvar sem hún fór, andaði um hana blár svali frá Esjunni, grænn ilmur frá gróandi túnum, hvítleitur sjávarniður utan af Nesi og máttugur hljómur af íslenzkri tungu. Hún skildi barnshjarta sitt eftir í þessum heimi, og þar er það enn á vísum stað. Það er fjöreggið hennar, sem ekkert getur grandað. Hún á enn barnslundina, samhliða öllum sín- um ríku gáfum, menntun og reynslu fullorðinsáranna. Hún á gleði barnsins, svo að stundum getur manni fundizt, að það sé hennar aðaleinkenni, hvað hún er fyndin og gamansöm og getur glaðzt af öllu, sem er skemmtilegt. En hún á líka alvöru barnsins, hún er mikil trúkona og ber djúpa lotningu fyrir undrum tilverunnar og mannlífsins. Og hún er algjör- lega laus við hégómaskap og uppgerð. Allt þetta hefur gert henni auðvelt að skilja einlæg- ustu, innstu og upprunalegustu tilfinningar óspilltrar alþýðu í öllum löndum og túlka þær með ósvikinni list, þegar hún fer með og talar um þjóðkvæðin og þjóð- lögin. Þetta er leyndardómurinn, sem ég hef viljað segja ykkur frá, um sigurfarir litlu stúlkunnar í Apótekinu. VinarborK. 11. Júli. AP TALA flóttamanna frá rikjum A-Evrópu til Austurríkis meir en tvöfaldaðist i júnímánuði. að þvi er innanrikisráðuneytið skýrði frá i Vínarhorg i dag. Alls hafa 781 sótt um hæli 1 Austurriki sem pólitiskir flóttamenn og veldur þetta austurriskum yfirvöldum miklum áhyggjum og erfiðleik- um. í sama mánuði i fyrra sóttu 382 um hæli í Austurríki sem pólitískir flóttamenn. Flestir komu frá Tékkóslóvakíu, eða 329 en í sama mánuði í fyrra voru þeir „aðeins" 47. Að sögn Fyrir ári bað fyrirtækið Sovét- menn um leyfi til að setja Lada Sport saman í Kanada þar sem þeir voru ekki fáanlegir þar um tíma. Fékk fyrirtækið leyfi til að athuga möguleika á slíku. John Wright, sölustjóri Lada í Kanada, segir að niðurstöður rannsóknanna ættu að liggja fyrir í lok þess árs. Sagði hann að meðal þess sem þyrfti að athuga væri t.d. að hve miklu leyti bílarnir yrðu settir saman í Kanada og hvort verð þeirra myndi haldast óbreytt. Wright sagði að verksmiðjurnar i ráðuneytisins segjast flestir hafa flúið af efnahagslegum ástæðum, en talsmaður ráðuneytisins vildi ekki geta sér frekar til um ástæð- ur þessarar aukningar. Margir hafa bent á það, að í kjölfar versnandi sambúðr austurs og vesturs, þá óttist íbúar járn- tjaldslandanna, að landamærun- um verði algerlega lokað. Hinn mikli fjöldi flóttamanna hefur sett austurrísk stjórnvöld í vanda, því erfiðleikar eru með að koma öllu þessu fólki fyrir. Stjórnvöld vonast þó til, að ríki eins og Astralía og Kanada muni taka við hluta flóttamannanna. Sovétríkjunum gætu ekki annað eftirspurn eftir Lada Sport. Um 520 slíkir bílar hafa verið pantaðir til Kanada þó að fyrsta sending komi ekki til landsins fyrr en í ágúst. Upphaflega átti að afhenda bifreið- arnar fyrir einu ári. Þrátt fyrir andsovéskan áróður í kjölfar innrásarinnar í Afghanistan hefur sala Lada-bílanna aukist mik- ið í Kanada. Fyrstu fjóra mánuði ársins jókst hún um 66%. Á næsta ári býst Wright við að selja í Kanada að minnsta kosti 15.000 Lada-bíla og 5000 Lada Sport. Strokufangi sneri aftur Lundúnum. 11. júli. AP. FANGAVERÐIRNIR í Wormwoodfangelsinu í Lundúnum ætluðu vart að trúa eigin augum, þegar Gcorge Wicks, strokufangi. hankaði upp á fangclsisdyrnar og bað um að sér yrði hleypt í klefann sinn á nýjan leik. Wicks flýði árið 1970 — fyrir 10 árum með því að fela sig í brauðbfl. Þrátt fyrir leit, hafði brezku lögreglunni ekki tckist að hafa upp á honum. Þegar Georgc Wicks komst undan hafði hann afpiánað 9 mánuði af fangelsisdómi sinum en alls átti hann að sitja inni f 7 ár. Með góðri hegðun hefði hann gctað verið kominn út mun fyrr. Fangelsisstjórinn í Wormswood neitaði alfarið að gefa upp ástæður Wicks fyrir að snúa aftur. Kanadamenn sækja um leyfi til framleiðslu Lada-bifreiða FORSVARSMENN fyrirtækisins Lada Cars of Canada. sem hefur einkarétt á sölu sovéskra bifreiða í Kanada, segjast vonast til þess að geta fljótlega farið að flytja hilana til landsins i pörtum og setja þá saman sjálfir. Þetta kemur fram í frétt í hlaðinu The Wall Street Journal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.