Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi ÞORSTEINN BJÖRNSSON, frá Hrólfsstööum, Skagafiröi andaöist aö Hrafnistu föstudagskvöldiö 15. ágúst. Margrét Rögnvaldsdóttir, María Þorsteinsdóttir, Birna G. Þorsteínsdóttir, Guórún Þorsteinsdóttir, Hinrik Albertsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaöur minn, KONRÁÐ EINARSSON, fyrrum bóndi é Efri-Grímslæk, Ölfusi, lést í Borgarspítalanum þann 17. ágúst. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna, Soffía Ásbjörg Magnúsdóttir. t Elskuleg móöir okkar, tengdamóöir og amma, SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR, Rauóalæk 2, Reykjavik, andaöist í Landakotspítala 17. ágúst. Hannes Á. Wöhler, Kirstín G. Lérusdóttir, Bryndís Krístiansen, Ketill Pélsson, Bragi Kristiansen, og barnabörn. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, MAGNÚS ARNFINNSSON Ljósheimum 22, Reykjavík, lést í Landspítalanum laugardaginn 16. ágúst s.l. Guórún Laxdal Jóhannesdóttir, Ingvi Magnússon, Jóhanna Sæmundsdóttir. t Hjartkær eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir, amma og systir, SIGRÚN JOHANNESDOTTIR, Kaplaskjólsvegi 39, er andaöist aöfaranótt 12. ágústs, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni miövikudaginn 20. ágúst kl. 1.30. Þórir Sigtryggsson, Sigrún Þórisdóttir, Sveinn Þórisson, Sigfríöur Þórisdóttir, Grétar Guömundsson, Erla Sigríður Gétarsdóttir, Svava Jóhannesdóttir, Björg Jóhannesdóttir. t Kveöjuathöfn um, JÓHÖNNU S. JÓNSDÓTTUR, fré ísafiröi Vesturgötu 113, Akranesi sem lést í Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 15. ágúst, fer fram í Akranesskirkju þriöjudaginn 19. ágúst kl. 2.30. Jarösett veröur frá ísafjaröarkirkju föstudaginn 22. ágúst kl. 2.00. Halldóra Ingimundardóttir, Péll Einarsson, Magdalena Ingimundardóttir, Hermann G. Jónsson, Auöbjörg Ingimundardóttir, Guömundur Þorbjörnsson t Eiginkona mín, RAKEL KÁRADÓTTIR Njörvasundi 23, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 20. ágúst kl 3. Blóm og kransar afþakkaöir. en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Kristniboöið í Konsó. Þorkell Sigurösson. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför mannsins míns og fööur okkar, HENNINGS CRISTENSEN. Sérstakar þakkir til starfsfólks og stjórnar Mjólkursamsölunnar. Dóróthe Vilhjélmsdóttir og börn. Minning: Jóna Salvör Eyjólfsdóttir 24. júní 1921. Dáin 8. ágúst 1980. Jóna mágkona mín lézt 8. þessa mánaðar, langt um aldur fram. Langri baráttu við dauðann er lokið, því miður með töpuðu streði. — En allt í mannlegu valdi var gert til að reyna að ná sigri. Hafi allir þökk fyrir, sem þar lögðu fram krafta sína og þekkingu. Rúm 40 ár eru liðin frá því Jóna kom í okkar fjölskyldu, á Urðar- stígnum. — Minningarnar leita á hugann. — Elsti bróðir okkar, Sigurður, hafði staðfest ráð sitt, fyrstur okkar í systkinahópnum. — Ég man það glöggt að það var hreint ekki laust við eftirvænt- ingu meðal okkar þegar Jóna kom heim til okkar í fyrsta skipti. — Jafnvel ekki laust við að gætti afbrýðisemi hjá mér unglingnum: Nú ætti að taka stóra bróður frá okkur. — Ég sá þá þegar á þessum fyrsta fundi okkar, að þarna var stúlkan hans Sigga. Ég sætti mig fyllilega við það frá þeirri stundu og eftir það var það bara einfald- lega: „Siggi og Jóna. Jóna Éyjólfsdóttir var fædd 24. júní 1921, yngst í stórum systkina- hópi og átti góða æsku í foreldra- húsum. — Foreldrar hennar voru Ingveldur Jónsdóttir og Eyjólfur Kristjánsson og bjuggu þau á Brúsastöðum við Hafnarfjörð. — Voru þau og börn þeirra ævinlega kennd við Brúsastaði. Foreldrar Jónu létu sér mjög annt um barnahópinn sinn. — Jóna giftist bróður mínum, Sigurði Gíslasyni hótelstjóra á Hótel Borg, 4. maí árið 1941. Þeim varð sex barna auðið. — Þau eru Garðar, Sigrún, Rannveig, Ingólfur, Karl, Sigurður og Steingrímur. Á meðan börnin okkar eru að vaxa úr grasi beinast bænir okkar mæðranna til Guðs um það að fá að lifa svo lengi, að koma þeim til manns. Þetta hlotnaðist Jónu. Hefst þá líka annar kapítuli: Okkur langar að fylgjast með fjölskyldum barna okkar, um leið og hægjast tekur um og betri tími gefst til að gera margt af því, sem aldrei vannst tími til að sinna í dagsins önn. Jóna bað um nokkur ár í viðbót. — Við vonuðum öll að henni yrði að von sinni og bæn. — Sú von brást. — Henni hlotnaðist þó mikil hamingja í þessu lífi, því hún átti barnaláni að fagna — 6 mannvænleg góð börn. Þau hafa verið foreldrum sínum mikill gleðigjafi. Snögg umskipti hafa nú orðið á æskuheimili okkar systkinanna, að Urðarstíg 14. — Á tæplega tveim árum hafa þær báðar kvatt þennan heim húsmæðurnar þar: móðir okkar Rannveig, sem and- aðist. sept. 1978 og var húsmóðir í „Gamla húsinu“ og nú Jóna hús- móðir í „Nýja húsinu". Báðar helguðu þær krafta sína heimili og börnum sínum. — Hafi þær þökk fyrir það, sem þær lögðu af mörkum til þess að fagurt mannlíf mætti blómgast í fjölskyldum okkar og meðal niðja okkar. Ég vil ekki ljúka svo þessum kveðjuorðum, að ég minnist ekki á þann unaðslund, sem Siggi og Jóna komu sér upp við Rauðavatn, þar sem hvert tré og hvert blóm vitnar um sameiginlegt átak þeirra. Á hverju sumri var farið þangað til lengri eða skemmri dvalar og var þá oft glatt á hjalla í Lundi. Á kveðjustund þakka ég Jónu fyrir áralanga samveru og góð kynni. Bið Guð að styrkja bróður minn Sigurð og börn þeirra í söknuði fjölskyldunnar. Blessuð sé minning hennar. Ester Gísladóttir. Jóna Salvör Eyjólfsdóttir frá Brúsastöðum, til heimilis að Urð- arstíg 14. Hún var fædd í Hafnar- firði 24. júní 1921. Foreldrar hennar voru hjónin Ingveldur Jónsdóttir og Eyjólfur Kristjáns- son og var hún yngst af 12 börnum þeirra hjóna. Hún ólst upp í Hafnarfirði hjá foreldrum sínum og var þar oft glatt á hjalla á stóru heimili. Árið 1941 giftist hún Sigurði Gíslasyni, fram- reiðslumanni, nú hótelstjóra á Hótel Borg. Þau eignuðust 6 börn sem eru: Garðar Rafn, kvæntur Jóhönnu Þórðardóttur og eiga þau 4 börn; Sigrún Jóna, gift Jóni Parrish og eiga þau 3 börn; Rannveig, gift Sigurði Hjálmarssyni og eiga þau 4 börn; Ingólfur Karl, kvæntur Maríu Guðnadóttur, þau eiga 2 börn; Sigurður Svavar kvæntur Brynhildir Pálsdóttur, þau eiga 2 börn; Steingrímur Örn heitb. Eddu Örnólfsdóttur. Ég kynntist Jónu fyrst árið 1960 og sá ég að þar var dugleg og góð kona og tók hún tengdabörnunum eins og sínum börnum. Margar ánægjustundir höfum við átt á Urðarstígnum, þar var alltaf gott að koma. Annað heimili þeirra hjóna var upp við Rauða- vatn, en þar höfðu þau numið land sem var ekkert nema urð og grjót, en með haka og skóflu tókst þeim í sameiningu að gera þetta að sælureit. Þarna reistu þau mynd- arlegt sumarhús sem þau dvöldi í á sumrin og þangað sóttu börnin og barnabörnin og var oft mikið hlegið þegar farið var í leiki. En í sumar var engin Jónsmessuhátíð og engin töðugjöld verða haldin „í sumó“ í haust. Allt líf er í hendi Guðs og nú hefur hann tekið Jónu til sín eftir langa og erfiða sjúkdómslegu og hlaut hún alla þá ást og umhyggju sem eiginmaður og börn gátu veitt henni. Ég vil fyrir hönd fjölskyldu minnar þakka Jónu allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman, minningin um hana mun lifa í hjörtum okkar allra. Ég votta Sigurði mína dýpstu samúð á þessum sorgardögum, blessuð sé minning Jónu. Sigurður Iljálmarsson. Leiðrétting I kveðjuorðum um Þorleif Þórð- arson fyrrum forstjóra hér í Mbl. á sunnudaginn, misritaðist nafn eiginkonu Þorleifs. — Hún heitir Kristjana, sem kom fram í öðrum greinum um hinn látna, — ekki Kristbjörg, eins og í greininni stóð. — Biður blaðið aðila alla afsökunar á þessum mistökum. Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. + Ástkær elginkona mín, móöir okkar. tengdamóöir, amma ^g langamma, JÓNA SALVÖR EYJÓLFSDÓTTIR Uröarstíg 14. Veröur jarösungin Irá Hallgrímskirkju þriöjudaginn 19. ágúst kl. 1.30. Þeim sem vildu minnast hennar vinsamlegast láti líknarstofnanir njóta þess. Siguröur Sv. Gíslason, Garöar R. Sigurösson, Sigrún J. Siguröardóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Ingólfur K. Siguróasson, Siguröur Sv. Sigurðsson, Steingrímur O. Sigurósson, tengdabörn og barnabörn. f Þökkum innilega öllum er vottuöu okkur samúö og vinarhug, viö fráfall og útför fööur okkar, tengdafööur, afa, langafa og bróöur, GUDMUNDAR SIGURÐSSONAR, vélstjóra. Arnfríóur Mathíesen, Nína S. Mathíesen, Matthías M. Guömundsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Óskar Sigurösson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.