Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 1
48 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNAIÞROTT ABL AÐI 185. tbl. 68. árg. ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. IIEKLUELDAR. Hekla loKandi í fyrrinótt þejjar stöðugt gaus úr liðlega 6 km langri sprungu þvert í gegnum fjallið. Myndina tók ólafur K. Magnússon ljósmyndari Mbl. skammt frá Skarði i Landsveit á þriðja tímanum aðfaranótt mánudags. Brezkur jarðfræðinemi átti fótum sínum fjör að launa í Heklueldum: „Hrauni og: gjalli rigndi yfir mie44 „Gleðin breyttist fljótt í skelfingu“ IfEKLUELDARNIR ruddust fram án þess að fjallið gerði nokkur boð á undan sér sl. sunnudag, en engir jarðskjálftar urðu fyrr en í sömu mund og Hekla þverklofnaði af nærri G km langri sprungu á sama stað og í Heklugosinu 1947 sem er talið með stærstu gosum í heimi. Dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur sagði í samtali við blaðamenn Morgunblaðsins yfir eldstöðvunum skömmu eftir upphaf gossins að hér virtist vera um mikið gos að ræða þótt ekki væri það eins kröftugt og eldgosið 1947. Urðum við vitni að miklu öskuflóði úr gígunum þar sem aska og eiturgufur þyrlast upp og velta síðan niður hlíðar, en slíkt hafa menn ekki Hraun ruddist fram á nokkrum stöðum í miklu magni í hlíðum Heklu í gær, en í gærkvöldi höfðu eldar minnkað í suðurhlíðum Heklu þótt hraun rynni stöðugt og gaus þá meira í austurhlíðum og á tindi fjalladrottningarinnar. Rann hraun Skjólkvíamegin og við Litlu-Heklu, en nokkrir gígastjakar voru virkir í suðurhlíðinni sem glóði öll fyrstu nótt eldgossins. Jón Ólafsson bóndi í Geldingaholti sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi að aldrei hefði hann séð eins mikla Hekluelda og á sunnudagsnótt," en nú eru þeir mun minni hér sunnanmegin," sagði hann, „og logar þó tignarlega í nokkrum gígum suðurhlíðarinnar." í Morgunblaðinu í dag er sagt frá Heklueldunum á bls. 16, 17, 18, 19, 20, 29, 30 og 31, en hér fer á eftir viðtal Sighvats Blöndahls blaða- séð fyrr í cldgosum hér á landi þótt talið sé að fyrirbærið hafi átt sér stað í fyrri gosum. Slík eiturský hafa reynzt mjög mannskæð í eldgosum erlendis, t.d. á Martinque þar sem það varð 29 þús. manns að bana á broti úr mínútu. Bændur á Suður- og Norðurlandi fóru í gær inn á afrétti til að huga að fé vegna öskufalls. Verst var ástandið á afrétti Landmanna- og Holtahreppa og er þcgar búið að reka til byggða um 1000 fjár af 4000 sem voru í afréttinum og í gær smöluðu Gnúpverjar um 7000 fjár af framafréttinum niður í Þjórsárdal. Verður það fé réttað á miðvikudag í Skaftholtsrétt. gjallið og stærðarinnar hraunmolar, að berast með vindinum þangað sem ég var staddur. Mér var greinilega ekki til set- unnar boðið og tók þegar til fót- anna, þótt sár væri, en það var einmitt vegna fótasáranna, sem ég hafði tafist þarna innfrá, Andrew var farinn niður undir veg. - Meðan ég hljóp um fimm kíló- metra leið í áttina að tjaldi okkar, sem var um miðja vegu niður á veg, buldi á mér gjallið og hraunmolarn- ir og það eina sem ég hafði með til skjóls var gömul kortamappa, sem ég bar yfir höfðinu. Yfirleitt voru þetta litlir fíngerðir molar, sem lentu á mér, en nokkrum sinnum voru þetta molar um 10 sentimetrar í þvermál og í eitt sinn fékk ég svo hraunmola í höfuðið, sem var um 25 sentimetrar í þvermál, þá munaði manns Mbl. við brezka jarðfræði- stúdentinn Ian Hutchins sem var í lífshættu í upphafi eldgossins og átti fótum fjör að launa undir skæðadrífu af hrauni og vikri: „Það kvað við gífurleg sprenging rétt fyrir hálftvö og nær samstundis steig mikill gosmökkur upp frá tindi Heklu, en þá var ég staddur í Skjólkvíunum, þar sem nefnist við Rauðkembinga," sagði Ian Hutch- inson, brezkur jarðfræðistúdent frá Oxford í samtali við Morgunblaðið í gærdag, en Ian og félagi hans Andrew McKenzie, voru einu menn- irnir, sem voru við fjallið þegar gosið hófst. „Eg var í fyrstu mjög glaður, — gat það verið, að mér auðnaðist, að sjá fjalladrottninguna gjósa, en sú gleði breyttist fljótlega í skelfingu, því um fimm mínútum síðar fór Ian Hutchin lýsir reynslu sinni fyrir hlaðamanni Mbl. minnstu að ég ryki um koll svo mikið var höggið. Sá hnullungur mölbraut tvo blýanta, sem voru í kortamöppunni. Við komum svo nær samstundis að tjaldinu, ég og Andrew, en hann hafði þegar lagt af stað í átt að tjaldinu á torfærumótorhjólinu okkar, þegar hann gerði sér grein fyrir því hvað var á seyði. Við veginn voru hollenzkir ferðamenn, sem ætluðu að hefja gönguna yfir hraun- ið í átt að Heklu, þegar Andrew lagði af stað. Þeir sögðu mér, að hann hefði hreinlega ekið sem óður yfir fjöll og firnindi, en hefði ekki reynt að þræða auðveldustu leiðina, svo mjög var honum brugðið. Eina hugsunin þegar við skriðum inn í tjaldið, var að taka með okkur svefnpoka og einhvern mat og koma okkur síðan eins langt í burtu og hægt var. I öllum asanum gleymd- um við peningum okkar svo og vegabréfunum. Það var þó ráðin bót á þvi í gær, þegar vinir okkar frá Búrfellsvirkjun fóru og sóttu dótið okkar, margt af því var heldur illa farið, t.d. tjöldin. Vil ég nota tækifærið og þakka þeim, alveg sérstaklega. Eg þarf ekki að fara í neinar grafgötur með það, að þetta er mesta lífsreynsla, sem ég hef nokkru sinni lent í. Ég var ekki lítið hræddur, þegar ég hljóp í ofboði yfir hraunið. Það, sem hinsvegar verður mér örugglega minnisstæðast af þessu öllu saman, er þegar ég sá hvar mikill vatnsflaumur æddi niður hlíðar Heklu frá efsta hluta hennar, en þegar í byrjun gossins hafði hinn mikli hiti, sem í fjallinu er, brætt litla skriðjökulinn, sem liggur undir tindi fjallsins, og það var hann, sem ruddist þarna niður fjallshlíðina," sagði Ian að síðustu. Þeir félagarnir hafa verið við rannsóknir og kortlagningu í kring- um Heklu síðustu fimm vikurnar, en það er einn hluti náms þeirra í jarðfræði við háskólann í Oxford, og það kom ennfremur fram hjá Ian, að líklegast tækist þeim að Ijúka verki sínu í vikunni, þrátt fyrir þessi ósköp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.